Vísir - 20.11.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1931, Blaðsíða 3
niargar nýjar tegundir handa börnuni og full- orðnum. Komið fyrst til okkar. Það mun æfiulega borga sig. Vörugæði mest. Verðið lægst. Sokkabúðiis, Laugaveg 42. Áætlun Eimskipafélags íslands fvrir árið 1932. —s-— Áætlunin 1932 er nú komin út og er skipum félagsins ætl- ,að að sigla svo sem hér segir: ,,Gullfoss“ verður i hraðferð- um milli Kaupmannaliafnar, Reýkjavikur og Akureyrar. „Brúarfoss“ verður i förum jnilli Iíaupniánnahafnar, Leith, Reykjavikur og Vestfjarða. Fer einnig 2 ferðir til London með frosið kjöt. „Lagarfoss“ verður i föriun frá Kaupmannahöfn og Leith til ■austur- og norðurlands. „Goðafoss“ verður í förum frá Hamborg og Iiull til Keykja- víkur og Alcureyrar. „Dett,ifoss“ verður einnig í förunx frá Hamborg og Hull til Reykjavikur og Akureyrar. „Selfoss“ verður í fönun á rnilli Antwerpen, Leitli og Reykjavíkur. Ferðir á nxilli íslands og ixt- landa verða urn 69 á árinu. Ferðii' frá Kaupnx.höfn alls 32 Hamborg . . 26 Antwerpen. 10 . — — London ... 2 Ferðir frá Kaupm.höfn til Austurl. . 1 — - Ivaupm.höfn til Austurl. og Norðurl. 9 Ferðir frá Reykjávík til Kaupmannahafnar . . 21 'Ferðir frá Reykjavík til Hamborgar ......... - 2ö Ferðir frá Reykjavík til Antwerpen .............. 9 Ferðir frá Reykjavik, veslur og norður mxx laxxd til útlanda .... 5 Ferðir frá Reykjavík, suður unx lantl til Auslfjai-ða ....... — 5 Ferðir frá Reykjavík, til Breiðafjarðar og Vestfjai’ða ........... 10 Hraðferðir frá Reykja- vík til Akurevrar og til baka ........... —- 29 Það, sem íelagið vill vekja iérslaka athygli á, viðvilcjandi hinni nýjxi áætlxux, er, að það hefir nxx séð sér fært að koma á reglubundnum ferðum eftir vikudögunx, og nxxm það að sjálfsögðu gei'a mönnunx mik- ið hægra fvrir að átta sig á ferðum skipanna. Verða nú ferðir næstum alt árið sem liér segir: Frá Khöfn annanhv. þriðjud. — Hamhorg — laugard. — Hull — þriÖjud. Frá Reykjavík til útlanda á miðvikudögum þrisvar á mánuði. Hraðferðir frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudögum þrisvar í mánuði. Skal og vakin sérstök athvgli :á hraðferðum e.s. „Gullfoss“ á milli Kaupmannahafnar, Reyk- jávíkur og Akureyrar, sem hef- ir vaixtað xxxjög tilfinnanlega tundanfarið, einnig á hinni nýju siglingarleið til Antwerpen, sem mun að sjálfsögðu greiða mik- ið fyrir viðskiftunx landsmanna við Holland og Belgixi, og um leið tryggja þeim ódýrari flutn- ingsgjöld þaðan, exi áður hefir vcrið. Ápétting. —0— „Með kehnaraskif tunum virðist ixýtt fjör hafa færst í félagið, og er nú æft af kappi i öllum flokkuin.“ Þessi lokamálsgrein í frá- sögniniii af síðasta aðalfundi í. R. hér í blaðinu 9. þ. m., hefir orðið þess valdandi að hr. Si. Bj. lxefir sent „athngasemd“, sem birlist i gær, og á að vera svar við ofanritnðu. En þó að þessi „athugasemd“ lians skjóti yfir markið, og brejti því engu i frásögn minni nnx aðalfund- inn, þá þykir nxér réttara að bæta hér nokkurnnx orðnm við, vegna ókunnugra. 1. Fimleikaæfingar í. R. eru nú þegar oi’ðnar fjölsóttari en áður i þeim flokkum, sem lir. Benedikt Jakobsson stjórnar. Og þá fjölgun er ekki liægt að þakka tiðarandanunx eingöngu. 