Vísir - 11.02.1932, Blaðsíða 3
VISIH
Mr Heloison tðnskáld
sextugur.
—o—
l'aö eru nú liðiu fjörutíu ár sí8-
$.n Siguröur Helgason fluttist
•vestur um háf. Á morgun veröur
hann sextugur, og því datt mér í
•hug, aS minnast hans með örfáum
•orSum. Þótt hann hafi dvaliS
.avona lengi fjarri ættjörðu sinni
munu ýmsir eldri Reykvíkingal
jþekkja hann frá æskuárunum.
Helgi Siguröur Helgason er
•faxldur i Reykjavík 12. febr. 1872.
Hann er sonur Helga sál. Helga-
sonar tónskálds og konu hans frú
-GuSrúnar Sigurðardóttur, Sóleyj-
argötu 13, hér í bæ. Siguröur er
elstur systkina sinna. Frú GuSrýn
tnó'Sir hans er nú á 83. aldursári
og lifir viS góöa heilsu, þrátt fyr-
ir hinn háa aldur.
Unr fvítugsaldur fór SigurSur
rtil Winnipeg; síöar flutti hann til
Seattle á Kyrrahafsströnd, en nú
dvelur hann í Los Angeles í Kali-
forníu. — Hann er giftur íslenskri
";konu, Ingibjörgu Jónasdóttur, og
eiga þau fjögur uppkomin börn.
Það( kom snemma í ljós-, að Sig-
urður hafði hina mestu unun af
hljómlist. í æsku mun hann liafa
þráð það nrest, a"8 geta helgað sig
'henni. En á þeim árum var dauft
hiiómlistarlíf hér í bæ og muu
ekki hafa þótt lífvænlegt að fást
við slíkt. Mér er ekki kunnugt,
hvað olli þvi, aö hann fór svo
itngur af landi burt, en löngun til
aS kynnast hljómlist hefir án efa
:átt sinn þátt i því. Fararefni hans
rnunu hafa verið fremur lítil, og
vitanlega hefir hann ekki farið
varhluta af þeim erfiðleikum, sem
orSiö hafa á vegi íslendinga vest-
an hafs, þó aö bjartsýni og trú á
HíitS hafi oröið erfiöleikuntun yfir-
sterkari.
Mörg liig eru til eftir Sigurð, en
því miðitr eru þau lítið þekt hér
heima. Hafa nokkur þeirra birst á
^rrenti vestan hafs, og tvö lög eru
æftir hann í „íslensku söngva-
-safni" : „SkagafjörSur“ og „Vor“.
Er vonandi að þess verði skarnt
Æ.S bíða, a8 lög hans veröi gefin
út. Eg efast ekki um það, að þeirn
yrði vel tekið af löndum hans.
Sigttrður er talinn ágætur söng-
stjóri og hefir oft haft söngstjórn
_á fíendi vestra. Nú stjómar hann
sænskum söngflokki og hefír hann
nýlega haldið hljómleika við góð-
.an orðstír.
Þaö er í rauninni undravert,
hvað hann hefir fengið miklu
áqrkað á þessu sviði, þegar tekið
er tillit til Jtess, að hann hefir að-
allega unnið að því í frístundum
.sínum, En starfið var unnið af
■snnri hvöt og ást til listarinnar.
Mig skortir flest til þess að
,'dæma u'm sönglög hans, og verð-
ur því litið vikið að þeini hér. En
það dylst engum, sem kynnist
þeirn, að hann ann íslandi og ís-
lendingum. Því að enda þótt hann
hafi aliö aldur sinn í annari heirns-
álfu, og eðlilega orðið fyrir áhrif-
um erlendra þjóða, þá ertt öll lög
þans við íslensk ljóð, og þá sér-
staklega ættjarðarljóð. Það er eng-
ínn vafi á þvi, að hann hefir með
hljómlistarstarfi sínu átt drjúgan
þátt i því, að treysta vináttu Vest-
ur-íslendinga til gamla landsins,
og vel sé öllum, sem að því vinna.
Sigurður er hjálpíús maður, og
munu suniir landar hans, er litils
áttu úrkosta, hafa notið þess.
