Vísir - 05.03.1931, Blaðsíða 4

Vísir - 05.03.1931, Blaðsíða 4
VISIR Til sönnunar ágæti „VEEDOL“-olíunnar viljum við geta þess, að commander Byrd notaði hana eingöngu á flugvélar sínar i suðurpólsleiðangrinum. — Loftskipið „Zeppelin greifi“ notar hana á sínum löngu og erfiðu ferðum. Að „VEEDOL“ hefir verið valin til notkunar á þessum erfiðustu flugferðum, sein farnar liafa verið, ætti að vera nægilegt til að fullvissa ykkur olíunotendur um, að það er engin smurningsolía betri en „VEEDOL“. Aðalumboðsmenn á íslandi: Jóh. Ólafsson & Go. Reykjavílí. Suöusukkulaöi „Overtrek “ Átsúkkuiaði KAKAO nýjar smjörlíkisgerðir síðustu mánuðina, svo að nú munu þær vera fjórar alls hér í bænum. Bjuggust vist margír við, að þessi stórkostlega aukning smjörlíkisframleiðslunnar mundi verða til þess, að varan lækkaði í verði. Menn vonuðu, að einhver verksmiðjanna mundi ríða á vaðið og auglýsa verðlækkun og þá hefði hinar auðvitað komið á eftir. En eg liefi hvergi séð það auglýst í blöðum, að smjörlíkið hafi ver- ið lækkað i verði, og liin létta pyngja mín hefir ekki heldur orðið þess vör. Eins og allir vita, er nú all- mikið atvinnuleysi liér í bæ og vafalaust þrongt í búi hjá mörgum. Það mundi þvi koma sér einstaklega vel núna í at- vinnuleysinu og vandræðunum, cf þessar tvær — mér liggur við að segja — aðal-neysluvörur allra fátæklinga yrði lækkaðar i verði. Eg held mér sé óhætt að segja, að brauð og smjör- líki sé þær vörurnar, sem efna- íeysingjar, sem berjast áfram án sveitarstyrks, kaupa nú einna mest sér til viðurværis, en þar næst kemur fiskur, þeg- ar liann er að fá fyrir skaplegt verð, en það liefir nú verið held- ur sjaldan til skannns tíma. Við liöfum ekki efni á þvi, að kaupa kjöt svo að neinu nemi, og þó að við kynnum að geta fengið það með því, að leita til bæjar- ins, þá viljum við reyna að komast hjá slíku í lengstu lög. Bæjarsjóðurinn er vafalaust mjúkt hæg'indi og notalegt, en siimir eru svo gerðir, að þeir fást ekki til að halla sér þar að, fyrr en öll önnur sund eru lok- •uð. — Þegar Alþýðubrauðgerðin var stofnuð, minnir mig að látið væri í veðri vaka, að það væri meðal annars eða jafnvel aðal- lega gert til þess, að knýja fram lækkun á brauðverðinu. En vonir þær, er fátæklingar bundu við fyrirtæki þetta, hafa algerlega brugðist. Mér heyrist nú á æðimörgum, sem eg liefi lalað við, að Alþýðubrauðgerð- in muni hafa haldið brauðverð- inu uppi, eða að minsta kosti ekki gert neitt til þess að lækka það. Og það hafa ýmsir fyrir satt, að Alþýðubrauðgerðin sé eitt hið mesta stórgróðafyrir- tæki í þessum hæ, og sé þegar búin að gera eigendurna sterk- efnaða. Eg skal ekkert uin þetta fullyrða, því að eins og gefur að skilja, hefi.eg ekki séð reikn- inga fyrirtækisins, en mér er sagt, að flest eða öll brauðgerð- arhús bæjarins sé arðvænleg fjæjrtæki og má þá nærri geta, hvort Alþýðubrauðgerðin, eitt- Jivert stærsta brauðgerðarfyrir- tækið hér, muni ekki gefa eig- öndum símun drjúgan skilding í hreinan arð árlega. Eg' livgg, að ekki sé órétt- mætt að fara þess á leit við brauðgerðarhúsin og smjörlík- isgerðirnar, að vörur þessara fvrirtækja verði lækkaðar í verði nú þegar. Brauðgerðar- húsin standa sig vafalaust vel við talsverða lækkuft á vörum sínum, og ofvöxturinn í smjör- líkisgerðinni