Vísir - 11.02.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 11.02.1932, Blaðsíða 2
V I S l fí Fáum daglega: EGG, glæný frá Akranesi. Símskeyf! —o— London, 10. febr. United Press. FB. Aukakosning í Bretlandi. Aukakosning hefir farið fram í South Croydon. H. G. Williams, íhaldsmaður ldaut 19,126 atkvæði, en R. lJ. Messel 9,289 atkvæði. Aukakosningin fór fram vegna þess, að fyrverandi þing- maður kjördæmisins, Sir' Willi- am Mitchell, var aðlaður. Frambjóðandi íhaldsmanna’ hlaut færri atkvæði nú en sein- ast, en orsök þess *r talin su, að úrslitin hafi verið fyrirfram viss. London, 10. febr. United Press; FB. Edgar Wallace látinn. Símfregn frá Beverley Hills, California, hermir, að rithöf- undurinn Edgar Wallace sé lát- inn. London, 10. febrúar. United Press. FB. Aukakosning' í Bretlandi. í Christchurch, Hampshire, hefir farið fram aukakosning. Mills, íhaldsm., lilaut 23.327 at- kvæði. Dr. G. A. Smith, óháð- ur verklýðsmaður hlaut 5.135. Ashley herdeildarforingi, fyrr- verandi þingmaður kjördæmis- íns, var nýlega aðlaður, og því fór aukakosningin fram. Genf, 10. febrúar. United Press. FB. Afvopnunarráðstefnan í Genf. Grandi, utanrikismálaráðh. Italíu, hefir haldið ræðu á af- vopnunarstefnunni og tilkynt, að Ítalía sé reiðubúin að fallast á afnám stórra lierskipa, kaf- báta og flugvéla-skipa, skrið- dreka (tanks) o. s. frv. Enn fremur, að bannað verði að nota flugvélar til að varpa sprengi- kúlum á borgir, bannað verði að nota eiturgas í liernaði o. s. frv. London, 10. febr. Mótt. 11. United Press. FB. Gengi sterlingspunds. Gengi sterlingspunds, miðað við dollar, 3.441/8, er viðskifti hófust, en 3.41%, er viðskiftum dagsins lauk. New York: Gengi sterlings- punds $ 3.43%—3.42. [PpéttatíFéf úr Suður-Þingeyjarsýslu. í febrúar FB. Ágætistíð má heita að hafi verið hér fyr- ir norðan i vetur það sem af er. Dálítíll snjór um jólaléytið og fram yfir nýárið, en tók að mestu upp i janúar. — Storma- samt hefir verið með köflum og þá oftast af austri og norð- austri. Sérstaklega var mikið veður þ. 12. jan. s. 1. Ekki gerði það þó neinn verulegan skaða hér. Kaupfélag Þingeyinga hefir sameinað pöntunar- og söludeild sína nú um áramótin. Fer nú reikningslialdið í félag- 'inu að mestu leyti fram í Húsa- vík, en þó er deildarskipun ó- breytt á félagssvæðinu. Félags- mönnum hefir fjölgað mjög þetta ár og hefir nú K. Þ. mest- alla verslun héraðsins' í sínum höndum. Gpautargepð Tímans. —0— í síðasta blaði „Timans“ birt- ist uppiiaf langrar ritsmiðar, sem nefnd er: „Vér héldum heim“. Grein þessi er með öll- um einkennum þeirra ritsmiða, sem nú er alnlcnt farið að kalla „grautargerð Tímans“. Ritgerð- ir þessar eru frábrugðnar skrif- um venjulegra manna að því leyti, að þær eru um alt og' ekkert. Höfundurinn eða höf- undarnir vaða úr einu i annað, staldra livergi við, ræða ekkert málefni til hlítar, liræra öllu í eina bendu, skilningslaust og án samhengis. — Þess þarf naumast að geta, að flestir eru löngu hættir að leggja það á sig, að lesa J>essar langlokur, því að allar eru þær leiðinlegar i mesta máta, en heimskan gengur ljósum logum, berstríp- uð og roggin. Venjulega eru Jiessar rit- smiðir „Tímans“ skrifaðar í þeim tilgangi, að mannskemma og' æruméiða einhverja stjórn- mála-andstæðinga blaðsins. Er