Vísir - 14.11.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 14.11.1931, Blaðsíða 3
VISIR Matador -liveitid í 63 kg. pokum, seljum við með sérstaklega góðu verði. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). harla einkennileg, þar sem ekki er annað fvrirsjáanlegt, en að atvinna og afurðasala vfirleitl verði með allra rýrasla móti í næslu framtíð. Vildi eg með þessum linum benda skatljxígii- unum á, að náuðsynlegl er að vera vel á verði og mótmæla með festu slikum ráðstöfunum. l'ni Icið vildi eg leyfa mér, sem einn af skattgreiðendum, að spyrja þá menn, sem ldut eiga að máli, hvort það sé ekki satt, sem altaf er verið að skrifa um, að öllu sé eytl jafnóðum og það næst inn og' að ekkert sé fyrir liendi annað en að íþyngja fólki með nýjum skött- um, nú þegar að kreppir og at- vinnuleysi kemur. Ef svo er ástatt eftir öll undanfarandi góðærin, hvað þýðir þá fvrir menn, að vera að taka nærri sér, eins og margir verða að gera, til að láta i þessar hítir, sem altaf eru tómar hvorl sem er? Svo eg tali þá sérstaklega um þessa hækkun á simagjpld- untim, þá er það harla einkenni- leg ráðstöfun, þar sem ekki er flnnað vitanlegt, en að siminn hafi borið sig ágætlega með því gjaldi, sem verið hefir og með byggingu nýja hússins, er hægt að bæta við símnotendum um alt að b.elming, þá skuli þurfa að hækka gjöldin að stórum mun. Morgunblaðið bendir réttilega á, að nauðsynlegt sé fýrir sim- notendur að mynda með sér fé- lag, til að standa á móti þessu ranglæti. En eg vil bæla þessu við til símnotenda: Gerum „lífsvenjubreytingu“, færum okkur 30 ár aftur i tímann og hættum þá að nota símann núna í atvinnuleysinu. Revkjavík 11. nóv. 1031. Símanotandi. Hlekkin gap* -—o— „Pví flára mun Þórður hyggja sem hann talar sléttara, og trú þú Iionum cigi“, sagði móðir Björns Hítdælakappa, er Þórð- ur Kolbeinsson, höfuðóvinur hans, bauð honum heim. Þessari setningu i fornsögun- um skaut upp í huga mínum, þegar ég las auglýsinguna frá hinu nýstofnaða Ivaupfélagi Reykjávikur. Þar stendur sem fyrsta grundvallaratriði félags- jns: „Félagið er verslunarfyrir- tæki eingöngu og leiðir því lijá sér stjórnmál og vinnudeilur“. Eg lield að varla geti nokkur Reykvikingur vcrið svo barna- legur, að taka þessa yfirlýsingu trúanlega. Félagið er runnið undan rótum Samb. ísl. sam- vinnufélaga, og augljóst i livaða tilgangi )iað er stofnað. Eins og nú standa sakir i ís- lensku stjórnmálalifi, er ]iað sambandskeðja kaupfélaganna, í skjóli liinnar ranglátu kjör- dæmaskijumar, sem fer með völdin. Nú sér yfirstjórn Jiessa félagssltapar fram á það, að erf- ilt muni verða að lianga áfram við völd á svo augljósum rang- indum sem kjördæmaskipunin er, og því einasta ráðið að reyna að festa Reykvíkinga líka i Sambandsnetinu. Þeir koma því með saldeysisleg hlíðmæli til þeirra manna, sem þeir áð- ur hafa svivirt og kúgað á ýms- ar lundir, samanhcr ])ingrofið og ýmislcgt þar af leiðandi. Þetta er þó ekki neina einn lið- urinn í hinni margföldu blekk- íngakeðju Framsóknarmanna. Þó ekki verði farið vit í ])á sálma í þessari grein, svo sem að minnast á blekkingarnar í vínbannsmálinu o. fl. Samvinna á heilbrigðum grundvelli, er af öllum hugs- andi mönnum viðui-kend nauð- syn. En þegar í skjóli þeirrar stefnu á að fara að fremja als- lconar ofbeldisverk, þá verður Iieilbrigð skynsemi að taka í taumana. Hið