Vísir - 06.06.1932, Blaðsíða 3
V 1 S I R
rúmið“ er samskonar saga, af
manni sem altaf er á flugi og
ferð, sem sögumaðurinn er al-
staðar að reka sig á, en þráir
heim til að deyja þar. fslend-
ingar eru út um allan heim.
Alt af er það liið sama sem ein-
kennir þá, sterk heimþrá, eða
föðurlandsást; ást á moldinní
þar . sem þeir ólust upp; sú
jnold er eini staðurinn, sem
þeir geta dáið á.
IV.
Öþolinmæði þykir mér vera
gimsteinninn í sögusafninu.
Hver maður sem einhverju vill
koma í framkvæmd þekkir það
að stappa í jörðina til þess liún
snúist fljótar, og eitthvað
heldur beri við. Fyrir hvern
Revkviking er sagan hreina
gull, þvi hún lýsir Reykjavík
fyrir hðugum 25 árum þegar
Eiríkur E. Harold fór þaðan
15 ára, sendur af föðurlandinu
á varasveitarsjóðinn í Kanada,
og hann sér allan sinn lieim
hverfa, af þilfarinu á gufuskip-
inu „Laura" og sór þess eið
með því að bita á jaxhnn að
koma ríkur heim aftur í bæinn
i Skuggahverfinu Reykjavik.
Þessi „kotbær þar sem liver
þekti annan og vissi ....
tivaða fress væri faðir að ketl-
ingum hverrar læðu í bænum.“
Sagan er innileg lýsing af sjálfs-
afneitun fátækrar sjómanns-
ekkju fyrir Eiríki meðan hann
var að vaxa upp.
Hann kemur aftur eftir 25
ára brennandi óþolinmæði og
er þá með „Gullfossi“. Batterí-
ið er liorfið og hann bhknar við.
Pollarnir eru farnir úr Austur-
-strætinu, og bærinn raflýstur.
Hann leitar í Skuggaliverfinu.
Þár sem bær móður lians stóð
er nú þrílyft steinhús. Hann
ætlaði að sökkva í jörðina af
vonbrigðum. Hann* var orðinn
miljónaeigajaíii og fór á gisti-
húsið. „Færið þið mér hangi-
kjöt.“ — Hangikjöt er ekki til,
svaraði þjónn, en taldi upp
ýmsa rétti á frönsku með
,, Y atna j ökuls-f ramb u rði“, því
hann gat lesið í andliti gest-
anna hvað mikið var í peninga-
huddunni. „Færið mér ein-
hvern fjandann“, sagði Harold,
og þegar það kom, spurði hann
þjóninn að hvajð það kostaði,
og livar kirkjugarðsvörðurinn
byggi. Þjónninn svaraði því.
Mi'. Harold lagði 100 kr. seðil á
borðið til að borga með. Þeir,
sem ganga út í hans erindum
og hafa fullar hendur fjár eru
oftast örlátir.
Endirinn á sögunni grípur
lesandann um lijartað eins og
endirinn á sumum stuttu sög-
unum hans Bret Harte gerði
fyrir 40 arum.
Frágangurinn á útgáfunni er
vandaður.
Indr. Einarsson.
Norskar loftskeytafregnir.
—o---
NRP., 1. júni. FB.
Brandt prófessor lést á rílcis-
spítalanum í gær. Banamein
Jians var lungnabólga.
NRP., 1. júní. FB.
Fregnir frá Stokkhólmi
herma, að vixlar að upphæð kr.
Ö0.575.000 liafi verið afsagðir í
gær. Einn víxlanna var að upp-
hæð 575.000 kr., en liver hinna
1.000.000 kr. — Útgefandi víxl-
anna var Ivar Kreiigcr, en sam-
þykkjandi Kreuger & Toll, sem
•er gjaldþrota.
II Bæjarfréttir fl
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 10 stig, ísa-
firði 15, Akureyri 16, Seyðis-
firði 9, Yestmannaeyjum 9,
Stykkishólmi 9, Hóliun í Horna-
firði 10, Færeyjum 12, ,luli-
anehaab 8, Jan Mayen' -f- 0.
