Vísir - 06.10.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1931, Blaðsíða 2
Nýjar birgðir fyrirliggjandi af: SVÍNAFEITI, SMJÖRLÍKI „Prima“, BAKARASMJÖRLÍKI „B“. BAKARASMJÖRLÍKI „97“, OSTUR „Edam“, OSTUR „Gruyere“. Símskeyti —o--- New York, 5. okt. United Press. FB. Gengi Sterlingspunds. (iengi sterlingspunds skráö á ? 3-89- . Helsingfors 5. okt. United Press. FB. Frá Finnlandi. Svinhufvtid forseti hefir gefiö út opinhera tilkynningu um tak- mörkun gjaldeyrisverslunar til ársloka. Oslo, 5. okt. United Press. FB. Kauphöllin opnuð aftur. Kauphöllin var opnuö á ný í dag. VVashington í okt. United Press. FB. Frá U. S. A. Fullnaðarsamþvkt á skulda- greiösluhléinu, sem stofnaö var til i júnímánuði s. 1. fyrir for- göngu Hoovers forseta, veröur aö líkindum mikjlvægasta alþjóöa- máliö, sem rætt veröur, er þjóö- júngiö ketnur saman 1. des. n.k. Talið er víst, að þjóðþingiö fallist á geröir forsetans í þessu máli, enda hafði hann rætt máliö við ýmsa helstu leiðtoga á þingi. Hins- vegar verður forsetinn vafalaust fvrir einhverjum árásum f yrir geröir sínar í þessu máli og full- víst má telja, aö umræðurnar leiði í ljós afstöðu þjóöþingsins til end- urskoðunar sanminga um ófriöar- skuldirnar. Þá veröur og rætt á þjóðþinginu um þátttöku Banda- ríkjanna í alþjóðadómstólnum. Þriöja málið, sem alþjóðlega þýö- ingu hefir og rætt veröur á þjóð- þinginu, er viöurkenning Banda- ríkjanna á ráöstjórninni rúss- nesku. Borah, forseti utanríkis- málanefndar öldungadeildar þjóð- þingsins vill, að Bandaríkin viður- kenni ráöstjórnina, en hinsvegar lændir ekkert til, að ríkisstjórnin lia.fi hreytt afstöðu sinni til þessa máls. Viðskifti Rússa og Banda- ríkjamanna verða og vafalaust mikið rædd á þjóðþinginu, enda vilja ýmsir framleiðendur > Banda- ríkjunum, t. d. timburframleiðend- ur, útiloka innflutninga á rúss- neskri framleiðslu. Skýrsla nefnd- ar, sem rannsakað hefir hvort til- tækilegt mundi að ráðast í aö grafa Nicaraguaskurðinn, verður lögð fyrir þingið. Fullyrt er, að frá verkfræðilegu sjónarmiði sé ekkert því til fyrirstöðu, að ráð- ist verði í verkið, og að meö tilliti til siglinga sé mjög .æskilegt að skurðurinn verði grafinn. Hins- vegar verður að telja vafasamt, að ráðist verði í framkvæmdir bráð- iega, vegna fjárhagsástæðna og stjórnmála. Loks verður vafalaust rætt unt stjórnmálaástandið á Kúbu, ef íbúarnir verða eigi bún- ir aö ráða frant úr vandamálum s'nutn sjálfir, er þjóðþingið kemur saman. Washington i okt. United Press. FB. Forsetakosningar í Perú. Forsetakosningar fara frarn í I’erú p. 11. okt. Ujiphaflega var svo til ætlast, að kosningarnar færi frant 13. sejit., en þeim var frestað. í kjöri verða: Victor Raul Haya de la Torre, f. í Trujillo 1897. Hefir á undanförnum árum kynt sér verkalýðshreyfinguna í Englandi og Þýskalandi. Rafael Larco Herrera, f. í Linia 1872. Var utanríkismálaráðherra í núverandí stjórn, en sagöi af sér í júlí, til þess