Vísir - 11.02.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 11.02.1931, Blaðsíða 3
Við vígslu Hafraldflsár-hrúar. I*> barn i varpa fyrstu fetin stígur, því finst um túnið vegferð geysilöng, og lækur smár, sem lygn hjá bænum hnigur, því líst sem elfa firna breið og ströng. En þegar meiri þroska og vit það hlýtur, cr þrotinn tálmi’ og leiðin styttist brátt, þvi orka manna að marki veginn brýtur, á meðan þráin vísar rétta átt. Svo vítt og liátt sem veldi ljósið nemur mun vegur opnast skyni og þekking manns, þvi cnginn táhni andans flugtök hemur, og efnið gjörvalt lýtur vilja hans. Og duftið sjálft í umgjörð mannlegs anda við.afrek hans mun fleygt í geysi byl, um fjöll og mar á milli fjarra stranda og máske að lokum fjærstu hnatta til. Hér var svo margt, sem vegi og býli skihii, að vina skjóli leiðin sjaldan greið, við kalda strauma mannúð kól og mildi, og mörgu hjarta nepja lífsins sveið. Nú opnast vegur hollra og hlýrra strauma, svo hugur svífur frjáls i suðurátt, vor augu ljóma af Ijósi bjartra drauma, sem léttu þreyttum lijartans æðaslátl. Nú ljómar sól um landsins nyrstu sveitir, og lengra og dýpra gefur lmgar sýn, því sigrast hindrun, sem að viðnám veitir af vonarljósi framhaldsleiðin skin. Ó, gcf oss, drottinn, geisla’ af kærleik þínum, sem göfgi þroskar hjarta sérhvers manns, ef bróðurþel í vilja’ og verki sýnum, þá verður hlýtt í bygðum þessa lands. Jón Guðmundsson frá Garði. ,enn mikil og liklega meiri en áfi- úr tíSkaðist. Eg hefi nú séö allmargar tal- inyndir og hljómleika- og söngva- myndir í vetur — þó ekki nærri .allar, sem sýndar hafa veriö — og eg verö aö segja þaö, aö mér finst þessi breyting ekki til bóta. Þaö er :i'ö vísu gaman a'ö fögrurn söng og hljóöfæraslætti, en mér finst hreimurinn i þessu öllu eitthva'ö óeöliiegur og. jafnvel óskemtileg- ttr. Eersónuleg einkenni raddar- jnnar mást út, svo aö þetta er eins ,-og hálf-dauö eftirlíking hins lif- .anda orðs. Hjá. öllum, sem tala i kvikmyndum, veröur málblærinn Jíkur, svo aö torvelt getur orði'ö að greina fagra og mjúka rödd frá -grótgerðri og ljótri. Þeir tapa sem fögru röddina eiga, en hinir græöa. Mér finst sams*konar eða svipuð breyting verða á röddum fólks i útvarpi. Þar get eg dæmt af fullkominni þekkingu, því að .eg kannast við málblæ flestra beirra, sem hér hafa talaö í út- yarp sí'öustu vikurnar. Og' eg verð a'ö segja það, að eg kannast naum- ast vi'ð málblæ þeirra, sem radd- fegurstir erú og prúðastir, en rödd hinna breytist minna, aö því er vírðist. eða rnaður finnur að minsta kosti minna til .þess, þar sem lítils eða einskis er að sakna. En svo að eg víki aftur að tal- ■myndunum, þá vil eg leyfa mér að láta þá skoðun í ljós, að mér er .ekki grunlaust um, að talmynd- ■rnar sé í raun réttri lakari mynd- ír i sjálfu sér, eða yfirleitt, en hin- ar þöglu myndir, er sýndar voru á síðustu tímum fyrir breytinguua. Mér virðast viðfangsefnin öll lít- jlmótlegri og lakari, þó að undan- tekningar kunni að vísu að finnast. Siðustu árin fyrir breytinguna hafði nálega alveg verið horfið frá „vitlausu, myndunum“, sem búnar voru til á bernskuskeiði kvikmýndagerðarinnar. „Eltinga- Ieiks-myndirnar“ voru gersamlega