Vísir - 30.07.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 30.07.1931, Blaðsíða 2
VTS T3» il tefflf 0* .semCI Nýtt I Pressuge; t» fyrirliggjandi. Símskeyti Hamborg 29. júlí. United Press. FB. Graf Zeppelin á heimleið. Hamborgar-Ameríkulí nau hef- ir skýrt United Press frá þvi, að Graf Zeppelin liafi flogið vf- ir Arkangel kl. 7 e. h. Green- wich tími. Búist við, að liann lendi í Leningrad á fimtudags- morgun. Cardington 30. júlí. Umted Press. FB. Hnattflugið. Pangborn og Herndon, sem ætla að fljúga kringum hnött- inn, lentu í Moylegrove í Perm- brokeshire. Hamborg, 29. júlí. United Press. FB. Fregnir af Graf Zeppelin. Hamborgar-Ameríkulínan til- kynnir, að sést hafi til Graf Zeppelin i morgun yfir Nowaja Semlja. Fredericia, 29. júlí. Frá leiðangri Valsmanna. Koiiuiin í gær til Fredericia. Ókum til Volden og Snoghöj og sáum Litlabeltisbrúna í' bygg- ingu. Keptum i gærkveldi í Fredericia og unnum með 6 : 2. Förum nú tii Kolding og kepp- um þar í kveld. Valur. Norskar lofiskeytafregnir. —o— N.R.P. 30. júlí. FB. Frá Kaupmannahöfn er sím- að, að ehnskipið Discos hafi rekist á ísjaka er það sigldi út úr Umanakfirði þ. 4. júlí. Á skipinu eru danskir þingmenn á Grænlandsferðalagi. Til alir- ar hamingju brotnaði skipið ekki, ella er hætt við að það hefði farist með allri áhöfn. Graf Zep])elin liefir komið til Franz Jósefslands og flutt póst til rússneska ísbrjótsins Maljr- gin og tekið póst frá honum. Skömmu eftir komu sína til Franz Jósefslands flaug loft- skipið til Nicolai II. lands. Frá Alþingi í gær. —o— Efri deild: 1. Frv. um að veita ríkis- borgararétt í) mönnum, var til 2. umræðu, og var það samþ. Al' þessum 9 eru 7 Norðmenn, 1 Rússi og 1 Þjóðverji. 2. Frumvörp um löggild- ingu verslunarstaðar í Súða- vík, um sjóveitu í Vestmanna- eyjum og um lögréglusam- þvktir ulan kaupstaða og kauptúna, voru til 1. uinræðu. Gengu þau öll til 2. umr. og nefnda. 3. Einnig var á dagskránni frumvarp stjórnarinnar um framlengingu á verðtollinum, 2. umræða. Verði frumvarpið ekki samþykt, fellur tollur ]>essi úr gildi um næstu ára- mót, en samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu er hann áætlað- ur rúml. lx/> miljón á næsta ári. — Meiri liluti fjárhags- nefndar (Framsóknarmennirn- ir Ingvar Pálmason og Magnús Torfason) liefir skilað áliti og biður þingið um að samþvkkja framlenginguna, þvi að rikis- sjóður megi ekkert missa af tekjum sínum. Minni lilutinn, Jón Þorláksson, hefir ekki enn skilað áliti. — Frv. kom ekki lil umræðu i gær, því að það var tekið af dagskrá, en ó- kunnugl er, at bvaða ástæðum bað var gert. N e ð r i d e i 1 d: 10 mál voru þar á dagskrá. Skal hér getið hinna helstu. 