Vísir - 02.08.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 02.08.1931, Blaðsíða 3
v?5IFí Nýkomið: Sérstaklega ódýrar RÚSKINNSBLÚSSUR á unglinga og fullorðna, frá kr. 7.85. BLÚSSUFÖT, allar stærðir, ódýr og góð. NÆRFÖT á drengi, frá 1.95 stk., ágæt tegund. Misl. Blússuföt á smádrengi frá 6.75 og KVEN-SILKISOKKARNIR margeftirspurðu á 3.75. Pokabuxur og Reiðbuxur, nýjar birgðir. AUSTURSTRÆTI 1. Ásfl. G. Gunnlaugsson & Co. F. I. S. -— En á þeim árum var Þetta er vörumerki firmans I.' D. Fliiggers í Ham- borg, sem vér erum einkasalar fyrir á íslandi. — Verk- smiðja þessi framleiðir liinar ágætu málningarvörur, er mest liafa selst hér undanfarin ár, sakir framúrskarandi gæða, svo seln: Titanhvíta, Zinkhvíta, Dekkhvíta, Olíurifnir 1 i t i r, ailar tegundir. Japanlökk, „Gletscherhvíta“ o. fl. Löguð málningí öllum litum. „P a 1 c o“ ryðverjandi málning á skip, brýr og önnur járnmannvirki, og á járnvarðar bygg- ingar. K í 11 i. Þurkefni. Litarlaus lökk, fjöldi tegunda. Vélalökk og bílalökk, i ýmsum litum. Litarduft. Auk þessara aðal-vörutegunda frá ofangreindu firma höfum vér allt annað, er að málningu lýtur, bæði þaðan og frá öðrum þekktum finnum, t. d.: Fernisolía, besta tegund, ljós, tvisoðin. Terpentína. „Velmatt“, mött olíumáhiing i ýmsum htum. „Muradek“ distemper, fjöldi lita. Penslar í fjölbreyttu úrvah og öll tæki til málningar. Listmálaravörur. Ennfremur Veggfóður, fjölbreyttasta úrval á land- inu, strigi og pappír. jvpqnmir REYKJAVlK. P. O. Box 701. Sími 1498. Verk (spunnið og óspunnið), ásamt gluggastoppi, nýkomið. Vérðið mikið lækkað. O. Ellingsen. Til mánaðamóta gegnir hr. læknir Sveinn Gunnarsson sjúkrasamlags og fá- tækralæknisstörfum mínum. Öðrum læknisstörfum mínum gegnir hr. læknir Halldór Hansen. Mattli. Einarsson. "þenn, sem ekki hætta baráttu sinni fyrr en þingið er skipað í samræmi við þjóðarviljann og menn eru sestir í ráðherrasæt- in, sem ekki skortir ábyrgðar- tilfinningu, getu og góðan vilja til að vinna þau nytjaverk í þjóðarinnar þágu, sem hinir aumu leiðtogar framsóknar- flokksins bersýnilega finna vanmátt sinn til — og láta því alt reka á reiðanum, uns kom- ið er i algert strand. Og þá verður lítið boðið i smámenni, sem sjá ekkert nema sinn tiag og sinnar klíku: Forsætis- ráðherrann og' fjármálaráðherr- ann Tryggvi Þórliallsson og ráðherrana tilvonandi Jónas Jónsson og' Ásgeir Ásgeirsson. Nema það fari svo, að hlut- skifti Tryggva Þórhallssonar verði að sigla öhu í strand, með manninn úr sambandinu við filið sér? * * * Daníel Jóhannsson s í m r i t a r i. —o— Árla dags hinn 1. júlí s.l. barst sú fregn, að þessi efnis- jnaður væri skilinn við jarðvist SÍna, eftir stutta en þunga legu. Hafði liann um áramót kent iil lasleika, er magnaðist svo mjög, þrátt fyrir ágætis læknis- hjálp og hjúkrun á Landspítal- anum. Hann var fæddur 19. júlí 1899 að Gröf i Vatnsnesi i jHúnavatnssýslu.Foreldrarhans voru Jóhann bóndi Jóhannsson og Guðrún Daníelsdóttir. Mun þeim hjónum liafa orðið fleiri barna auðið, en þar kann eg .ekki frá fleirum að greina en Gesti .Tóhannssyni, alþektum heiðursmanni, búsettum á Seyðisfirði. Daniel sál. Jóhannsson var ínerkismaður fyrir margra hluta sakir. Og tel eg einstætt, hve honum tókst að móta greind sína á jafn stuttu þroskaskeiði. En það mun vera Æitt æðsta lilutverk jarðvistar. Þegar um fermingu hóf hann baráttuna fyrir gengi sínu. Byrjaði hann þá að vinna við