2. Félagslyndi er að öllxi leyti betra i úrvalsflokknum nú, en áðiir; og tel eg það stafa af kennaraskiftunum. Og munu kunnugir laka undir þá álykt- un. 3. Fimleikamönnunum þykir hetra og fróðlegra að sjá liinn nýja kennara gei’a liinar vanda- samari æfingar áðxir en þeim er skipað að fremja þær. 4. Nú erxx engar séræfingar Ixafðar í úrvalsflokknum, án jiess að öllum sé ekki gefinn kostur á að taka jiátt í jxeim, og 5. Urvats kvenflokkur félags- ins starfar enn áfram af liinunx mesta álxuga, jxó fyrirrennai'i Benedikts Jakobssonar sé far- inn frá félaginu, og mér er sagt oð meyjarnar séu vel ánægðar með hinn nýja fimleikakenn- ara. Það er af þessum ástæðum, meðal annars, sem eg lxeld jxvi fi'anx, að nýtt fjör hafi færst í félagið við kennaraskiftin. Eða vill greinai’liöf. neita jxví með rökunx að svo sé'? Varla verðiir jxað lalið dauðamerki á félaginu eða afturför, jxó að gamlir og góðir félagar séu nú farnir að sækja fimleikaæfingar aftur á ný, eftir að skift liefir verið um kennara? Eða þykir greinarhöf. það nxiður, að félaginxi skyldi, svo að segja undir eins takast, að fá nýjan og góðan kennara, sem að öllu leyli virðist vei’a jafnoki fyrirrennara sins að dómi þeirra manna, sem um 25 ára slceið liafa iðkað fimleika? Mér finst að greinai'höf. hefði heldur átl að gleðjast vfir jxessxx, eins og aðrir góðir í. R.-menn, að nxaður keinur í manns stað; maður sem hlotið hefir ágæta mentun, og virðist vera líkleg- xir til jxess að ryðja í. R. betur braut, en fyrirrennari lxans, á fimleikasviðinu. Annars mun tíminn leiða jxetta i ljós, hvort jxessi nýi fimleikakennari fé- lagsins verður í. R. til meiri sænnlar og gagns, en fyrirrenn- ari lians. Eg fvrir mitt leyti er ekki i neinunx vafa, því eg þekki Benedikt frá jxvi er liann var á íþróttanámskeiði 1. S. í. Og þetta er ekki i fyrsta skiftið, sem lxann kennir fim- leika og aðrar íjxróttir. — En meðal annara orða: Hvers V 1 S 1 R vegna er lir. St. Bj. að bera meiri umhyggju fyrir fyr\rer- audi fimleikakennara félagsins en núverandi? Á það að vera vinskapai'bragð ? Ef svo er, er lixett við þvi, að það sé tvíeggj- að. Greinarhöf. vcit að í. R. lif- ir þó einliver kennari fari frá félaginu; og Jxað er sama livort liðgengur kennai'i á i lxlut eða lélegur. Ekki getur greinarhöf. sagt með sanni um hina gömlu finx- ieikamenn félagsins, sem svo iengi lxafa verið fjarverandi, en nú eru byrjaðir að æfa aflui', að þeir liafi fallið i „letimóks-, sællifis- og óhófs-öldudalinn“, jxó þeii'i’ hafi ekki viljað æfa undir stjónx fyiw. fimleikakenn- ara. Annars er ástæðulaust að fara að ræða um það liér, livort jxessi „frumlegi“ fimleika- kennari standi öðrum kennur- iim nokkuð fi'amar, þótt liann kunni að vei'a í tölu þeirra eldri. Sú spurning liggur ekki fyrir hér, enda munu margir fleiri fimleikakennarar koma þar til greina. En það sem hér cr um deilt er jxað, hvort nýtt fjör hafi færst í 1. R. við kenn- araskiftin. Og Jxví verður að svai’a játandi, og Jxað, þótt vin- um hins fyrverandi kennara jxyki miður. Sannleikurinn stendur nefnilega lofinu ofar. — Það eina sem gleynxdist að geta um i hinni stuttii frásögn aðal- fundarins var það, að hinum fimleikakennaranum, Aðal- steini Hallssyni er nxjög sýnt xmx að kenna unglingum fim- leika oghandknattleik.enda hef- ir starf lians i þágu félagsins sýnt það að Hndanförnu. Ef áliugi greinarhöf. fyrir 1. R. er eins mikill og hann vill láta í veðri vaka i „atliuga- senxdinni“, jxá furðar xnig á því, að hann skuli aldrei hafa mót- mælt t. d. ummælum Tímans unx