að geta varið öllum tíma sínum til undfMutnings í kosning- ununt. Luis M. S. Anchez Cerro, f. í Piura 1889. Leiðtogi í bylting- unni í ágúst 1930, er Leguia- stjóniinni var hrundið úr völdum. Arturo Osores, f. í Cajamarca 1870. Lögfrtfeðingur. Tók þátt í íerbúarbyltingunni 1914, er Bena- vides kom til valda og júlíbylting- unni 1919. Dómsmálaráðherra um skeið og sendiherra í Italíu tvö ár. Gerður útlægur oftar en einu sinni og var m. a. hafður í lthldi á eyj- unni San Lorenzo 1925—1930. imiiiiiiiiiNiiiiitiitiiESiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiisiiiiiBiHiiEmiiiim (Karlmannaskór. 1 is: Stórt úrval. Verð frá 10 kr. §! I Hvannbergsbræður. | HUU BQBll nun rnSní sk ATH.: *— Fyrst um sinn, og meðan núverandi ZSmm kam birgðir endast, verður að sjálfsögðu allur !§| SSI! MKM okkar skófatnaður seldur með sama verði og áður en gengisbreytingin varð. S V I S | R London, 5. okt. United Press. FB. MacDonald heimsækir Lloyd George. MacDonald heimsótti .David Lloyd George, leiðtogafrjálslýnda- llokksins, i dag. á sveitarsetri hans, Churt i Surrey. Ræddu þeir saman hálfa klukkustund. Áður höfðu komið saman á viðræðufund til ráöagerða þeir MacDonald og Merbert Samuel, leiðtogi frjáls- lyndaflokksins í veikindaforföll- um D. L. Gfeorge, og leiðtogar íhaldsflokksins. Ræddu þeir um kosningastefnuskrár-atriði er snerta tollmálin, en áður en fund- ir þessir voru haldnir í dag stóö á samkomulagi um þessi atriði. Vekja fundahöld þessi mikla eftir- tekt og eru vafalaust fyrirboði einhverra tíðinda. Bresku fjárlögin samþykt. Fjárlögin hafa farið mót- atkvæöalaust gegnitm allar um- ræður i lávarðadeildinni og stað- festi konungur því næst fjárlögin í dag. Með staðfestingu fjárlaganna og sparnaðarlaganna (economy l ill) hafa aðalmálin, sem fyrir þinginu eru, nú verið til lykta leidd. Nokkur minni háttar mál erit enn óafgreidd, en búist er við að ]>au verði afgrcidd í dag og á morgun (miðvikudag). í'nglewood. New Jersey, 5. okt. United Press. FB. Morrow látinn. J)\vight Morrow. fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Mexi- co andaðist hér í dag. Morrowr var tinn af aðalfulltrúum Bandaríkj- anna á flotamálaráðstefnunni í London. Dóttir hans, Anna að nafni, er gift Charles A. Lindbergh ílugkappa. London 5. okt. United Press. FB. Gengi sterlingspunds. Gengi: Sterlingspund $ 3.80— 3.82, er viðskiftum dagsins lauk. London 6. okt. United Press. FB. New York: Gengi sterlings- punds er viðskiftum lauk í gær ? 3-83- London 6. okt. United Press. FB. Allsherj arkosningar í Englandi 28. okt Að loknum ráðherrafundi, sem stóð yfir í tvær stundir, og lauk á miðnætti. var þegar tilkynt, að stjórnin hefði einróma fallist á þá ákvörðun að boða þegar til alls- herjar kosninga. MacDonald mun birta ávarp til þjóðarinnar og? biðja um stuðning hennar til hverskonar ráðstafana, sem nauð- synlegar kunna að þykja, vegna ástandsins. I ávarpinu verður eigi gert grein fyrir neinum sérstök- um, fyrirhuguðum ráðstöfunum, cnda munu frjálslyndtt og íhalds- ráðherrarnir vegna ]teirrar ákvörð- unar sitja kyrrir í stjórninni. Mac Donald mun fara á konungsfund í dag. Taliö er, að þing verði rofið ]). 