úr sögunni og öll þessi stórkost- lega, ameríska vitleysa, sem borin var hvervetna á borð fyrir „skikkanlegt“ fólk. Kvikmynda- oðnaðurinn hafði horfið að því ráði, að gera myndir eftir frægum skáldritum eða kunnum atburð- um úr lífi þjóöa og einstaklinga. Og öllu skynbæru fólkí þótti mikið til þeirra breytinga koma Það var orðið dauðleitt á þessum sífelda eltingaleik, gir'öingariðli, klifri á húsþökum o. s. frv. — Með öðrum orðum: Kvikmynd irnar, allur þorrinn, voru að verða góðar eða sæmilegar, hæði fróð- legar og skemtilegar. — En svo koma talmyndirnar. Með þeim hverfa ýmsir góðir, „þöglir leik- endur" úr sögunni og aðrir koma i staðinn, misjafnir að gæðum og snilli, eins og gengur. Og mér er cmögulegt að verjast þeirri hugs- un, að efni kvikmyndanna sé nú býsna oft valið með hliðsjón af getuley.si leikandanna. Eg er enginn sérlegur kvik- ntyndavinur, eins og eg lét á mér skilja i upphafi þessarar greinar, en eg sakna þöglu myndanna og vildi óska, að kvikmyndahúsin liér gerði sér alt far um, að sneiða hjá lítilfjörlegum talrayndúm, því að þær eru áreiðanlega hverjum þeim, sem á þær horfir og hlustar, h.arla litill og magör fengur. En það er í alrnæli, að talmyndunúm sé nú mjög haldi'ð aö þeim kvik- myndahusum, sem lítils eru megn- ug, og raunar öllum. Hefir jafn- vel heyrst, að sérhvert kvikmynda- hús, sem fær þöglar myndir á leigu, verði að skuldbinda sig til, að taka margar tal- og hljóm- myndir með hverri einni af hinni eldri gerð. En ekki veit eg um sannindi þessa máls, og væri þó fróðlegt að vita hið rétta. .— Munu kvikmyndahúsin hér að sjálfsögðu geta gefiö upplýsingar í því efni. A'ö lokum vildi eg mega spyrj- ast fyrir um það, hvenær við munum geta átt von á þvi, að fá islenskar kvikmyndir, þó að ekki væri nema fáeinar á ári. Mundi uú ekki körninn tími til, að farið væri að hugsa um það mál? Við eigum áreiðanlega nokkura leik- endur, sem standa fyllilega á sporði ölltun þon*a þeirría leik- nnda, sem notast er við í erlendri VISIR kvikmyndagerð. Ög þeim mundi fjölga mjög fljótlega, er farið æri að stunda kvikmyndatöku hér heima. Landið okkar er afburða- fag'iirt, eins og kunnugt er, og við eigum frábær efni í fjölmargar kvikmyndir í bókmentum þjóðar- innar, bæði fornum og nýjum. — Kostnaðurinn við slíka myndatöku verður að vísu allmikill, en þó ætti :ann ekki að þurfa að verða óvið- ráðanlegur. En hvað sem væntan- legtim úrtölum líður, traustleysi á sjálfunt sér og amlóðahætti, verð- ur íslensk kvikmyndagerð að hefj- ast á'öur en langt um líður, og cigi síðar en í þa'ð nutnd, sem I’jó'öleikhúsið tekur til starfa. Jarðarför Valgerðar G. Halldórsdóttur fer í'ram á morgun frá fríkirkj- unni (ekki dómkirkjunni) og hefst með húskveðju kl. 1, á Grettisgötu 57. Veðrið í morgun. Frost um land alt. Í Reykja- vík 4 st., ísafirði 4, Akureyri 8, Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum 1, Stykkishólmi 2, Blönduósi 6, Raufarhöfn 8, Hólum í Horna- firði 4, Grindavik 5, Færeyjum 0, Julianehaab -t- 10, Angmagsa- lik -f- 11, Jan Mayen -t- 3 st. Skeyti vantar frá öðrum er- lenduin stöðvum. — Minst frost hér í gær -h 1 st., mest h- 6 st. Úrkoma 0,8 mm. Alldjúp lægð við