Vísir - 06.12.1931, Blaðsíða 5
VISIR
Sunnudaginn 6. des. 1981.
Varist dragsng Sparið eidsneyti.
Notið stormvax.
Besta og ðrnggasta þéttisgarefni sem fáaniegt er.
Til foreidra.
Vart munu þeir foreldrar til,
sem ekki vilja gera alt, sem í þeirra
valdi stendur, til aÖ verja börn sín
fyrir öllu, sem þau vita aÖ er þeim
skaÖlegt. Og allir foreldrar leggja
mikið á sig til að veita bömunt sín-
um þaö, sem þau' telja þeinr gott
og gagnlegt. En oft kemur fyrir, að
börnin biÖja um það, sem þeim
þykir mjög gott, en er þeim
samt raunar stórskaðlegt. Eitt af
]>essu er hið svonefnda sœlgœti.
Eg vil nú, kæru foreldrar, tala
ögn viÖ ykkur, í Jjessum línum, um
sælgætisát barna, hér í bænum, og
hinar ýmsu afleiðingar þess.
Þa'Ö er mjög algengt, að börn
biðja foreldra sína'um aura til að'
kaupa „gott“ fyrir. Af misskilinni
góðvild eru slíkar bænir alt of oft
uppfyltar með því að gefa þeim
5—io—25 og jafnvel 50 aura til
slíks. Fyrir þetta kaupa svo börnin
lakkrís, káráméllur, konfekt, tuggu-
gúmmí og brjóstsykur að ógleymd-
um ni'riúm ógeðslega spýtubrjóst-
sykri, sem þau koma svo oít með
í skólann.
Það er ýmislegt varhugavert við
þetta og sný eg mér þá fyrst að því,
sem, augljósast er nefnilega hinni
fjárhagslegn hlið þessa máls ; ekki
finst.mér hún þó mest verð.
Þótt barnið fái ekki nema fáa
aura í hvert sinn, þá safnast þegar
saman kemur. Það mundi best sjást,
ef sú regla væri uþp tekin á heim-
ilununt alment, að.láta alla þá aura
1 sparibauk, sem annars væru gefn-
ir barninu til sælgætiskaupa. Erlend-
is er þaS víöa siður að láta börnin
eiga sparibauka í skólainum og
láta þar þá aura, sem þeim - á-
skotnast; kénnarinn leggur það
svo jnn i bankabók þegar baukur-
iriii’ er fullur. fiarniö er skrifað
fyrir bókinni og ])að fær hana svo
með fénu í áð aflöknu fullnaðar-
prófi, og eru það oft talsverðar
upþhæðir. T. d. skal þess getið, að
skólabörn i Kaupínannahöfn hafa
stundum átt til samans svo skift
hefir nokkrum hundruðumþúsunda
í slíkum skóla-sparisjóðsbókum.
Sennilega hefði þetta fé annars
gengið að mestu til sælgætiskaupa.
Þetta er líka gott ráð, til að opna
augu barnsins fyrir gildi peninga
og kenna ]>ví að fara vel með þá
og varast óhófseyðslu. Ein hætta
getur þó legið í slíkum skóla-
sparisjóðum, og hún ler sú, að
ofurkapp komi í sum börn um að
vera mestur í að safna fé, sem
svo væri hugsanlegt. ab gæti orðið
til þess, að barnið gripi til óynd-
isúrræða til að ná fé, því börn
fylgjast vel með því hvað hver á
mikið. Þessi hætta væri útilokuð
ef heimilin sjálf annast sparifé
þeirra, og koma því á vöxtu, því
þá er enginn saman1)urður eða
metjngur til um þetta.