Hann er hinn mesti gleðimáður og
skemtinn í hópi félaga og vina;
vel liðinn og elskaður af þeim,
sem þekkja hann best, enda er
hann mörgum þeim kostum bú-
inn, sent góðan dreng mega prýða.
Hann er enn i fullu fjöri og ung-
ur í anda. Sér lítt á honum, þótt
árin færist yfir hann.
Vinir hans setida honum kveðju
á þessttm timamótum i lifi hans, og
óska þess, að honum auðnist að
starfa lengi ennþá i þjónustu þeirr-
ar listar, sem hugtir hans hneigð-
ist að i æsku.
Z.
Esperantó.
—o—
Nýjung í tungumálakenslu.
—s—
Hinn 29. janúar lauk Þór-
bergur Þórðarson esperantó-
nániskeiðum þeim, ef hann lief-
ir haldið i barnaskólanum við
Fríkirkjuveg í vetur. 49 manns
var námskeiðin til enda af 55,
sem byrjuðu. Milli 30 og 40 af
þeim ganga inn i esperantó-fé-
lag Reykjavíkur i næstu viku.
Ivensla fór frain eftir kenslu-
aðferð Attdreo Che, sem óefað
má telja frumlegustu nýjung,
sem nokkurntíma hefir fram
komið í tungumálakenslu,
enda hefir liún livervetna hlotið
mikinn orðstír. Hér er ekki um
neina venjulega kenslu að ræða,
heldur skemtilegt samtal, sem
alt fer fram á esperanto milli
kennarans og nemendanna.
Samtalinu er þó þann veg fyrir
komið, að i því læra menn öll
meginatriði liinnar einföldu og
undraskýru málfræði esperant-
os, næstum án þess að maður
viti af því.
Aðalkosturinn við Che-að-
ferðina er þó ekki að eins sá, að
hun er miklu skemtilegri en
gamla bóklega ítroðslan, lield-
ur og hitt, að með henni læra
nemendurnir að hugsa og tala
á inálinu sjálfu. Þeir fá þannig
lifandi tilfinningu fyrir notkun
málsins. Að þvi leyii líkist Clie-
aðferðin kensluaðferð Montess-
ori. Að námskeiðinu loknu, sem
tekur 40 til 50 klukkustundir,
hafa nemendurnir lært um 800
i orð, og af þvi að esperanto cr
svo skynsamlega saman sett, þá
nægir þessi orðafjöldi til þess
að tala, lesa og skrifa einfalt
mál. Af hverjum orðstofni geta
nemendurnir sjálfir myndað
fjölda orða eftir hinum ein-
földu og undantekningarlausu
málfærðiregluin esperantos. 1
þessum möguleika til að skapa
alt að takmarkalausan fjölda
nýrra orða felast einkum hinir
miklu yfirburðir esperantos
yfir þjóðtungurnar, sem eru
mestmegnis rigskorðaðar,
stirðnaðar venjur með tiu und-
antekningum á liverri reglu,
þar sem imyndunarafl og
sköpunarlmeigð nemandans
hefir ekkerl svigrúm.
Á morgun hyrjar Þórbergur
nýtt náinskeið fyrir hyrjendur
i barnaskólanum við Fríkirkju-
veg. Námskeiðið kostar að eins
15 krónur, og er það ódýrara
tungumálanám en dærni eru til
hér á landi.
Esperanto vex stöðugt fylgi
í öllum löndum. Það hefir þeg-
ar náð svo mikilli útbreiðslu,
að á því má t. d. rita verslunar-
bréf með fullum árangri næst-
um hvert sem vera skal. Auk
þess á það miklar og góðar
bókiuentir, sem fara sivaxandi.
Og á esperanto kemur út fjöldi
blaða og tímarita. Esperanto er
orðið eins fast i sessi eins og
þjóðtungurnar. Esperanto er
undirstaða nýrrar, alþjóðlegrar
menningar.
&etm*fefafaJimtt0tttt 00 Jihttt
tavej 34 <£ím». tSOO
Fullkomnar rélar. Nýjustu og bestu litir og efni. Þaulvant
starfsfólk. Tíu ára reynsla.
