Vísir - 21.08.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1931, Blaðsíða 2
VlSIR ífenrMHM a Olsim (( „ORMON BRAND“ jarðarbcrja- óg blandað snltutau er liið ljúf- fengasta og ódýrasta á markaðnum. Fyrirliggjandi í 1 lbs. & 2 Ibs. glösum og í 7 lbs. dunkum. Revnið það og þér munuð aldrei kaupa annað sultutau. Stærsta veiðarfæraverksmiðja í Noregi. Vörurnar eru viður- kendar um alt land. Lágt verð og hagkvæmir greiðsluskilmál- ar. — Aðalumboðsmenn Þórdur Sveinsson & Co. Símskeyti London 20. ágúst. Unitecl Press. FB. Fjárhagsmál Breta. Ríkisstjórnin sat á fundi níu klukkustundir samfleytt í dag til jtess aö ræða sparnaöarmálin. — Engar fullnaöarákvaröarnir voru teknar viövíkjandi tillögum um innflutningstolla. Tillögur rikis- stjórnarinnar veröa í dag lagöar fyrir fulltrúa íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Einnig veröa tillögurnar lagöar fyrir aöalfram- kvæmdaráö verkalýðsfélaganna. Nevv lYork 20. ágúst. United Press. FB. Eftirgjöf hernaðarskulda? Journal of Commerce, sem er fjármálablað mikils metiö fyrir á- reiöanlegar og fræöandi frásagnir fjármálum viðkomandi, hefir birt fregnir um það frá heitnildum, sem ritstjórnin telur góöar, aö stjórnin í Bandaríkjunum búi sig undir að hernaðarskuldirnar og hernaðarskaöabætur veröi mink- aðar. Búist er viö, að þær þjóðir, sem þátt tóku í heimsstyrjöldinni. fái skuldir sínar viö Bandaríkin lielmingaöar. Washington 20. ágúst. United Press. FB. Borið til baka. Castle, settur innanríkisráö- herra, neitar því algjörlega aö nokkur fótur sé fyrir því, aö Bandaríkin hafi i huga að l)oða til ráöstefnu til undirbúnings lækkun á héimsstyrjaldarskuldum og ófriöarskaðabótum. Enn fretn- ur neitar hann því, aö stjórnin \ Bandaríkjunum ætli aö bjóða lækkun vaxta á skuldunum. Norskar loftskeytafregnir. NRP. 20. ágúst. Gran prófessor viö háskólann í Osló Itefir verið beðinn aö takast á hetidur hafrannsóknir við strend- ttr Canada. Hann hefir ákveöið að verða við beiðninni og fer áöur iangt líöur vestur um haf í jtessu skyni. Tore Aaen. fyrrum ríkisendur- skoðari og þingmaöur frá Heið- rnörk, er látinn 7r árs aö aldri. Samkvæmt skýrslum hagstof- unnar er meðalverðlagið nú að eins 26% hærra en fyrir heims- styrjöldina. Verö á matvörum ár- iö sem leiö hefir lækkað um 13%- IIMÍ ifffr 1II1 ilim. Frá Alþingi í gær. —o-- Nú er komið i það borf með afgreiðslu mála í þinginu, sem oí'l vill verða rétl fyrir þing- lausnir. Fjöldi mála er tekinn á dagskrá og þau keyrð í gegnum deildirnar, svo að segja um- ræðulaust. í gær voru 8 mál á dagskrá í Neðri deild, 18 i Efri deild og citt i saipeinuðu þingi. Þykir ekki ástæða til að geta hér annarra mála en þeirra, seni endanlega afgreiðslu hlutu, atdc þeirra, sem sérstakur á- greiningur varð um. Sameinað þing. Afgreidd var, sem álýktun frá Alþingi, þáltill. Jóns Þorláks- sonar, um að skora á stjórnina að gæta hagsmuna fslands út af Grænlandsdeilunni. — Elkki rættist sá spádómur Jóns Bald., að einhverri stjórnarmynd yrði bróflað saman að þessu sinni, en alt úllit er fyrir að bún komist á laggirnar nú á liverri stundu. Efri deild. 