símalagningar um nokkurra ára skeið. En þeir, sem til þeirrar vinnu þekkja, skilja að þar muni óharðnaður ungling- ur oft liafa átt erfiða daga í misjöfnum veðrum, oft á fjöll- um uppi. Dugnaðarmaður gerðist hann svo með afbrigð- iim og verksýnn, að um tíma var hann flokksstjóri við lagn- ingarnar. Þó snerist liugur hans meir að kaupsýslu. Og er liann hafði aflað sér nægilegs fjár, gekk hann á Verzlunarskóla Islands og útskrifaðist þaðan 1918. En um þær mundir hélt landssím- ínn uppi simritunarskóla og beindist hugur Dániels sál. þá aftur til þeirrar stofnunar. Gekk hann á þann skóla og lauk prófi, fékk siðan fasta stöðu hjá landssimaniun sem 1. fl. símritari, og gegndi henni til 1929. öll þessi ár, er Daniel starf- aði hjá landssímanum, var hann hinn ákjósanlegasti sam- verkamaður, sakir elju og með- faeddra hæfileika. I félagsskap okkar símamanna stóð hann |afnan framarlega. Ýmist i rit- ftjárn Símablaðsins eða stjórn baráttan oft liörð fvrir bættum kjörum starfsfólksins, og á Daniel sál. drjúgan þátt i því sem unnist liefir stéttinni til hagsbóta. Hann var greindur vel og fylginn sér svo um mun- aði, en hinsvegar atliugull og' flanaði að engu. Landssíminn misti mikils með Daníel sál., en samtakakeðja símamanna einn haldbesta hlekkinn. Vinfastur var Daniel sál. þar sem hann tók vinskap.,en vand- ur var hann að vinavali. Lýsir það festu og' trygð. Alvörugef- inn var hann, meir en títt er um jafn unga menn. Mun þar miklu hafa valdið, live alvöru- þrungið líf byrjaði snemma að móta manninn. Hinsvegar gat hann verið glaðvær mjög í vinahóp, og þá oft hrókur fagn- aðar, sakir andlegra yfirburða yfir meðalmanninn. Eftir að Daníel fór frá lands- símanum 1929 fékst liann við verslunarstörf og einnig eitt- hvað við blaðamenslcu. Það er sár söknuður ættingja og vina, að sjá á bak slíkum efnismanni i blóma jarðvistar. Og ósjálfrátt spyr maður upp í þögulan himininn: Því gáf- ust lionum ekki fleiri tækifæri til nytsamra átaka meðal vor? Góði vinur, eg' sem þekti þig einmitt þau árin, er þroski oklcar beg'gja var að mótast, liefi feng'ið það svar, að þin hafi þurft við á hærra þroska- stigi. Það er tvent í senn: Gleði- blándin huggun og bjargföst vissa. — Mætti svo einnig verða ættingjum og öðrum vinum þínum. Kveð eg þig, vinur, með ósk uin hraðfleygt gengi á braut þróunar. Gunnar Bachmann. Veðurhorfur í dag. I gær var spáð rigningu hér, en hún náði ekki lengra en til Grindavíkur og láglendisins austan fjalls. — I gærkveldi voru enn horfur á sunnan átt og rigningu í dag, samkvæmt þeim skeytum, sem komin voru, en Veðurstofunni höfðu þá engar fréttir borist frá skip- um vestur í hafi. Vísir kemur ekki út á morgun (mánudag) vegna fridags prentara. Næsta blað kemur út á þriðjudag. Síra Octávíus Thorláksson frá Selkirk kemur hingað ásamt fjölskyldu sinni 9. þ. m. frá Kaupmannahöfn. Hann hef- ir verið 16 ár trúboði í Kína og er nú á leið lieim til Kanada. Síra Octavíus er sonur síra Steipgríms Þorlákssonar í Sel- kirk, en kona hans er ættuð héðan úr Reykjavík. Þau eru bæði fædd vestan hafs og hafa aldrei til íslands komið. Sextugsafmaeli. Guðríður Jónsdóttir, Hverfisgötu gA i Hafnarfirði, á sextugsafmæli á niorgun. Skákmeistari heimsins, dr. jur. A. Aljechin, keniur hing- að til landsins á e.s. íslandi í dag á vegum Skáksambands íslands, og verða haldnar hér í bænum að minsta kosti tvær skáksýningar á meðan heimsmeistarinn dvelur hér —- Fyrri sýningin, fjöltefli við 40 menri, verður hatdin 11. k. þriðju- dagskveld kl. 8 í K. R. húsinu. Kep].)a þar við heimsmeistarann allir Ijestu taflmerin úr Reykjavík og Hafnarfirði, og verður gaman að sjá hvernig sú viðureign fer, eða hvort Islendingar standa sig ver'en t. d. Danir, Svíar og Norð- menn, sem teflt hafa við dr. Alje- chin á sama hátt. —- Sökum þess að búðir allar verða lokaðar sunfiu- dag og mánudag, þá verða að- göngumiðar að þessari fyrri sýn- ingu seldir i tóbaksbúðinni i Hótel Borg í dag, sunnudag og mánudag. Tk. Dýrtíðin og saumastofan. Fyrir kosningarnar í sumar skýrði Tíminn frá þvi, að stjórn- arliðið hefði þá nýlega komið sér upp saumastofu á Laugaveginum og væri henni ætlað að ráða bót á dýrtíðinni. Skömmu" síðar var frá þvi skýrt, að „árangurínn væri glæsilegur.“ Varð ekki'annað ráð- ið af orðum blaðsins, en að sauma- stofan (og Þórsfiskurjnn) væri i þann veginn að steindrepa alla dýr- tið i bænum. — Hentu sumir gam- an að þessu, en aðrir sögðu að þetta væri bara byrjunin. Bráðlega mundi stjórnin setja á laggirnar skóaraverkstæði, „billiardstofu“ og kaffihús, en næsta vor væri í ráði að flokkurinn stundaði grásleppu- veiðar af kappi, og þá skyldu menn nú sjá, hvort dýrtíðin færi ekki að láta sig fyrir alvöru. — Eg hefi nú ekki orðið þess var, að dýrtíðin hafi „látið sig“ hið allra minsta, þrátt fyrir saumastofuna. en vera má að umskiftin komi, þegar stjórn- in leggur grásleppunetin í þinglok- in að vori. Hannes. Sundmeistaramótið hélt áfram i Örfirisey á fimtu- dag. Kept var i þessum sundum: 4X50 m. boðsund: 1. Sundfél. Ægir 2 mín. 14.2 sek. (nýtt ísl. met),*-2. Glímufél. Ármann 2 mín. 18.8 sek. Að eins þessi tvö félög kepptu. — 50 m. drengjasund: 1. Hafliði Magnússon (Á.) 43.9 sek. 2. Ragnar Guönason (Á.) 44.2 sek. 3. Rögnvaldur Sigurjóns- son (Æ.) 45.1 sek. — 100 m. kven- sund: 1. Þórunn Sveinsdóttir (K. R.) 1 min. 44.8 sek. 2. Lára Grímsdóttir (Æ.) 1 min. 48.9 sek. 3. Jóna Sveinsdóttir (Æ.) 1 niín. 49 sek. Tíminn bjá þeirri fyrstu er sami og íslenska metiö. — 400 m. frjálst sund: 1. Jónas Hall- dórsson (Æ.) 6 min. 39.4 sek. (nýtt met). 2. ÞórSur Guðmunds- son (Æ.) 7 mín. 17.7 sek. 3. Elías Valgeirsson (K. R.) 7 mín, 55.3 sek. Sundkongurinn lækkaði metið rækilega í þetta skifti -— það var 7 mín. 10.8 sek. —• en betur má ef duga skal, og það er vist enginn i vafa um, áð Jónas á eftir að gera þaS mun betur áður lýkur. íþ. Matth. Einarsson, læknir, verður fjarverandi til mánaðamóta. Á meðan gegnir Sveinn Gunnarsson læknir sjúkra- samlags- og fátækralæknisstörfum hans, en Halldór Hansen læknir öðrum læknisstörfum. Kvikmynd af Alþingishátíðinni, tekin af Frökknm og' gefin hingað, var sýnd í Nýja Bíó kl. 5 í gær. Mun flestum, sem á horfðu, liafa þótt myndin næsta ófullkomin. Hljómsveit Reykjavíkur 1925—1931 er nafn á bæk- lingi, sem nýlega er kominn út. Höfundurinn heitir Kristján Sigurðsson. Útvarpið í dag og á morgun. Sunnud. 2. ágúst kl. 10: Messa í. dómkirkjunni (síra Jónmundur Iíalldórssson, prestur á Stað í Grunnavík). — 19,30: Veðurfregn- ir. — 20,15: Grammófónhljómleik- ar (Kórsöngur) : Guð, heyr núna bæn, úr 55. sálmi Daviðs. Fyrsti sálmur Davíðs. Sungið af Don Kó- sakka-kómum. Mason: Hærra minn guÖ til þín. Beethoven: Lofsöngur. Sungið af Sandnes-Kameraterne. 20,30: Erindi: Um heiminn og líf- ið (Dr. Helgi Péturss). — 20,50:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.