Vísir - 19.02.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 19.02.1932, Blaðsíða 3
VlSIR ■■ 1————— " 1 Mgasti og dýrasti ? Er þaö til þess ,atS vera sérstakir í okkar röð á ;þvi sviði, eða hvað? Eg var á aðalfundi Slysavama- félagsins sunnudaginn 14. þ. m. og 'hlýddi þar á ræður um skipa- skoðun og furðaði mig á, að eng- inn skyldi minnast á hinn óheppi- lega skoðunartíma, en á öðru furð- aði eg mig meira og var það hinn fámenni hópur, sem þar var stadd- iir. Þetta er þá allur áhuginn fyrir ■jnannúðarverkum þeim, sem Slysa- varnafélag íslands hefir með jiöndum, að, af töldum 3000 fé- lögum mæta um 30 á áðalfundi þess. Áhuginn hefir sýnilega jninkað síðan á stofnfundinum í Bárunni og er það illa farið þeg- ar um björgunarmál þjóðar ræðir Og engum til sóma að bregðast þcií. Reykjavík, 17. febr. 1932. Sveinbjörn Egilson. --- ■■■uaat'i— ----- I. O. O. F. 11321981/4 — Fl. VeÖrið í morgun. Hiti í Reykjavík -f- 2 stig, ísafirði —7, Akureyri -^3, Seyð- isfirði -f- 3, Vestmannaeyjum -h 1, Stykkishólmi -f- 4, Blöndu- «si -f- 4, Raufarhöfn -f- 6, Hól- som í Hornafirði -f- 1, Grinda- vik -f- 2, Færeyjnm 5, Jnliane- haab -=- 3, Jan Mayen -f- 14, Angmagsalik -f- 10, Hjaltlandi ;6, Tynemouth 0 stig. (Skeyti vaníar frá Kaupmannaliöfn). Mestur liiti í Reykjavílc í gær 3 &tig, minstur -f- 2 stig. Úrkoma 0,2 mm. Sólskin 0,1 st. Yfirlit: Hæð frá íslandi suðaustur um Bretlandseyjar. Lægð suður af Grænlandi, Iireyfist norðaustur eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: Stilt og víðast bjart veð- ,ur. Sennilega sunnanátt og þíð- viðri á morgun. Norðurland, norðausturland, Austfirðir, suð- .austurland: Stilt og víðast bjart veður. X)r. Max Keil heldur áfram háskólafyrirlestr- ■nm sínum og talar í kveld kl. 6 um .Schiller. Trúloíun sína opinberuðu 6. þ. m. ungfrú Sigríður Þórarinsdóttir og Krist- ján Þorsteinsson, Hverfisgötu 85. fGengio í dag: Rterlingspund ...... kr. 22.15 Ðollar ............. — 6,44 T00 sænskar kr......—- 123,80 — norskar kr......— 120.45 ■— danskar kr......— 121,97 ..— ríkismörk...... — 152,89 — frakkn. frankar. — 25,49 -■— belgur ........ -— 89.83 — gyllini ......... — 261,26 •— svissn. frankar — 125,94 pesetar...........— 50,01 — lírur............ — 33,72 — tékkósl. kr.....— 19,21 Gullverð íslensku krónunnar er í dag .07,94. Bkátafélagiö „Ernir“. í tilefni af 75 ára afmæli al- heimsskátahöfðingjans Lord Bad- en Powell of Gilwell, stofna Ernir jil sameiginlegrar kaffidrykkju meðal félaga sinna mánudaginn 22. þessa mán. kl. 8J4 síðd. hjá frú Theódóru Sveinsdóttur. Félagar .tilkynni þátttöku til sveitarfor- jngja síns fyrir hádegi á mánudag. Mötuneyti safnaðanna. í gær mötuðust 100 fullorðnir og 71 bam. » E.s. Selfoss er á leið hingað til lands. E.s. Brúarfoss var á Siglufirði í gær. E.s. Suðurland fór til Borgarness í inorgun. G.s. ísland kom frá útlöndum i morgun. Aflasölur. Skallagrímur hefir selt liðlega 4000 körfur ísfiskjar, í Bretlandi, fyrir 690 sterlingspund. Otur hef- ir selt ísfiskafla fyrir um 300 sterlingspund. E.s. Dettifoss er á útleið. E.s. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn i fyrra- málið. E.s. Goðafoss kemur til Vestmannaeyja í íyrramálið. E.s. Lagarfoss fór frá Leith þ. 17. þ. m. áleiðis ti! Austfjarða. M.s. Dronning Alexandrine lcorn til Kaupmannahafnar kl. 12 í nótt. Barnaskemtun heldur glímufélagið Ámrann á sunnudaginn kl. 2 í Iðnó eins og auglýst var hér í blaðinu i gær. Verður þar margt til skemtunar svo sem: fimlcikasýningar telpna og drengja, kappglíma hjá drengj- um, bændaglíma, danssýning, hljómleikar og karlakórssöngur og að lokum verður dansað til kl. 6. Skemtun þessi er aðallega fyrir börn og unglinga en þó einnig fyrir fullorðið fólk. Aðgangur er ínjög ódýr, kostar 75 aura fyrir börn og 1,50 fyrir fullorðna og fá félagar þá fyrir sig og gesti sína í Efnalaug Reykjavíkur. Á. Aðalfundur K. R. var haldinn í K. R.