(Skeyli vantar . frá Blönduósi,
Raufarliöfn, Grindavík, Ang-
magsalik, Hjaltlandi, Tyne-
moutli og Kaupmannahöfn).
Mestur hiti hér í gær 11 stig,
minstur 8. Úrkoma 0,0 mm.
Yfirlit: Grunn lægð um Jan
Maven á liægri hrevfingu aust-
ur eftir. Hæð fyrir suðvestan
land. Horfur: Suðvesturland:
Norðvestan kaldi. Úrkomulaust.
Bjartviðri austan til. Faxaflói,
Breiðafjörður: Vestan gola. Úr-
komulaust. Vestfirðir, Norður-
land, norðausturland, Austfirð-
ir, suðausturland: Vestan gola.
Víðasl bjartvirði.
87 ára
ver'ður á morgun Guðrún Frið-
finnsdóttir, Miðstræti 4.
Trúlofuii.
Síðastliðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Þóra
Pálsdóttir, Grettisgötu 33, og Sig-
urjón Sigurðsson, Akbraut á Akra-
nesi.
Gengið í dag.
Sterlingspund .......... kr. 22.15
Dollar ................. — 6.oi)4
100 ríkismörk .......... — 142.82
— frakkn. fr............— 23-97
-— belgur .............. — 84.06
— svissn. fr............— 118.19
-— lírur ............... — 3I-I7
— pesetar ............. — 50.05
— gyllini . ........... — 244.80
— tékkóslóv. kr.....— 18.03
— sænskar kr. ......... — 113.90
—- norskar kr............— 110.81
— danskar kr............— 121.04
Gullverð
ísl. krónu er nú 62.04.
Haraldur Sigurðson,
pianósnillingurinn góðkunni,
var meðal farþega á Gullfossi
síðast. Hann lieldur hljóm-
leika í Gamla Bíó annað lcveld.
Verða þeir vafalaust vel sóttir,
því Haraldur er afburða snill-
ingur í sinni grein.
Skemtiför um Snæfellsnes.
Nemendur 5. bekkjar Mentaskól-
ans eru á skemtiför um Snæfells-
nes þessa dagana. Fóru þeir héðan
si'ðastliðinir föstudag, sjóleiðis til
Borgarness, en þaðan var fer'ðinni
lieitið til Stykkishólms. Gert var ráð
fyrir, að þeir yrði að heiman hálfs-
mánaðar tima. Pálmi rektor Hann-
esson er með í förinni. í gær sím-
uðu þeir hingað og létu hið.besta
j'fir fer'ðalaginu.
E.s. Gullfoss
fer anna'ð kveld kl. 8 vestur og
norður.
E.s. Goðafoss
fór frá Hamborg þ. 4. júni.
E.s. Súðin
kom úr hringferð í dag.
E.s. Deítifoss
kom hingá'ð í gærkveldi a'ð vest-
an og norðan.
E.s. Lagarfoss
kom til Leith síðastliðinn laugar-
dag.
E.s. Selfoss
fór frá Leith 3. júni.
G.s. Botnía
fór hé'ðan á laugardagskveld.
OPEL
Bíllinn, sem þúsundir manna hafa beðið eftir.
OPEL er lítill bíll, en þó nokkru stærri en þeir
smábílar, sem liér þekkjast. Þetta er rétti billinn, bú-
inn öllum kostum stærri bíla, sérlega fagur og vand-
aður, ódýr í rekstri og auðveldur með að fara.
OPEL vinnur vel, vélin gengur titringslaust og
bregður skjótt við. Hvílir í gúmmíklossum á fjórum
stöðum. Stimplar úr léttum málmi.
Blöndungurinn blandar bensín og loft ávalt í rétt-
um hlutföllum, þó ökumaðurinn gleymi að stilla inn-
sogið á verkfæraborðinu. Vegna þessa fer aldrei skökk
bensínblöndun inn í vélina og getur ekki valdið
skemdum.
Bosch startari og kveikja, sjálfstillandi rafkveikja.
