Vísir - 24.08.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1931, Blaðsíða 2
VlSIR P@^iiii)iíiií)iíiiimlwiM .MIXED FRUIT OU MOH *MtO» 3iIFImFpíí71I ar jarðarberja- og blandað sultnlau er liið ljúí'- fengasta og ódýrasta á markaðnnm. Fyrirliggjandi í 1 lbs. & 2 lbs. glösuin og í 7 lbs. dunkum. Reynið það og þér niunuð aldrei kaupa annað sultutau. OOOOOCXJOíXXXXXiQQOOOOQOCÍOOC Ljósnæm. Litnæm. LOMBERG'FILMUR Verð: 4x63/2 cm. kr. 1.00 6X9 — — 1,20 6y2Xll — — 1-50 Lomberg: Ijós- og litnæm. Sportvöruhús Reykjavíkúr. (Einar Björnsson). KJOOOOOOOCXXXXXXXXXXKXXXXX Símskeyti ! 0— London 23. ágúst. United Press. FB. Stjórnarskifti í vændum í Bretlandi. Bretakonungur, sem farinn var sér til hvíldar og hregsing- ar til Balmoral, cr lagður af stað til Lundúna. Fór hann til Balmoral á föstudag. Mun hafa verið tekin ákvörðun um það skvndilega, að hann héldi aft- ur til London, og er sagt að það standi í sambandi við umræð- ur flokkanna um fjárhagsmál- in, sem nú standa yfir, því ráð- legast sé að konungur fylgist sem best með gangi þessara mála. Ráðherrafundur í kvöld. — Talið er, að leiðtogar stjórnmálaflokkanna þriggja liafi ekki náð samkomulagi um tillögur stjórnarinnar og sam- vinna allra flokkanna í fjár- hagsmálunum sé útilokuð. -— Baldwin, leiðtogi íhaldsflokks- ins, sem farið hafði til Parísar, er kominn aftur, og fór þegar á fund annara flokksleiðtoga. London 24. ágúst. United Press. FB. Breska ríkisstjórnin sat lengi á fundi i gær. Að þeim fundi loknum ræddi MacDonald við Sfanley Baldwin, leiðtoga i- haldsflokksins, og Sir Herbert Samuel, leiðtoga frjálslynda flokksins, sem kemur fram fyr- ir flokksins hönd, vegna þess ajð David Lloyd George er veik- ur. Að öllum þessum umræð- um loknum fór MacDonald á fund konungsins. Lauk um- ræðufundum þessum eftir mið- nætti. Engin opinber tilkynn- ing kom frain, en hinsvegar cr talið víst, að tilraunir stjórnar- innar íil að koma á samvinnu meðal flokkanna um á hvern hátt skuli draga úr útgjöldun- um vegna atvinnuleysisins, hafi engan árangur borið. Þess vegna er búist við því, að Mac- Donald biðjist lausnar í dag, en konungur feli Stanlev Bald- win að mvnda stjórn. Detroit 24. ágúst. United Press. FB. Prestonflugið. l’ransamerican Airlines Cor- poration hefir fengið loftskevti þess efnis, að Preston og Col- lington hafi lent heilu og höldnu í St. Portland, nálægt Port Harrison við Hudson Bay. Eru þetta fyrstu fréttir af þeim félögum, síðan þeir fóru frá Cochrane á fimtudag. Utan af landi. —o---- Siglufirði 23. ágúst. FB. Ríkisbræðslan hafði í gær- kveldi tekið á móti 92.000 mál- um. Allar þrærnar fullar. Tek- ur nú aðeins samningskevpta síld. Skip verða samt að bíða, því mokafli er. Reknetaveiði mikil og jöfn þessa viku. Sölt- un kl. 12 á íaugardagsnótt: Grófsaltað' 41.657 tn., fínsaltað 27.097, sykursaltað 7954, krydd- að 29.249. Skemda af sólsuðu hefir orðið vart i síldinni. Ó- rannsakað enn, live mikil brögð eru að þeim. Óvenjulega miklir hitar undanfarna daga hafa orsalcað skemdirnar. — Erlendu skipin, sem