Vísir - 19.06.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 19.06.1932, Blaðsíða 3
VI8IB mætti álíta, að við væmm öll liðléttingar, og þá væri það ein- mitt höf. sjálfur, sem væri far- ánn að „lítilsvirða“ okkur. Geti höf. ekki nefnt nöfn, eða fært rök fyrir þvi, sem liann segir um þetta, þá verður það skoðað sem sleggjudómur. Greinarhöfundur segir að skólanefndir og hæjarstjórnir liafi „gagnstæðra hagsmuna að gæta“. Það vantar rök fyrir jiessu. f skólanefnd og hæjar- stjórn sitja borgarar úr bæjar- félaginu. Bæjarstjórn og skóla- nefnd Iiljóta þvi að vera sam- mála um, og liafa sameigin- legra hagsmuna að gæta í því, slÖ börnin séu alin upp í guðs- ■ótta og góðum siðum, og að jþeim sé forðað frá öllum þeim áhrifum, sem eru börnunum rsjálfiun og þjóðfélaginu skað- leg. Ekki getur heldur verið á- ;greiningur milli bæjarstjórnar og skólanefndar um það, að veita eigi bömunum næga þelckingarundirstöðu og ment- un, til þess að þau geti þess vegna orðið nýtir menn í þjóð- félaginu. Alt þetta er, eða á að vera, grundvallarstefna allrar skóla- og uppeldisstarfsemi, og iiafa þar allir sæmilegir borgar- ar sameiginlegra en ekki „gagn- stæðra“ hagsmuna að gæta. Hitt er annað mál, að ekki er 'öllum rnönnum trúandi fyrir kenslu og uppeldisstarfsemi, sem kynnu að vilja taka þátt i þvi, og er þá fleira, sem kem- nr þar til greina, en það, hvað kennarinn liefir setið mörg ár ;á skólabekk. Þá kem eg aftur að tillögunni. Það vildi svo vel til, að eg var á þeim fundi, sem þessi tillaga kom fram á, og veit því hvernig jreir, sem að henni standa, liugsuðu sér val á skólanefnd. Greinarhpfundur virðist ekki þora að kveða upp úr með þetta í grein sinni, en eg sé enga ástæðu til að leyna því fyrir mönnum. Þeir liugsuðu sér, að tveir af fimm skóla- nefndarmönnum væru lcosnir af hæjarstjórn með lilutfalls- kosningu. Hinir þrír áttu að vera skipaðir þannig, að kenn- arar við viðkomandi skóla skip- uðu einn úr starfsmannaliði þess skóla. Annan álti stjórn Sambands ísl. barnakennara að skipa og þann þriðja átti -fræðslumálastjóri að skipa, að þvi er eg best man, eftir tillög- um viðkomandi kennara og úr þeirra hópi. Eftir ])essu átti það jafnan að vera trygl, að meiri hluti skólanefndar væri ætíð skipaður af kennurunum sjálf- um, beint cða óbeint, og úr þeirra hópi. Það skal viðurkent, ;að þetta gæti ef tiÞvill undir sumuin kringumstæðum haft •einliverja kosti, og það lítur mjög glæsilega út fljótt á litið, -en gallar þess eru lika margir og l’Ieiri en eg hefi hent á, og við nánari athugun koma þeir ísmámsaman í ljós. Það kom fram í umræðunum um þessa tillögu á fundinum, til livei-s ætti að gera þessa breytingu. Það átti sem sé að gefa vissum starfsmönnum skólans aðstöðu lil að ráða hvaða kennarar væru leknir að skólanum, og þá að sjálfsögðu líka aðstöðu til að reka þá kennara, sem þeim lík- aði ekki við, þ. e. sem ekki væru nógu „þægir“. Það getur oft komið fyrir, að menn, sem vinna saman dag- lega, greinir á um ýmislegt, þó báðir geti verið góðir starfs- menn livor á sinn hátt. Það gæti þá gengið svo langt, ef annar væri óhilgjarn, að liann ræki hinn frá starfi, ef hann hefði Veggfóður, fjölbreytt úrv'al nýkomið. Versl. Bpynja. Sími: 1160. aðstöðu til ])ess, og ef hinn vildi ekki beygja sig og vera skoðanaþræll hans. Tökum dæmi: óbilgjarnan skólastjóra, sem er í skóla- nefnd, greinir á við einn af liin- um betri kennurum skólans, um eitthvert atriði. í reiði sinni skipar