Eg skal, í þessu sambandi geta
þess, að árið 1925 var keypt inn
í landið• lakkrís, . brjóstsykur og
konfekt fyrir samtals kr. 120615.-
00; árið 1926 fyrir kr. 132938,00;
árið 1927 fyrir kr. 74151,00 og ár-
ið 1928 er tuggugúmmí talið með,
og voru þá þessar vörur fluttar
inn fyrir alls kr. 100381,00, eða
samtals þessi fjögur ár fyrir kr.
428085,00, sem er ya. 107 þúsund
krónur á ári að meðaltali. Það
mun ekki of í lagt að áætla, að
börn kaupi ca. helming af öllu
])essu sælgæti, og hafi því borgað
þessi 4 ár að meðaltali um 53 þús.
kr. á ári út úr landinu fyrir þetta.
Þó hefir neytslan aukist mikið síð-
an 1928, en um það eru ekki enn
til skýrslur. Ótalið er hér alt það,
sem framleitt er innanlands af
])essuin vörum, og ekki heldur tal-
in með álagning verslana, sem oft
er mikil á þessum vörum, svo að
auðsætt er, að börn eyða meira fé
i þetta en margur hyggur, og væri
því betur varið til að’ kaupa mjólk
handa þeim, eða eiga það á trygg-
um stað.
Þá er önnur hliðin á þessu máli.
Það eru áhrif sælgætisátsins á
heilsufar barna. Fá munu þau
skólabö'rn vera hér, sem ekki hafa
meira tíg minna skemdar tennur.
Sætindin eiga áreiðanlega sinn
inikla þátt í að skemma tennur
barna. Við að bryðja til dæmis
brjóstsykur koma oft sprungur
í tannglerunginn (en hann er aðal-
vörn tannanna), inn í þessar
sprungur, og á milli tannanna, setj-
ast svo sætindi, sem barnið neytir.
Sykurefnin leysast þar í sundúr og
myndast þá sýrur, sem éta tann-
beinið. Þá er tannpínan komin með
öllum sínum illu afleiðingum.
Barnið getur ekki tuggið fæðuna,
svo að innýflin ná ekki næringar-
efnunum úr henni, og líkaminn
hefir hennar ekki hálf not. Af
þessu leiðir svo ýmiskonar veikl-
un, blóðleysi o. fl. kvilla, og þá
eiga berklarnir opna leið inn i
líkamann, og þeir eru skæðasti
óvinur bamanna. Sætindaát veld-
ur líka oft rniklu lystarleysi á mat,
það er óholt fyrir lifrina og önn-
ur meltingarfæri, og leggur vissu-
lega fleiri í gröfina fyrir ár fram
en alrnent er álitið. Það má því
segja, að því fé, sem varið er til
sælgætis handa börnum, sé jafn-
framt varið til að spilla heilsu
þeirra.
Þá er síðast, en ekki síst, að
nefna áhrifin, sem sælgætisnautn-
in getur haft á siðgæði bamsins.
Það er rnjög hætt við, að þau
börn, sem neyta sælgætis að ntun,
verði blátt áfrarn nautnasjúk með
aldrinum. Annað mál er það, þótt
hörnin séu glödd stöku sinnum,
t. d. með ávöxtum, þeir eru hollir
en nokkuð dýrir. Það er vísinda-
lega sannað, að nautn sælgætis
leiðir oft að fullu út á nautna-
brautina fyrr en varir. Tóbaks-
nautnin er þá næsta sporið, og þá
oftast reykingar fyrst. Vínnautn-
in siglir svo í kjölfar tóbaksins.
Afleibingar hennar eru svo sorg-
legar, að ekki þarf að lýsa þeim,
en fátíðari mundu þær vera, ef
goldinn væri varhugi við hinum
algengasta uppruna vínnautnar-
innar, sem oft er náutn sætinda
lijá börnum. Og ekki verður því
með rökum neitað, að sælgæti
hefir á ýmsan hátt skaðleg áhrif
á sálarlíf barna.
