Vísir - 30.07.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 30.07.1931, Blaðsíða 3
VISIR danskar krónur væru, eða 73.- 200 kr. íslenskar. Þessi tillaga var feld. 3. Til Þórhalls Þorgilssonar til að gefa út handliægar kenslubækur í ítölsku og spán- versku, 3000 kr. 4. Til Fiskifélagsins 85 þús. í stað 80 þús. — Frá Magnúsi Jónssyni og P. Ottesen. 5. Til stórstúkúnnar 12 þús. 1 stað 8 þús. — Þessi till. var einnig flutt af M. og P. ()!t. og var feld. 6. Til Ólafs Sveinssonar, fyrrum vitavarðar á Reykja- nesi, 2000 kr. Stóð 2. umr. fjárlaganna i 2 daga, mánudag og þriðjuctag. en atkvæðagreiðslan sjálf á 'þriðja tíma. fljðlreiðamenn. —o— Allir, sem komið hafa tii 'Kaupmannahafnar siðasta ára- tug, munu hafa furðað sig ó þeim aragrúa hjólreiðamanna, ■sem þar eru á ferli, seint og snemma, um allar götur. Víð- förlir menn eru á einu máli um, að livergi sé meira um hjólliesta að tiltölu, heldur en í Kaupmannahöfn, og er að þe§su hinn mesti farartálmi, bæði gangandi mönnum og þeim, sem fara i hifreiðum. Þó er það mikil bót í máli, að þar eru viða sérstakir hjól- reiðastígir, sem ekki eru ætl- aðir öðrum en hjólamönnum, en mikla gát verða fótgöngu- menn að liafa þar á sér, eink- um ef þeir eru ókunnugir. Eircs og að likindum lætur þykja jæssir hjólamenn ekki altaf fara varlega, og liefi eg nýlega séð grein um þá í dönsku blaði. Vildi eg biðja Vísi að birta útdrátt þann úr henni, sem eg hefi þýtt, og er á þessa leið: Frá barnsaldri höfum vér flestir kunnað að hanga á hjóli, scgir höfundurinn, og mætti því ætla, að oss liefði lærst hin nauðsynlega hjóla- menning. — En er þvi þá svo farið? Vér höfum átt tal um þetta við einn af kunnustu starfs- mönnum iögregiunnar og sagði hann, að ekki mætti vega alla hjólreiðamenn á sömu vogar- skál. Margir fara mjög skyn samlega á hjólum og gætilega, ær á hinn bóginn eru ým.sir, sem gera það elcki. Eg gæti giskað á ]vað, svona m jög laus- lega, að í Kaupmannahöfn sé 5000 hjólreiðamenn, sem segja má, að aki mjög gálauslega. Þeir gera það sennilega ekki að yfirlögðu ráði, heldur af hugsunarleysi. Þeir vilja kom- ast áfram, og það á flugferð. Verst er þetta kl. 5—6 síðdegis, þegar fólk fer heim til mið- degisverðar, og þó gleymir fólk þvi jafnvel að aka um hjólastígana, en ganar beint af augurn út i umferðarstraum- inn, öllum til mikilla óþæg- inda. Og það er ekkert undar- legt, þó að bifreiðarstjórar sé reiðir og rífist út af því. Og auðvitað verður að krefjast þess, að hjólamenn fari að lög- um, en það er hægra sagt en gert, að hafa gát á þeim. Hættir ekki mörgum ungum mönnum til að koma fram eins og „hjóla-böðlar“? Það er nokkuð fast að orði kveðið, en þó kunna að vera til nokkurir menn, sem réttilega mega kallast því nafni. Og i þeirra tölu eru þeir verstir, er nýlega liafa lært, og munu liafa i hyggju að nota lijólin til langferða um landið. Þeim er trúandi til þess að aka gá- lauslega, og temja sér allskon- ar kjána-tiltæki, þegar þeir fara um göturnar, og skevta engu um aðra. Við sitjum okk- ur elcki úr færi um að hand- sama þá, og þoir fá maklcg málagjöld! Svo er önnur teguiid gáleys- ingja meðal ungra manna, sem aka gálauslega, og það eru þeir, sem venja sig á að hanga aftan i hifreiðum og hcstu- vögnum, og þeim