Vísir - 02.08.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1931, Blaðsíða 2
V1SI R )) Mmnm i Olseini (( Nykomið: Rúðuglei*, vepulega gott. Símskeyti —o-- Khöfn 1. ágúst. United Press. FB. Polarb.iörnen kominn til Græn- lands. „Polbjörnen“ kom í tlag til Myggebugten. Skip þetta, sem Hoel og ménn bans ern á, bef- ir verið fast í ísnum um brið. Leiðangur Hoels til Grænlands er farinn i rannsóknarskyni. Berlín 1. ágúst. Unilecl Press. FB. Frá Þýskalandi. Talið er víst, að rikisstjórnin ínuni leyfa ótakmörkuð viðskifti milli bankanna innbyrðis, frá mánudegi næstkömandi að telja. Tclur ríkisstjórnin nú horfur á, að hægt og liægt muni' færast til í áttina til jafnvægis í fjánnála- og viðskiftalífinu. Þó verða enn í gildi um skeið ákvarðanir, sem áður voru teknar um takmörkun á því, hve mikið menn geti tekið út af innstæðufé sínu. — Vossiclie Zeitung telur, að stjórnin und- irbúi lög til þess að gera alla banka í landinu háða eftirliti rikisstjórnarinnar. Er þettn ekki bráðabirgðaráðstöfun. Ríkisstjórnin telur nauðsyn ])era til, að bankastarfsemin í landinu verði framvegis lráð slröngu eftirliti rikisstjórnar- innar. Frá Alþingi í gær. —o— Efri dfiild. Frumv. um bæjarstjóra i Neskaupsiclð fór til 2. umr. og nefndar. Er það flutt af Ing- vari, fyrir tilmæli bæjarstjórn- arinnar í Neskaupstað. Telur hún mjög óheppilegt, að bæjar- fógeta- og bæjarstjórastarfið sé sameinað, eins og verið liefir, og leggur því til að settur sé sérstakur bæjarstjóri fyrir þenr.a kaupstað. Tillaga stjórnarmnar um dfi ri í ðar uppbói rm bæít i s- manna var einnig á dagskrá, en var þaðan tekin og kom því ekki til umreðu. Fjárhags- nefnd hefir skilað álili um til- löguna. Vill Jón Þorláksson samþykkja bana óbreytta, þ. e. saina dýrtíðaruppbót og verið liefir að undanförnu, 40%, sé greidd líka árið 1931. En meiri hlutinn, Magnús Torfason og Ingvar, viljs, að bún sé aðeins greidd til 30. sept. í ár. Neðri dejld. Frv. um breyting á bifreiða- lögunum, var til 2. umr. Efni þess er m. a., að hámarks- breidd bifreiða sé 186 cm., i stað 175, að hámarks-ökubraði í bæjum verði 25 km. ájklukku- stund, í stað 18 km. nú, 50 km. á þjóðvegum, í stað 40 km., og ,‘>0 km. í dimmu, í stað 15 knx. Ennl'remur eru ákvæði uxn skyldut xyggingu l)ifreiða. Frv. var vísað til 3. umr. Frv. um breyting á sundhall- arlögunum var til 1. umræðu. Flutningsmenn eru: Héðinn Valdimarsson, Magnús Jónsson og Einar Arnórsson. Ríkissjöð- ur átti, samkvæmt lögum frá 1928, að greiða helming bygg- ingarkostnaðarins, alt að 100 jn’is. kr., enda var kostnaður- inn þá áætlaður 20.0 þús. kr. Nú liefir revnslan orðið sú, að höllin kostar um % miljón kr. Þetta frumv. fer nú fram á, að ríkissjóður greiði helming af þessari upphæð, eða 250 þús. kr., svo að Revkjavik njóti jafnréttis við önnur sveitarfé- lög, sem byggja sundlaugar. Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar. H úsnæðisfrumvarpinu var nú loks vísað til 2. umræðu og allsherjariiefndar, eflir þriggja daga sennu. Frumv. um sóknaskipun \ Begkjavík. Flutt af Magnúsi Jónssyni og Einari Arnórssyni. Eftir þessu frv. á að slcifta Reykjavíkursókn í tvær 2ð« fleiri sóknir, ef reistar verða nýjar eða ný kirkja handa þj óðk irkj usöf11uðilium, þ annig að hvor eða liver prestur hafi sín ákveðnu sóknarbörn, í stað þess sem nú er, að bver með- limur þjóðkirkjunnar liefir tvo sálusorgara. Áskorun. —o— I 53. blaði Tímans þ. á. lætur „útvarpsnotandi“ í Ijós undrun sína vfir því, að útvarpsráðið skuli ekki hafa „yítt opinber- lega og harðlega liina lubbalegu framkomu bókavarðarins“, þ. e. dr. Guðmundar Finnboga- sonar, er hann „misnotaði tækifæri sitt til að tala í útvarp- ið á sumárdaginn fyrsta, með því að ganga þar á grið og siði heiðarlegra manna, með því að laumast þar með rýting í bak- vasanum að andstæðingum ílialdsins“. Þeir, sem hlustuðu á útvarps- erindi dr. G. F. á „sumardag- inn fyrsta“, voru víst flestir á einu máli um það, að honum hefði sagst prýðilega. Erindið var vel samið, skemtilegt og vel flutt. Þar var livergi sveigt að ákveðnum stjórnmálaflokk- um og því ástæðulítið fyrir stjórnina og flokk liennar að taka til sín ádeiluna í erindinu. Hún mun bafa verið almenns eðlis. En það er nú svona um stjórnina, að hún tekur margt til sín. Hún er eins og karhnn, sem Stgr. Tb. segir frá i < vis- unni um þjófinn i kirkjunni. „Hver er að tala um mig“, seg- ir stjórnin,, hvenær sem minst er á óknvtti og ilt framferði. Þegar kvæðamaður er feng- inn til þess, að skemta hlust- öndum útvarpsins með kveð- skap, þá rýkur formaður út- varpsráðsins upp eins og naðra og skipar manninum að liætta þegar i stað, vegna þess að hann sé að svívirða stjómina! En það sem maðurinn fór með, var raunar 100 ára gamall ríinnakveðskapur. Þar var eitthvað sveigt að ranglátum valdhöfum, og liugði víst for- maður útvarpsráðsins, að þetta væri spánnýr kveðskapur og skens um stjórniiia. — Var bent mikið gaman að formann- inum fyrir fum hans og barna- skap. Það er nú auðsætt af því, sem ])egar hefir verið nefnt, að út- varpsráðið vill ekki láta balla á stjórnina i neinu því, sem út- várpið er látið flytja þjóðinni. Verður ekki annað sagt, en að það sé i alla staði réttmætt. Út- varpið ó að vera hlutlaust í tíðindaflutningi sínum og öðru. Og' mér hefir skilist, að útvarps- stjóranum væri ætlað að gæta fulls blutleysis í störfum sín- um. Ilann má ekki vera að vas- ast í pólitík og hann'á ekki að hafa leyfi til þess, að vera al- þingismaður. Eins og áður var að vikið, stendur útvarpsráðið dyggilega á verði fvrir stjórnina að því leyti, að þess er vandlega gætt, að ekki sé að henni sveigt eða framferði hennar í því, sem út- varpið er látið flvtja þjóðinni. — Og ætla mætti, að hins sama hlutleysis væri gætt i öllum tíðindaflutningi. En það er nú eittlivað ann- að. -— Og skal hér bent á eitt á- takanlegt dæmi því til sönnun- ar. Það mun siður í flestum löndum, að „nýbakaðir“ stú- dentar geri sér glaðan dag áð prófi loknu. Hér á landi hefir siður þessi haldist afarlengi, enda verið talinn sjálfsagður. Og binir ungu menn bafa oft- ast fengið sér í staupinu meira eða minna og verið glaðir. Hefir