Kæru foreldrar. Guð hefir trúað
ykkur fyrir því veglegasta starfi,
sem til er í heiminum, það er að
ala og fóstra upp bömin. Við
kennararnir eigum að vera starfs-
bræður ykkar í að ala upp börnin.
Við þurfum og eigum að vera
ykkur samtaka um að vinna þetta
starf svo vel, sem kostur er á. Það
eru vinsamleg tilmæli mín, að þið
veitið okkur kennurum þá aðstoö
sem þið getið, til að útrýma sæl-
gætisnautn barna ykkar.
„Fyrstu tár barna eru bænir, en
st eigi goldinn varhugi við, verða
þau brátt að skipunum,“ segir
Rousseau, hinn stórfeldi uppeldis-
fræðingur.
Gefið ekki börnunum sælgæti
])ótt þau grátbiðji ykkur um það
í fyrstu; því seinna kref jast þau
þess sem sjálfsagðrar skyldu.
Börnunum þykir eins vænt um
ykkur, þótt þau séu ekki með full-
an munninn af lakkrís eða brjóst-
sykri.
Munið, að það er engin velgjörð
að gefa börnum sælgæti. Fræðið
l.'örnin, á meðan þau eru ung, um
skaðsemi þá, sem þetta hefir í för
rneð sér. Munið, að sætindaátið er
hættulegt fyrir heilsu og sálarlíf
og þar með fyrir lífshamingju
harnsins, auk þess sem það kostar
mikið fé. Leggið heldur aura
i.'arnanna inn í sparisjóðsbækur
eða kaupið handa þeim mjólk fyr-
ir þá.
Síðan eg fór að starfa hér viS
barnaskólann hefi eg komið heim
til margra barna og kynst mörg-
um foreldrum. Alstaðar þar sem
eg hefi komið hafa foreldrar ver-
ið fúsir til að vinna með mér að út-
rýmingu á sælgætisáti barnanna.
Allir foreldrar, sem eg hefi talað
við, hafa verið fúsir til samvinnu,
til að grundvalla og auka, ineð
uppeldinu, velferð barnanna, og
kann eg þeim þökk fyrir það. Eft-
ir þá kynningu, sem eg hefi yfir-
leitt af foreldrum hér í bæ, þá
treysti eg þeim öllum til að vera
okkur saintaka í að útrýma þessu
böli. Þar má helst enginn skerast
úr leik.
Foreldrarnir og skólamir varð-
veita fjöregg þjóðarinnar, sem er
æskan í landinu. Ef þetta fjöregg
er brotið á skerjum skammsýn-
innar, ])á erum við bráðum úr sög-
unni sem sérstök og sjálfstæð
þjóð. Því að börnin, sem nú eru,
eiga að taka við að stýra þjóðar-
skútunni eftir nokkur ár, og það
er á okkar ábyrgð, sem ölum þau
upp, hvort við búunt þau svo vel
að heiman, að þau verði fær um
að inna af hendi hlutverk sitt í
lifinu.
Þess vegna eiga foreldrar og
kennarar að vera samtaka um,
ekki að eins að veita börnunum
fræðslu, heldur líka að ala þau
Jjannig upp, að þau verði sannir
ntenn með hraustum líkama og
gott hjarta. Ekkert ríki á dýrari
eign en þjóðina sjálfa. Öll framtíð
okkar, sent ríkis, byggist á því, að
okkur takist að ala upp þjóð heil-
hrigða á líkarna og sál.
Jón Norman Jónasson.
Pistili úr sveit.
Gamli „Vísir“, vinur minn!
