Vísir - 04.02.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1931, Blaðsíða 2
V ÍSIR FYRIRLIGGJANDI: KRYSTALSAPA frá Kaaltmd í 5tí kt*. bl. & 121/2 kg. SÖDA. SMJÖRSALT. BORÐSALT „Cerebos“ í dósum og pökkum. Nýbygö villa á fögrum, sólrikum stað i suðurhluta bæjaríns, með stóiTÍ, : æklaðri afgii tri lóð, er til sölu. —-r. Útborgun 20—30 þúsund krónur. Þeir, sem kaupa vilja, leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins, auðk.: „Villa“. Sfmskeytf Auckland 3. febr. United Press. FB. Landskjálftar á Nýja-Sjálandi. Miklir landskjálftar. stófiu yfir í X apier og héruðunum þar umhverf- is á þriðjudagstnorgun. Óttast menn að margt manna hafi farist. Borgin Napier hefir eyðilagst: að miklu leyti, skriður féllu á borgina, en flóðbylgjur hentust á land. Allar múrsteinsbyggingar í borginní hrundu, en brunar urðu víða í borg- inni. Einnig kviknaði í olíulindum í héraðinu. Eimskipin, sem í höfn- i'nni voru, héldu úr höfn sem hrað- ast þau máttu, því að menn óttuð- ust, að breytingar kynnu að verða á sjávarbotninum í grend við borg- ina, sem leiddi það af sér, að skip- in kæmist ekki út. — í Gisborne er sagt, að hvert einasta hús sé stór- skemt. Mikil skriða féll i ána Rangi- taki. — Herskip hafa veríð send frá Auckland með lækna, hjúkrun- arkonur og nauðsynlegustu hluti til hjálpar. Síðar: Tilkynt hefir verið, að 100 manns liafi beðið bana i Napíer og 1000 meiðst. Talið er, að hafnarbotninn íNapier liafi lyfst mikið, sumstaðar um 18 fet. Borginni er lýst þannig nú, að engu sé líkara en stórorusta stæði þar sem hæst. Eldur er í fjölda liúsa og erfitt um vik að slökkva, vegna vatnsskorts. Hefir því orðið að grípa til þess ráðs að sprengja bvggingar með dynamiti, til að vama útbreiðslu eldsins. Borgarbúar bafa búið um sig til bráðalfirgða á götun- um, en menn liafa og i hundr- aðatali verið fluttir á spítala. Samkvæmt seinustu fregnum halda liræringarnar áfram og veldur það erfiðleikum við björgunarstarfið. Ætlað er, að margir menn séu enn á lifi í rústunum, en meira eða minna meiddir, og vafasamt livort lekst að bjarga öllum i tælca tíð. Einum manni sem hafði verið inniluktur 9 stundir, hefir ver- ið bjargað. Tvö beitiskip mcð lækna, hjúkrunarkonur og hjálparhluti o. fl. eru á leið til Napier og verða komin þangað i fyrramálið. Madrid 3. febr. United Press. FB. Frá Spáni. Vegna veikinda móður Spánar- drotningar, Beatrice prínsessu, hef- ir Alfonso konungur tilkynt Beren- guer ,að hann verði að fara tafar- laust til Lundúnaborgar. —- Þar af leiðandi hefir orðið að fresta því, að konungurínn skrifaði undir til- kynningu um samanköllun þings- ins, en gert hafði verið ráð fyrir því, að konungurinn skrifaði undir i dag. Londóii, 4. febr. United Press — FB. Atvinnuleysi í Bretlandi. Verkamálaráðuneytið til- kynnir, að 26. janúar hafi tala atvinnulevsingja i landinu ver- ið 2,392,065 eða 15,756 minna en