stundum tekinn fyrir einn mað- ur eða tveir í senn, en stundum margir. Ber ]>á oft við, að ætt- ingjar cru látnir „fljóta mcð“, lífs eða liðnir, ef haganlegra þykir. Mun „Tíminn“ einn um þann vopnaburð allra hérlendra blaða og sennilega allra blaða i siðuðum ] >j óðfélögum. Grein sú, sem nefnd var i uppliafi þessa máls, hlýtur að vera til orðin, er höf. hennar var sérstaklega illa fyrirkallað- ur. Það er ekki líklegt, að nokk- ur maður, sem ræður að fullu yfir skapsmunum sinum og penna, liefði látið annað eins frá sér fara. Grcinin er botnlaus elgur frá upphafi til enda. Þar örlar hvergi, svo að telj- andi sé, á heilbrigðri hugsun. Og þó að slíkt sé að vísu al- vanalegt í „Tímanum", ])á er þó liér öllu ver á haldið en að vánda. Greinin hefst á átakanlegu vonsku-nuddi út af þvi, að hæstiréttur Iiefir dæmt dr. Helga Tómassyni nokkurar bæt- ur fyrir ástæðulausan og ófor- svaranlegan brottrekstur ,frá Kleppi. Þykir það liin mesta ó- svinna, að hæstiréttur skuli liafa litið sanngjörnum augum á það mál og dæmt í því sem lög stóðu til. Er ráðist á þá Eggert Briem og Pál Einarsson af mik- illi grimd fyrir það, að J>eir skuli hafa látið sig henda slikt, þvert ofan i vilja stjórnarinn- ar, en þriðja dómarans er ekki getið. — Ruglast nú bráðlega alt fyrir höfundinum út af þessum raunum og lendir hann þá um stund hjá Estrup hinum danska. — En bráðlega losnar hann þó frá liinum danska aft- urhaldsmanni, og lendir j)á í Jæiin ósköpum, að fara að likja Magnúsi Torfasvni við •Tón Sigurðsson forseta og Jón- as Hallgrimsson skáld. Munu þeir ekki hafa sést i slikum fé- lagsskap áður. Þá kemur röðin að Guð- mundi prófessor Hannessyni, og er það einna lielst að Iionum fundið, að liann sé gáfaður maður. Fer það mjög að von- um, því að gáfur og lærdómur er eitur í „Tímans beinúm“. Þess er nú enginn kostur í stuttri Elaðagrein, að rekja öll þau undur af bjánaskap, sem haugað er saman í nefndu skrifi „Tímans“ og verður því látið nægja, að segja lauslega frá efni þess eða öllu lieldur getið nokkurra þeirra manna, sem leitast er við að svívirða. Það er orðin föst venja í þessum grautarskrifum „Tím- ans“, að ráðast á minningu Jóns heitins Magnússonar, for- sætisráðherra. Jón Magnússon andaðist 1926 og glöggum manni telst svo til, að „Tím- inn“ sé búinn að flytja milli 50 og 60 níðklausur um liann látinn. Það er óneitanlega vel að verið og búast má við, að Iialdið verði áfram enn um sinn. Þá er og Magnúsar Guð- mundssonar getið að vanda og lítl vinsamlega, en þess er lái- ið ógetið, er framsóknarmemí „gengu á eftir honum með gras- ið í skónum“ og grátbændu hann um að gerast ráðherra af „þeirra náð“. Þótti þeim Magn- ús hverjum manni betur fallinn til ráðherradóms, enda er óneit- anlega margt vel um þann mann. En hann var tregur og' upp úr því versnaði allur vin- skapur. Síðan hefir „Timinn“ ofsókt Magnús af miklum dugn- aði. Eggert Briem hæstaréttar- dómara, miklum gáfumanni og vafalaust ágætum lögfræðingi, er einkum fundið það til for- áítu, að liann hafi stundað nám hér í latinuskólanum eftir 1880 og numið lög i Kaupmanna- höfn um það leyti, sem Estrup sat þar að völdum. Fleiri sak- arefni virðist blaðið ekki liafa á hendur þessum mæía manni. Páli Einarssvni, hæstaréttar- dómara, og Þórði prófessor