Þrjú gír áfram, eitt afturábak. Grind með sex þver-
bitum. Heilfjaðrir að aftan og framan úr Chrome-
Vanadium stáli, olíufyltir hristingsliemlar. Fóthemlar
á öllum hjólum, handhemill bak við gírkassann. Ben-
sín-geymir að aftan, bensínpumpa liægra megin vélar-
innar. Lugtir af nýjustu gerð, stefnuljós, sjálfvirkur
rúðuþurkari, liraðamælir, olíumælir, bensínmælir, raf-
kveikja læst með lykli, fullkomið verkfærasett o. fl.
Gúmmíst^rð 26x4.00, stáldiskalijól. Vinstrihand-
arstýri. Hemlar og allir ganglimir innilokað og vatns-
og rykþétt.
OPEL er til af sjö gerðum, þar á meðal einkar
handhægir bílar til léttra flutninga.
OPEL fæst einnig af stærri tegund, en er ódýrari
en sambærilegir bílar.
Aðalumboð fyrir ísland:
JÓH. ÓLAFSSON & CO., Hverfisgötu 18,
Reykjavík.
Símar: 584 og 1984.
Munið, að OPEL er bygður hjá General Motors, stærsta
og langöflugasta bifreiðafélagi i heiminum. — Það er
besta tryggingin.
Þaö ep ótrúlega audvelt
að útrýma flugum, möl og kakalökum með „K. 0.“-skor-
dýraeitrinu frá
Melga Maguiissyui & Co.
Farþegar á Gullfossi
voru m. a.: Haraldur Sigurðs-
son píanóleikari, Óli Vilhjálms-
son, J. S. Kvaran, Einar 01-
geirsson, Einar Marlcan, Helgi
Pétursson og frú, A. Oben-
liaupt, ungfrúrnar Jórunn Jó-
hannesdóttir, Lára Kristins-
dóttir, Guðrún Þorkelsdóttir,
Oddný Jónsdóttir, Kristjana
Guðmundsdóttir o. m. fl.
óðinn
kom í fyrrinótt með margt
farþega. Lauk hann við hring-
ferð Esju, er liún strandaði á
Breiðafirði á dögunum.
Botnvörpungarnir.
Egill Skallagrímsson og Gull-
toppur komu af veiðum i morg-
un með ágætan afla. Otur býst
á veiðar. Mun nokkur hluti afl-
ans verða frystur.
Sementsskip
kom liingað í gær til H. Bene-
diktsson & Co.
Viðtalstími
fyrir barnshafandi konur,
sem ætla að leggjast á Land-
spítalann, er á miðvikud. kl.
4—5.
Allir K. R.-menn,
sem ætla að taka þátt í frjáls-
um íþróttum á allsherjarmót-
inu 17. jiiní, eru beðnir að
sækja fund, sem haldinn verður
i kveld kl. 9% í K. R.-húsinu.
Heimsóknartími
Landspitalans er á virkum
dögum kl. 3—4, á helgum dög-
um kl. 2—4. (Aðeins 2 lieim-
sóknir í einu til hverrar sæng-
urkonu).
Guðrún Halldórsdóttir,
ljósmóðir, er flutt á Þórsgötu 19.
Simi 1419. Sjá augl.
Útvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tónleikar: — Alþýðulög
(Útvarpslcvartettinn).
20,00 Ivlukkusláttur.
Lúðrasveit Reykjavíkur.
Grammófón: Vals í Cis-
moll og Etudes í F-moll
og Ges-dúr, eftir Chopin,
leikin af Brailowsky.
20.30 Fréttir.
21,00 Músik.
„Knock onf
Merkileg nýjnng!
Skordýra-eitnr.
Lengi hafa menn staðið varnar-
litlir gegn þeini aragrúa af skor-
kvikindum, sem sækja vill i liíbýli
manna og veldur þar hæði heilsu-
tjóni, eignatjóni og óþægindum. Til
skams tíma hafa það aðallega ver-
ið flugur og melur, sem á þennan
hátt hafa angrað okkur íslendinga,
en þó hefir í seinni tíð bæst við
þriðja plágan og sú versta, sem sé
kakalakarnir. Gegn þeim - hefir
margra ráða verið leitað og sum
þeirra hafa bakað bæði einstakling-
um og þvi opinbera ærin útgjöld.
