Alþýðublaðið - 08.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ verður ílutt þann 14. maí í hús kaupmanns Jóns Björnssonar Vesturg. 4 (áður skrifstofa lögreglustj.). Sínai 703. Sími 703. K. X£. ^== gamla Landsbankannm selur ódýrast saltkjöt. Spyrjið um verðið áður en þér kaupið annarstaðar. Sími 703. ^ími 703. Hunio eftir útsölunni á Laugav. 18 B. (Par sem afgreiðsla Alþbl. var áður). JCoii kompr. Eftir Upton Sinclair. Öanur bók: Prœlar Kola konungs, (Frh.). „Það er nú löng saga. Eg skal einhverntíman segja þér það, en ekki núna. Er það ekki nóg, að þú vitir, að eg get hjálpað þér? „Þú talar altaf um það að hjálpa mér. En það er ekki það, sem eg vil þér, Joel Eg vil vita, hvernig því er varið með ungu stúlkuna". „Hvað er um hana?“ Honum varð alt í einu erfitt um mál. „Þykir henni ákaflega vænt um þig?“ „Já — það held eg að minsta kosti, að hún geri“. „Hvar á hún heima?“ „í Western City“. „Og hún slepti þér hingað?" Hann hugsaði sig um eitt augnablik: „Hún veit ekki að eg er hérna". „Núl Því sagðir þú henni það ekki?“ Þögn. Hún lyfti höfðinu og horfði á hann með eftirtekt. „Þú vildir ekki hræða hana? Var það?" „Já, að sumu leyti af því“. Hún hélt áfram með lágri, en ákafri rödd: „Joe, þú getur ekki ámyndað þér, hvernig mér er inn- anbrjóts. Eg er alveg viti mfnu fjærl Eg er hér eins og fangi. Eg afber það ekki lengur — þessa örbirgð, þessi óhreinindi, þessar skelfingarl Ég held eg gæti gert hvað sem væri“. „Eg heid eg skilji þig, Mary. Eg myndi ekki ásaka þig, hvað sem þú að hefðist". „Mundir þú ekki gera það?“ Hún gleypti við þessum orðum fflieð örvæntingar ákafa. „Það, sem eg vil, Joe, er, að þú talir hreinskilnislega við mig“. „Já, Mary. Hvað er það?“ „Eg vil vita, hvernig samband er á milli okkar". Hún fitlaði vandræðalega við kjólinn sinn, meðan hún talaði. „Fyrst hélt eg stundum, að þú kærðir þig um mig. Eg hélt, að þér væri fremur vel við það, að vera með mér, ekk' af meðaumkvun, heldur vegna sjálfrar mín. Er það ekki rétt?" Jú, svo er víst", sagði hann. „Mér þykir vænt um þig“. „Þykir þér þá ekki altaf vænt um hina stúlkuna?" Jú“. „Getur þér þá þótt vænt um tvær í einu?“ Hann gat ekki varist brosi. „Það er helst svo að sjá, Mary". En hún brosti ekki. „Eg hefi lengi vitað — nærri frá byrjun, hvernig mér var farið. Og eg hefi reynt að getá upp á því, hvernig ástatt var fyrir þér. Ef til vill skjátlast mér, en eg hélt, að þú vildir gjarna láta þér þykja vænt um mig, en fekst þig ekki al- mennilega til þess. Þú sagðir mér frá hinni, og eg hélt, að ef-til vill vildir þú bara telja mér trú um að svo væri sem þú sagðir. Eg get ekki að því gert, en eg trúi hálfpartinn ekki á hina“. Mgbl. í gær gerir enn þá einu sinni að umtalsefni, hver afburða- maður Knud Zimsen sé I borgar- stjórasessinum. Reynir það að teija lesendum sínum trú um, að Alþýðublaðið viti þetta ofurvel. Ójú, Alþýðublaðið veit fullvel, að Knud Zimsen hefir verið duglegur — duglegur að skara eld að sinne köku og sinna fylgifiska. Og geta allir séð, sem heilbrigða skynsemi hafa, að ef borgarstjórastarfið er eins mikið og smalar Knuds segja, þá er þv£ meiri ástæða til að Kjiud eyði ekki kröftum sínum í allskonar önnur störf. Þakka skyldi Knud, þó hann veiti fólki áheyrn aðra tíma dags, en þennan eina tíma, sem hann auglýsir að hann sé til viðtals. En dettur nokkrum í hug, að einn einasti tími, á óhentugum tíma dags, sé nægilegur til þess, að menn geti fundið borgarstjóra að máli. Alveg stendur á sama, hvað borgarstjóri er að gera þann tíma, sem hann augiýsir að hann sé tii viðtáls. Almenningi er nóg, að hann er ekki viðstaddur og hefir sjálýur valið þennan óhentuga tíma, og má ætla að hann hafi gert það fullkomlega að yfirlögðu ráði. 7/5. I, Ritstjóri og ábyrgðarrnaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.