8. ]>. nt., en allsherjar kosning- ;.r fari fram ]). 28. ]). ni. Washington, 6. okt. United Press. FB. Hoover forseti og vandamál Evrópu. Hoover forseti hefir á ráð- herrafundi rætt öll helstu vanda- mál Evrópu, skuldamálin, skaða- hótamálin, afvopnun, gullinnlaúsn- ina og yfirráðin yfir Danzig, til þess að stjórnin sé viðbúin komu Lavals forsætisráðherra Frakka, sem væntanlegur er vestur, og bú- ist er við að muni gera nýjan versltinarsamning við Bandaríkin, íyrir hönd Frakklands, og ‘komi sá samningur í staðinn fyrir við- skiftasamninginn frá 1922. Sam- kvæmt góðum heimildum er talið, aö Hoover hafi viljaö fresta Ný hiutaskrá fyrir TEOFANI CIGARETTUR er komin út. Helmingi færri arðmiöa þarf nú til þess að eignast liina ýmsu muni. Skráin fæst í öllum verslunum. Gildir til 31. desember. Byrjið að safna strax, æ ályktun um frekari skuldgreiöslu- frest, þangttö til þjóðþingið hafi samþykt fvrri tillögur hans, en nú tr orðin svo hrýn og knýjandi nauðsyn aö gera ii]>pskátt, hvað muni taka við, þegar núverandi skuldgreiðslufresti er lokið, aö forsetanum mun nú næst skapi að ráða sem fyrst fram úr þessu vandamáli. Utan af landi. Norðfirði 5. okt. FB. Dagaúa 30. sept. og 1. okt. lét Verklýðsfélag Norðfjarðar fram fara skrásetningu á atvinnulausu Jólki i bænum. Alls skrásettir 98, ]>ar af 57 heimilisfeður með sam- tals 132 hörn innan fermingar. 13 verkakonur og 26 einhleypir verka- menn og sjómenn. Af skrásettum karlmönnum eru 44 verkanienn en 39 sjómenn, og eru allir atvinnu- lattsir nú ])egar. nema 6, er vinnti hafa fram i október. Enginn hefir von um vetrarvinnu. Allir sjómenn- irnir eiga kaup sitt mestalt liggj- andi i óseldum fiski. Meðalkaup sjómanna er talið 800—1200 kr. en verkamanna 1000—1500 kr. vfir timahilið april—mai til september— október. Lægsta kaup 300 kr.. en hæsta 2200 kr. yfir áðurnefnt timabil. Atvinnurekendur hafa sagt ti])]) kaupgjaldssamningum frá ára- mótum og krefjast kauplækkunar. Bæjarstjórn hefir sldpað nefnd til þess að gera tillögur um væntan- legar alvinnuhælur í vetur. Barna- skólinn nýi hefir nú verið afhentur bæjarstjórn, og var hann i gær skoðaður aí bæjarbúum. Er bygg- ingin hin vandaðasta. Skólinn verð- ur settur i dag. Gagnfræðaskólinn hér var settur á laugardag og er kensla hyrjuð, nemendur ertt þar 25. — Afli lítill ]>essa dagana, enda ógæftir, og eru margir hátar hætt- ir veiðum. Veðrið í morgun. FTiti í Reykjavik 7 st., ísaíirði 8, Akureyri 6, Seyðisfirði 5, Vest- mannaeyjum 9, Stykkishólmi 6, Blönduósi 6, Raufarhöfn 5. Hólum i Hornafirði 9, Grindavik 8, Fær- eyjuin 8, Julianehaab o, Angmagsa- lik o, Jan Mayen -P- o, Hjaltlandi n.Tynemouth 13, Kaupmannahiifn 14 st. Mestur hiti hér í gær 10 