En nú hafa efnafræðingarnir leyst
vandkvæði þetta, og eru það ÞjóS-
verjar, sem hér eins og svo oft ella
hafa höggvið Gordionsknútinn. Þeir
hafa fundið upp ódýrt meðal, sem
á einfaldan hátt útrýmir ófénaSin-
um. MeSalið er duft, sem nefnist
„Knock Out“.
Hér er um engan hégóma a'ð ræða,
heldur uppgötvun, sem búið er a'ð
þrautreyna undir hinu strangasta
eftirliti, og fjöldi opinherra vottorSa
hefir verið gefinn út um það. K. O.
duftið heyrir nú til fyrirskipaðs út-
búnaðs á skipuni þýska verslunar-
flotans, auk þess sem það er a'ð
komast i almenna notkun í lieima-
húsum, sjúkrahúsum, matvörubúð-
um o. s. frv. Skordýraeitrið Iv. O.
er selt í sprautu-öskjum úr pappa.
Skal stinga með nál ofurlítiS gat á
framhlið (odda) öskjunnar þar sem
merlii er sett til leiðbeiningar. MeS
þvi að taka svo öskjuna milli þum-
alfingurs og vísifingurs á sama hátt
og litla oliusprautu, má láta duftið
gjósa úr henni á líkan hátt og
þegar rýkur úr fýsisvepp. Eftir
notkun er svo límt bréf (t d. frí-
merkjajaðar) yfir gatið svo að duft-
ið tapi sér ekki.
Þegar útrýma skal kakalökum,
maur, flóm, eða öðrum slikum ó-
fögnuði, er K. O.-duftinu stráð í rif-
ur á veggjum og gólfi eða aðra felu-
staði, þar sem kvikindi þessi liafast
við og timgast. Ivakalakarnir skríða
þá strax fram úr fylgsnum sinum,
velta á bakið og eru farnir veg allrar
verald.ar eftir 5—10 mínútur.
Til þess að útrýma flugum og mýi
er henlugast að hlása K. O.-duftinu
í glugga eða aðra verustaði slíkra ‘
skorkvikinda, og eflir 5—10 mínút-
ur liggja kvikindin steindauð um
alt lierbergið. Er hér um stórmerki-
lega pýung að ræða, vegna þess aS
ónauðsyniegt er að eltast við' a'ð
sprauta á sjálf skorkvikindin, held-
ur að eins á þá sla'ði, sem þau lialda
sig heist á.
Til varnar gegn mel skal strá
K. O.-duftinu i falna'ð, loðföt, dúka,
(teppi), stoppuð húsgögn og annaS
slikt. Dufti'ð skemmir liluti þessa
ekki hið allra minsta og ekki er
erfiðara aS bursta það af en hvert
annað ryk. Líka má auðveldlega
svæla melinn út. Lsetur maður þá
kolaglóð á skóflu, stráir þar yfir
innihaldi einnar öskju og lætur sí'ð-
an reykinn upp af þvi leggja inn i
klæ'ðaskápinn, undir sófann o. s,
frv. Reykurinn er til litilla óþæg-
inda og hverfur hrátt út í loftiS í
herberginu.
K. O.-duftið fæst i lieildsölu og
smásölu hjá Helga Magnússyni &
Co., Hafnarstræti 19, og er sent
gegn eftirkröfu hvert á lánd sem er.
Inc.
Ráðleggingarstöð
fyrir barnshafandi konur,
Bárugötu 2, opin fyrsta þriðju-
dag i liverjum mánuði frá 3—4.
Ungbarnavernd Liknar, Báru-
götu 2, opin hvern fimtudag og
föstudag frá 3—4.
Sundnámskeiði I. S. í.
lauk 31. f. m. Nemendur
mótsins voru alls 41 og vi'ðsveg-
ar að af landinu. Þó námskeiðið
stæði að eins yfir mána'ðartíma,
varð árangurinn mjög góður.
Af námskeiðsmönnmn fengu
21 skírteini fyrir sundkuimáttll
sína. — (í. S. I. — FB).