Vísir - 21.01.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1931, Blaðsíða 3
V í SIR Hpingupinn. Mánudaginn 26. þ. m. verður afmælisf agnaflur haldinn í HÓTEL BÓRG, í tilefni af 25 ára starfsemi kven- félagsins Hringurinn. Skemtunin verður f jölbreytt. Aðgöngumiðar seldir í Hattaverslun frú M. Levi. Á sama stað liggur áskriftarlisti framrni. STJÓRNIN. Slæm sjón er aðeíns hálf sjón og er þar að auki mjög skaðleg fyrir augim. Góð sjón sem fæst með góðum og hæfilegum gleraugum er liin mesta blessim. — Komið og tahð við gleraugnasérfræðinginn í Laugavegs Apóteki, þar fáið þér í gleraugu yðar Zeiss Punktalgler, hin bestu og fullkomn- ustu gler sem til eru. KKKSQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQÍKKKKKKKKÍQQQQQQQQQQQQQQQQQOt Ensknkensla útvarpsins. —o--- Það eru ekki margar ahnenn- íugsi'addir, sem enn liafa látið til sín lieyra um starfsemi út- varpsins. Aðfinslur, hrós og til- lögur er alt jafn fágætl enn þá. |>ó er það víst, að þetta stafar — sem betur fer — ekki ein- göngu af tómlæti almennings, því það er efalaust að margir láta sig inálið talsverðu skifta. Hitt er ástæðan, að mönnum er enn svo ótítt hér á landi að snúa sér til blaðanna með á- hugamál sín, en það er illa far- ið og þarf að breytast. Af þess- ari ástæðu er það alveg vafa- laust að vart hefir enn sést get- ið í blöðunum þeirrar býsna al- mennu óánægju, sem ríkir á meðal útvarpsnotenda um það, hve óheppilegur tími hefir ver- ið valinn til kenslu erlendra mála. Hún fer sem sé fram á þeim tíma, er þorri fólks er ekki kominn lieiin eða inn frá vinnu sinni, hvað þá að menn hafi matast. Hinsvegar eru jbaraasögur sagðar svo seint á kvöldin að á öllum sæmilegum heimilum er búið að koma bömúnum í rúmið. Útvarpið hafði ekki fyrir löngu verið opnað, er eg skrif- aði nokkurar athugasemdir um stárf þess og rekstur, eins og þau mál litu út frá minum bæjardyrum. Þessar fáu at- hugasemdir hafa ekki enn kom- ist að til birtingar lijá blaði þvi er fékk þær, og nú eru þær þegar að suinu levti svo úrcltar, að ekki á allskostar við að þær hirtist í sínu upprunalega formi. Af því sem eg heff séð um þessi efni (að undanskildu ávarpi útvarpsstjórans) þykir mér langmerkastar tvær greinar eftir Þorstein Finnbogaspn, sem báðar hafa birst í Vísi, liin fyrri endur fyrir löngu en hin síðari í dag. Þær greinar verð eg að telja mjög athyglisverðar, eink- um hina fymi, sem vel mætti nú endurprenta. Það fer ekki hjá því, að fleiri en eg séu liöfund- ínum þakklátir fyrir þau skrif. 1 meginatriðuniun er eg Þ. F. ísariimála, og eg vona að úl- varpsstjórnin athugi tillögur hasis gaumgæfilega. Enginn er alvitui' og i því lýsa sér sönn hyggindi, að vera nógu lítillát- ur til jiess að læra af öðrum. En við eitt þeirra smáatriða, sem eg sé i öðru ljósi en Þ. F., lang- ar mig til að gera hér athuga- aemd. Eg er svo sannfærður um að hinn heiðraði höfundur er |>ar alveg á glapstigum, enda tel fcg liklegt að hann sannfærist 8m það af eigin raun áður en ■Jlýkur. 1 • Þetta atriði er enskukenslan. 