verka ut- an landheigi, eru nú sem óðast að fara heim, flest fullfermd. Godtfredsensskipin liafa verkað 17.000 lunnur og hafa skips- menn á þeim orðið að moka í sjóinn miklu síðustu daga, því aflinn hefir verið svo mikill, að þeir hafa ekki haft undan að verka. Fjögur til fimm sænsk reknetaskip liggja hér búin til heimferðar. S])retta er orðin allgóð og' heyskapartíð hin ákjösanleg- asta. Tekinn var hér fyrir ólöglega áfengissölu maður að nafni Elías Hölm, og dæmdur í 1000 króna selct. / ■ § Vopnafirfti l(i. ágúst. FB. Tíðarfar ágætt að undan- förnu. Spretta er orðin sænii- leg. Menn liafa náð inn all- miklu af heyjum. Nýting ágæt. — Aflabrögð ysæmileg. Sild veiðst með allra mesta móti fram að þessu, en er nú horf- in. — Þ. 14. þ. m. andaðist að Fossi í Hofssókn Gestur Sig- urðsson, í hárri elli. Hann var tengdafaðir Stefáns sál. Eiríks- sonar tréskurðarmeistara í Rvik. — Fyrir nokkru var vígð- ur heimagrafreitur í Fagradal. Vígsluna framkvænuli Jakob prófaslur Einarsson á Hofi um leið og Sveinn sál. Jónsson var jarðaður þar. Margt fólks var viðstatt. — Yfir fjöll er að fara að þessum bæ og eru þau erfið vfirferðar, en sjóveður var gott og konui margir sjó- leiðis. Um nauðsyn heimagraf- reits á þcssum bæ blandast eng- um hugur, sem þar hcfir komið cða til þekkir. Hafði þrisvar verið sótt um þetta leyfi. Lýsti prófasíurinn gangi þess máls um leið og vígslan fór fram. Geta má þess í Jjessu sambandi, að landlcið frá Fagradal vfir Búrfjall til Vopnafjarðar- kirkju, er þrjátiu kílómetrar. Bak við tjöidio. -—o— Yfirgangur Jónasar. —o— Það er viðurkent af siimum harðsnúnustu fylgismönnum Jónasar Jónssonar, að hann liafi ictlað sér að verða forsætisráð- lierra nú i byrjun sumarþings- ins. Hann mun hafa litið svo á, sem „kosningasigur“ framsókn- ar væri einkum sér að þakka og þvi væri eðlilegt og sjálfsagt, að hann tæki við stjórnartaum- un um. En jietta fór á annan veg, sem kunnugt er orðið. Jónas Jónsson hefir í raun réttri stjórnað landinu einn sið- uslu fjögur árin. Hann liefir brotið liina ráðherrana undir sig og með þeim hætti gerst ein- valdur. Hann hefir ráðið öllu um rit- stjórn „Tímans“ og blaðið hef- ir verið líkast þvi, sem það væri persónulegt málgagn Jónasar Jónssonar. - Tryggva Þórhalls- sonar hefir verið að fáu gctið. Hann befir verið peð, sem eng- inn nefndi og enginri veitti at- bvgli. Jónas sigldi háan byr og mun hafa talið víst, að sér brygðist aldrei leiði. Hann liafði liaft óskabyr i f jögur ár og var farinn að „trúa á vindinn". Flann varaði sig ekki á því, að hann kynni að liopa til á áttinni. Þegar er þing kom saman i fyrra mánuði, þótti strax ber- sýnilegt, að Jónas mundi ekki taka höfn í sæti stjórnarforset- ans. — Hinsvegar þóttust ýmsir mega fullyrða, að framsókn fengi honum ekki völd í liend- ur öðru sinni. Flann væri hrap- andi stjarna í flokknum, en flokksbróðir hans og keppinaut- ur, Asgeir Ásgeirsson, væri nú sem óðast að sópa að sér mönn- um. Mundi sanni næst, að hann nyti einna mestrar virðingar og trausts innan flokksins nú sem