1. Frv. til laga um fiskimat var afgreitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1929. Var þetta 2. umr, og málið komið úr nefnd. Eins og gefur að skilja, klofnaði nefnd- in um málið. Ingvar Pálmason var fram- sögum. meiri bl. Ivvaðst bann ekki sjá nokkura ástæðu til annars, en að samþvkkja frv. óbreytt. Því að þótt eittlivað væri ef til vill við það að at- huga, þá hefði slíkt komið fyr- ir áður og væri þess vegna ekki ástæða til að breyta frv. fyrir þá sök. Minni lduti nefndarinnar, Jón Þorláksson, bar fram 3 brevt- ingartillögur við frumvarpið. 1) Að neitað væri 398 kr, greiðslu tii stjórnarbíaðsins „Tímans“, fyx-ir „birtingu nokk- urra dóma“, og að blaðinu yrði gert að endurgreiða féð. 2) Að neitað væri 9450 kr. greiðslu, vegna kostnaðar við „útdrátt nokkurra mála“. Mun hér átt við „Bláu bókina“ alræmdu, sem hæstvirt landstjórn lét taka saman og gefa úl, til þess að svívirða og rægja andstæðinga sína - á kostnað ríkisins. 3) Að neitað væri að svo stöddu að samþykkja umframeyðslu sjórnarinnar til hcraðsskóla. Höfðu til þessa verið vcittar 20,000 kr. á fjárlögum, en eyðsl- an liefði orðið 132 þús. kr., án þess að nokkurt fé liefði konx- ið á móti frá héruðunum sjálf- um, svo sem lögboðið er. í framsÖguræðu sinni tók J. Þ. það fram, að þótt breytingar- tillögurnar væru bæði fáar og smáar, þá mætti. enganveginn skilja það svo, að ekki væri fleira gruggugl við fjárauka- tögin. Umframeyðsla sú cr frv. færi frám á að samþykt væri, næmi nokkuð á 3. milj. Lr. En langt væri frá þvi xxð þar með væri alt talið. Eyðslan umfram heimildir i tögum liefði á áriiiu 1929 orðið 6-—7 milj., og væru þvi vantaldar í frv. að eins ein- ar 4—5 miljónir. Geigur nokkur mun bata verið í stjórnarliðinu við það, að nú yrði það látið sæta ábyrgð fyrir gerðir sínar, þvi að mál- ið var tekið út af dagskrá og atkvæðagreiðslu frestað. Mun sjálfsagt bafa átt að reyna til að festa kaup á sál og atkvæði Jóns- Baldvinssonar, hafi það þá ekki verið komið í kring mcð tóbakseinkasölufrumvarpinu. 3. Skildinganesmálið var til 3. umr. Jak. M. flutti sem fyr nokkurar brlt., sem tryggja átlu það, að hagur Reylcjavík- ur væri ekki fyrir borð borinn. Breytingartillögurnar voru feld- ar. Málið var síðan afgreitt frá deildinni og endursent til neðri deildar, með þvi að það hafði tekið nokkurum breytingum í meðferð efri deildar. Neðri deild. Fjögur mál voru afgreidd sem lög fi’á Alþingi. 1. Frv. til 1. um breytingu á bifreiðalögunum fr’á 192(5. 2. Frv. til 1. um viðauka við lög frá 1928 um Landsbankann. 3. Frv. til 1. um Rikisveð- banka íslands. 4. Fi’v. til 1. um breytingu á 1. frá 1913 um forðagæslu. 