Kennari.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 3 stig, ísafirði
2, Akureyri ~ 2, Seyðisfirði o,
\'estinannaeyjum 4. Stykkishólmi
2. Blönduósi 2, Raufarhöfn -í- 2,
Hóluni í Hornafirði o, Grindavík
3, Færeyjum 1. Julianehaab 6, Jan
Mayen -r- o, Angmagsalik 2,
Hjaltiandi 6, Tynemouth 3 stig.
(Skeyti vantar frá Kaupmanna-
höfn). .Mestur hiti í Reykjavík í
gær 5 stig, minstur 1. Sólskin í
gaír 3,3 st. — Yfirlit: Háþrýsti-
svæði frá íslandi til Bretlands-
eyja og Noregs. Lægð yfir vestan-
verðu Atlantshafi og Vestur-
Grænlandi. ís 5 sjómílur út af
Hælavíkurbjargi. — Horfur: Suð-
vesturland: Suðaustan kaldi eða
stinningskaldi. Lítils háttar rign-
mg. Faxaflói, Breiðafjörður:
Suðaustan gola. Úrkomulaust.
Vestfirðir, Norðurland, norðaust-
urland, Austfirðir, suðausturland:
Hægviðri. Úrkomulaust og víða
léttskýjað.
Trúlofun
sína liafa opinberað ungfr-ég
Elísabet Friðriksdóttir og Jón
Bedúelsson, Hólatorgi 6.
Þing
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna hefst í dag kl. 4 í Varðar-
húsinu og stendur yfir næstu daga.
Styrktarmeðlimum sambandsins
er heimil þingseta.
Skip Eimskipatélagsins.
Goðafoss kom til Hamborg-
ar i gær. Lagarfoss og Gullfoss
eru í Eaupmannahöfn. Selfoss
er á lcið til Antwerpen. Detti-
foss kom iil Siglufjarðar í nótt.
Brúarfoss fer annað kveld vest-
ur og norður til Stykkishólms,
Vestfjarða, Siglufjarðar og Ak-
ureyrar, snýr þar við og kem-
ur liingað aftur. Skijnð kéinur
ekki við á Húnaflóahöfnum
eða Sauðárkróki og fer ekki
til London þessa ferð.
Verkaður saltfiskur
hefir verið fluttur út í síðast-
liönum mánuði fyrir 2.206.450
krónur, og er það miklu meira en
á sama tíma í fyrra (1.323.590 kr.)
— Hinsvegar er útflutningur á
óverkuðum saltfiski miklu minni i
janúar í ár en á sama tíma í fyrra
(1931: kr. 713450. en 1932:
8500 kr.)
Botnvörpungarnir.
Tryggvi gamli kom af veið-
um í gærkveldi rneð ágætan
afla. Farinn áleiðis til Englands.
Ólafur kom af veiðum i gær-
kveldi með ágætan afla. Bel-
gaum fór á veiðar i gærkveldi.
Línuveiðarinn
Þorm óður fór á veiðar í gær-
kveldi.
Lord Talbot,
enskur línuveiðari, kom
liingað í gærkveldi frá Græn-
landi, til Jiess að fá sér kol.
Línuveiðari þessi hefir komið
hingað tvisvar að undanförnu
sömu erinda. Hefir aflað lítið
og ætlar nú að kaupa bátafislc.
E.s. Lyra
fer héðan í áleiðis lil útlanda
kl. (5 í kveld.
M.s. Dronning Alexandrine
fer héðan áleiðis til útlanda í
kveld kl. 8.
ísland í erlendum blöðum.
í Christian Science Monitor,
Boston, liefir birtst grein eftir
Þórstínu Jackson Walters, um
jólasiði á íslandi (lcelandic
Christmas customs). Greinin
er með þremur myndum. — í
The Washington Post þ. 16. des.
s. 1. er frásögn eftir Dr. Jess H.
Jackson, háskólalcennara í
ensku, en háskólakennari þessi
var liér staddur á Alþingishá-
: tíðinni. — í The Chicago Tri-
bune er grein um Reykliolts-
j slcóla þ. 17. des. s. k, eftir for-
stöðumann FB.
(FB.).
Aflasala.
Gulltoppur hefir selt ísfisksafla
í Þýskalandi fyrir 22.000 mörk.