hann kennaranum í burt frá slcólanum. Kennarinn verð- ur annaðlivort að fara, eða vera skoðanaþræll hans. Hvorugt er gott. Tæki kennarinn fyrri kost- inn, þá misti slcólinn einn sinn besta kenslukraft. Tæki hann síðari kostinn, er hætt við að hann nyti sin ver í starfinu, ef hann þyrfti að vera skoð- anaþræll manns, sem liann umgengist daglega, og finna að hann ætti starf sitt undir náð lians. Því miður hafa svipuð dæmi átt sér stað i kennara- stéttinni, svo að þetta er ekki sagt út í bláinn. Það verður því að draga í efa, að þetta sé eins mikið „tii að vernda stétt vora“, eins og greinarliöf. Iætur í veðri vaka. Það gæti þvert á móti orðið lirís á okkur i höndum óbilgjarnra manna, og það er víst, að jafnan fer best á því, að kennarar við sama skóla hafi sem líkasta aðstöðu hver gagn- vart öðrum, einkum með tilliti til þess, hvaða viðhorf það slcapar hjá börnunum, til þcirra hvers um sig. Kennarar! Að þessu atlmg- uðu vona eg, að þið skiljið hvers vegna eg neitaði að greiða þessari lillögu atkvæði mitt í vetur, og eg tek ekkert aftur af því, sem eg sagði þá um álit mitt á henni, enda var þvi ekki með rökum mótmælt. Síðan liefi eg hugsað málið betur, og þá sannfærst enn betur um, að eg gerði rélt, með þvi að greiða henni ekki atkvæði. Að lokum þetta: Eg hefi sýnt fram á í framanrituðu, að þetta fyrir- komulag bætir ekki aðstöðu skólanefndar í fjárvcitingum til skólanna, að áhugamenn geta alveg eins valist í skólanefnd með því fyrirkomulagi sem nú er, að skólanefnd liefir, eins og nú er, góða aðstöðu til að fylgj- ast með í starfinu, að það fyrir- komulag, sem tillögumenn liugsa sér, gæti skapað háska- legt einræði einstalcra manna innan lcennarastéttar gagnvart starfsbræðrum þeirra. Af þess- um ástæðum teldi eg ver farið en heima setið, ef það yrði að lögum, sem í tillögunni felst. 16. júní 1932. Jón Norman Jónasson. Bókmentafélagið. Aðal fundur Bókmentafélagsins var haldinn í fyrrakveld. Forseti fé- lagsins, dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörður, var endurkosinn forseti, og Matth. Þórðarson forn- minjavörður varaforseti, með 200 atkv. Prófessorarnir Einar Arnórs- son og Sigurður Nordal áttu að ganga úr stjórninni, samkvæmt lög- unum, en voru báðir endurkosnir. Stjórnin hafði einróma lagt til, að þeir Sigfús Sigfússon þjóðsagnarit- ari, Pljalmar Lindroth prófessor i Gautaborg og Elías Wessén pró- fessor i Stokkhólmi, væri kjörnir heiðursfélagar, og það samjiykt á fundinum i einu hljóði. — Forseti sagði frá fyrirhugaðri bókaútgáfu félagsins á þessu ári. og í framtið- inni. -—• Félagatalan jókst um 35 ár- ið sem leið. Áttræðisafmæli á Guðfinna S. Pálsdóttir, Sjafnargötu 6, á morgun. Sextugsafmæli. Egill P. Einarsson, trésmiður, Njálsgölu 22, er sextugur í dag. Trúlofun. 17. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrúJórunnlngimundar- dóttir, Frakkastíg 14 og Dag- bjartur Lýðsson, verslunarmað- ur. Kvennadagurinn. Eins og auglýst var i blaðinu í gær, liefst dagurinn með merkjasölu fyrir Landspítala- sjóð Islands, en um kl. 2 liefst skrúðganga kvenna frá Frí- | kirkjuvegi á Austurvöll. Frú ! Guðrún Lárusdóttir alþm. flyt- j ur ræðu af svölum Alþingis- ; hússins, en lúðrasveit á Aust- j urvelli leikur „Ó, guð vors ! lands“. Að svo búnu verður ! farið út á íþróttavöll, en þar fer fram fjölbrevtt skemtun til ágóða fvrir „Hallveigarsjóð Kvennaheimilisins“. Frú Stein- unn Hj. Bjarnason setur sam- lcomuna. Sira Friðrik Hall- grimsson