'Þ. F. hyggur að fæstir þcirra, sem hugsað bafi til náms í 2. flokki, muni hafa þann undir- Mning að þeim geti notist að kenslunni, og fyrir þá sök virð- íst hann vilja breyta til um að- íerð. Vera má að einhverjir, sem litla hafi fengið undirstöðu- þekkingu i ensku, hafi hugsað sér að hafa sérstaklega not af tilsögn i þessum flokki. Um það er niér ekki kunnugt, en þeir hinir sömu munu þá væntan- lega Iilusta í 1. flokki lika, og þá vona eg að alt fari vel áður en langt um líður. En liitt er alveg efalaust mál, að liér í londinu og þá að sjálfsögðu á sneðal þeirra, sem íitvarpið nær til, er sægur af fólki, sem ein- auítt þai-fnast handleiðslu í ensku á þann hátt sem hún er veitt með kenslunni i 2. flokki. Þetta er fólk sem les ensku annaðhvort viðstöðulaust cða mjög sæmilega, eins og t. d. all- ir þeir, sem fengið hafa gagn- fríéðamentun, en sem annað- hvort liafa ekki fengið þá til- sögn og æfingu- í réttum fram- hurði, sem æslcileg hefði verið, eða hafa ryðgað í framburðin- um af æfingarskorti síðar. Þetta fólk þarf að festa í rásinni og jafnframt að gefa því kost á að æfa eyrað á alveg hispurslaus- um framburði þeirra, sem tal- að hafa málið frá blautu barns- beini. Aðrir duga ekki til slíkr- ar kenslu, enda mun það lítt tíðkast, að fcla hana öðrum við útvarp. En þó er liér ótalið það hliit- verkið, sem í mínum augum er miklu veglegast, miklu merki- legast og rniklu nauðsynlegast, en það er að vísa öllu þessu fólki veginn inn i töfrabeim enskra bókmenta. Mér kemur það á óvart, ef Þ. F. skyldi - leggja öllu minni áherslu en ég á það atriði. Þá verð ég alveg eindregið að mótmæla því. að farið verði að gefa skýringar á íslensku í þess- um flokki. Það væri Ijóta glap- ræðið. Við liöfum meira en nóg af slíku i skólunum og það er alger misskilningur á mála- kenslu, að Iialda að þetta sé nauðsynlegt eða sérstaklega gagnlegt. Eigin reynsla min á þeim árum, er ég fékst við að kenna ensku, sannaði mér ótví- rætt, að menn læra lang best og mest lijá þeim kennurum, sem viðhafa beinu aðfcrðina, þ. e. kenna á því máli, sem þeir eru að kenna. Meðan latínan var kend á þann hátt, urðu menn miklir latínumenn, en síð- an varla. Að þvi er enskuna snertir, hélt ég að Reykvíking- ar væru nokkurn veginn búnir að reka sig á þetta efir að Mr. Howard Little liefir starfað á meðal Jieirra í meira en sex ár. Talsvert merkileg sönnun held ég líka að þau séu börnin, sem sótt hafa enskuskóla frú Önnu Bjarnardóttur frá Sauðafelli. Mér er með öllu ókunnugt um enskukunnáttu Þ. F., en eft- ir að liafa lesið grein hans i dag, sé ég, að það cr með öllu óhugsandi, að hann hafi dvalið langdvölum á meðal enskumæl- andi þjóða. Ef svo væri, mundi hann ekki hafa sagt það, er hánn segir um rödd stúlku þeirrar, sem kennir 2. fkikki. Sannleikurinn er sá, að hún hef- ir óvenju fallegan og viðfeldinn málróm, og það hefir orðið að- dáunarefui enskra manna og annara hinna bestu ensku- manna hér i bæ, live vel rödd hennar hljómar i útvarpinu. Um þetta atriði befir Þorsteinn talað óvarlega og ei' það leitt, en um leið og ég segi það, á hann líka heimtingu á, að ég geti hins, að hann staðhæfir þetta ekki, lieldur notar orðið „virðist", þ. e. að það láti þann- ig