Sveinssyni á Kleppi, er lagt mjög til ámælis, að þeir skuli trúa þvi, að til sé annað lif eftir Jietta. Forsætisráðherrann er af ágætum kennimönnum kom- inn langt fram í ættir, og hefir sjálfur tekið vigslu. Hann hefir og þjónað þrestsembætti og boðað trúna á annað líf. Gera verður. ráð fyrir, að hann hafi trúað þvi, sem hann tók laun fvrir að kenna söfnuðum sín- um. Samt lætur ])e^si maður ])að viðgangast, að blað stjórn- arinnar, blað sem liann þefir stjórnað árum saman, hefji árásir á menn sakir þess, að þeir trúi á ódauðleik sálarinn- ar. Engum dettur í liug, að for- sætisráðherra hafi skrifað um- rædda grein, en liins ætti að mega vænta, að hann léti ekki blað sitt svívirða menn sakir þess, að þeir trúi því, að maður- inn lifi, þó að hann deyi. Næst er komið við hjá Arna prófessor Pálssyni og ausið yf- ir hann fúkyrðum vegna þess, að hann hafi litlar mætur á Guðmundi biskupi góða. Guð- niundur var mikill vandræða- maður, sem kunuugt er, og ó- þarfur þjóð sinni, ]>ó að liann væri vel gefinn um sumt og góðhjartaður. —- Er sagt að Arni hafi haldið „æsingaræðu gegn Guðmundi“ nýlega og að ræðan hafi ]x)tt ágæt. — Ræða sú, sem greinarhöf. vitnar til, var afburða-snjöll, og þess vegna er Árna nú skipað til sæt- is meðal liinna „bannfærðu“. Dr. Guðmundur Finnbogason er svivirtur fyrir ])að, að liann skuli hafa látið sér detta í liug, áð oddvitar þjóðanna, konung- ar, keisarar, forsetar, ráðlierrar og þessháttar menn, nn ndi rag- ari að leggja út í styrjaldir og manndráp, cf þeir ætti að standa í fylkingarbrjósti sjálfir og ráðast gegn kúlnaregni óvin- anna. Finst höfimdinum þetta ákaflega fráleitt, og vill sýni- lega, að þeir, sem ábyrgðina beri á ófriði og' manndrápum, feli sig' sem vandlegast meðan á „hættunni stendur“. Sýnir þetta ljóslega karhnannsþor höfundarins og skörungsskap. Mattliías Þórðarson, forn- minjavörður, er borinn þeim sökum, að hann hafi viljað „lokka“ konung vorn hingað til lands síðastliðið vor. — Menn vita nú ekki til þess, að Mattlií- as hafi gert neitt i ]æssa átt, en hitt er vitanlegt, að framsókn- armenn hafa krafist þess, að reist væri konungshöll hér á landi, og munu þoir þá liafa ætlast til þess, að konungur kæmi hingað stöku sinnum. Hér liefir nú verið getið lit- ilsháttar sumra þeirra manna, sem „Tíminn“ leggur í einelti i síðusu „grautargrein“ sinni og skal fáu við aukið. — Þess skal ]m’) getið, að enn er verið að tala um „lögreglu-lirákana", eða lögregluna, „sem mátti lirækja á“, eins og það er stund- um orðað í blaðinu, og er því nú við bætt, að lögreglan liafi haft ])að til að „flýja“. Loks bregður liöfundurinn sér „út fyrir pollinn", og minn- ist lítilsháttar á ýmsa Noregs- konunga, svo sem Harald liár- fagra, Ólaf Trvggvason, Ólaf helga, Harald harðráða o. fl. Frá Noregi leggur hann svo leið sína viðsvegar um álfuna og þylur upp nöfn margs stór- mennis. Lendir liann að Síðústu hjá Napóleon mikla.og talar þá margt spaklega og af lærdómi. Þess ber að geta, að fram- hald er væntanlegt af liinni miklu grein „Tímans“. „Graut- urinn“ er ekki mcira en Iiálf- soðinn enn sem komið er. Iiætt- an er bara þessi, að við kunni að brenna enn meira, er á líður suðuna. —- Gæli því verið liag- anlegt, að forsætisráðherra hefði þvöruna i pottinum að staðaldri, svo að grauturinn yrði ekki sangur og flokksmenn hans flökraði síður við matn- um. Hitt væri og gott, að andstæð- ingar stjómarinnar læsi þessi „grautar“-skrif „Timans“ með atliygli. Þau eru að vísu ekki sem skemtilegust, en hentug eru þau til glöggvunar og skiln- ings á bæjarbrag öllum og á- stæðum þar á „kærleiksheimili“ stjórnarinnar. Norskar loftskeytafregnir. —o— Osló 5.