vikuna á undan, en 1,101,131 meira en á sama tíma í fyrra. London, 4. febr. United Press. FB. Aukakqsning í London. Mikið kapp er í aukakosning- unni í East Islandton, London. Hafa frambjóðendur íbalds- manna og jafnaðarmanna sig mjög í frammi. — Aukakosn- ing þessi fer fram vegna and- láts dr. Ather Bentham’s, en liann var jafnaðarmaður. CJtan af landL Grundarfirði, 18. jan. FB. Veðráttan hefir verið stirð liér í liaust. Jörð tók að frjósa uiii miðjan október og fann- koma var töluverð i byrjun nóvember. Tók allmjög fyrir jörð á fjallabæjum. Þennan snjó tók upp seinf í mánuðin- um. - 1. des. var hér ofsarok, en engar stórskemdir urðu. Síð- an hefir verið óstöðug tíð. Fiskafli hefir verið mjög rýr liér í liaust. Ógæftir miklar og tregfiski samfara söluerfiðleik- um hefir valdið mönnuni mikl- um erfiðleikum. Fer nú fjöldi manna héðan til Reykjavikur fyrir vertíðarbyrjun. Útgerð verður héðan með minna móti. Heilsufar hefir verið allgott það sem af er vetrinum. Þó liafa nokkurar manneskjur dáið, flestar gamalmenni. Nýlatin er Jóhanna Magnúsdóttir í Gröf, kona Bárðar Þorsteinssonar ís- hússtjóra. Mesta myndar og sómakona. Hún var rúmlega fertug. Líka er nýlátinn ,Gísli Magnússon fyrrverandi bóndi í Kirkjufelli. Var hann einn binna fáorðu, slarfandi manna, sem cigi voru þektir at' fjöldan- um, en vann þó sitt verk með sóma. Skepnuhöld hafa verið góð, nema borið mikið á blindu í fé. Jaröa og, Imsabætur hafa verið miklar liér í sveit á árinu og er áhugi manna mjög vax- andi í þeim efnum. Um áramótin var stofnuð hér deild af Slysavarnafélagi ís- lands. Heiíir deildin „Grundar- fjarðarsveit“. Meðlimir 40—50. Formaður er Ásmundur Jó- hannsson bóndi og sjómaður á Kvarná. Viðtökutækin eru farin að breiðast hér út. Eldgosin • í uáftrenni Heklu 1913. —o— Eldgos þessi voru síðustu eld- gosiu sem orðið hafa á jarðelda- svæði Heklu og einustu gosiu þar á þessari öld. Aðfaranótt 25. apríls 1913 vökn- uðu menn í nágrannasveitum Heklu við landskjálfta allsnarpa, er héldust öðru hvoru frá kl. 3 til 5 um nóttina. Landskjálftarnir gerðu ekki tjón á húsum þar eystra. Þó varð þeirra vart alla leið til Reykja- víkur. Um kl. 6 um morguninn, j>egar birta tók af degi, sást úr bygöum ferlegur svartur gosmökk- ur yfir fjöllunum austur af Heklu. Kl. 4 síðdegis byrjuðu einnig gos langt inni í óbygðum norðaustur af Heklu. Sáu menn þar marga gos- mekki í röð og töldu víst að j>ar værj eldsprunga byrjuð að gjósa. Um kveldið, er dimma tók, lýstu gossúlurnar sem eldstóljxir ; sló eld- bjarmanum hátt á loft og rann sam- an í eitt á himninum frá báðum eldstöðvunum. Duriur heyrðust í bygðina frá eldunum, líkt og stór- skotadrunur í fjarska. Lítið ösku- fall fylgdi gosinu og eigi svo að nein veruleg spjöll yrðu á haglendi, en viða dökknuðu fannir í nágrenni Heklu. Á 5. degi eftir að gosin byrjuðu (29. apríl) kom Ólafur ísleifsson í Þjörsártúni