1. Frv. frá ‘ fjárhagsnefnd neðri deildar um lieimild fyr- ir ríkisstjórnina til að ábvrgj- ast rekstrarlán fyrir Útvegs- bankann, alt að 3 miljónum króna, fjTÍr eitt ár í senn. Eru ástæðurnar fyrir flutningi frv. þær, að mikill hluti fiskjarins frá þessu ári, liggur óseldur. Bankarnir hafa að langmestu leyti lánað fé út á fiskinn, bæði kostnaðinn við að verka hann og veiða. Þar sem fé bankanna er þannig fast í framleiðslu landsmanna, er talið nauðsynlegt að útvega erlent lánsfé, svo að framleið- endur sé ekki neyddir til að selja vöru sína þegar í stað, fyrir óeðlilega lágt verð. Þetta frv. fór til 2. umr. 2. Tillaga um skipun nefnd- ar til þess að rannsaka og gera tillögur um skipasmíðastöð (dock) í Reykjavík. Flutnings- maður, Einar Arnórsson, mælti fvrir tillögunni. Ivvað hann skipasmiðastöðvar þær, er nú væru til, ekki geta dregið á land og gert við að gagni stærri skip en 80—400 tonn. Meiri háttar spjöll yrði því að láta gera við í útlöndum, og væri við það mjög mikill kostnað- ur. Tillögunni var visað til síð- ari umræðu. 3. Sknekkun lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, eða inn- limun Skildinganess, var til 2. umr. Allsherjarnefnd liafði liaft málið til meðferðar og lagði einróma til, að það næði fram að ganga. Urðu um mál- ið miklar deilur. Með frv. töl- uðu Jón Ólafsson, Einar Arn- órsson, Héðinn Valdimarsson. Lárus Helgason, en á móti því stóð Ólafur Thors, og Jón Auð- un að nokkru leyti; vildi liann reyna enn samninga milli bæj- arins og Seltjarnarneslirepps og flutti i þvi skvni rökstudda dagskrá. — Lhnræðumnn varð eklci lokið og var því frestað. Fjárlögin, 2. umræða. Fjárveitinganefnd skilaði á- Jiti óvenju fljótt um fjárlögin að þessu sinni. Þegar þingið var rofið i vetur, hafði fjár- veitinganefndin nýlega lokið störfum, og tók hin nýja nefnd i flestu liina sömu slefnu, sem fyrri nefndin liafði liaft. Þó brevtti bún nokkuð um, að því er snerti verkiegar fram- kvæmdir, framlög til nýrra vega ] og viðhalds þeirra, liafnar- ! gerða, brúa og vita. Svo sem frægt er orðið, ætlaði stjórnin í vetur að skera niður fjárveit- ingar til allra nýrra verklegra framkvæmda. En nú mun fjár- veitinganefnd ekki liafa séð sér fært að lialda við ])á ill- ræmdu stefnu og flutti því nú við 2. umræðu fjárlaganna nokkura bragarbót, sem þó er vitanlega mjög smávægileg og jafnvel Iiverfandi, þegar horft er fram á bið gífurlega at- vinnuleysi, sem nú vofir vfir liinni islensku þjóð, bæði á vf- irstandandi sumri og einkum þó vetri komanda. Hannes Jónsson var fram sögumaður fjárvéitinganendar að þessu sinni. Gerði liann i fyrstu nokkra grein fyrir fjár- hagsafkomu ríkisins á þeim (5 mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári. Er venja, að fjár- málaráðherra gefi slikt yfirlit, er bann leggur fram fjárlögin. Frá þessari reglu vék Trygevi Þórhallsson, er fjárlögin voru til 1. umræðu 17. júlí síðast- liðinn. Urðu þá þegar ýmsir þingmenn til að finna að þvi, og lofaði Tryggvi að veita upp- lýsingar síðar. Komu þær upp- lýsingar nú af munni Ilannes- ar framsögumanns, en voru þó mjög af skornum skamti. Þó kvað hann þá skekkju liafa verið i yfirliti Einars Árna- sonar í vetur, að í stað tæpl. 82 þús. kr. tekjuafgangs sið- asta ár, liefði tekjuhalli orðið um 1 miljón. Annars