siðasla ofbeklisverk rík- isstjórnarinnar eru hin viðtæku innflulningshöft, er samkvæmt upi)lýsingum blaðanna, eru til orðin eftir tillögu eins fram- kvæmdarstjóra Sambandsins, sem er i bankaráði Landsbanlt- ans, og með samþykki hins Framsóknarmannsins í banka- ráðinu, gegn vilja meirihlutans. Það þýðir: Sambandið stendur á bak við. Hefir þá þetta elskulega Sam- band, scm þessa dagana cr að bjóða Revkvíkingum c)))ólitíska samvinnu, borið þéirra hag fyr- ir brjósti með þessari stjórnar- ráðstöfun? Nei, ckki aldeilis. Úlfshárin komu bara nokkuð fljótt í ljós hjá þeim, blessuð- um, i „viðreisnarstarfinu". — Öll blöðin, að Tímanum undan- skildum, hafa undanfarna daga verið að sýna okkur fram á það, að höftin væri einungis til bölv- unar. Af þeim hlytist mjög til- finnanlegt atvinnuleysi fyrir fjölda manna, og að þau sköp- uðu hækkandi vöruverð, er fjöldinn mætti illá við, nú á ])cssum neyðartímum. Þetta er því ráðstöfun, sem allir flokk- ar hafa tjáð sig andviga, aðrir en Framsóknarmenn. Það er: Sambandið. Eiga þá allir hinir að beygja sig? — Maður gæti þó að minsta kosti látið sér della i hug, að allur sá sægur, sem missir at- vinu sína, léti eittlivað til sín lieyra. Það eru fleiri menn hér á landi, sem eiga rétt á sér, heldur en þeir, sem hoppa í kringum kjötpotta landsstjóm- arinnar. Þegar hér var komið grein minni, barst mér í liendurnar Tíininn frá í dag. Er mikill hluti hans einmitt um þessi mál. Fyrst er löng grein eftir Jón Árnason, upphafsmann inn- flutningshaftanna, og vill hann með ])eirri grein sanna nauð- syn haftanna, og að þau sé ein- göngu sctl vegna gjaldeyris- skorts Landsbankans, án tillits til hagsmuna Sambandsins. Hið fyrsta við þessa grcin að atliuga er ])að, að fjöldi máls- metandi manna, er á þcirri skoðun, að innflulningshöftin verði ekki til að bæla fjárliag landsins lil á við, heldur þvert á móti muni þau veikja láns- traustið, og auka yfirfærslu- ])örfina, þvi útlendingar þeir, sem viðskifti hafa við íslend- inga, muni ganga liarðara eftir sinu, þegar húið er að aug'lýsa þjóðina, svona fjárhagslega ósjálfbjarga. Um leið og þau trufli cðlilega framrás viðslcift- anna, er einungis stjórnist af árferði og afkomu manna. — Einnig má húast við, að erlend- ar þjóðir setji hart á móti hörðu, livað snertir úlflutnings- vörur Islendinga. Otalinn er þó einn agnúi haft- anna, sá er snýr að viðskiftun- um inn á við. Það cr mjög erf- itl að láta þau koma réttlátlega niður, þó fullkomin sanngirni stæði á bak við þau. Það er svo umfangsmikið og vanda- saml verk, að úthluta leyfun- um, svo allir sé þar jafn rétt- háir. Hvað ])á ])egar slíkir menn sem Framsóknarstjórnin hefir yfirumsjón þeirrar úthlulunar. Rökfærsla Jóns Árnasonar fyrir því, að höftin sé ekki sett vegna Sambandsins, eru svo- liljóðandi: „Nú er vitanlegt, að vörur þær, sem bannaðar verða og takmarkaðar, eru einmitt þær vörur, sem seldar eru með mestum hagnaði. Hvernig geta kaupfélögin grætt á þvi, að hætta að versla með þessar vör- ur?