-9. febr. NRP. — FB. Þegar Quisling landvarnarráð- herra kom seinni hluta dags á þriðjudag á skrifstofu sína í laud- varnarráðuneytinu, nokkuru eftir vanalegan skrifstofutíma, réðist á hann ma'ður nokkur eða fleiri en cinn,- Einn þeirra gerði tilraun til þess að reka hníf í brjóst honum, en ráðherranum tókst að verja sig' fyrir árásarmanninum. Þvi næst var hann sleginn niður og pi}>ar varpað í augai honum. Misti haim, þá meðvitund og hné niður á gólf- ið. Árásarmaðurinn eöa árásar- mennirnir komust undan á flótta. Ráðherrann náði sér fljótt aftur eftir árásina og fór ])cgar til vinnu sinnar daginn eftir. Lögreglaa hefir málið til rannsóknar. 5000 króna ve'rðlaunum er heitið fyrir upplýsingar, sem leiða til þess, að árásarmaðurinn eða mcnnirmr verði handteknir. Blöðin ætla, að árásarmennirnir hafi ætlað sér aS komast f)rrir skjöl, sem snerta landvarnir ríkisins. Iiins vegar hefir rannsókn leitt í ljós, að engra skjala er saknað á skrifstofunum. Á skautahlaupunum í Lake Pla- cid ]). 4. febr. hefir þátttakendum frá Noregi gengið ver en búist var við. í fyrsta 500 metra hlaupi varð Linclboe nr. 4, Engestanges og Haakon Pedersen nr. 4 og 5 í ])riðja hlaupi. Bernt Evensen vana í öðru hlaupi og komst í loka- hlaupið með 3 Canadamönnum og 2 Bandaríkjamönnum. Bandaríkja- maðurinn Shea vann á 43.4 sek. Bernt Evensen varð nr. 2. — ,í 5000 metra hlaupunum stóöu þeir sig svo veí, Ballangrud og Even- sen, að þeir komust i lokahlaupið. Jaffer varð fyrstur á 9,40,8, Ball- angrud nr. 3 og Evensen nr. 6. Osló 6. febr. NRP. — FB. Svalbarða-skrifstofan tilkynnir, að íeiðangur Finns Devold, sena fór til Grænlands á mótorskútunni „Heimer“, hafi í sumar sem leið sest að sunnarlega á austurströnd Grænlands. Devold hafði með séir 400 watta radiostöð, en ])að leiö langur tími uns samband náðist við stöð hans, en það hefir nú tek- ist. Devold hefir komið upp tutt- ugu húsum þarna í fjörðunum. Stöð Devolds er um það bil miðja vega milli Angmagsalik og suður- odda Grænlands. Stöðina kalla þeir Finnsbu. Læknir Quisling landvarnarráð- herra hefir skijiað honum að vera í rúminu um skeið, vegna þess að fótavist geti verið honum skaðleg, fyrr en hann hafi náð sér alveg eftir árásina. Líðan ráðherrans er ])ó.góð eftir atvikum, en þaö kom í ljós, er hann ætlaði að fara tö vinnu eins og ekkert hefði í skor- ist, að hann þoldi það ekki. Samkvæmt fregn í Dagbladet hefir stjórn Norges Bank ákveðið að leggja 50 miljónir króna í Norske Creditbank og Bergerrs Privatbank. Málið verður tekið fyrir í Stórþinginu. í 1500 metra skautahlaupunuuB í Lake Placid varð Shea fyrstur á 2,47,5. í 10.000 metra hlaupunum varð Ballangrud nr. 2 í fyrsta hlaúpi, Evensen nr. 3 í öðru hlaupi. Vegna óeiningar hvort taka skyldi gilda þátttpku Canada- mannsins Steack var ákveðið að keppni í xo.ooo metra hlaupi skyldi fara fram á ný í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.