mvndu tekjurnar á fvrra árshelmingi 1931 vera svipaðar og á sama tíma 1930. Magnús Jónsson gerði grein fyrir ýmsum tillögum, er minni hluti nefndarinnai* (hann og Pétur Ottesen) báru fram. Er hin langmerkasta ])eirra sú, að aftan við fjárlögin bætist ný grein. svohljóðandi: „Allar gjaldaheimildir laga Jiessara eru hámarksákvæði, og er óheimilt, nema um ó- vænta og bersýnilega nauðsyn sé að ræða, að fara fram úr þeim, nema greiðslan fari fram samkvæmt öðrum heim- ildum,eða fram sé tekið, að fjárhæðin sé áætluð. Benti M. ,T. á, að ef lil vill myndu einhverjir halda því fram, að slík fyrirmæli sem ]>essi væru óþörf, vegna þess að 37. grein stjórnarskrárinnar segir, að ekkert gjald megi greiða úr ríkissjóði, nema lieimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. En þessi grcin sé engin hindrun þess. að ríkisstjórn spili svo sem henni list með fé landsins, án nokk- urrar beimildar, en komi svo cftir á til þingsins með fjár- aukalög og fái þau samþvkt Fjárstjórn landsins sé með slíkri aðfcrð ldpt úr liöndum Alþingis, án þess að það geti rönd við reist, því að illmögu- legt sé að fella fjáraukalög. Enda bafi sú hörmulega reynsla orðið liin síðustu ár, að rikisstjórmn virti gersam- lega að vettugi yfirlýstan vilja Al])ingis. Það fé, sem inn kom í rikissjóðinn umfram áætlun fjárlaganna, átti stjórnin auð- vitað að liafa í sjóði, þar til er Alþingi ráðstafaði því. En i þess stað hefði evsðla hennar farið 100% fram úr fjárlögun- um. Sumstaðar hefði hún levft sér að verja tvöfalt og þrefalt hærri upphæðum en þingið ákvað. En hinsvegar hefði liún annarstaðar ekki greitt upp- bæðir, sem í fjárlögum stóðu. Og víða væri farið að á þessa lund, til þess að eins að revna að skapa stjórninni fylgi í ein- stökum kj ördæmum. Þetta framferði stjórnarinn- ar hefði knúið þá Sjálfstæðis- menn til þess að flvtja ofan- greinda tillögu. Að visu gæti Alþingi ekki séð fyrir ná- kvæmlega hverja nanðsynlegu fjárgreiðslu á næsta ári, en þá væri i lófa lagið, t. d. að tákna suma óvissa liði sem „áætl- aða“ — En „Framsóknar“-mönnum gast ekki að þvi, að fara að binda hendur sinnar ástkæru stjórnar, alveg eins og Magnúsi Tc-rfasyni þótti það næstum goðgá í efri deild um daginn, að ætla sér að biðja stjórnina um að flýta sér. Og „Fram- sóknar“-flokkurinn lagðist all- ur (þó með einni „heiðarlegri‘‘: undantekningu, Iíalldóri Stef- ánssvni) á móti því, að Al- þingi réði fjármálunum, en ckki stjórnin, og feldi tillögu Magnúsar og Péturs. Þá fluttu einnig tveir Sjálf- stæðismenn, Einar Arnórsson og Jóhann Jósefsson. tillögu um að veita % milj. króna til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum. Um meðferð fjár- ins voru sett þessi ákvæði: a) að fénu skyldi skifta til vinnu handa atvinnulausum verka- mönnum i lilutfalli við tölu at- vinnulausra á hverjum stað, b) að leita skyldi tillaga hlutað- eigandi bæjar- og sveitar- stjórna um það, bvaða verk skyldi vinna, c) að bæjar- og sveitarstjórnir skyldu, í