5. mál á dagskrá var vega- lagafrv. l>að, sem skýrt var frá bér fyrir skömmu, að samgm. hcfði sölsað undir sig, til þess að svæfa það. Alveg eins var ástatt um þetta mál nú, eins og um tóbakseinkasölufrv. í fyrra- dag. Málið var tekið á dagskra, áður en nefndin Iiafði skilað áliti. láix nú vill svo til, að flest- um innan stjórnarflokksins er umhugað um að koma þessu máli fvrir kattarnef. Þess vegna hirti forseti ekki um að beita sömu snildarlegu útskýring- unni á þingsköpunum, eins og í fyi’i’adag, er liann var að hamra tóbakseinkasölunni i gcgn. Yar því málið tekið lit af dagskrá, og liggur það nú fyrir dauðan- um í samgöngumálanefnd. (5. Frv. til 1. um breytingu á stjórn Síldareinkasölunnar. Frunivarp þetta fluttu sjálf- stæðismenn snemma þings, og var það þá þegar til 1. umr. En ])i'átt fyrir itrekaðar tilraunir befir siðan ekki tekisl að fá frv. á dagskrá, fvrr en íxú, svo að menn voru farnir að óttast um, að þegja ætti rnálið í hel. Jóh. Jósefsson i’akti í ítarlegri og' livassyrtri ræðu feril Sildar- einkasölunriar og afrek liennar i þágu síldarútvegsins. Ivom þar margt miður fallegt í ljós. Skulu hér að eins nefnd fá dæmi. — Mcsta ólag hefir verið á greiðslu fyrir síldina lil eig- enda lxennar. Ekki er enn búið að greiða nema 3 krónur fyrir hverja tunnu síldar af ]xessa árs veiði og nxeira að segja ekki enn þá lokið gi’ciðslu fyrir sild frá síðastliðnu ári. Þetta útaf fyrir sig er nægilegt umkvört- unarefni, þó að ekki væri öðru lil að di’eifa. En ]xar við bætist að einkasalan hefir sýnt sví- virðilega blutdrægni í greiðsl- unni þannig, að bún liefir greitt cinstökum gæðingum sinum fult verð síldarinnar löngu áð- ur en öðrum. Fr slikt vitanlega með öllu óhæfilegt. — Fiiin af foi’stjórum fyrirtækisins, Einar Olgeirsson, liefir orðið útgerð- armönnum og sjóirxönnum ær- ið dýr umboðsmaður. Þegar hann kom af stað vferkfallinu alræmda í Krossanesi, þvcrt of- an i vilja Jjeirra, sem liann Jxótt- ist vei'a að vinna fyrir, varð lianíi þess valdandi, að kasta var'ð 00 þúsund málum sildar í sjóinn. Er tjónið af þessu lil- tæki forstjórans fyrrverandi lágt metið á 180 þúsundir kr. — Þá sýndi ræöumaður fram á, að beinlinis fvrir lxeimskulegar að- gerðir forráðamanna einkasöl- unnar, væri landið búið að fá mai’gfall fleiri keppinauta i þessari avtinnugrein, og að nú væri svo komið að útlendingar veiddu meiri síld við strendur landsins, beldur en íslendingar sjálfii’. Þeir Vilmundur og' Héðinn gei’ðu ái’angurslausar tilraunir til að verja þctta óskabarn jafn- aðarmanna. Urðu þeir að við- urkenna, þó að þeim þætti súrt í brotið, að aðfinslur Jóh. .Tós. væru á rökum bygðar. Aðalákvæði þessa frumvarps sjálfstæðismanna, með breyt- ingum þeim sem á ]>vi liafa verið gerðar, er að efni til á þessa leið: Stjórn Síldareinkasölunnar kýs aðalfundur sjómanna og út- vegsmanna lil 1 árs í senn. Að- alfundinn sitja 14 menn, 7 full- trúar útvegsmanna og 7 full- trúar sjómanna, kosnir af Al- þýðusambandi íslands. Málinu var visað til 3. umr., og nær það væntanlega fram að ganga áður en þingi slítur. Pétnr L Jénsson. —o— Hann söng í gærkveldi í Gamla-bíó. Röddin er mikil og styrk, blærinn fallegur og sam- feldur frá lægstu tónum til