-húsinu á þriðjudagskveldið. Var liann mjög fjölmennur. Stjórnin gaf sltýrslu um starf félagsins, fjár- hag þess og hússins. Sýndi liún viðburðaríkt starf, sem unnið var af miklum dugnaði stjórn- arinnar, enda þökkuðu fundar- menn henni það einróma. Guðm. Ólafsson var kjörinn lieiðursfélagi K. R. i einu hljóði fyrir langt og mikið starf í þágu félagsins. Samþykt var nálega í einu hljóði vantraustsyfirlýs- ing á stjórn í. S. í. og meiri hluta laiattspyrnuráðsins fyrir dóm þeirra á 2. fl. haustmótinu. Samþylct voru ný lög fyrir fé- lagið í einu hljóði. Kristján L. Gestsson, hinn framúrskarandi dugmikli formaður K. R., sagði nú af sér formenskunni. Hefir hann gegnt formannsstörfum í 9 ár, en verið samtals 13 ár i stjórn félagsins. úndir forustu hans er K. R. orðið eitt voldug- asta og besta íþróltafélag lands- ins. (Hlaut þann titil á siðasta allsherjarmóti). Enda hefir liann unnið fyrir félagið af mik- illi ósérplægni, svo slíkt mun einsdæmi í íslensku íþróttalífi. Einnig sagði Sigurjón Péturs- son af sér stjórnarstörfum, sem hann hefir gegnt í nokkur ár með mikilli prýði og notið ó- skifts traust allra Ii. R.-manna. Þeim var báðum þakkað starf- ið af fundarmönnum með margföldu húrra. Formaður var kosinn Guðm. Ólafsson knatt- spyrnukennari. Meðstjórnendur voru kosnir: Elísabet Isleifs- dóttir, Torfi Þórðai-son, Björg- vin Schram, en fyrir eru i stjórninni Erlendur Pétursson, Carl Schram og Sigurður Hall- dórsson. í varastjóm voru kosn- ir: Magnús Guðbjörnsson, Hans Kragh, Ingvar Ólafsson. Fram- kvæmdarstjóri K. R.-liússins var kosinn Kristján L. Gests- son og gjaldkeri hússins Jó- hannes Loftsson. í húsnefnd voru kosnir: Ólafur Níelsson, Nikulás Jónsson, Ólafur Guð- mundsson, Daníel Gislason, Björgvin Jónsson. Endurskoð- endur voru endurkosnir: Eirík- ur Leifsson, Ben. G. Waage. Félagar K. R. eru rúmir 1500 að tölu. S. Útvarpiö í dag. 10,15 Veðurfregnir. .12,15 Tilkynningar. Tónleikar. Fréttir. 12.35 Þingfréttir. 16,10 Veðurfregnir. 19,05 Þýzka, 1. flokkur. 19.30 Veðurfregnir. 19.35 Enska, 1. flokkur. 20,00 Klukkusláttur. Erindi: Aldahvörf í dýi'a- rildnu, X. (Árni Frið- riksson). 20.30 Fréttir. Lesin dagskrá næstu viku. 21,00 Grammófóntónleikar: Forellen-Quintett, eftir Schubert. Sönglög eftir Schubert, sungin af Alexander Kip- nis. Grímudansleik heldur Félag ungra jainaðar- manna þ. 27. febrúar n. k. þar spilar hin góökunna hljómsveit Hótel íslands. Menn eru ámintir um að tryggja sér aðgöngumitia í tíma. Sjá augl. í bla'Sinu x dag. Samkoma í Betaníu kl. 8)4 í kveld. Allir velkomnir. Sagan af Trölla-Elínu. Stgr. Th. þýddi. —o— Framh. Nú voru liðnir þrír dagar og ekki kom Trölla-Elín. Þá varð Argilusi þungt í skapi og réð hann af að fara á fund hinna þriggja mága sinna, ef liann mætti nokkurs vísari verða lijá þeim, livað af henni væri orðið. Hann kemur til sólkóngsins og ekki fyr en um kvöldið; var þá sólkóngurinn að eins nýkominn lieim. „Kom lieill, mágur,“ mælti sólkóngurinn. „Æ, nú er illa komið mágur,“ sagði Argilus, „eg er allstaðar að leita að Trölla-Elínu konu minni, veist þú eklterl uni hvar liún er niður komin?“ Hefirðu hvergi séð hana?“ „Nei,“ svarar sólkóngurinn,“ „eg hefi hvorki heyrt liana né séð, en vera má að hún láti ekki sjá sig nema á nóttu, og er þá næst að þú spyrjir mág okkar, mánakónginn.