fyrstur manna að nyrðri eldstöðvunum. Voru jrær norðvestanvert við fjallið Hrafna- björg, um 14 kni. í norðaustur frá Heklu. Þar hafði myndast 4—5 km. löng eldsprunga, er gekk til suðvesturs yfir Hvafnabjargaöldu og ]>aðan áfram til suðvesturs yfir flatlenda lægð og síðan yfir hæða- h.rygg, er kallast Krókagilsalda (eða Krókagiljabrún). Þá voru gosin hætt nema í þeim hluta sprungunn- ar, sem lá yfir dældina; voru ]>ar nokkurir gígar gjósandi. Um dæld jiessa lá Fjallabaksvcgur nyrðri og um hana rann Hclliskvtsl til norð- vesturs út á hagablett.er hét Lamba- fit, og ]>aðan til norðurs út i Tungnaá. Allmikið hraun hafði runnið frá gígunum og hulið Lambafit. Hafði það fallið yfir Fjallabaksveg á 8—900 m. kafla. Er Ólafur var þar, féllu hraun- straumar frá gígunum. Jókst hraunið eftir það og stíflaði Hell- iskvísl, svo ganga mátti þurrum fótum yfir farveg hennar norðan við hraunið. Hefir hún síðar rutt sér leið yfir hraunið og myndað tjörn eða lón við hraunjaðarinn, en ekki náð rensli aftur norður í Tungnaá. — 30. apríl komu menn frá Eyrarbakka að gosstaðnum, gusu þá ]>essir sömu gígar hrauni 50—150 m. hátt, en gosmekki lagði hátt í loft upp. —- 1. maí kom Eggert Briem frá Viðey ]>angað. Voru þá 5 gígar gjósandi á eld- sprungunni í lægðinni; var sá nyrsti stærstur. Rann frá honum glóandi hraunelfa og jók við hraun- ið. í hraunbráðinu í þessum gíg sá hann lmöttótta hraunsteina, er fallið höfðu úr gíg1>örmunum > hraunleðjuna; urðu þeir rauðgló- andi, en héldust óbráSnir í hraun- leðjunni og þyrluðust upp með hraungusunum. Af þcssu má ráða, að hraunleðjan hafi eigi verið nema um noo° (C.) heit, því að blágrýti bráðnar við 1150° hita. Magnús Ólafsson Ijósmytidari kom að Hrafnabjargaeldinirm 3. maí. Rio — kafÖ 3 tegundir fyrirliggjandi. Þópöup Sveinsson & Co. Þpjú sönn orö: „Ódýrast hjá Georg“. Aldrei önnur eins lækkun .á öllu, sem nú. Athugið verðið. Vörubiíöin, Laugavegi 53. var þá stærsti gígurinn einn gjós- andi. Guðmundur Björnson land- læknir var við eldana 8. og 9. mai. Var aðalgígurinn ]>á enn gjósandi og rann frá honum glóandi hraun- straumur. og hraungusurnar hóf- ust 80 m. upp úr gignum. Eftir ]>etta sáust úr bygðinni í björtu yeðri gosmekkir og eld- blossar við Hrafnabjörg fram til miðs maímánaðar. Um ]>að leyti rnunu gosin hafa hætt og höfðu þá staðið hér um bil 3 vikur. Eftir það sáust gufubólstrar stundum yfir gosstöðvunum, er munu hafa stafað af því, að leysingar voru'og vatnsrensli út í heit hraunin. 1 12 —13 ár eftir gosin hélst nokkur hiti í Lambafitjarhrauni. Sáu leit- armenn siðast gufa úr því sumar- iö 1926. Guðm. Björnson kom fyrstur að syðri eldstöðvunmn 8.—9. maí. Voru þær rið fell eitt 6 km. austur af Heklu. Nefndi hann það Munda- fell. Samkvæmt athugunum manna úr bygðinni munu gosin þar eigi hafa staðið nema 3 daga, 25.