i hans eyrum. Skýringin er að eins ein og augljós: Eyra lians hlýtur að vera óvant enskunni. Megin-annmarkinn á þessari kenslu er alveg fortaksláust sá, að óhæfilega lítill timi er til honnar ætlaður. Ein kenslu- stund á vileu er ckki nóg fyrir þenna flokk, en þó er liitl verra, að hún skuli ekki vera nema einar 20 mínútur. Mér virðist sú -ráðstöfun lýsa furðulegri vanhyggju af hálfu útvarps- ráðsins, þvi það er gagnslaust að koma með ]>á viðbáru, að enginn möguleiki liafi verið til þess að leggja meiri tima i þetta. Það er elcki hægt að lcenna mikið á einum 20 mín- útum, og það er nálega óliugs- andi annað en að kennarinn freistist til þess að bera hrað- ara á en æskilegt væri og neyð- ist til að sleppa ýmsu, sem þörf var að segja. Kenslustundin mátti helst ekki vera skemmri en þrir stundarfjórðungar. Rvík, 19. jan. ’31. Sn. J. Utan af landL lieflavík, 20 jaii. FB. Tutlugu og þrír vélbátar verða gerðir út héðan á vertiðinni. eru þeir frá fjórtán og upp í liðlega tuttugu smálestir að stærð liver báturi Menn fóru að útbúa bátana um nýár og liafa átta bátar farið i róðra. Sá, sem oftast befir róið, liefir farið fiinm sinnum. Bátarnir hafa fengið frá tveimur og upp í finnn—sex smálestir í róðri, en aðal-veiðitíminn er ekki byrjaður enn. Bátaflotinn lief- ir aukist að undanförnu. Þannig bættust við tveir bátar, sem smiðaðir voru í Noregi, og einn sem smiðaður var í Danmörku. Óvenju margt aðkomumaniia er hér, aðallega sjómenn, en nú hefir verið ráðið á alla bátana. Hafa vafalaust komið fleiri en fá ráðningu, enda aldrei kom- ið jafnmargt sjómanna bingað og nú. Auk þess eru gerðir út fimm vélbátar í Ytri-Njarðvík- um. Eru það alt stórir vélbátar, yfir tuttugu smálestir. Bátar fóru á sjó á föstudags- kveld, en að afliðnu liádegi á laugardag skall á óveður hér, sem hélst fram á sunnudag. Bátarnir fóru að koma að á laugardagskveld, en eigi kom- ust bátshafnir í land fyrr en á sunnudagskveld. t veðri þessu rak vélbátinn Ólaf Magnússon til á höfninni og rakst á vél- bátinn Öðling. Brotnuðu þeir báðir nokkuð, en eigi svo, að stórskemdir yrðu af. Heilsufar er hér gott. Manna- lát engin að undanförnu. I des- ember-byrjun lést hér frú Ingi- björg Einarsdóttir, kona Elíasar Þorsteinssonar kauinnanns. — ’Viðtal). Veðrið í morgun: Reykjavík hiti o stig, ísafirði -f- 2, Akureyri o, Seyðisfirði i, Vestniannaeyjum 2, Stykkishólmi i, Blönduósi i, Grindavík -4- o, Færcyjum 6, Julianhaab -f- 8, Jan Mayen -f- 6, Angmagsalik -4- n, Tynemouth 3, Kaupmannahöfn -f- 4 stig (skeyti vantar frá Raufar- liöfn, Hólum í Hornafirði og Hjaltlandi). Mestur hiti í Reykja- vík 2, minstur ~ 2 stig. Úrkoma 0,3 mm. — Yfirlit: Alldjúp lægð- armi’ðja fyrir suðaustan ísland en vestan við Færeyjar, á hreyfingu norðaustur eftir. HáþrýstisvæSi yfir Grænlandi. Horfur: Suðvest- urland : Faxaflói: Yaxandi norS- ankaldi. Úrkomulaust og viSa létt- skýjaS. Breiðafjörður: Allhvass norðaustan. Sumstáðar snjókoma. Vestfirðir: Norðaustan hvassviðri. Hríðarveður, einkum norSan til. Norðurland, Norðausturland, Aust- firSir: Vaxandi norSaustan átt, allhvass meS kveldinu og