stæði. Og liann væri þann veg skapi farinn, að ólíklegt mætti þykja, að liann tæki ekki þann virðingarsess, er honum slæði til boða. Talið mun hafa verið sjálf- sagt frá upphafi, að Tryggvi Þórhallsson yrði forseti hinnar nýju stjórnar. Hefir hann vafa- laust langað til þess, að fá enn að leika foring.ja og sitja með- an satt væri. Kunnugir menn fullyrða, að ákveðið liafi vgrið þegar á önd- verðu þingi, að Ásgeir Ásgeirs- son yrði fjármálaráðherra i hinni nýju stjórn. Þykir nokk- uð hafa borið á þvi síðustu ár- in, að hann muni ekki telja sig' með öllu óhæfan ti.l að gegna þvi embætti. Þegar Jónas Jónsson þóttist sjá fram á, að ekki mundi koma til mála, að hann yrði forsætis- ráðherra, er mælt að hann liafi krafist þess, að hann vrði þó að minsta kosti gerður að dóms- málaráðherra af nýju. Minna gæti hann ekki sælt sig við, enda mundi liði þeirra Laufæs- inganna hentast, að gera sig ekki berara að fjandskap í sinn garð en þegar væri orðið. ÍÞegar hér v'ar komið, segir sagan að þeir Ásgeir og Tryggvi hafi glúpnað með öllu, og boð- ið Jónas velkominn sem þriðja lim hinnar dýrlegu þrenningar. En Jónas var ekki ánægður að heldur. Hann er vanur því, að ráða öllu hjá framsókn og kann þvi illa, að valdi lians sé Johan Hansons Ssnnnr % Fagerheims Fabriker BER8EN Stærsta veiðarfæraverksmiðja i Noregi. Vörurnar eru viður- kendar um alt land. Lágt verð og hagkvæmir greiðsluskilmál- ar. — Aðalumboðsmenn • Þópður Sveinsson & Co. takmörk sett. Og liann hefir vafalaust búist við, að hinn nýi , fjármálaráðherra kynni að hafa 1 hug á því, að leggja stein í götu sína. Fyrir því mundi ráðlegast að láta til skarar skríða þegar í stað, og bjarg'a þvi, sem bjarg- að yrði. Og sagan segír, að hann hafi krafist þess, að nýrri verkaskift- ing yrði á komið niilli ráðherr- anna. Iíingað til hafa póstmál og símamál lmigið undir afvinnu- málaráðuneytið, en þ\4 Iiefir Tr. Þórhallsson veitt forstöðu siðan 1927, nema þann tíma eftir þingrofið, sem. talið var, að Sigurður Kristinsson gegndi þvi embætti. í þessum tveim starfsgrein- um er fjöldi embættísmanna og sýslunarmanna. J. .1. raun liafa leikið lnigur á því, að geta ver- ið einráður um það næsfu ár- in, hverir gegndi þessum störf- um. Þar væri liaganlegt að geta bægt óverðugum frá, en stung- ið „dúsu“ i munn „góðu barn- anna“. Jafnframt á J. J. að hafa lát- ið Jiess getið, að hann kynni að vera fáanlegur til, að láta Tryggva fá kirkjumálin i skift- um. Þar væri úr litlu að moða, og liinn vígði maður gæti kann- ske haft gaman af að dunda við brauðaveitingar. Þess er ekki getið sérstak- lega, hvernig þessari kröfu Jón- asar hafi verið tekið. Og ekki er kunnugt, þegar þetta er rit- að, að ný verkaskifting milli ráðherranna hafi fram farið. Komið mun hafa fram uppá- stunga um það, að ráðherrarn- ir afgerði sem flest málefni i sameiningu. Er mælt, að þeir Ásgeir og Tryggvi hafi verið hlyntir slíku fyrirkomulagi, og er auðsætt, hvað fyrir þeim hefir vakað. Tvn ekki hafi Jón- asi fundist til um þess konar hnýsni og liömlur. Að vísu væri