“ Snæddu þeir saman um kvöldið og fór Argilus því næst að finna mánakónginn. Hann kom til hallar hans í það mund er hann ætlaði að hefja nætur- göngu sína og tjáði honum vandræði sin. „Hvergi hefi eg séð liana,“ svaraði mánakongurinn, „en komdu nú og við skulum vera á reiki saman í nótt. Það er ekki Háttvirtu hfismæðnr! Eins og að undanförnu, er besta try gg ingin fy rir að yðup liki kaffið, að það sé í blápöndóttu pökkunum frá Kaffibrensiu 0 Johnson & Kaaber. æææ æææ æææ æææ að vita nema við komum auga á hana einhversstaðar.“ Þeir gengu alla nóttina, en urðu hvergi varir við Trölla-El- inu. Þegar komið var undir morgun, segir kóngurinn: „Nú verð eg að fara lieim, en þarna kemur stormkóngurinn mágur okkar; talaðu við hann, það gæti verið að hann hefði séð hana, því liann er allstaðar og smýgur inn í hverja holu.“ I sama vetfangi stóð storm- kóngurinn lijá þeim og er liann heyrði hvað það var, sem Argil- us var hugur á að vita, þá mælti hann: „Já, víst veit eg livar hún er niður komin. Eldkóngurinn Hólófernes heldur henni ánauð- ugri i lielli nolckrum neðanjarð- ar; þar verður hún að þvo eld- húsgögn lians í logandi læk; það er ákaflega heitt á henni þar neðra og mörgum sinnum liefi eg andað að henni svala.“ „Fyrir það kann eg þér kæra þökk, mágur,“ mælti. Argilus,“ en flyttu mig til hennar eins fljótt og þú getur.“ „Það er guðvelkomið,“ ans- aði stormkóngurinn, tók að j blása og þaut af stað með Argil- | us og var liann óðara korninn ■ með hest sinn að hellinum. Yarð ; Trölla-Elín svo fegin, er hún sá j hann, að hún misti ketilinn, sem hún liélt á, niður í logandi læk- ' inn, en Argilus hafði engin orð heldur kipti liann konu sinni upp til sín og þeysti burtu eins hart og hesturinn gat farið. Eldkóngurinn Hólófernes var þá staddur í herbergi sínu og heyrði voðahark í liesthúsi sínu. Hann fer þangað ofan og sér að Fægarot hestur hans prjónar upp hneggjandi, gnagar jötuna og stappar liófum i gólf- ið. Fægarot var ólíkur öllum hestum öðrum, hann skildi manna mál, var sjálfur máli gæddur og hafði níu fætur. „Því læturðu svona, eins og þú sért vitlaus?“ kallar Holó- fernes, „hefirðu ekki fengið nægju þína af lieyi og höfrum eða hafa þeir gleymt í dag að brynnaþér?“ „Nægju mína liefi eg fengið af liöfrum og heyi og brynt lief- ir mér verið,“ svaraði Fægarot, „það er elcki það, sem að er, en Trölla-Elin hefir verið brott numin.“ Þá reiddist eldkóngurinn svo að skeggið dúði og hristist, en Fægarot sagði: Skirteini afgreidd á laugar- dag, kl. 5—8. STJÓRNIN. Aðkomnmaðnr spyr: Hvar á eg að drekka = Borða MlðdeglsYeröIrm. Kaupa .... Somrt brauð. Bæjarmaður ssarar: Hjá HEITT & EALT Sími: 350. Opið kl. 8 til 11 Yx. (Inngangur við Veltusund) Tveir réttir matar á eina krónu, allan daginn. Smurt brauð, íburðarmik- ið eða lítið eftir óskum, sent út um allan bæ. — Engin ómakslaun. — ► ◄] „Vertu rólegur, þér er óhætt að borða og drekka, enda að fá þér dálitinn dúr, taki eg þrjú stökk að eins, þá liefi eg náð þeim.“ Holófernes gerði eins og liest- urinn sagði, og er liann hafðí hrest sig og hvílt sig, varp hann sér á bak Fægarot og sem hann hafði tekið þrjú stökkin hafði hann náð Argilusi, reif Trölla- Elínu úr fangi hans og kallaði í þvi er hann sneri við liestinum: „Þess skalíu njóta, að þú los- aðir mig úr böndum og þvi drep eg þig ekki að þessu sinni, en komir þú fyrir nún augu í ann- að sinn, þá verður það þinn bani.“ Argilus fór nú hryggur á fund hinna þriggja mága sinna og sagði þeim alt sem var. Mág- arnir þrír báru saman ráð sín og sögðu að lokum: „Þú verður að fá þér hest, sem er enn þá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.