Mér dettur í hug að senda þér
kveðju, en það er verst að svo lítið
getur fylgt með af fréttum. Flestir
tala um „kreppuna". En ekki getur
maður sagt — eftir vanalegum
mælikvarða mannlífsins hér á ís-
landi — að hún sé guði að kenna,
þvi að tíðin hefir verið mjög góð í
alt sumar og enda í haust líka. Og
hefði vel átt við það, sem einhver
stakk upp á í blöðunum, að út-
varpa þakklætisprédikun síðasta
sumardag. Okkur sveitabænda-
görmunum veitti ekki af að fá ein-
hverjar atvinnubætur, eins og
kaupstaðabúunum, þvi þó nóg sé
Teo FANI
er orðid
1,25 á boFðid.
að starfa, verður tiinakaupið lítið
við flesta þá vinnu sem stunda þarf
við heimilin. Hér í Grímsnesinu
góða er sauðf járræktin aðalatvinnu-
vegur flestra, en nú þurfti í haust
næstum 2 vættar sauði — eftir
gamla laginu — handa kaupamanni
um vikuna; sama hlutfall varð
með yngra féð. Til mjólkurbúanna
náum við ekki, enda hér ekki svo
iniklar kúajarðir enn, þó að tún-
ræktin sé nxikið að aukast. Eins og
nú standa sakir geta engir sveita-
bændur haldið sínu jafnvægi,
nema þeir sem eru skuldlausir og
hafa hörn sín fyrir vinnufólk, eða
á einhvern hátt geta kotnist hjá að
hafa kaupafólk og daglaunara fyr-
ir verkafólk.
Hér þykir enginn maður af
yngra fólkinu, ef hann ekki getur
komist á Laugarvatnsskólann. Mik-
il verður sú mentaöld íslands. Nú
er fleira matur en flesk, og það
sem látið verður í askana. Margir
nokkuð hafa hér móttökutæki,
einkum þó líklega í Grafningnum
— eftir búenda fjöldá — en það
þykir hálf kreppukent í haust. í
fyrravor kom hér siminn á svo
marga bæi, að við megum heita
kornnir inn í umheiminn. Það er
mikils virði í sveitum að hafa sím-
ann heima hjá sér. Auðvitað kosta
öll lífsþægindi peninga, sem búast
er við.
Við verðum, hygg eg, að haga
okkur eftir dönsku og norsku
bændunum, með það að biðja
bankana um greiðslufrest á afborg-
unum, og líklega lika á vöxtum,
þvi að margir eru mikið skuldugir,
þó að góðæri hafi rnátt heita und-
anfarið. Eg er hræddur um að
kaupgjaldið verði að lækka, ef vel
á að íara.
Nú væri tækifæri fyrir kaup-
staðafólkið, sem litla atvinnu hefir,
en máske einhvern vinnukraft, að
fá sér býli i sveit; það sýnist svo
ínargt af kaupstaðafólkinu hafa
gaman af að fara út um sveitirnar
á sumrin. Þá gæti það notið góða
loftsins og heilsusamlegrar vinnu.
Mér virðist — eftir atvinnuleysis-
skýrslunum, sem verið er að birta,
að ráð væri fyrir kaupstaðina, að
aðgæta ])etta nokkuru nánara. Það
þótti ráð, og var það, að rækta
Reykjavíkur mýrarnar, eins mætti
þétta býlin hér fyrir austan fjallið,
])ar á landið nóg löndin. — Eg á við
einkum á áveitusvæðunum. Þar
væri hægast að byrja.
Búast verður við að eitthvað
])urfi að styrkja þetta fólk — ef til
kæmi — en eg lield að það væri
ekki óheillavænlegra fyrir Reykja-
vík, en að leggja fólkinu atvinnu-
leysisstvrk i bænunt.
Svo vita allir að vinnufólk vantar
í flestum sveitum landsins, ef það
fæst fyrir hæfilegt kaupgjald. Ekki
er annað en láta fólkið hafa fénað
í kaupið, og þar með fóður fyrir
hann; svo fer það að hafa part í
ágóðanum. Þetta er nú máske tóm
vitleysa. En mest er í varið að hver
einstakur, og svo heildin, vilji
bjarga sér á heiðarlegan hátt, án
þess að gera of háar kröfur, sem
þó i sjálfu sér hafa ekkert gildi,
nema máske til að skaða fólkið,
bæði líkamlega og andlega.