eru gefnar sérstakar gætur og fjöldi þeirra kemur fyrir lögreglu- rétt. I-Ivað er að segja um lcven- fólkið, sem fer á hjólum? Þegar stúlkur eru einar á lijólum, eru þær oftast athug- ular og varkárar.. En ef vin- stúlka slæst í för með annari, þá er öðru máli að gegna. Þeg- ar þær eru á heimleið frá skrifstofu sinni eða búð siðara liluta dagsins, þá hættir þeim til þess að hugsa um ýmislegt annað en umferðina. Þær fara að tala i ákafa um það, sem fyrir þær liefir komið um dag- inn, eða um ungu mennina, sem þær sjó þjóta fram hjá, og þá getur tekist illa til, þeg- ar minst varir, af einskæru hugsunarleysi. Er mikið um slvs af hjóla- umf erð ? Nei, ótrúlega litið! Þegar þess er gætt, live afskaplegur fjöldi er liér af lijólum, þá eru slvsin hverfandi fá. Mér sýnist, að það sé að þakka leikni hjólamannanna, því að ekki verður það af þeim haft, að þeir eru ákaflega fimir og fær- ir á hjólum, jafnvel þó að ýrns- ir þeirra fari óvarlega. En þeir þvrfti að temja sér að nota hendur og liandleggi meira en þeir gera, því að það er mjög gálauslegt að skifta um stefnu, án þess að gefa merki um það með hendinni, hvert þeir ætli. En það má að nokkuru leyti jiakka það hjólunum sjálfum, hvað slysin eru fá. „Rata skærin götu sína“, niætti lieim- færa um hjólin, því að þau eru bæði létt og snör í snúningum, og þurfa svo sem ekkert svig- rúm, til þess að forða sér i ■ mikilli umferð. Þó að hjólaumferð sé lítil í Reykjavik á móts við þaó sem er í Kaupmannahöfn, þá finst mér, að ofangreind ununæli eigi í sumu vel við hjólamonn hér i bænum. Margir óltast hjólin miklu meira en bifrcið- irnar, og þó að slysin sé ekki tið, sem af þeim hljótas>, þá eru þau fleiri en frá er sagt í blöðunum. Margir hirða ekki um að kæra, þó að þeir verði fyrir smávegis linjaski af hjóla árekstri, og auk þess liættir of mörgum hjólamönnum tii þess að forða sér, ef slys ber að höndum, svo að engum lögum verður komið yfir þá. En það, sem einkum er aðfinsluvert við hjólamenn hér er það, að þeir fara (sumir hverjir) gá- lauslega hart, liringja ekki og skjótast oft vfir þverar gang- stéttir, ýmist af götunni eða út úr húsasundum, og oft á flug- ferð, og af þvi hafa ofl hlot- ist slys, sem eðlilegt er._ En sem betur fer stunda margir „hiólamenninguna“ og er það vel farið. Vegfari. OPID • S □ Edda 59317308 Vi — Hvers- dagsbúningur. Áríðandi að sem flestir mæti. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 12 st., ísa- firði 9, Akureyri 8, Seyðisfirði 10, Vestmannayjum 11, Stykk- ishólmi 9, Hólum í Hornafirði 10, Grindavík 15, Færeyjum 10 (skeyti vantar frá öllum öðr- um stöðvum). — Yfirlit: Lægð- in fjrrir suðaustan og austan land ])okasl liægt norðaustur eftir. — Horfur: Suðvestur- land og' Faxaflói: Norðvestan gola eða kaldi. Léttskýjað. Breiðafjörður,Vestfirði‘r: Norð- austan kaldi. Léttir sennilega til. Norðurland, norðaustur- land og Austfirðir: Norðaust- an kaldi. Skýjað loft og dálítil rigning sumstaðar. Suðaustur- land: Hægviðri. Sumstaðar smáskúrir. Hjúskapur. I gær voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jóns- syni ungfrú Lára Einarsdóttir og K. A. Hansen símritari. Ungu hjónin fóru á Dronning Alexandrine í gær í brúðkaups- ferð til Danmerkur. Hermann Gjuðmundsson, starfsmaour