Gengið í dag:
Sterlingspund ........kr. 22.15
Dollar . .•............— 6.45J4
100 sænskar kr...........— I24-59
— norskar kr...........— 120.57
— danskar kr...........— 121.97
— ríkismörk........... — 153.68
—■ frakkn. frankar . . — 25.55
— belgur ......• • • • — 90.0B
— gyllini ............ — 260.90
— svissn. frankar ... —• 126.06
— pesetar ........... — 49.83
—• lírur ............... — 33-6o
— tékkóslóv. kr......—- 19.21
Gullverð
íslensku krónunnar er 57.79.
Gamla Bíó
sýnir í fyrsta sinni í kveld
ágæta kvilcmynd, „Söngvarann
frá- Sevilla“. Kvikmynd þessi er
efnisfögur og ágætlega lcikin
og söngurinn í henni ágætur.
Kvikm. er í 11 þáttum. Aðal-
hlutverkið leikur Ramon No-
varro, sem allir kvikmvndavin-
ir liér hafa mætur á. Mun öll-
uin minnisstæður leikur lians i
„Ástarsöngur lieiðingjans“. Á
móti hontmi leikur Dorotliy
Jordan, ágæt leikkona. Af öðr-
um kunnuin leikurum í mynd-
inni ber að nefna þá Ernst Tor-
rence og Rene Adoree. Kvilc-
mynd þcssi er svo hugðnæm og
fögur, að hún verður án efa
mikið sótt.
X.
Allir drengir
á aldrinum 10—15 ára, sem æft
hafa leikfimi í Ármann i vetur,
eru beðnir aö mæta, vegna vænt-
anlegrar sýningar, kl. 8 i kvekl í
leikfimishúsi Mentaskólans.
Útvarpið í dag.
10.15 Veðurfregnir.
12.15 Tilkynningar. Hljómleik-
ar. Fréttir.
16,10 Veðurfregnir.
19,05 Þýska, 2. fl.
K. F. U. MJ
A. D. f u n d u r í kvekl
kl. 8y2. Væringjar annast fund-
arefnið. — Allir karlmenn vei-
komnir.
Hjólkorbá Fláamanna
Týsgötu 1. — Sími 1287.
Vesturg. 17. — Sími 864.
Jónas Bergmann,
við Skildinganesveg.
1. flokks mjólkurafurðir. Skjót
afgreiðsla. Alt sent heim.
19.30 Veðurfregnir.
19.35 Enska, 2. fl.
20,00 Klukkusláttur.
Erindi: Björn Guim-
laugsson (Guðm. G,
Bárðarson).
20.30 Fréttir.
21,00 Hljómleikar: Píanósóló.
(Emil Tlioroddsen):
Ungverslc Rhapsodia nr.
13, Pólskt lag og Nætur-
galinn, öll eftir Liszt.
21,15 Upplestur. (Ólína Andr-
ésdóttir, skáldkona).
21.35 Grammófón hljómleikar.
Kórsöngur: Chauve-
Souris-kórinn syngur:
Segðu mér, Svörtu aug-
un, Kringum heyvagn-
inn, rússneslc þjóðlög og
Rússnesk Barcarolle, eft-
ir Variamoff.
Islensk einsöngslög, Egg-
ert Stefánsson syngur:
Hvar eru fuglar, eftir
Sv. Sveinbjörnsson,
Björt mey og lirein, ísl.
þjóðlag, Invernalis tem-
poris, eflir Sv. Svein-
björnsson og Ileiðbláa
fjólan mín fríða,* eftir
Þórarinn Jónsson og
María Markan syngtir:
Kveðju, eftir Þórarinn
Guðmundsson og Svana-
söng á heiði, eftir Sig-
valda Kaldalóns,
Samkoma
á Njálsgötu 1 í kveld kl. 8.
Gjöf til máttlausa drengsins.
aflient Vísi, 3 kr. frá J. Þ.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ.
afhent Vísi, 5 kr. frá H. E.
Hitt og þetta.
—o— v
Vígbúnaður Belgíumanna.
Stjórnin í Belgíu samdi ný-
lega við breska firmað Fairey
um srníði á 60 flugvélum handa
hernum. Til þessa hafa flugvél-
ar bclgiska hersins verið smíð-
aðar í Belgíu og Frakklandi.
Samningamir við breska firm-
að hafa vakið allmikla óánægju
i Belgíu og Frakldandi.