slikt aldrei þótt tíðindum sæta, né langar frásögur verið af því gerðar. En nú brá svo við í vor, að útvarpsstjóri og' útvarpsráð þóttust ekki geta setið þegjandi lijá, er þau tíðindi spurðust frá Þingvöllum, að þangað befði komið ungir og glaðir stúdent- ar, orðið liáværir nokkuð að bætti slíkra manna, flestir bragðað áfengi meira og minna, en suinir orðið töluvert ölvaðir. Þetla voru nú krásir, sem ekki mátti láta ósnertar! — Og hvort sem yfir þessum miklu tíðindum var setið lengur eða skemur af forráðamönnum út- varpsins, þá varð niðurstaðan sú, að tekin skyldi saman ná- kvæm skýrsla um syndumspilt líferni stúdentanna á liinum lielga stað, ng síðan fenginn valinn maður til að flvtja þjóð- inni hin miklu tíðindi. Var nú undið að því að semja skýrsl- una, og segir ekki meira af þeim vinnubrögðum. E.n meður því að tíðindin að austan munu hafa verið í áfengasta lagi, þá sveif nokkuð snögglega á „þulinn“, svo að hann varð að hætta lestrinum í miðju kafi. Hafði forsjón út- varpsins ekki varað sig á því, að fréttirnar gæti verið svona magnaðar, og varð enginn til þess að lialda lestrinum áfram ])að kveldið. En fyrirbeit var gefið um frambald næsta kveld og geklc þá alt eins og í sögu. Það munu nú vera einsdæmi um víða veröld, að útvarps- stöðvar sé notaðar til þess, að flvtja slúðursögur um náung- ann og fylliríis-pistla. — Og mér er óhætt að fullyrða, að hér stóðu menn beinlínis undrandi yfir ómenskunni og böfðu þó búist við ýmsu misjöfnu. — En flestir létu sér skilj- ast, að ástæðan til þessa furðu- lcga tiltækis mundi einkum hafa verið sú, að bér áttu hlut að máli Reykjavíkur- piltar, flestir andstæðingar stjómarinnar eða þá að minsta kosti í náinni frændsemi við andstæðinga liennar. En hvað sem um það kann að vera, þá verður það aldrei úr skafið, að þessi lapningur forráðamanna útvarpsins er ósæmilegur með öllu og blutaðeigöndum til hinnar mestu svivirðingar. Eg liefi verið að vonast eftir því, að útvarpsráðið lýsti yfir því, að það væri saklaust af þessum ósóma — þessari ó- venjulega ósæmilegu misnotk- un þ^irrar stofnunar, sem það er sett yfir. Mér þótti líklegra, að útvarpsstjórinn hefði verið þarna einn að verki. „Eg hefi átt von á“, eins og stendur i Tíinanum, „að út- varpsráðið vítti opinberlega og liarðlega bina lubbalegu fram- komu .... en eg liefi enn bvergi séð um það nein merki.“ Að lokum vil eg leyfa mér að skora á formann útvarpsráðs- ins, að skýra þegar í stað opin- berlega frá því, hvort það liafi verið með vitund og samþykki hans og útvarpsráðsins, að „gleðidagur stúdenta“ var gerð- ur að umtalsefni i útvarpinu með þeim hætti, sem alþjóð er kunnugt orðið. Útvarpsnotandi. Atvinnabætnr. —o— Undirtektir stjórnarliðsins. Hvervetna er um það rætt, að borfurnar framundan séu slæmar. Engum mun blandast hugur um, að fjöldi manna verður illa undir veturinn bú- inn, ])egar bjargræðistímanum lýkur. Mennirnir, sem lialda um stjórnartaumana, virðást eigi liafa áhyggjur miklar af ])vi, þótt alþýða manna eigi fyr- irsjáanlega við skort að búa i vetur. Blöðin bafa rætt