bæstu. Tóninn bvergi þvingað- nr, lxeldur mjúfdega ólgandi, sem sýndi að af meira var að taka, ef ]xess þyrfti með, eins og allir ekta tónar eiga að vera, enda kom það fyllilega í ljós í hinum mörgu og vandsömu ax’- íum, sem bann fór mcð. Hvergi skeikaði og voru þær hver ann- ari betur sungnar. Þclta eru að vísu ekki nein ný sannindi urii söng Péturs. Hann befir frá því að hann hóf göngu sina á þess- ari braut í framandi landi, unn- ið vel og dyggilcga. Mönnum er gjarnt á að lita svo á, sem sé það leikur einn að balda þessa braut; en það þarf ólrúlega mikið þrek og seiglu til að sigra alla þá • örðugleika, sem á vegi vei’ða. Sá veit gei’st er reynir. Fn, sem betur fer hefir Pétur sýnt að hann er maður til þess. Um það bei’á votl dómar þeir hinir mörgu, sem hann hefir Iilotið erlendis, sem allir eru á einn veg um ]xað, að hann sé glæsilegur söixgvai’i. Yita þeir vel, sem skyn bera á þessa hluti, að slika dóma, sem Pétur befir fengið í Þýskalandi, kveða ekki upp nema menn, sem til þess veljast sökiun frábærrar þekk- ingar og smekks á þessix sviði. Og þeir eru allir lofsamlegir. — Hér sýna menn þessum eina ísl. söngvara, sem gert lxefir garðinn frægan, tómlæti. Um það ber vott hve illa liljómleik- ar hans bafa verið sóttir. Það er ckki vansalaust Reykvíkingum; en þeir um það. Mér sái'naði þelta tómlæti, þvi að Pétur átti sannarlega annað skilið. — Eg vil með linum þessum þakka honum mjög vel sönginn og árna Pétri allra heilla í fi’am- tíðinni. Sínion Þórðarson frá Hól. fnnheimta útsvara. —o— Fg sá af tilviljun bjá kunn- ingja mínum „frumvarp til laga um innheimtu útsvara í Reykjavik“. Flutningsmenn þessa frumvarps eru þcir Ein- ar Arnórsson, Jón Ólafsson, Héðinn Valdimarsson og Magn- ús Jónsson. Eru þrír þessara manna þingmenn Reykvíkinga og liinn fjórði, Jón Ólafsson, fyrverandi þingmaður þeirra, Frumvai'pið bcfir legið fyrir þinginu að undanförnu, en ekki veit eg bvernig undirtektir það hefir fengið, né hvort því hefir verið breytt i meðferðinni eða hvar það er nú statt i þinginu. Það er fljótséð, að frumvarp- ið er til þess gert, að létta bæj- arsjóði rúninginn á okkur, ves- alings gjaldendunum. Éina liri- kindin í ökkar garð er sú, að gjalddagar eru nú, skv. frum- varpinu, ákveðnir fimm, í stað tveggja áður 'Þfetta má lieita til bóta fyrir okkur, sem lítil höfum pen- ingai'áðin. Lvn þar með er lika upj> talið. Öll önniir ákvæði frumvai'psins miða að þvi, að gei’a okkur erfiðai’a fyrir. Verst er þó og ranglátast það ákvæðið, að dráttarvextir skulu eiga að vera 1% á mánuði, frá gjalddaga til greiðsludags, nema fjrrsta mánuðinn. Sið- ustu árin liafa di'áttarvextimir ekki verið nema (/>%, og hefír flestum þótt nóg og langt fram yfir það. Þessi dráttarvaxtagreiðsla er að mínu áliti mjög varlmgaverð og ranglát. Flestir, þeir er þaö geta, greiða útsvör sín í tæka tíð. Eg véit um mig og mína líka, fátæka verkamenn, - að okkur dettui’ ekki í hug að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.