suðvesturland á hreyfingu austur eftir. Horfur: Suðvest- urland: Allbvass austan og norðaustan. Dálílil snjókoma i dag, en léttir til í nótt. Faxa- flói, Breiðafjörður: Austan og norðauslan kaldi. Úrkómulaust. Vestfirðir, Norðurland, norð- austurland: Breytileg átt og' bægviðri fram eftir deginum, en austan eða norðaustan kaldi og snjókoina sumstaðar í nótt. Austfirðir: Stilt og bjart veðu'r fram eftir deginum, en síðan vaxandi suðáustan og austan átt með snjókomu. Suðausturland: Vaxandi austan átt, allbvöss með snjókomu i nótt. 79 ára er í dag Jóhanna Bjarnadótt- ir, Þórsgötu 10. Varðarfundur verður annað kveld kl. 8\/2. Nánara auglýst á morgun. Merkúr. Kvemiadeild félagsins hefir fund á morgun kl. 9 síðd. á Hó- tel Borg, uppi. Stúlkur úr brauða- og mjólkursölubúðum, ásamt öllum verslunarstúlkum, boðnar á fundinn. Snæfellinga- og Hnappdælinga- mót verður í Iðiió á föstudag- inn, kl. 8y„ síðd. — Aðgöngu- miðar sækist á morgun i Skó- búð Reykjavíkur. Skemtun heldur glímufélagið Armann i Iðnó ‘á laugardaginn (14. febr.). Verður þar margt til skemtunar t. d.: Drengir (12- 14 ára) úr félaginu sýna fim- leika undir stjórn Vignis And- réssonar; þá fer fram kapp- glima um Sigui^ónsskjöldinn; keppa 10 drengir innan 13 ára aldurs. Þá verður Vikivakasýu- ing, börnin sem sýndu á Þing- völlum í sumar. Einnig' mun skemt með nýjum gamanvís- um og sólósöng og að því loknu verður dansað eftir góðri mú- sik til kl. 4. — Ármenningar! Nánar auglýst í blaðinu á morg- un. Aðgöngumiðar kosta 3 kr. Kirkjuhljómleikar i dómkirkjunni liefjast kl. 8 y2 í kveld. Aðgöngumiðar kosta aðeins eina krónu og eru seldir í bókaversl. Sigf. Ey- mundssonar, hjá Katrínu Viðar og Ársæli Árnasyni. Kvenfél. Hringurinn hélt hlutaveltu siðastl. sunnu- dag, og voru þar margir munir og góðir, en aðsókn varð minni en búist var við, og var nær helmingur munanna ódreginn, þegar hlutaveltunni lauk, þar á meðal margir verðmætir mun- ir, t. d. eldavél, 50 krónur i peningum,ja. fl. — Hringurinn hefir þess vegna í hyggju að halda lilutaveltunni áfram næstk. sunnudag í K. R.-húsinu. ísfisksala. Þessi skip hafa selt afla sinn í Englandi: Leiknir fyrir 892 stpd. Barðinn fyrir 871, Hilmir fyrir 537, Arinbjörn liersir fvr- ir 838 sterlingspund. Hávaði. I sumurn sölustöðum liér i bæ eru grammófónlög leikin í há- talara, sem veit út að götu. Veldur þetta háváða í næstu húsum, og er fólki heldur til ama. Væri æskilegt að nokkuð yrði dregið úr þessum söng, eða að hann hyrfi jafnvel með öllu. Bronning Alexandrine* rakst á grunn i Eyrarsundi kl. 2 í gær, i dimmviðri. Losnaði á flóðinu í gærkveldi og kom til Kaupmannahafnar kl. 5 i morg- un. Búist er við, að skipið sé óskemt, en það verður atliugað. Farþegar fóru aldrei úr skip- inu. Útvarpif) í dag. Kl. 19,25: Hljómleikar (Gram- mófón). — 19,30: Veðurfregn- ir. — 19,40: Barnasögur (Áðal- steinn Eiríksson, kennari). 19,50: Hljómleikar (A. Wold, cello, Emil Thoroddsen, slag- harpa): D.^Popper: Herbsthlú- me. M. Bruch: Kol Nidrei. 20,00: Kensla í ensku i 1. flokki (Anna Bjarnadóttir, kennari). -20,20: Hljómleikar (A.Wold, ,cello, Emil Thoroddsen, slag- liarpa): A. Rubinstein: Melo- die. Saint-Saéns: Svanurinn. G. Salesski: Rhapsodie. 