sam- ráði við verklýðsfélög, ráða ])ví, hverjir vrðu vinnunnar aðnjótandi. Jafnaðarmenn fluttu einnig tillögu um að veita 300 þús. kr. til atvinnubóta og skyldi koma tvöfalt framlag frá hlutaðeig- andi sveil eða kaupstað. Þessar tillögur mættu hinum mesta kulda, einkum hjá sumurn Framsóknarmönnum. M. a. sagði Sveinn í Firði, að þeir, sem atvinnulausir væru, mvndu oft og tíðum eiga sök á því sjálfir, og ef ætti að heimila baijarstjórnum að ráða hvaða verk skyldu unnin fyr- ir féð, mætti fastlega búast við því, að t. d. Reykjavík léti reisa fyrir þetta atvinnubótafé spilabanka, billiardstofur og slíkar stofnanir. Flutningsmenn brýndu fyrir þjngmönnum hið óskaplega ástand í landinu, ef ekkert væri að gert, þegar átvinnu- levsið færðist i algleyming. Er það kom fyrir ekki.. Tillögurn ar báðar voru stoindrepnar. Jafnaðarmenn fluttu tillögur um 117 þús. kr. fjárveitingu til símalagninga, 330 þús. kr. til nýrra akvega, 500 þús. kr. í stað 200 þús. til viðhalds og umbóta á vegum, 176 þús. til brvggjugerðar, brimbrjóta o. fl„ 95 þús. til nýrra vita, 100 þús. krónur til brúargerða og ýmislegt íleira. Þetta var alt felt, en hinsvegar samþyktar tillögur fjárveitinganefndar um 70 þús. kr. til nýrra síma, 50 þús. i stað 30 þús. til einka- síma i sveitum, 150 þús. kr. til nýrra akvega*) og 400 þús. í stað 200 þús. til viðhalds þjóð- vegum. Ennfremur til hafnar- gerðar á Akranesi 50 þús. kr. Til flóabátaferða var framlag- ið liækkað um 9 þús. kr. (úr 80 þús. upp í 89 þús. lcr.). Aðrar tillögur, er samþvkt- ar voru, voru þessar: Til barnaskólabygginga 30 þús. i stað 20 þús.; til Hóla- dómkirkju 1000 kr.; til Iþrótta- sambands íslands 6 þús. i stað 4 þús., til Skálcsambands Is- lands 2 þús. kr„ til sand- græðslu 40 þús. kr. í stað 25 þús.; til Bjarnár Iv. Þórólfs- sonar 1500 kr.; til ræktunar- vegar í Vestmannaeyjum 12 þús. kr„ til Ólafs Guðmunds- sonar fyrv. ferjumanns 300 kr. , Fjöldinn allur af tilllögum var feldur og skulu hér nefnd- ar nokkrar, aulc þeirra, sem áður eru taldar: 1. Tillaga Jafnaðarmanna um að afnema skólagjöld í skólum ríkisins (þau eru 150 kr. á hvern nemanda innan- bæj ar). 2. .Tafnaðarmenn báru fram tillögu um að lækka kaup kóngsins úr 73.200 kr. í 60.000 á ári. Samkv. lögum frá 1920 á hann að fá 60 þús. kr„ en það hefir verið greitt sem * I tillögum fjárveitinga- nefndar, sem samþyktar voru. voru meðal annars 15 þús. kr. til Vaðlaheiðarvegar, en áður var búið að fella till. Jafnaðar- manna um 10 ])iis. kr. til þcssa vegar. Sömuleiðis var samþykt till. fjárveitinganefndar um 10 þús. til Þistilfjarðarvegar, en rétt áður var búið að fella till. Jafnaðarmanna um sama fram- lag til sama vegar! Er þetta all-undarleg beiting þingskapa, því að auðvitað má ekki bera upp aftur sömu upphæð eða hærri en þá, sem búið er að fella. Tennisspaðar nokkur stvkki af bestu tegundum eru enn eftir og verða seldir með stórkost- legum afslælti. fáx&azf&mtsm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.