“ En eg segi: Ef Sambandið fær aðstöðu til þess að ráða því, livaða vörur kaupmenn versla með, um leið og það getur ráð- ið sinum eigin innkaupum, hver kemur þá til með að bera mest úr býtum? Kem eg nú að næstu grein Timans, liún heitir: „Alþýðu- blaðið og íslensk samvinnufé- lög“, og segir þar, að Alþýðu- blaðið liafi flutt „illgjarnar og úsannar greinar um islensk samvinnufélög“, og þykir það furða mikil, að verkamenn skuli ekki leggja blessun sína yfir allar aðgerðir binna svokölluðu samvinnumanna. — En frá verkamanna liálfu horfir þetta mál nokkuð öðruvisi við. Meginkjarni málsins er þessi: Verkamann hér í Reykjavik eiga sameiginlegra liagsmuna að gada, og mynda því með sér félagsskap, til þess að standa sem cinn maður í ölluin þeim málum, sem heildina varða. Eitl af þeim sameiginlegu mál- um, eru samtökin á verslunar- sviðinu, og geta þeir vitanlega átt þar samleið með öllum þeim, sem ekki blanda inn í þann le- lagsskap áhrifum og aðgerðum, er fara i bága við lieildarsam- tök verkalýðsins. En það er ekki liægt að a'tlast til, að verka- menn hér í Reykjavík leggi verslunarmál sin upp i hend- urnar á þcim mönnum, sem liafa sýnt, að þeir nota einmitt aðstöðu sina á verslunarsvið- inu (Sambands-Framsóknar- hringurinn) til þess að kúga verkalýðinn. Framsóknarflokk- urinn liefir sýnl það, að liann ber ckki hag reykviskra verka- manna, frcmur en annara Reyk- vikinga, fyrir brjósti. Þegar komst til tals í þinginu, að brey t a k j ör dæm askipun i n n i, sem vitanlega kemur harðast niður á verkamönnum, og þeg- ar talað var um að virkja Sogs- fossana, sem hefði orðið til að hæta að nokkru úr hinii mikla atvinnuleysi. Hvað gerir Fram- sókn ])á ? Hún stöðvar þaii mál með þingrofinu. Nei, það er ekki af því, að alþýðan hér í Reykjavík skilji ekki þörf samtakanna, að luin vill ekki steypa sér ofan í Sam- hands-grautarpott Framsóknar- manna. Það er af því, að hún vill ekki láta þá menn fá tangar- hald á sér, sem hafa sýnt i verk- inu að eru henni andvigir. Reykvíkingar sameinast um sitt eigið félag, meðfram til ])ess að hamla á móti Fram- sóknaráhrifum Kaupfélags Rcykavíkur. Það ber alt að sama brunni. Reykvikingar þurfa allir að standa saman, til þess að kúg- unarandi Framsóknar nái ekki að eitra líf þeirra. En kúgunar- andinn stafar af þröngsýni, sem er hundin við valdasýki, og er þvi ekki rangnefni þó flokkur- inn hafi verið nefndur Aftur- lialdsflokkur. 31. október 1931. Alþýðumaður. Þessa grein vildi Ólafur Frið- riksson, ritstjóri Alþýðublaðs- ins, ekki birta. Höf. ATH. Um leið og „Yísir“ verður við þeím tilmælum háttv. greinarli., að birta fram- anskráða ritgerð, vill liann vekja atliygli lians og annara á þvi, að forsprakkar verkamanna og framsóknarmanna hafa áð- ur gert tilraun til ]>ess, að leiða „hlessun“ kaupfélagsskaparins yfir bæjarbúa, með þeim ár- angri, að alt lenti í vandræð- um. Hefði reynslan frá þeirri tið átt að geta orðið verkamönn- um til nokkurrar viðvörunar nú og gert þá ragari til fjárfram- laga. — Væri líklega réttara fyrir verkamenn og aðra Revk- vikinga, að fara varlega í það, að liæla fé sínu i fyrirtæki, sem litlar eða engar líkur eru til að geti þrifist. Ritstj. Almennur fundur talsímanotanda í Reykjavík veröur haldinn á niorgtin í Nýja Bíó kl. 2 síödegis. Sjá augl. i dag. Þórður Thoroddsen læknir er 75 ára í dag. Neðanmálssögunni, sem birst liefir í Yísi að und- anförnu, er lokið i dag. — Nýr saga kemur i blaðinu upp úr helgi. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinni í kveld kvikmyndina „Leikhúsbruninn mikli“. Þetta er þýsk tal, hljóm og söngvakvikmynd. Aöalhlut- verkin leika: Gustav Frölich, Alexa Engström og Gustav Grund- gens. Kvikmynd þessi er eins og flestar þýslcar talmyndir, sem geröar hafa veriö á siöari timum, mjög skemtileg. fl Bæjarfréttir ( □ Edda 593llll?7 = 7. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. n, sira Bjarni Jónsson (altarisganga). Kl. 2 barnaguösþjónusta (sira Fr. H.). Kl. 5, síra Friörik Hallgríms- son. í frikirkjunni kl. 2, sira Árni Sigurðsson. 1 Landakotskirkju : Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta meö predikun. í spitalakirkjunni i Iiafnarfirði: Hámessa kl. 9 árdegis og kl. 6 síöd. guðsþjónusta meö predikun. Jarðarför sira Stefáns Jónssonar pró- fasts frá Staðarhrauni fór fram i gær að viðstöddu fjölmenni. Húskveðjuna flutti síra Bjarni Jónsson en likræðuna í kirkj- unni flutti síra Friðrik Hall- grimsson og síðast kveðjuorð systur og fóstursonar lians síra Lárus Arnórsson frá Mikla- bæ i Skagafirði. Inn í kirkjuna báru kistuna ættingjar og vinir, en út úr kirkjunni prestar og inn i kirkjugarðinn aðallega systursynir liins látna. Yeðrið í morgun. Hiti i Rcykjavik 5 st., ísa- firði ö, Akureyri 7, Seyðisfii’ði 7, Vestmannaeyjum 5, Stykkis- hólmi 5, Hólum í Hornafirði 7 (skeyti vantar frá Blönduósi, Raufarliöfn, Grindavík, Hjalt- landi, Tvnemouth, Kau])- mannaliöfn), Færeyjum 8, Juli- aneliaab -4-- (i, Angmagsalik -4- (5, Jan Mayen 4 st. — Mestur liiti hér i gær 8 st., minstur 1 st. Úr- koma 14,1 mm. — Lægðar- miðja um 710 nmi. skamt út af Vestfjörðum, veldur sunnan eða suðaustan livassviðri liér á landi. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Suðvestan eða sunn- an átt með livössum skúrum eða hryðjum. Norðurland, norðausturland: Hvass sunnan, viðast úrkomulaust. Austfirðir, suðausturland: Allhvass sunnan eða suðvestan. Skúrir. Gamla Bíó sýnir i fyrsta sinn i kveld kvikm. „Vagnalestir á víga- slóð“. Þetta er sþennandi kvik- mynd frá Vesturheimi, gerð samkvæmt skáldsögu eftir Zane Grey. — Aðalhlutverkin leika Gary Cooper, Lily Damita, Er- nest Torrence. F r amhalds-að alf undur glímufélagins Ármanns verður haldinn í Varöarhúsinu á tuorgun (sunnudag) kl. 5 síöd. Félagar eru beönir að fjölmenna. Dansleik heldur glímufélagið Ármann í íðnó laugardaginn 21. þ. m. Hljómsveitin aí Hótel Island og P. O. Bernburg spila á Dans- leiknum. Nánar augl. síðar. Gengisskráning hér í dag. Sterlingspund ...... kr. 22,15 Dollar ............. — 5,88 100 sænskar kr......— 125,58 100 norskar kr .... 123,69 100 danskar kr......— 126,21 100 þýsk ríkismörk. 139,65 100 gyllini ............ 237,27 100 frakkn. frankar .-—- 23,29 100 belgur .............. 81,85 100 lírur........... — 30,61 100 pesetar......... — 51,75 100 tékkósl. kr..... 17,61 100 svissn. frankar . -— 115,17 Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun: Helgun- ársamkoma kl. ioj4 árd. Axel Olsen kapteinn talar. Sunnudaga- skóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissam- koma kl. 8. Hilmar Andrésen lautinant stjórnar. LúÖraflokkur- inn og strengjasveitin aðstoða.— Allir velkomnir. Isfiskssala. Andri seldi nýlega afla sinn í Þýskalandi fyrir 20 þúsund mörk. Njörður seldi í Englandi í gæf fyrir rúm 1400 sterlingspund. Heimilasambandið hefir fund á mánudag kl. Ensain F. D. Tlolland talir. Sjómannakveðja. 13. nóv. Mótt. 14. nóv. Farnir áleiðis til Englands. Vellíðan allra. Iværar kveðjur. Skipshöfnin á Max P-emberton.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.