st., minstur 4 st. Úrkoma 8,1 mm. Sól- skin 3,6 st. — I)júp lægðarmiðja (735 mm.) suður aí Reykjanesi á hreyíingu austur eftir. — Horfur: Snðvesturland: Allhvass suðaustan og sið 111 austan eða norðaustan átt. Skúrir. Faxaílói: Allhvass norð- austan. Sumstaðar skúrir fyrst, en léttir síðan til. Breiðaí jörðttr, Vest- firðir, Norðurland: Norðaustan átt, allhvöss og hvöss, einkum úti fyrir. Nokkur rigning og síðar slydda eða snjókoma. Norðausturland, Aust- íirðir, suðausturland : Suðaustan og síðar austan átt, víða allhvöss. Rigning. Eldur kviknaði í gærkveldi í járnvarinni hey- lilöðu í Austurhlíð, hér innan við bæinn. Slökkviliðiö fór þangað og tókst að kæfa eldinn í svip, en srð- an var fariö að flytja heyið úr hlöðunni og var því ekki lokið í inorgun. Var illt aðstöðu og hiti svo mikill i heyintt, að eldur bloss- aði tt|)i> ööru hverju. Litlar skemd- ir urðu á sjálfri hlöðunni og engar á öðrum húsum þar. Fjós er áfast t iö hlöðuna, og voru allar kýrnar ieystar út. áður en reykur koriist í íjósiö. Haildór Halldórsson, Njálsgötu 32 (áður Þórsgötu 7) verÖur sjötugur á morgun. Magnús Á. Árnason ætlar að halda sýningu á högg- myndum og málverkum. Sýningin verður opnuð á fimtudag í sýning- arskálanum við Alþingishúsið, og verður opin til 18. ]). 111. Embættisprófi í guöfræði lauk Dagbjartur jónsson 30 f. m. með I. einkun, 119 st. Aðalfundur Glímufélagsins Ármann, var hald- inn i gærkveldi í Varðarhúsinu. Fundurinn var tnjög fjölsóttur (um 150 manns) og var stjórninni þakk- að mikið og vel unnið starf á árinu. Starfsemi félagsins mun aldrei hafa verið meiri og fjölþættari en gert er ráð fvrir að hún verði í vetur. I stjórnina voru kosnir Jens Guð- björnsson (form.), J. G. Jónsson (varaform.), Ólafur Þorsteinsson (ritari), Kristinn Hallgrimsson ( gjaldkeri) og Jóhann Jóhannesson áhaldavörður, en til vara Rarl Gísla- son og Áslaug Þorsteinsdóttir. !þ. Heimiliskensla. Upplýsingaskrifstofa Stú- dentaráðsins vísar á stúdenta, er taka vilja að sér aS kenna börn- um og unglingum gegn greiðslu i fæði eða húsnæði. Skrifstofan er opin í Háskólanum kl. 9-— 12. Sími 872. Gengisskráning hér í dag: Sterlingspund..... kr. 22.15 Dollar ............ — 586.%, Danskar krónur .... 129J5 Sænskar krónur .... 134.00 Norskar Ifrónur .... ■— 128.51 Gyllini ........... — 235.71 Þýsk ríkismörk .... —- 131.74 Franskir frankar . . 23.25 Svissn. írankar .... - 114.30 Belga ........... — 80.85 Lirur ...................30.16 Pesetar ................ 52.31 Kindahvarf. Rekstur kom að austan fvrir lielgi og var settur í rétt Slát- urfélagsins seinl um kveld. Morguninn eftir vantaði 7 kind- ur, og hugðu eigendur, að þeim hefði verið stolið um nóttina. Mátti það þó heita ótrúlegt, því að vökumaður var þar á verði. — Nú hafa fimm þessara kinda fundist nálægt Lækjarbotnum, og fer þá líklega að dofna sú trú, að hinuni hafi verið stotið. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.