Alþýðublaðið - 08.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.05.1920, Blaðsíða 1
GrefiO út aí AJþýðuflokknum. 1920 Laugardaginn 8. maí 103. tölubl. @r ódýrasta, fjolbroyttasta og föesta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. VerkfSllin í frakkUnii Khöfn 6. maí. Verkfallsmenn í Frakklandi eru am 500 þúsund. Sjia-þmðurimi. Khöfn 6. maí. Símað er frá London, að þátt- takendur á friðarfundinum í Spa séu: Lloyd George, Curzon, Millerand, Berthelot, Nitti, Scia- loya, Hymans, Mattzni. Rætt verður um skaðabóta- greiðslur Þýzkalauds. Khöfn 6. maí. Times segir, að kolaverð muni hækka í Englandi, og er búist við því, að útflutningur verði tak- markaður enn meira. Verk|rslingasamsœrið Siðasta rafmagnshneykslið. Tyrkja-friBnrinH. Khöfn 6. maí. Friðarsamningarnir við Tyrki •verða undirskrifaðir í París ellefta maí. Aðfarir borgarstjóra og verk- fræðinganna hinna í rafmagnsmál- icu hafa frá upphafi sýnt tii hvers refarnir voru skornir. Bæjarmenn hafa aldrei fengið að leggja þar neitt ti! málanna. Rafmagnsmálinu hefir verið vandlega haldið inn- an „verksviðs verkfræðinganna". Verkfræðimgahringurinn hefir ætlað sér þar að setjast að krásinni á kostnað almennings. Nú koma fram hver af annari staðreynd- irnar um, hvernig verkfræðinga- vitinu skuli beitt. Rúsínan í blóð- mörskeppnum er tilboð Jóns Porlákssonar. Eins og mönnum er kunnugt, er Jóa Þorláksson aðalmaðurinn í bygginganefnd rafmagnsveitunnar, og á hann auðvitað sem bæjar- fulltrúi og nefndarmaður að hjálpa nefndinni eins og hann getur með verkfræðingsviti sínu. Byggingar- nefndin réð verkfræðinginn A. B. Christensen til þess að standa fyrir vatnsvirkjahluta raímagns- stöðvarinnar, og nefndin á að hafa alt eftirlit með gerðuni hans. Hann á að hafa alt eftirlit með býggingu stöðvarhúsanna. Um þau var gert útboð, óg nú hefir meiri hiuti nefndarinnar, sem hefir úr- skurðarvald í þessum málum, og sem í sitja verkfræðingarnir jón Þorláksson og borgarstjóri, sam- þykt tilboð frá Jóni Þorlákssym um byggingu stöðvarhúsanna. Til- bað þetta hafði verið lægst, en í því úði og grúði af allskonar „fyrirvörum**, svo að ófyrirsjáan- legt er hvað verkið kemur til að kosta. Það verður aðallega komið undir Jóni Þorlákssyni. Borgar- stjóri hamrar málinu í gegn fyrir borgarstjórakosninguna. Bæjarfull- trúinn og rafmagnsnefndarmaður- inn, verkfræðingurinn Jón Þorláks- son, semur þarna með hjálp borg- arstjóra við bæinn. Jón Þorláks- son á sem byggingarnefndarmaður að hafa eftirlit með verkfræð- ingnmn Christensen, en Christen- sen á að hafa eftirlit með Jóm Þorlákssyni, sem byggir stóðvar- húsin. Verkfræðingahringurinn er sannarlega fullkominh 1 Borgar- stjóri lítur yfir verk sín og sér að þau eru harla góð. Hann er líka verkfræðingur 1 Ög svo á hann líka hluti í Helga Magnússon & Co. I Hve nær þykjast þessir menn hafa bitið höfuðið af skömrnimiir Hver vill kjósa Knnd Zira- sen borgarstjóraefni verkfræð- ingaklíknnnar? Leysið knútinn og kjósið Signrð Eggerzl jlforgnnblaSiljösin. Allur landslýður annálar nú orðið þý auðvaldsins, ritstjórn Morgunblaðsins fyrir framhieypni og heimsku. Þó munu þeir hafa gengið fram af flestum í gær með saur þeim er þeir jusu út í Morg- unblaðinu. Ægir þar saman hin- um fáráalegustu vitleysum og hin- um hryllilegustu svívirðingum og lygum um Sig. Eggerz og stuðn- ingsmenn hans, um Alþýðuflokk- inn, Alþýðublaðið, um alt hugs- anlegt nema þý auðvaldsins. Hryll- ir hverjum manni með óbrjálaðri siðferðistilfinningu við því að mannskepnur þær sem rita í Morgunblaðið skuli eigi hafa betri stjóm á dýrinu í sjálfum sér. Þeir láta það leika lausum hala. Samt eru sutnar greinarnar svo vitiausar að engum manni ófull- um er trúandi til að hafa skrifað þær. Geta menn sér þá helzt til að þær muni hafa komið undir þegar vissir menn sem standa blaðinu nálægt voru blindfullir að spila á grammofón úti á Aðal- stræti hérna um nóttina. X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.