Útvarpið er þarfa þing, það ef
vel er notað. En það er nokkuð dýrt
fyrir fólk út um land, þar sem ekki
er rafmagn til að nota til hleðslu,
í staðinn fyrir „batteri“, svo að
ekki sé nefndur hinn hái skattur
sem af því er. Útvarpið er enn í
bernsku munu rnenn segja. Það
kann rétt vera. En það þarf líka að
taka talsverðum breytingum, ef
það á að verða vinsælt út um land-
ið: Tungumálakenslan er góð, og
sumir fyrirlestrar auðvitað þarfir
og aðrir skemtilegir, en þó mætti
þar við bæta, en fella niður dálít-
ið af grammófónmúsik, sem er
nokkuð þreytandi, sérstaklega þeg-
ar mest af lögunum er útlent, sem
altnenningur kannast lítið eða ekk-
ert við. Að útvarpa messum á
sunnudögum, jafnvel 2 á dag ætti
að vera ánægjulegt fyrir útvai-ps-
ráðið. Eg vil varla nefna — þvi
það mun ekki þykja ntóðins nú —
að varpa út kvöldbæn, eða hugvekju
á hverju kvöldi. — Þetta ætti þó að
vera hugþekt fyrir alla presta, og
jafnvel fyrir alla kennara. En þó
að þetta væri nú ekki, þá gæti þó
•grammófónninn eins vel snúið plöt-
um með íslenskum kvæðum, og
kórsöngvum, eins og rússneskum
eða öðrum útlendum lögum og kór-
um. En sérstaklega vildi eg mælast
til, sem útvarpsnotandi, að ekki liði
svo vika hvað þá lengri tími, að
spilaður væri okkar eigin þjóðsöng-
ur. Eg vil biðja hið heiðraða út-
varpsráð að taka þetta ekki sem
neinar ávítur, heldur sem lítisverð-
ar tillögur. Leiðbeiningar má ekki
kalla það.
Útvarpsnotandi í sveit.
Perlup.
—o—
IV. hefti 1931, er nýkomið út,
prýðilega vandað að efni og frá-
gangi, eins og áður.
Þetta rit er útgefendum til
mikils sóma, tvímælalaust
vandaðasta tímarit, sem gefið
er út hér á landi, einkum hvað
snertir allan ytri frágang; efni
sömuleiðis vel valið. Og þó er
ritið ódýrt: kr. 7,50 árg., 6 hefti.
Er vonandi, að það nái svo mikl-
um vinsældum, að þáð geti
haldið áfram í sama fyrirmynd-
arbúningnum, sem verið hefir
frá byrjun.
I þessu hefti er fyrst og
fremst forsíðumynd frá Vest-
mannaeyjum, einkennilega
fögur. Þá „Frú Jörgensen“,
snotur saga, eftir Soffíu Ing-
varsdóttur, með titilmynd. —
„tsland ögrum skorið“, söng-
lag (,,dúett“), eftir Magnús
Á. Árnason. — Þá heilsíðu-
mynd: Brim við Vestmanna-
eyjar, eftir E. Eyfells. — Ágæt
grein um Vestmannaeyjar, eft-
ir P. V. G. Kolka lækni, fróðleg
og prýðilega rituð, með mörg-
um slcínandi fögrum myndum.
— Þá er eftirtektarverð saga
eftir Viclor Hugo: „Til fá-
tæki’a“, með titilmynd, og fram-
liald sögunnar „Ógnir öræf-
anna“, eftir Cursvood. — Næst
er einkennilega fögur heilsíðu-
mvnd af vatns-strók miklum, er
myndast við það, er skógartré
steypast af dráttarbraut niður i
hyldýpi (við trjáflutning). —
Þá er „Undragjáin í Utali“, lýs-