hendir ótvírætt i þá átt, að smjörlíkisgerð þyki arðvænlegur atvinnurekstur. — Vona eg að ekki líði á löngu, þar til ]iessu verði hrundið í framkvæmd. Eg orðlengi þetta ekki meira, en vænti þess, að Vísir birti þenna greinarstúf minn, og lag- færi fyrir mig málvillur og rit- villur. Hann hefir gert mér þann greiða áður. Barnakarl. Kartöflar. Nýkomnar kartöflur á 9.00 og 9.50 sekk. í 50 kg. pokmn. — Þetta eru valdar kartöflur, einn- ig höfum við gulrófur. Sendið eða símið í Von. Simi 448 (2 línur). p VINNA Hraust, ung stúlka getur fengið vist strax. Uppl. í síma 159. . (83 Ungur, reglusamur inaður óskar eftir atvinnu. Hefir bíl- stjórapróf. Sími 2285. (79 Morgunstúlka óskast nú þeg- ar. A. v. á. (81 Annast uppsetning og við- gerð ó loftnetjum og viðtækj- um. Hittist Mjólkurfélagshús- inu, herbergi nr. 45, kl. 5—7. Stúlka óskast í vist vegna for- falla annarar. Ingi Halldórsson, Vesturgötu 14. (50 Stilt og liraust stúllva óskasl i vist nú þegar til Soffíu Jacob- sen, Sólevjargötu 13. Sími 519. ______________________(74 Stúlka, vön þvottum, óskast nú strax. Uppl. í Þingholtsstr. 18, uppi. (85 |™TILKYNNIN^—| IT SKILTAVINNUSTOFAN, Túngötu 5. * (491 r KENSLA T Kenni vélritun, Cecelie Hclga- son. Simi 165. (544 r HUSNÆÐI 1 2 stofur til leigu fyrir ein- lileypa. Geta verið samliggj- andi. Bragagötu 32. Sími 1148. (82 Góð nýtísku íbúð, 3—4 lier- hergi með aðgangi að þurklofti og sem næst miðbænum, ósk- ast 14. maí. — Að eins hjón með 1 stálpað barn í heimili. Lítilsliáttar fyrirframgreiðsla gæli komið til greina. Kaup á liúsi gæti einnig komið til greina. Tilboð, merkt: „íbúð“, sendisl Vísi fyrir laugardags- kveld. ' (80 tbúð óskast fró 14. mai. Ole Pl Blöndal, Vesturgötu 19. Sími: 718. (506 íbúð vantar í vor. — Tillioð, merkt: „Nútimaþægindi“, send- ist Vísi. (58' Verslunarbúð til léigu nú þeg- ar á góðum stað í bænum. Hefi einnig nokkrar lausar íbúðír frá 14. maí. Uppl. lijá Nóa Krist- jánssyni, Klapparstíg 37. Simi 1271. (84 ^^AUPSKAPUK™^ Á útsölunni er allur kven- og bama-nærfatnaður seldur sér-r lega ódýrt, einnig allskonar smábamafatnaður, telpnakáp- ur og kjólar alt að hálfvirði, Prjónatreyjur og peysur, alt að hálfvirði. Feikna úrval af morgunkjólum og' kven- og barnasvuntum, með 20% afslætti. Allar aðrar vörur verslunarinnar með nið- ursettu verði. Notið tækifærið. Verslunin „SNÓl'11, Vestrnv götu 17. (52* TWEEDKJÓLAR, að eins 15—18—20 kr. CHARMEUSEKJÓLAR, “ einlitir — að eins 20 kr. munstraðir, — 22 — ------- „N I N O N“ ---- Austurstr. 12. ——- Opið 2—. Til sölu: Borð og tauskápur. Tækifærisverð. Bragagötu 29. (77 Athugið: Ilattar, húfur, sokk^r ar, nærfatnaður, vinnuföt, axla- bönd o. fl. mcð lægsla verði. Hafnarstræti 18. Karhnanna- hattabúðin. Einnig gamlir hatt- ar gerðir sem nýir. 78 VEITIÐ ATHYGLI! Hag- kvæmust innkaup, bæði i‘ stærri og' smærri kaupum, gera' menn í versl. Guðm. Gíslason- ar, Njálsgötu 23. Sími 1559. (47 Túlípanar, og páskaliljur fásf daglega í Suðurgötu 12. Johan Schröder. (618’ Gleymið ekki að lcaupa yður bækur og lilöð til dægrastyttingar í inflúens^ unni, lijá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. (12 Nokkrír notaðir ofnar tií sölu. Ingólfsstræti 3. (70' FÉLAGSPRENTSMIÐJAN Gull á hafsbotni. in við hana. Þar næst tekur við graslendi, er