kvenflokk I. R. Þar lxefðu þó réttar upplýsingar getað komið félaginu að góðum not- unx, fvi’st aðstandendur blaðs- ins vii'ðast enn ekki vita hvaða félag hefir lialdið þessum fim- leikaflokki uppi í öll þessi ár. Hvaða félag Jxað hefði verið, sem grcitt hefði kennaralaun, lxúsnæði, ljós, liila, ræstingu og svo framvegis fyrir flokkinn undanfarin ár t. d. Eða veit lir. St. Bj. liver skrifaði siðustu greinina í Tímann um kvenna- flokkinn? Það virðist liggja nær fyrir greinarhöf. að láta ekki ganga á félagið i þessum efn- um, heldur en að vera að reyna að snúa út úr frásögn minni um síðasta aðalfund félagsins, sem að öllu leyti var sannleik- anum samkvæm. Síðar Verður kanske tækifæri til jiess að ræða þetta mál nánara á félagsfundi eða í félagsblaðinu. 17. nóv. 1931. Fundai'stjói'inn. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 3 st., ísafirði 6, Akureyri 8. Se.yðisfirði 6, Vest- niannaeyjum 4, Stykkishólmi 4, Elönduósi 6, Raufarhöfn 6, Hól- 11111 í Hornafirði 7, Grindavík 4, Færeyjxtni 7, Tulianehaab -f- 6, Angmagsalik -f-2, Jan Mayen 2, Hjaltlandi 9, Tynemouth 6 stig. Skeyti vantar frá Kaupmannahöfn. Mestur hiti hér í gær 6 st., minst- ur 1 st. Úrkoma 12,6 mm. Sólskin 0,2 stund. — LægSin er níi viS vesturströnd íslands (726 mm.) og hreyfist hratt norðaustur eftir. Hvöss norðan átt á Grændlands- hafi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðaf jörður, Vest- firðir: Suðvestan kaldi og skúrír framan af deginum, en síðan hvass norðvestan og snjóél. Norðurland, norðausturland: Hvass sunnan og dálítil rigning í dag', en snýst í vestur eða norðvestur meö snjó- éljum i nótt. Austfirðir. suöaust- urland: Hvass Sunnan og rigning í dag, en snýst í vestur og léttir til i nótt. Ólafur Þorsteinsson læknir er fimtugur í dag. Hann er Reykvíkingur að ætt og upp- nma, sem kunnugt er, og hér hef- ir hann starfað að lækningum, síö- an hann lauk námi í sérfræðigrein sinni. Hann hefir notið hinna mestu vinsælda og trausts, og eru Jxeir margir. senx eiga honum gott að launa. Eldur kviknaði í gærkveldi út frá rafmagnslögn í íbúðarhúsinu á Sunnuhvoli. Slökkviliðið fór þangað og tókst greiðilega að slökkva. Skemdir urðu ekki teljandi. 50 ára er i dag. 20. nóvember, jón Jónsson, Stóra-Skipholti, Bráð- ræðisholti. Fimtugsafmæli á í dag frú Guðrún Guðjóns- dóttir, Njarðargötu 5. Hjónaefni. Trúlofun sína lxafa opinberað ungfrú Birna Sænxundsdóttir frá Akureyri og Þorkell Þórðarson, Njálsgötu 15. Gengisskráning hér í dag: Sterlingspimd ......... kr. 22.15 Dollar ................ — 5-8SJ4 100 sænskar kr.......— 122.04 — norskar kr........— 122.04 — danskar kr........— 122.04 — jxýsk ríkismörk . . — 140.04 •— frakkn. frankar . . -— 23.19 — belgur ............... — 81.77 — svissn. frahkar .. — 114.72 — lírur ................ — 30.63 — pesetar .............. — 5°-^5 — gyllini .............. — 236.63 — tékkósl. kr.......— 17-51 íþróttakvikmynd í. S. í. var sýnd í Hafnarfirði í fyrra- kveld við ágæta aðsókn. Forseti í. S. í. flutti erindi á undan sýn- ingunni, og skýrði myndirnar. Strandferðaskipin. S ú ð i n var í Vestmannaeyjum í dag. Væntanleg hingað í fyrra- málið. Es j a var á ísafirði í morgun. ísfiskssala. Skúli fógeti seldi afla sinn í Grimsby í fyrra dag fyrir 880 sterlingspund, og Max Pemberton i gær fyrir 675 stpd. — Hafsteinn írá ísafirði hafði selt fullfermi af bátafiski fyi'ir eittthvað á 9. hundrað. stpd. Andri kom írá Þýskalandi í nótt. Tryggvi gamli er að Ixúast á veiðar. Fyrirspurnir. í Tímanum 14. þ. m. er grein- arkorn eftir frú Aðalbjörgu Sig- urðardóttur, form. skólanefndar, er heitir Nýmæli. Tvent er í þess- ari grein, sem eg vildi fá skýring- ar á. — Frú Aðalbjörg segir: „Mjólkurfélagið flytur g'eril- sneydda mjólk á ákveðnum tíma fyrir og eftir hádegi og leggur hverj.u barni glas til að drekka úr.