þessi mál, lagt að stjórninni að hefj- ast handa um framkvæmd vissra mála, til þess að atvinna skapaðist, mála, sem fyr eða síðar verða framkvæmd, en að- kallandi þörf er á að hefjast banda um nú þegar, svo sem vegalagningu í sambandi við Sogsvirkjunina. Það verður nú að vísu eigi sagt enn með fullri vissu, að stjórnarliðið ætli að greiða atkvæði á móti Sogs- virkjunarmálinu, en a. m. k. er víst, að með því að draga málið á langinn er girt fyrir það, að nokkur vinna i sam- bandi við virkjunina hefjist í sumar. Tillögu sjálfstæðis- manna um fjárveitingu til at- vinnubóta (500,000 kr.) og til- lögu jafnaðarmanna i sama augnamiði feldi stjórnarliðið. En stjórnarliðið, að einum manni undanteknum, feldi til- lögu, sem fór í þá átt, að banna ólöglega meðferð ríkisfjár. Stjórnarliðið er ekki gleymið á að hugsa um sinn hag. Til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi vandræði gerir stjórnarliðið ekkert, sem gagn er í. Um at- vinnubótaskattsfrumvarp þeirra 1. þingm. Skagfirðinga og þingmanns Dalamanna er ó- þarft að ræða frekara. Það er kák-frumvarp, sem vart verð- ur að lögum. Þótt það yrði að lögum, mundi það eigi afstýra þeim vandræðum, sem eru fyrir dyrum. Ýmsum getum er að því leitt á liverju þessi tregða stjórnar- liðsins byggist, jafnmikið og í húfi er. En sennilega byggist hún á þeim hættulega misskiln- ingi, að eigi sé um hag alþjóð- ar að ræða, það sé að eins um hag þeirra, sem búa „á möl- inni“, sem um sé að ræða, sveitafólkið geti komist af, það geti lifað af kreppuna nokkurn veginn. Ummæli skólastjórans á Hólum á dögunum bentu á það, að hann teldi litla hættu á ferðum að því er sveitirnar snertir. En ef þetla liggur til grundvallar fyrir tregðu og skilningsleysi stjórnarinnar, þá er hér um stórliættulegan mis- skilning að ræða. Því afkoma manna í sveitum er að verulegu leyti undir velgengni þeirra komin, sem búa í kauptúnum og bæjum. Bændurna hérna austanfjalls munar t. d. eigi lít- ið um markaðinn í Reykjavík fvrir mjólkurafurðir. Kjöt- markaðurinn i Reykjavik og sjóplássum yfirleitt er bændum líka mikils virði. Þegar alþýða manna fer að svelta, verður liér enginn markaður fyrir inn- lendar fæðutegundir, sem eru blutfallslega ódýrari en erlend matvara. Fisk, smjörlíki og brauð og mjólk lianda börnum kaupa menn á meðan þeir geta, en smjör og kjöt geta menn fyr- irsjáanlega ekki keypt neitt likt því sem á undanförnum árum, á hallæristimum. Með því að gera ekkert í atvinnu- bótamálinu er stjórnarliðið í skammsýni sinni að eyðileggja þennan markað fyrir bændun- um. Sú stjórn, sem ekki skilur það, að á vandræðatímum verður að liugsa um liag heild- arinnar, en ekki eins flokks, á strangan liegningardóm skilið. Og þann dóm fær hún, þegar þjóðin öll vaknar til meðvit- undar um skilnings- og þroska- leysi hennar. Stjórnarliðið ætti að gera sér ljóst, að það rekur að því, að jafnvel framsóknar- bændur spyrji ekki um það, hvort þeir heiti Jónas, Trvggvi og Ásgeir, sem verði ráðherrar, heldur leggist á sveif með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.