Vísir - 09.03.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1931, Blaðsíða 2
VISIK Ba'karasmjörlíki B. Borðsmjörlíki „Prima“ Svínafeiti Flórsykur Bakaramarmelade Hveiti Rúgmjöl Hálfsigtimjöl. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Símskeyti —o— Osló, 8. niars. l'niiecl Press. FB. Vinnudeilur í Noregi. Atvinnurekendur hafa sagt upp launasaínningum við 50—60,000 verkamenn, í því skyni að koma á lækkun launa. Uni affár aðal-iðngreinar er að ræða. — Samningum við alla sjómcnn hefir verið sagt upp í því skvni að koma á 12% launa- lækkun. Stokkhólmi, 8. mars. United Press. FB. Finskur málari látinn. Látinn er í Stokkhólmi finski málarinn Gallén. — Axel Valde- mar Gallien, sem síðan 1905 kallaði sig G. Kalela, var fædd- ur 1865. Var af mörgum talinn fremstur finskra málara á seinni tímum. London, 8. mars. United Press. FR. Frá Bretlandi. Áætlað er að kostnaður við starfsmánnahald ríkisins, að undanskildum her og flota, verði 1931 387,612,572 sterlpd., en var 1930 381,809,411 sterlpd. Osló 7. mars. United Press. FB. Ný heimsmet í skautahlaupi. Auk áðurnefndra tveggja nýrra heimsrrieta setti Evensen önnur tvö ný heimsmet. Hann rann þrjár milur enskar á 7 mínútum og 57 sekúndum og 2 mílur á 5 mín. og 6 sek. London, 7. mars. United Press. FB. Snowden veikur. Snowden fjármálaráðherra liggur i blöðrubólgu, en áður hafði hann legið i inflúensu er búist við, að bann verði rúm- fastur nokkurra vikna tíma. Paris, 9. mars. United Press. FB. Kolanámuverkfall yfirvofandi í Frakklandi. Fulltrúafundur náinumanna hefir samþykt tíllögu um verk- fall í öllum námum landsins, sem ráðgerl er að hefjist þ. 16. mars. Fundurinn lét og þá ósk i ljós, að vefnaðariðnaðarverka- menn og hafnarverkamenn mundu taka þátt í verkfallinu. — Aniche námufélagið, sem starfrækir námur skamt frá Douai, hefir samþykt að 7,500 námuinönnum sé sagt upp vinnu um stundarsakir frá byrjun næstu viku að telja. Norræna félagið. —o— Á stríðsárunum var Norræna félagið stofnað í þrem af Norð- urlöndunum, Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð, seinna bættust Finnlending'ar og íslendingar í liópinn, til mikillar ánægju fyr- ir átofnendurna. Hefir félag þetta eflst mjög nú seinustu ár- in og haí’a nú allar deildirnar nálægt 10 þús. félaga og á fél. mörg hundruð þúsund króna í sjóðum. Sérstaklega er sænska deildin fjöimenn og rík. Tilgangur Norræna félagsins er, að efla kynningu og vináttu milli Norðurlandaþjóðanna, og gerir fél. það með fyrirlestrum, bókaútgáfu, námskeiðum, mót- um, fyrir stúdenta, blaðamenn, verslunarmenn, skólafólk o. fl. Félagið gefur út ársrit, sem er hið prýðilegasta að öllum frá- gangi, og í það rita altaf 'eiri- hverjir fremstu vísindamenn og rithöfuridar Norðurland- anna. Eitt af verkum félagsins hefir verið að efna til hinna svo köll- uðu þjóðlegu „vikna“, „norska vikan“, „danska vikan“ o. s. frv. Hafa þær oftast verið haldnar Stokkhólmi. Þangað liafa þá komið nokkrir helstu vísinda- og listamenn landanna og verið þar um vikutima, liald- ið fyrirlestra, leikið, sungið og haft listasýningar o. s. frv. Þetta hefir vakið afar mikla eftirtekt og vafalaust hafa „vik- ur“ þessar haft mikla þýðingu fyrir kynningu landanna. Néi er eftir að halda íslenska viku, og veit eg, að jiað er ósk og von fé- lagsdeildarinnar í Svíþjóð, að sem fyrst megi takast að efna til