á Uppsölum, varð 76 ára i gær. Dagheimilið Grænaborg getur enn tekið á móti nokk- urum börnum. Eru foreldrar beðnir að gefa sig fram á heim- ilinu siðdegis í dag og á morg- un. Síra Ulysses IIo flytur erincli með skuggamyndum um Kína kl. 6 annað kveld í Nýja Bíó. . Heimdallur heldur fund í kveld kl. 8ýý í Varðarhúsinu. Sjá augl. í dag. Dronning Alexandrine fór héðan í gærkveldi áleiðis til Damnerkur. AleSal farþega voru: Sveinn M. Sveinsson og frú, A. Obenhaupt, Karl læknir Jónsson og frú, Mr. Orcutt, SigurÖur Jónsson skólastjóri, Sigurður Guðmunds- son klæðskeri, frú Guðrún Möller, Ingimar Jónsson skólastj. og frú. kennararnir Arngrímur Kristjáns- son, Hafliði Guðmundsson, Guðjón Guðjónsson og rnargir útlendingar. Þýskur botnvörpungur kom í morgun með annari bilaðan í eftirdragi. Atlantic skemtiskipið fór héðan í morgun áleiðis til Akureyrar, og tók liér hafnsögumann. Meistaramótið. Síðari hluti meistaramótsins íer fram i kveld kl. 7*4 úti í Örfirisey. — Boðsund verður þreytt og mun margur maður vilja njóta Jieirrar ánægju að horfa á það. Sjá augl. i dag. Reykjavíkurkepnin. Annað kveld kl. 8)4 verður háð- ur kappleikur milli K. R. og Vík- ings. Er búist vi'ð fjörugum leik og jöfnum, því að síðast, er félögin reyndu me'ð sér, munaði einu marki á þeim. —- Allir út á völl! tþ. Kappleikurinn í gær, milli K. R. og „Atlantis“, fór þannig, a'ð hi'ð fyrra vann með 4:0. Leikurinn var á köflum spenn- andi og miklu jafnari en um dag- inn, er K. R. kepti við „Arandora UTSALA 'Star“. Var auðséð, að flestir eða allir ensku knattspyrnumennirnir, sem þarna keptu, hafa iðkað knatt- spyrnu að marki og sumir voru á- gætir. Það var einnig eftirtektar- vert. að snarpasta áhlaup Englend- in'ganna var i síðara hluta seinni hálfleiks, því þa'ð vir'ðist liera vott um það, að þeir hafi æft sig all- mikið um borð. Venjulega hafa flokkar skipverja, er hér hafa kept, verið snarpastir í hyrjun, en dregi'ð af þeim, er lei'ð á leikinn. — Ski]i- stjóri „Atlantis" sýndi mikinn á- huga á leiknum, því að auk þess sem hann sparkaði kncttinumaf stað, gaf hann öllum þátttakendum K. R. menjagripi, öskubikara með hand- málverki á af skipi sinu. — Far- þegar af „Atlantis" voru mjög margir viðstaddir kappleikinn og hvöttu landa sína með hrópum og eggjunarorðum, en voru mjög sann- gjarnir og klöppuðu engu siður en íslendingar fyrir mörkunum. K. R. hélt að leikslokum samsæti og leysti Englendingana út 'með gjöfum ; — fékk hver þeirra myndaból<, með myndum frá íslandi, en flokkurinn allur borðfánastöng með íslenskum fána. Skátastúlkur, allar þær, sem ætla að vera í för- inni í Þjórsárdal, eru beðnar að koma í kvelcl kl. 9 í Iv. F. U. M,- húsið. Skemtiför verslunarmanna. í augl. verslunarmanna á þriðju- dag. um skemtiför upp i Vatna- skóg 2. ágúst, láðist að geta þess í augl., að nægar veitingar væri á staðnúm. Misprentast hefir í Vísi í gær i greininni Þjóðverjar og íslendingar, eftir I. E„ nafnið ,,Zaber“ í stað Zabel (þ. e. Ursula Zabel). Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kveld. -— Allir velkomnir. Útvarpið í dag. Ivl. lí)>30: Veðurfregnir. — 20: Grammófónhljómleikar (liljómsveit). Tschaikowsky: Symfonía (Patetique) nr. 6. — 20,45: Þingfréttir. — 21: Veðurspá og fréttir. — 21,25: Grammófónhljómleikar (tví- söngur). Wennerberg: Úr Gluntarna: á) Vad det ár skönt ándá. Sungið af Georg Cham- bert og Knut Köhler. b) Ack i Arkádien. Sungið af Georg Chambert og Knut Köhler. Áheit á Strandarkirkju, áfhent Vísi: 4 kr. frá Sig- ríði, 20 kr. frá S. S., 2 kr. frá N. N. Hitt og þetta. Skipasmíðar Breta. Þrátt fyrir lieimskreppuna undanfarin tvö ár er meira unn- ið að skipasmíðum i Bretlandi en nokkuru öðru landi. Einn fjórði hluti til eins þriðja liluta af því vörumagni, sem flutt c ’ á sjó, er flutt á breskum skip- um. Ivaupski]iafloti heimsins er alls ca. 67 milj. smálesta, þar af vfir 20 milj. smálesta eign Breta. Fvrir styrjöldina smíð- uðu Bretar lielming Jieirra skipa, sem bættust við heims- flotann, en á meðan á heims- styrjöldinni stóð fóru ýmsar þjóðir að smíða skip sin sjálfar og um allmörg ár eftir að frið- ur liafði verið saminn, liéldu þessar þjóðir áfram skipasmíð- um upp á eigin spýtur. Fór svo fram, að í breskum skipasmíða- stöðvum var að eins smiðað sem svaraði til % i stað hehn- ings áður. En þá varð aftur breyting i sömu átt og áður, og árið 1927 var svo komið, að meira en helmingur skipanna, sem við bættust, var smiðaður á breskum skipasmiðastöðvum. Þar á meðal voru 141 mótor- skip og var eitt þeirra stærsta skip, sem bygt var í lieiminum á því ári. Árið 1930 seldu Bret- ar lilutfallslega meira aj ný- smíðuðum skipum til annara landa en nokkuru sinni áður. Fimm árin þar á undan var hlutfallið þetta: 82% fvrir bresk firmu, 18% fvrir önnur lönd. Árið 1930: 44% fyrir önn- ur lönd og var verðmæti þeirra skipa tahð 20 milj. sterlpd. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar). , \ Tor Hedberg, kunnur sænskur gagnrýnandi, lést þann 13. júlí. Hann var f. 1862 og var sonur sænska rit- höfundarins Frans Thcodor Hedberg (1828—1908). Tor Hedberg ritaði margar bækur fagurfræðilegs efnis, en auk þess liggja eftir hann ljóða-. bækur og skáldsögur („Vandr- aren och andra diktar“, „Guld oc.h gröna skogar“, og leilu’it, „Gerhard Grim“, „Giorgione‘% „Antonios fristelse“, Et hems drama“ og „Johan Ulfstjerna“, (sem hefir verið leikið á þjóð- leikhúsinu í Osló og þjóðleik- sviðinu í Bergen og víðar). — Hann var gagnrýnandi„Svenska dagbladet“ og hlaut almanna- lof fyrir sanngjarna og vitur- lega dóma. Sagt var um liann sem rithöfund, að liann hafi aldrei svikið hugsjónir sínar til þess að vinna sér hylli almenn- ings. Ofbeldi Rússa í garð Finna á dögum lceisara- veldisins var alræmt, en ekki mundu Finnar gcta vænst neins beira af liálfu kommúnista í Rússlandi, ef sú þjóðarógæfa henti Finnland að komast aftur undir Rússland. Allmargir Finnar eru búsettir á landa- mærum Rússland og Finnlands — Rússlands megin. Eru þessir Finnar því rússneskum lögum háðir — eða réttara sagt geð- ]>ótta rúsneskra vfirvalda. Rúss- nesk yfirvöld hafa nú tekið upp þá stefnu að flæma Finna ]iessa úr landamærahéruðun- um og flylja þá nauðuga til fjarlægari héraða. Gruna þeir þá um að verða hlyntir Finn- um, ef til ófri'ðar chægi. Á með- al þeirra, sem nýlega voru fluttir nauðugir úr landamæra- héruðunum voru 14 finskir lirestar lúterskrar trúar, einn þýskur prestur og einn eist- lenskur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.