“ Er hér átt við sérstakt glas, setn fylgi hverri flösku ? Eg hafði skilið Jxað svo, að félagið sendi mjólkina í pelaflöskum, og börnin drykkju úr jxeim. í norskum barnaskólum er venja að láta börnin drekka mjólkina gegiium strá og jxykir það gefast betur en að nota glös. í öðru lági segir í greininni: „Auk þess er það stór bagur að losast við matarlyktina úr skólastofunum, en lxún fylgir því, að börnin koma með nesti í töskum sínum, sem Jxaxx taka upp og lxorða í frímínútunum." — Mér hafði skilist. að með mjólkursopa jxessum væri verið að gera for- eldrunum hægra fyrir um að láta börnin fá holla nxjólk með nest- inu, sem ]xau hefðu með sér að heiman. —• En mér skilst að nú eigi jxessi mjólkurpeli að koma í stað nestisins, sem börnin eru vön að hafa. Getur jxað orðið álitanxál, hvort jxetta sé góð skifti. Mér er kunnugt um að mörg börn i aust- urbæjarskólanum hafa haft með sér brauðbita og nxjólk í skólann, og væri leitt, ef nú ætti að afnema nestið, úr því að börnin hafa van- ist á Jxað. Tíminn er líka langur frá 8—12 árdegis, og mörg bömin lystarlítil á morgnana. Er því nauðsynlegt, að börnin hafi með sér brauðsneið og rnjólk að heim- an, öll sem efni hafa á jxví. En hin, sem ekki geta haft með sér mjólk a'ð heiman, fá liana Jxá í skólanum, keypta eöa gefius, eftir ástæðum. Ef frú Aðalbjörg vildi skýra þetta mál, vildi eg biðja hana að gera jxað í Vísi eða Morgunblaðinu, þvi að jxau blöð sjá flestir Reykvíking- ar. Húsmóðir. Ðansleikur „Ármanns“ verður haldinu annað kveld í Tðnó. Hljómsveit Hótel íslands og P. O. Bernlxurg spila. A'ðgöngu- miðar íást fyrir félaga og gesti í Efnalaug Reykjavíkur og í Iðnó eftir kl. 4 á laugardag og kosta 3 kr. fyrir konur og 4 kr. fyrir karl- menn. Vafalaust verður þetta fjörugur dansleikur, eins og „Ár- manns“-dansleikir eru altaf, og mun jxví mega búast við húsfylli. íþ. Guðspekifélagið. Fundur í „Septímu" í kveld kl. Sy2. Lesnir verða upp kaflar úr bókinni „Jesús — mannsihs son- ur“ eftir arabiska skáldið Kahlil Gibrau. Félagsmenn mega hafa meö sér gesti. ÚtvarpiS í dag. 10,15 VeðiiiTregiiir. 16,10 Veðiirfregnir. 19,05 Þýska, 1. fl. 19.30 Veðuifregnir. 19,35 Enska, 1. fl. 20,00 Ivlukkusláttur. Erindi. (Laufey Valdi- ínarsdóttir). Ivvenrétt- indaxxiál, I\r. 20.30 Fréttir. Lesin dagskrá næstu viku. 21,(X) Gramnxófón liljómleikar. Kvartett,F-dúr eftirBeet- lioven. Óperulög: Aría Leporellos og Serenade úr óperunni Don Juan eftir Mozart, sungin af Helgc Nissen, Aría Ro- sinxx úi’Rakaritm í Sevilla eftir Rossini og Arítrr drotningar næturinnar xú’ 1. og 2. þælti óper- unnar Töfraflautan eftir Mozart, sungin af Ebbu Wilton. Jólakort sem fara eiga til Vestuvheims, þurfa helst að fara með næsta skipi svo öruggt sé að þau komi viðtakanda í lxendur í tæka tíð, A þetta er bent i auglýsingu frá lxókaverslun Snæbjarnar Tónsson- ar hér í hlaðinu í dag. Ad.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.