einnar slíkrar viku í Stokk- hóhni. Þvílíkur flutningur á ís- lenskri menningu um nokkra daga gæti og vafalaust haft mikla þýðingu fvrir kynningu á þjóð vorri og menningu, sem svo fáir þekkja. í sumar býður Norræna félag- ið í Svíþjóð, skólafólki frá öll- um Norðurlöndunum á mót, er verður i Vermalandi og bvrjar þann 3. júli og stendur yfir til ; 13. júli. Gert cr ráð fyrir að 24 menn frá hverju landi ásamt fararstjóra geti komist að. Þar verða fluttir fyrirlestrar, marg- ar skemtiferðir verða farnar um hið fagra Vermaland, meðal annars verður hin heimsfræga skáldkona Selma Lagerlöf heimsótt og fleiri merkir lista- menn. Þeir, sem hug hafa á að sækja mótið ættu að gera und- irrituðum aðvart sem allra fvret: Adr. Fjölnisveg 11, Reykjavík. Þessi menningarstarfsemi Norræna félagsins er svo marg- vísleg og þarfleg, og áliugi hinna Norðurlandaþjóðanna svo mikill fyrir þessu samstarfi, að það er okkur til stórrar minkunar að taka ekki þátt i samstarfi slíks félagsskapar. Þar sem félagsskapur þessi lillE!i!!l!ll!l!!li!I!!II3B!!Sa!IIIIIBIIIIIIIIIfllllia!IIII9IKIIIIII!!IIU!EIIIIIIII^ = Gpammófónai* ss Af sérstökum ástæðum höfum við fyrirliggjandi H 2 SKÁPFÓNA og 4 FERÐAFÓNA, tSSm sem seljast með verksmiðjuverði að viðbættum kosln- aði. s Þðrðnr Sveinsson & Co. n III!BKIIIIIIIIIllBIII!ðl!8ll!ll!ll!KIIIBIIllllKilllli!B!lilIlll8l!!Blilll!!ii!IUIUÍ ekki kostar okkur nein veruleg úlgjöld, en, sem vafalaust get- ur orðið okkur að gagni, er ennþá síður ástæða til þess að draga sig í hlé. Norræna félagið var stofnað hér á landi 1922. Nýlega var kosin ný stjórn. I henni eru: Mattliias Þórðar- son fornmenjavörður, formað- ur, Guðm. Finnbogason, lands- bókavörður, Sig. Nordal pró- fessor, cand. mag. Vilhjálmur Þ. Gislason og undirritaður, sem er ritari félagsins. Þeir, sem vilja ganga í félag- ið, geri svo vel og geri formanni fél. eða undirrituðum aðvart. Ársgjald er 5 kr. og fá þá félag- ar ársrit félagsins fritt. Guðlaugur Rosenkranz. H. C. Andersen. 125 ára minning. Eftir Richard Beck. —o— Frh. Ekki stenclur Andersen framar- lega sem leikritaskákl. Þó samdi hann fjölda sjónleika og urSu sum- ir vinsælir á leiksviÖi. Gamanleik- urinn Dcn uyc Barselstuc er talinn bestur þeirra, enda er hann fjörug- ur og fyndinn; háð-skeyti höfund- ar missa ekki marksins. Annars jiarf ekki langt að leita skýringar- innar á því, hversvegna Andersen mishepnaðist leikritagerðin yfirleitt. Hann varð helst að vera aðalper- sónan — sögumaðurinn. Honum lét ekki vel, að skapá persónur sér fjærskyldar að eðli og hugsunar- hætti. En í hiiiunrbestu leikritum blandar ritarinn sér ekki í frásögn- ina; hann er sem hlutlaus áhorf- andi, er lætur sögupersónurnar lýsa sér í orðum og athöfnum. og sæta þeim örlögum, sem þær fá eigi um- flúið samkvæmt lífsins órjúfanlega lögmáli, — lögmáli orsaka og af- leiðinga, að uppskeran yerði sáð- inu samkvæm. Andersen lét heldur eigi að sj’na á leiksviði sálarlegan þroskaferil pei-sóna sinna, breyting- arnar, sem verðá hljóta á skapgerð þeirra og lífshorfi, sökum márg- víslegra áhrifa ,er þær verða fyr- ir. En slík lýsing á eðlilégum og óhj ákvæmilegum skapgerðar-breyt- ingum persóna sinna tókst Shake- s[)eare svo snildarléga. Er engum heiglum hent, að feta honum ]>ar í spor. Andersen var gæddur afarríkri athugunargáfu, ekkért fór frarn hjá honum; hið smávægilegasta