gott fyrir litilhæfa menn, ósjálf- stæða, fávísa og hikandi, að sækja ráð til mikilmenna og skörunga, og fyrir því mundi hann ekki skorast undan þvi með öllu, að veita úrskurði um málefni annara ráðuneyta en síns eigin. — Sjálfur þyrfti liann ekki á neinni aðstoð að halda, enda vildi hann mæíast til, að embættisbræður sínir væri ekki að tefja sig með kjánalegu rabbi um þau málefni, sem þá varð- aði eiigu. Það er nú ekki vilað liver niðurstaðan hefir orðið um þessi efni. Umsagnir framsókn- armanna eru mjög ósamkynja og fara eftir þ\d, hvort þeir veita Jónasi að málum eða þeim Laufæsingunum, Ásgeiri og Tryggva. Fullyrða Jónasarmenn, að enn muni hann öllu ráða um stjórn landsins, setjast ofan á félaga sina og hafa vilja þeirra og ráð að engu. Muni því stjórnin verða öll með sama hætti og verið hefir síðan 1927. Hins vegar fullyrða gætnari inenn stjómarflokksins, þeir er veita Ásgeiri að málum og Trvggva, að mikil og gagnger breyting á stjórn landsins muni nú í vændum. Jónasar-öldin sé liðín, en upp renni sparnaðar- öld og fríðaröld. — Og' af breyt- ingunní megi marka hverir stjórní í raun og veru. „Víð bíðum og sjáum hvað setur.“ GlOtað tækifæri. --O-- Á und'an'fömnrn áram hafa rík- isstjórnir flestra landa gert allar ]>ær ráðstafanír, sem tiftök hefir verig á, til þess aö draga úr hin- um lamandi' áhrifum heimskrepp- unnar. I raun og veru verður ekki annaö sagt en þa'S sé undravert l.vaö víða hefir niilcið orðið á- gengt, þegar þess er gætt, að flest- ar þjóðir eru hálfsligaðar af ýmis- konar ófriðarskuTdum og ófrrðar- byrðum, hafa ney'ðst til þess að leggja stórfé af mörkum tit at- vinnuleysingja o>. s. frv. Erlendar ríkisstjórnir hafa lært af reynsl- tmni, allstaðar er ná hvatt til spamaðar, fólkimt sagt hrein- skilníslega, að það verði að leggja mikið að sér, til þess að hægt verSi a'ð fleyta ölht yfir sker kreppu- tímanna. Hér á Islandi eru sennt- lega óþroskuðustu stjórnmála- menn veraldarinnar ráðandi menn í landinu, .menn, sem hvorki hafa •tneiri greind, þroska eða ábyrgðar- tilíinningu til að ltera en svo, að þeitn er í rauninni ekki trúandi til áhyrgðarmeira starfs en t. d. að vera formenn í ungmennafélagi í sveit. En ])essa menn hefir nú ís- lenska þjóðin sett í æðstu valda- stöður landsins og árangurinn er iika glæsilegur. Island hefir engum bækluðum liermönnurii og heilsulausum- fyrir aö sjá, engum ekkjum og munáðai'leysingjum fallinna her- manna, þarf enga atvinnuleysis styrki að greiöa og enga vexti eöa afborganir af ófriðarskuldum og engin útgjöld hefir Island af her og flota. en útgjöld af slíku, setn að framan er minst á, sjúga til sín drjúgan hluta af ríkistekj- tim flestra þjóða. íslenska þjóðin er dugleg og vinnusöm og fram- lciðir mikið. Flér ætti því að vera liægt fyrir meðálgreinda ríkis- stjórn að „búa vel“. En ofsóknar- stefnu-leiðtogunum, sem gerðir voru að ráðherrum tókst það nu svo, að þótt góðæri kæmi á góð- æri ofan og peningarnir yltu inn í landið, þá var alt í kalda* koli,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.