20,30: Yfirlit um heimsviðburði (séra Sig. Einai’sson). 20,50: Öá- kveðið. — 21,00: Fréttir. 21,20 -25: Einsöngur (Frú Guð- rún Ágústsdóttir): Edv. Grieg: Prinsessen. Det förste Möde. Mens jeg' venter. Sv. Svein- hjörnsson: Sofðu unga ástin mín. Árniður. E.s. ísland fór í gærkveldi vestur og norður til Akureyrar. Brúarfoss kom frá útlöndum í gær- kveldi. Egill Skallagrímsson kom af veiðum i morgun. Skallagrímur kom frá Englandi í morgun. Hjálpræðisherinn. Annað kveld, fimtudag 12. febr.: Hljómleikasamkoma kl. 8 síðd. Föstudag, 13. febr. Hjálpræðissamkoma kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Gjafir til konunnar á Vesturgötu (til kaupa á viðtæki), afli. Visi: Til minnis. Borðlinífar, ryðfríir frá . 0,60 Hnífapör, parið frá .... 0,50 6 teskeiðar 2 turna i ks. . 2,50 Matskéiðar og gafffar 2 t. 1,20 Matskeiðar og gafflar alp. 0,60 Gafflar alum............ 0,10 Barnadiskar m. myndum 0,40 Bollapör, postulín frá . . 0,40 Matarstell 12 m. postul. 80,00 Rosenthal kaffistell 12 m. 36,00 Kventöskur frá .......... 5,00 Bónvax, dósin frá....... 0,80 5 handsápur fyrir....... 0,80 Malardiskar dj. og gr. . . 0,40 Skólpfötur email......... 1,80 Skrautpottar frá........ 2,80 Blómavasar frá......... . 0,60 Þvottastell frá ........ 11,00 Hitaflöskur á ............ 1,20 Vatnsflöskur á .......... 0,40 Naglasett frá ........... 1,80 Burstasett frá........... 2,40 Saumasett frá ............ 2,00 Sápu- og ilmvatnsks. frá 0,80 Búsáhöld — Borðbúnaður — Glcr- Leir- og Postulínsvörur — Tækifærisgjafir — Barnaleik- föng og margt fleira, afar ódýrt á útsölunni, minst 20% afslátt- ur af öllu eina útsala ársins. K. Einarison 8 irnssoo. Bankastraiti 11. Fallega túlípana hyacintur, tarsettur og páska- liljur fáið þér hjá VALD. POULSEN. Klapparstíg 29. Simi 24. 5 kr. frá L. II., 5 kr. frá G. M., 2 kr. frá ónefndri. Áheit á Strandarkirkju, afh. Visi: 10 kr. frá Y. J., 2 kr. frá konu úr Vatnsdal, 5 kr, frá M. Á., 5 kr. frá J. R., 2 kr. frá J. T., 4 kr. frá X., 20 kr. norskar frá Norðmanni, 5 kr. frá N. N. Hitt og þetta. Bannlagaeftirlitið í Banda- ríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá Dr. James M. Doran, fyrv. bannlagacommissioner, var einn af liverjum 1800 íbúum Bandaríkjanna liandtekinn fyr- ir bannlagabrot frá 30. júni 1929 til 30. júni 1930. Dr. Dor- an er forstöðumaÖúr skrif- stofu, sem hefir eftirlit með framleiðslu vínanda til notkun- ir í iðnaði (Industrial Alcohol Bureau). Frá 1. júli s.l. árs var bannlagaeftirlitið falið é hendur dómsmálaráðuneytinu, en var áður í höndum fjár- málaráðuneytisins. Á þeim tíma, sem að framan er nefnd- ur, voru 68,173 menn liand- teknir fyrir bannlagabrot og er sú tala liámark. Af bannlaga- brjótum voru teknar 8,633 bif- reiðir, virtar á $3,290,800 og 64 hátar og skip, virt á $684,480. Fyrir bannlagabrot voru á framannefndum tíma kærðir alls 72,673 einstaklingar, þar af 54,085 dæmdir, og af þeirri tölu 22,405 i fangelsi, hinir sluppu með sektir. Sektarupp- hæð fyrir bannlagabrot var $ 6,678,700, en fangelsisvistar** timinn fyrir bannlagahrot alls 14,172 ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.