og al- gengasta klæðir hann í hinn skáld— legasta búning. Hann blæs lífsanda í það, sérti öðrum var kaldur og dauð- ur virkileikinn. Gætir þessa í skáld- sögum hans, en þó mest í ferða- lýsingum hans. Segja má, að þær séu fjölbreytt safn mynda úr for- tíð og nútíð. Þeirra helstar eru: En Digtexs Bazar, I Sverige, og / Spanien. Hin skarpa athygli höf- undar og skáldlegt hugarflug hans eru hér ljósu letri skráð. En þó dáist íhugull lesandi ef til vill mest að því, hversu vel skáldinu tekst að færa hughrif sín i hæfan orða- búning. Það er sem maður sé ferða- félagi Andersens, svo glöggar og lifandi. eru lýsingar hans. Þá er verðugt, að geta nánara sjálfsæfisögu Andersens. Mit Livs Evcntyr; kom hún út, sem fyr var greint, 1855. En framhald hennar, sem nær til 1867, var prentað, að höfundinum látnum, 1877. Sjálfs- æfisagan er mikið rit og merkilegt. Hún lýsir ckki einungis æfiferli An- dersens og skapgerð, heldur eimiig, og það ckki að litlu leyti hugsunar- hætti og mcnningu þeirrar aldar, sem hann lifði á. Og margir merk- ismenn, danskir og erlendir, koma hér við sögu. En langmerkilegust er bók þessi þó auðvitað sem nákvæm lýsing á skaplyndi, þroskaferli og hugsunarhætti hins sérkennilega höfundar hennar. En Andersen er einkar opinskár. „rétt eins og hann sæti i skriftastól“, segir einn þeirra manna, er af mestri samúð hafa mn skáldið ritað, og af víðtækri þekk- ingu. Engu ómerkilegri en sjálfsæfisag- an eru sögukaflar þeir, sem Ander- sen ritaði miklu fyr (1832), um æsku sína og námsár, og prófessor Hans Brix sá um útgáfu á 1926, undir titlinum H.C. Andcrscns Lcv- ncdsbog. Er hér rniklu fyllri frá- sögn um æskuár höfundar en i sjálfsæfisögunni. Og nýju ljósi varpar þessi eldri sjálfslýsing á margt i æfi skáldsins og lundarfari. Hér lýsir sér öfluglega hjartahrein- leikur hans og sakleysi, og hin ríka barnslund, senr einkendi hann til hinstu stundar. Að frarnan hefir, eftir ]>ví, sem ástæður lágu til, verið bent á ýms lyndiseinkenni Andersens. Skapgerð hans var ýmsum þáttum ofin, full af andstæðum. Hann var eins og H. Topsöe-Jensen og Paul. V. Ru- bow lýsa hönum i ágætri ritgerð (American-S candinavian Review, Apríl 1930) annarsvegar ákafur og framtaksSamur, öruggur bjartsýnis- maður, en einnig á hinn bóginn: hugsjúkur og örvæntingarfullur, kvalinn af mognuðu þuriglyndi og heilsuleysi. Sál hans hvarflaði milli þessara tveggja öfga; hann var hamingjusamur ]>essa stundina, en vansæll þá næstu. Þrátt fyrir alla frægðina og fagnaðinn, sem urðu hlutskifti hans í svo ríkum mæli, var hann alla daga einstæðingur. En þó mun mega segja, að bjart- sýnin hafi löngUm orðið ofan á hjá honum. l'essi snöggu geðbrigði skáldsins koma fram bæði i sjálfs- lýsingum haris og ö'ðrum ritum hans. Og E. Collins, sem þekti hann manna best. leggur áherslu á þessa lyndiseinkunn hans. Hikar hinn fyr- nefndi ekki við, að benda á skap- bres'ti skáld-vinar síns, er sumir hafa uefndir verið, en hann gleymir ekki að minna á hina mörgu kosti Andersens: greiðviknina, réttlætis- kendina, fegurðarástina, guðrækn- ina, trygð hans og hjartahlýju. En alt þetta átti skáldið, svo setn rit hans votta, Eitt hið frumlegasta og merkasta af öllum ritum Andefsens er „Bil- lcdbog nden Billcdcr (Myndabók án mynda). Ilér lætur skáldið tungl- ið lýsa ýmsu því, sem fyrir sjón- ir þess.hefir borið á ferðum