heldur ræðu og frú Laufev Vilhjálmsdóttir talar fyrir minni íslands. Að þessu loknu fara fram ýmsar íþrótt- ir, leilcfimi, hoðhlaup, kapp- ganga o. m. fk, en auk þess verður margt annað til skemt- unar, söngur, dans o. fl. — Konur liafa int mikið starf af hendi til þess að undirbúa há- tíðáhald dagsins sem best, og er ekki að efa, að skemtnn þeirra verður mjög fjölsótt, bæði vegna þess að almenning- ur á hér kost á ódýrri og góðri skemtun, en þó enn frekara vegna þess, að málefni það, sem konur vinna fvrir, er göf- ugt og þarft. K. Nýja Bíó sýnir ]>essi kveldin kvilc- mynd, sem kölluð er „Svif- mærin“. Er þetta þýslc tal- mynd i 10 þáttum, sem byg'g- isl á samnefndum gamanleik eftir Arnold og Bach, höfunda leikritsins „Karlinn í kassan- um“, sem Leikfélagið er að sýna hér um þessar mundir við fádæma aðsókn. Aðalhlut- verk lcika: Szöke Szakall, Dina Grall og Fritz Schulz, alt ágætir leikendur. Gamla Bíó sýnir þessi kveldin kvik- myndina „Eiginmenn á giap- stigum“. Er þetta þýsk tal- mynd i 9 þáttum. Aðalhlut- verkið leikur Bal])h Arthur Boherts, sem kvað vera einn af bestu skopleikurum Þýska- lands. Nýja Efnalaugin Gunnar Gunnarsson REYKJAVÍK Litun — Litun Kemisk fata- og skinnvöru-hreinsun Sími 1263. P. O. Box 92. Vamoline-hreinsun. Alt nýtísku vélar og áhöld. Allar nýtísku aðferðir. Verksmiðja: Baldursgötu 20. Afgreiðsla Týsgötu 3 (hominu Týsgötu og Lokastíg). Sent gegn póstkröfu út um alt land. Sendum. ------- Biðjið um verðlista.------Sækjum. Stórkostleg verðlækkun. Altaf samkepnisfærir. Móttökustaður í vesturbænum hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. — Sími 1256. Afgreiðsla í Hafnarfirði hjá Gunnari Sigurjónssyni, c/o Aðalstöðin. Simi: 32. 83V Búið á SkjaidbreiO. Hinir viðurkendu tónar Bosch- flautunnar, bæði fyrir báta og vagna, aðvara milt en greini- lega. — Flautan frá Bosch, sem annað, endist mjög vel. BræðnrnirOrmsson, Reykjavík. Sími: 867. Tii Borprfjarlar og Borgarness alla mánudaga og fimtudaga. Rjja Bitreiðastfiðin Sími 1216. ELOCHROM filmur, (Ijós- og litnæmar) 6x9 cm. á kr. 1,20 6%XH-------------1,50 Framköllun og kopiering ------ ódýrust. ------ Sportvöruhús Reykjavíkur. m Smurt brauð, nesti etc. sent heimo Veitingar. H&T8T0FAN, Aðalstrætl 9. Heimatrúboð leikmanna. Almenn samkoma á Yatns- istíg 3 í kveld kl. 8. Samkoma. Arthur Gook trúboði liefur samkomu í Bethaniu kl. 8^/2 i kveld. Allir velkomnir. Þetta verður síðasta samkoma lians að þessu sinni, því hami fer liéð- an áleiðis til Akureyrar á mánudag. Iiann hefur einnig samkonm í Barnaskólanum við Skerjafjörð kl. 3 e. h. í dag. Allir velkomnir. Áheit á Strandarkirkju, aflient Vísi: Gamalt áheit frá 1 K. H,. 10 kr., frá ónefndum 10 kr., frá Palla 10 kr., frá S. 5 kr. Sumarkjólar ■ og blússup með gjafverði í NINON. íbúð með öllum nýtísku þægindum óskast 1. okt. , Gústaf Sveinsson, málaf lutningsm. Hafnarstræti 14. Sími: 67. Efni í Ulstera og stúttkápur. Nokkurar sum- arkápur með tækifærisverði. Sig. Guðmundsson. Þingholtsstræti 1. Slrius Gonsamsfikkalaði er gæðavara, sem þér aldrei getið vilst á. Laugavegs Apðteks er innréttuð með nýjum áhöld- um frá Kodak. Öll vinna fram- kvæmd af útlærðum mynda- smið. Filmur, sem eru afhentar fyr- ir kl. 10 að morgni, eru tilbún- ar kl. 6 að kveldi. Framköllun — kopiering — stækkun. Kápuspennur. Einnig mikið úrval af blómum á hatta. Hárgreiðslustofan Perla Bergstaðastræti 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.