—27. apríl. Tóku þau að réna þegar Hrafnabjarga-gosin byrjuðu. Þar hafði eldsprttnga opnast meðfram fellinu norðvestanverðu, frá SV— NA, og rnargir smágígar myndast á henni. Frá þeim hafði runniö all- mikið hraun til suðurs og norð- austurs. Hraunin á báðum eldstöðvunum voru úíin apalhraun af blágrýti. Eldsprungurnar hjá Mundafelli og Hrafnabjörgum liggja í sama sprurigubelti og eru ef til vill í áframhaldi hvor af annari. Á niilli þeirra. og í sömu stefnu. er cld- sprungan eða gígaröðin hjá Kraka- tindi, er gaus 1878, ]>egar Nýja- hraun myndaðist. Hekla og gígarn- ir suðvestur og norðaustur af henni liggja í öðru sprungubelti, er hefir sömu stefnu, en sker hálendið nokkuru norðvestar. — í nýprent- uðú riti, er Vísindafélag íslend- inga hefir gefið út, er nánari lýs- ing á gosum þessúm og eldstöðv- um.* Guðm. G. Bárðarson. * G. G. Bárðarson: Vulkan-Aus- brúche in der Gegend der Flekla im Jahre 1913. Rit Vísindafélags íslendinga \rT. Rvík 1930. A.: úm livað er mest talað í borginni? B.: Skyndisöluna ltjá Haraldi. Fallega túlípana hyacintur, tarsettur og páska- liljur fáið þér hjá VALD. POULSEN. Klapparstíg 29. Simi 24. Nýtt og reykt IJI L K A K J Ö T. „K J Ö T B Ú Ð I N“ Týsgötu 1. Sími: 1685 Dánarfregn. Frú Elín og Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur urðu fyrir þeirri þungu sorg i gær að missa son sinn Þorstein, á öðru ári, mjög efnilegt barn. ísfiskssala. A laugardag seldi Venus afla sinn fyrir 2000 sterl.pund, Júpíter seldi á mánudag fyrir 1701 st.pd., Walpole fyrir 1730 st.pd. og Geir fyrir 830 st.pd. Ólafur seldi í gær fyrir 722 st.pd. — Rán seldi síðast fyrir 1344 st.pd. (ekki fyrir 700 st.pd.). Fundur veröur haldinn í Varðarhúsinu á rnorgun kl. 84 siðd. — Þangað eru boðaðir allir þeir, er hafa gef- ið skýrslu um vatnsleysið. Goðafoss fór héðan i gærkveldi kh 10. Far- þegar til útlanda voru þessir: Lauf- ey. Jörgensdóttir, Hékla og Saga Jósefsson, Sveinn Ingvarsson, Miss H. Lamb, Mr. Dowks, Mr. Sham- berlain, Mr. Blackmore, Mr. Peek, og margir til Vestmanriaeyja. Útvarpið í dag. Kl. 19,25 : Hljómleikar (grammó- fón). — Kl. 19,30: Veðurfregnir. — KI. 19,40: Barnasögur (Arn- grímur Kristjánsson, kennari). — Kl. 19,50: Hljómleikar (Þórarinn Guömundsson, fiöla, Eggert Gil- fer, harmóníum, Emil Thorodd- sen, slagharpa). — Kl. 20: Ensku- kensla i 1. floklci (Anna Bjarna- dóttir, kennari). — Kl. 20,20: Hljómleikar (Þór. Guðmundsson. fiðla, Eggert Gilfer, hannóníum, E. Thor., slagharpa). — Kl. 20,35' lirindi um riðtöku útvarps (Gunnl Bricm, verkfr.). — Kl. 20,55: Óákveöiö. — Kl. 21 : Fréttir. — Kl. 21,20—25: Einsöngur (frú Elísabet Waage) : Sigv. Kalda- lóns: Þú eina hjartans yndiö mitt, Betlikerlingin, A. Backer-Grön- dahl: Mot kvell, Edv. Grieg: Jeg elsker dig, Páll ísólfsson: í dag skein sól. Frá fréttaritaia FB. á Sigluf. Úr bréfi þ. 22. jan.: Út af skeyti til FB., sem útvarpað var,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.