þess kringum jörð vora, Og í þessu safni meistaralegra smámynda, blasir líf- ið sjálft við oss í fjölbreytni sinni. Hér eru gáski og gaman, fyndni og fjör, sorg og viðkvæmni. Og það, sem gerir frásagnir þessar enn áhrifameiri, er einmitt þétta, að hin- um f jarskyldustu andstæðum er hér skipað hlið við hlið: Hér er litla stúlkan, sem kemur til að kyssa hænuna og biðja hana fyrirgefn- ingar, tötrum klæddur smásveinn- inn, sem deyr á konungsstóli Frakk- lands, sveipaður purpuraklæðum, og mærin indverska, sem setti logandi lampa sinn út á bárur Gangesfljóts- ins, til þess að ganga úr skugga mn, hvort elskhugi hennar væri lífs eða liðinn. Hið leyndardómsfulla bland- ast hinu öfgaftilla í frásögninni um fangann, sem í burt er fluttur, en enginn veit hvert, og hann hefir rispað á fangelsisvegginn sönglag, — rúnir, sem ekki einu sinni máninn fékk ráðið. Margt er hér annara ógleymanlegra mynda. Og málið á þessttm frásögnum er framúrskar- andi þýtt og ljóðrænt. Þetta einkennilega og snildarlega rit Andersens, Billcdbog itdcn Bil- leder, er auðsjáanlega, að efni og frásagnarhætti, náskylt æfiiitýrum hans. En þeitn á hann heimsfrægð sína að þakka. Æfilangt var honmn sarnt lítið um það gefið. að vera kallaður „skáld barnanna“. Fyrsta hefti æfintýranna kont út 1835. og rak svo hvert annað, þangað til 1872. Sjálfttr greindi Andersen á ntilli æfintýra og sagna (Eventyr og Historier) ; sögurnar skortir hið yfirnáttúrlega, sem er svo sterkur þáttur í æfintýrunum, og þær hafa minna alment gildi. í fyrstu voru þeir harla fáir, ekki síst í Danmörku, er' sáu hvert list- gildi æfintýrin áttu. Þó var einn maður nógu djúpskygn til að sjá betur. Það var hinn skarpskygni hugvits- og visindamaður, H.’ C. Örsted. Hann fullyrti, að æfintýriri mundu gera höfund þeirra ódauð- legan, að þau væru hið listfengasta, sem hann hefði skráð. En ekki var skáldið á sama máli. Hann vildi vinna 'sér frægðarnafn í hinum stærri bókmentagreinum: skáldsög- um og leikritum. Eri brátt unnu æf- intýrin sér lýÖhylli, ekki sist erlend- is, og er stundir liðu, lét Andersen sér meira um þáu finnast. Alls eru æfintýri hans og sögur 156 að tolu. Sem vænta má, eru þáu ekki öll jafn ágæt, en f jöldamörg þeirra eru löngu viðurkend listaverk. Þau hafa farið heimskauta milli og kann eg ekki nöfn eða tölu á öllum þeim tungum, sem']>au haía verið þýdd á. Efni æfintýranna er sótt viða að. Sum eru bygð á dönskum þjóðsög- um, sem Andersen hafði heyrt í æsku; önnur eru erlend að uppruna. En þó'efnið sé lánað.þá hefir skáld- ið jafnan lagað það i hendi sér og sett á frásögnina sérkenni listar sinnar. Mega æfintýrin því yfirleitt kallast skáldskapur hans sjálfs. Og hann hefir sjálfur skýrt frá uþp- runa ýmsra þeirra. Eitthvert atvik. einhver endurminning, eitthvað, sem vakti eftirtekt hans, — það gat ver- ið blóm, dýr eða leikfang — varð honum oft efni æfintýra. 1 orðum skáldsins: „Þau lágu i hug mér sem frækorn, og þurftu eigi annað en vindblæ, sólgeisla, eða malurtar- dropa, svo að þau yrðu að blómi.“ Mörg æfintýrin eru þannig auðsjá- anlega árangurinn af augnaþliks innblæstri. Samt skyldi enginn ætla, að skáldið hafi ekki lagt rækt við að hefla þau og fága. Hann yfirfer þau mörgum sinnum, uns íiaun hafði klætt þau í hinn snildarlega búning, sem almeflna aðdáun vekur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.