hríSar- veSur. Suðausturland: Vaxandi norSaustan kaldi. Snjókoma aust- an til. Jarðarför Páls H. Gíslasonar fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Síra Bjarni Jónsson flutti hús- kveðju og líkræðu i kirkjunni. Útvarpið. Dagskrá i dag: Kl. 19,25: Hljómleikar (grammófón). Kl. 19,30: VeSurfregnir. Kl. 19,40: Enska 1. flokkur (Anna Bjarna- dóttir, kennari). Kl. 20: Barna-- sögur (RagnheiSur Jónsdóttir, kennari). Kl. 20,10: Hljómleikar (Fleischmann, celló): Robert Schumann: Nachtstúck, R. Schu- tnann: Schlummerlied.. Godard: Berceuse, Popper: Gavotte. Kl. 20, 30: lYfirlit yfir heimsviSburði (Fréttam. útvarpsins). Kl. 20,50: Ýmislegt. Kl. 21. Fréttir. Ivl. 21,20 —25 : Hljómleikar (Þórarinn Guð- mundsson, fiSla, Emil Thorodd- sen, slagharpa, Eggert Gilfer, har- móníum): Fr. Schubert: Álfa- konungurinn, Beethoven: Roman- cc Op. 50, Field: Nocturne, C. Schmeidler: Konsert — Rontanze. Aflasala Á mánudaginn seldi Max Petn- terton afla sinn í Englandi fyrir £ 787 og Gylfi fyrir £ 1200. Bragi seldi í Hull í gær fyrir £ 1300. Baldur selur í dag. Botnia kom til Leith kl. 1 e. h. á mántt- dag. Verkakvennafélagið Ósk á Siglufirði hefir sent Frétta- stofunni skeyti þess efnis, að skeyti frá fréttaritara FB. á Siglufirði, er lesið var upp í út- varp þ. 18. þ. m., hafi „inni- haldið algerlega rangar fréttir um verkakvennafélagið Ósk á Siglufirði. Engin þeirra kvenna, er stofnuðu nýja félagið, var á aðalfundi, og þar voru engar pólitiskar umræður“. FB. Afbragðs skautasvell er nú á Tjörninni og má Iniast viö að margir verði þar á skaut- um í kvréld. Hjálpræðisherinn. Verið velkomin á eftirfarandi samkomur: Fimtudag 22. jan.: Skuggamyndasýning fyrir börn kl. 6J4, inngangur 10 aura. Fær- eysk samkoma kl. 9 síðd. Lautn. II. Andrésen stjórnar. — Föstu- dag 23. jan.: Samkoma fyrir börn iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmimmiuiim Bmtíigarn fyrirliggjandi, ágæt tegund. - Verdiö lágt. Stnrlangnr Jónsson & Co. Slmi 1680, iiiimiimiiiiiiiinnimiimiiiiiini kl. 6J4. Hljómleikasamkoma kl. 8. Kadet Finnur Guðmundsson stjórnar. — Laugardag 24. jan.: Skuggamyndasýning fyrir- full- orðna kl. 8 síðd. Inngangur 25 au. Pétur Sigurðsson flytur fyrirlestur um .John Wesley, í VarSarhúsinu í kveld kl, sy2. St. Æskan nr. 1. Jólatré fyrir meSlimi sína held- ur stúkan næstkomandi föstudag. Sjá augl. Andri koin frá Englandi i gær. Ari kom af veiðum í gær með göö- an afla. Fisktökuskip i kom i gær til Alliance. Súðin i kom til Hornafjarðár í nótt. Frá Englandi. eru nýlega komnir til Hafnar- fjarSar Jupiter, Walpole og Surp- rise. Það skal enn tekið fram, að auglýsing um Blöndahls- kolin, sem birtist i Vísi i fyrra dag, var tekin i ógáti, og áttí alls ekki í blaðinu að vera. Líkbrensla. Háttvirti Reykvikingur! Áliugi yðar fyrir líkbrenslu er alveg einskær, líkjega er það af þvi, að yður finst líkbrensla eitthvað svo hetjuleg — eða livað? Um skaðsemina hafiS þér ekki neitt rætt, skaðsemina fyrir liinn andlega líkama. Eng- inn maður, sem koininn er til vits og ára, ætti að vera svo fáfróður um hinn andlega heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.