liall- ar jafnt ofan að mölinni og sandinum í fjörunni. þá fundum við bátinn, svo sem Malcolm hafði skýrt frá. Eg skoðaði bátinn þegar i stað, en í honum fansl engin bending um það, hvar Madeleine væri að finna. Áramar voru þar, og dálítið af sandi í bolni bátsins — ekkert annað. Mér félst algerlega hugur. Ilvert höfðu þeir Spilce og Kalli farið ineð Madeleine? Eg hafði enga hug- myrtd um það, og ekkert við að styðjast. Á gras- lendinu fyrir ofan fjöruna var ógerningur að finna spor þeirra, þó að sor sæust i sandinum. Eg laut niður og atliugaði sporin í sandinum og reyndi að hugsa mér, að eg sæi spor Madeleine þar. En eg hafði enga vissu um það. Hr. Campbell settist á stein, tók ofan hjálm sinn og klóraði sér í liöfðinu. „Ef eg væri leynilögregluþjónn i skáldsögu,“ sagði hann liátíðlegur í máli, „þá mundi eg tilkynna það með inikJum fjálgleik, að liér liefði þrír menn ver- ið á ferð.-H'amish — Iivert heldurðu' að þau hafi farið Jiéðan ?“ Fiskimaðurinn, sem Iiann ávarpaði þannig, tók liendurnar í vösunum og leil um öxl yfir til Ben Criacli. „Væri eg lirafn, mundi eg liafa valið þessa leið- ina.“ „Já, en nú ertu ekki Iirafn, Jieldur liara þöngul- liaus,“ sagði hr. Campbell dálítið hvass i máli. „Og hvað mundirðu gera, ef þú værir íotgangandi ? Reyndu nú að brjóta heilann um þetta. Þú átt að aðstoða réttvísina og lir. Maclean.“ „Það liggur vegur þarna upp eftir — ójá,“ sagði Hamish og kýmdi við áminningunni. „Þér getið séð h'ann liéðan sem við stöndum, hr. Campbell og hr, Maclean. Hann liggur um öxlina á Ben Cri- ach og kemur saman við götuna, sem liggur á veg- inn til Tobermory.“ Ilr. Campbell smelli hjálminum á höfuð sér. „Komið þið piltar,“ sagði hann í skipunarrómi. „Sá ykkar, sem fyrstur kernur auga á þau, fær heilt pund af besta, tóbaki sem fáanlegt er.“ Við fundum veg þanft, er Hamisli liafði bent á, og fylgdum honum alla leið yfir lægri brúnina á Bcn Críach. Landið var eyðilegt mjög. Eg var altaf að líta í kringum mig, ef vera kynni, að eg kæmi aiiga á eitthvað kvikt í nánd. En það var árang- ursláust. Þegar við konnun að akveginum, sem liggur yfir á Tobermoryveginn, stöldruðum við við, lil þess að blása mæðinni. „Það hefði mátt vonast til þess,“ sagði Campbell raunalegur á svip, „að þeir hefði látið eftir sig einhver spor eða merki um, að þeir liefði verið hér. T. d. vindlinga-ösku eða þvi um likt. En það' er alveg brent fyrir það. Það eru þess háttar hlut- - ir, sem leynilögreglan í borgunum notar sér, með aðstoð smásjánna og annara tækja. Mér þætli gam- an að sjá, hvað þeir gæti gert liérna. *— Bölvaðir fantarnir!“ Eg ímyndaði mér augnablik, að eg væri leyni- lögreglan, sem liann væri að tala um, en þá hóf liann máls á ný: „En við skulum ná þeim og snúa þá úr hálsliðn- um, þrátt fyrir þetta. Henging er of góður dauð- dagi handa svona kvikindum. A'ð hugsa sér, að þeir liafa verið að draga unga stúlku með sér, eftir þvílíkum vegi sem þessum.“ „Já,“ sagði eg stuttur i spuna. „Við skulum hraða okkur.“ Eg hafði aðeins gengið eitt spor, er cg stóð við,- Við fætur mér lá hvítur, sléttur steinn og á lion- um var glögt far eða spor eftir moldugan togléð- urshæl. Sporið var of smátt til þess, að það gætí verið eftir karhnanns-hæl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.