Vísir - 19.06.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1932, Blaðsíða 2
V I S I R FypMiggjandi: ÞAKJÁRN nr. 24 & 26, allar stærðir. SLÉTT JÁRN nr. 24 & 26, 8”. ÞAKPAPPI, 2 teg., Nr. 0 og 00. ÞAKSAUMUR. RÚÐUGLER. Hnskvarna kjötkvarnir eru þær bestu sem fást. Biðjið um þær hjá kaupmönnum. Þópöup Sveinsson & Co. Umboðsmenn fyrir HUSKVARNA VAPENFABRIK A/B. 19. júní. Lausanne 18. júní. United Press. - FB. Lausanne-ráðstefnanr Neville Chamberlain, fjár- málaráðherra Bretlands, hefir lýst því yfir á ráðstefnunni, að Bretland sé fúst til að strika út ófriðarskuldirnar, ef aðrar þjóðir geri slíkt liið sama. — Herriot vildi ekki fallast á að fresta skaðabótagreiðslunum, en Bretland, Frakkland, Italía Belgía og Japan liafa fallist á að skaðabóta- og skuldagreiðsl- um verði frestað fyrst um sinn, á meðan ráðstefnan stendur yfir. — Næsti fundur ákveðinn á þriðjudaginn. Santiago, 17. júní. United Press. - FB. Bylting í Chile. Gagnbylting var hafin í gær- kveldi til þess að koma ráð- stjórninni, sem mynduð var á dögunum, frá vöklum. Foringi byltingarmanna er Curz liers- höfðingi og er hann sluddur af Davila. — Ráðstjórnin lagði á flótta og leitaði liælis i Mone- dahöllinni. Höfðu gagnbylting- armenn sitt fram og gaf ráð- stjórnin sig þeim á vald. Santiago 18. júní. United Press. - FB. Nýja stjórnin í Chile hefir lýst yfir hernaðarástandi í landinu. Norskar loRskejtafregnir. NRP., 17. júní. — FB. Alberti látinn. Danski fjárglæframaðurinn, Alberti, varð fyrir skömmu síð- an fyrir sporvagni. Meiddist liann mikið og var fluttur á Ríkisspitalann. Lést hann þar þ. 14. þ. m. Hann varð 81 árs. — Árið 1910 var Alberti, sem hafði verið dómsmálaráðherra, dæmdur í 8 ára fangelsi. Fjár- svik hans námu 16 milj. kr. Kolavinsla í Færeyjum. Frá Þórshöfn í Færeyjum er simað, að nú verði hafist handa á ný um kolavinslu í Færeyj- um. Er sagt, að Hedemann stór- kaupmaður í Paris hafi fengið einkaleyfi til vinslu kolanám- anna í Trangisvaag á Suður- eyju, eftir að hafa fengið um- ráðarétt jfir námunum frá frönsku félagi sem fyrir nokk- urum árum síðan fékk rétt á námunum og Iióf framkvæmd- ir, þótt minna yrði úr, en i fyrstu var til ætlast. Ællað er, að í námunum séu 120 miljónir smálesta af kolum og að gæðum standi þau eigi að baki enskum kolum. Qtan af landí. Vestm.eyjum 18. júní. FB. Druknun. Drengur, tæpra fimm ára, Sigurður Sigurðsson, Sæ- mundssonar að Hallormsstað hér í Eyjum, féll út af syðri liafnargarðshausnum um kl. 5 í kveld og druknaði. Tveir drengir á sama reki gerðu tilraun til að rétta lion- um spýtu, en þegar það varð árangurslaust hlupu þeir heim iil hans og sögðu hvernig komið var. Fólk var stalt á ,Skansin- Um,“ sem er skamt þar frá sem slysið vildi til, en vissi eigi um það. Ilaffari gerir sennilega til- raun til að finna líkið. Akureyri, 17.. júní. — FB. Knattspyrnufélag Akureyrar gekst fyrir hátíðahöldum liér i dag. Fjölbreytt íþróttasýning fór fram, ræðuböld, söngur og hornablástur. Fyrir minni Jóns Sigurðssonar mælli Geir Jónas- son stud. mag. og Hannes Magnússon kennari fvrir minni Islands. Leikfélag Reykjavíkur sýndi Jósafat hér í fyrsla sinni i gær- kveldi, en meiri hluti leikenda voru þó Akureyfingar. Aðsókn var góð og leiknum vel tekið. Útbú Landsbankans liér á 30 ára starfsafmæli á morgun. ----------------------- Framh. Eins og getið var um í niður- lagi upphafskafla grcinar þess- arar, sem birtist í Vísi í gær, verður farið nokkurum orðum um það markvcrðasta, sem fyrir augun ber„ á sýningunni. Menn eru þó beðnir að athuga, að tiðindamaður blaðsins varð að fara braðara yfir en æskilegt væri, og má ])vi vel vera, að ým- islegt verði hér eigi talið, sem vcl væri þess vert að minnast á, enda eru ekki tiltök að lýsa slíkri sýningu sem þessari, nema í stórum dráttum, í stutt- um blaðagreinum. Þegar inn i skólagarðinn kemur taka menn eftir kerrum og vögnum, á vinstri hönd. Kerrurnar og fleira, seln þar er, hefir Kristinn Jónsson vagna- smiður smíðað. Smíðisgrij)irnir eru traustlegir og vandaðir. Kristinn hefir um langt skeið stundað smíði vagna og ýmis- konar áhalda og liafa smíðis- gripir lians selst ágætlega og út um all land. Kristinn hefir alla tíð lagt áherslu á vöruvönd- un og einnig, að hafa lientug á- höld á boðslólum. Auk viðskifta við menn í Reykjavik og ýms- um kaupstöðum, hefir Kristinn lengi haft mikil viðskifti við bændur. Á hægri hönd, þcgar inn í skólagarðinn er gengið, eru nokkurir tilhöggnir steinar (legsteinar). Steina ]>essa sýnir Magnús G. Guðnason, stein- smiður, Grettisgötu 29, hér í bænum. Bera steinarnir mikilli vandvirkni vott og smekkvísi. Þá sýnir Steinsteypuverk- smiðja Akureyrar steypta steina í skólagarðinum. H.f. Pípuverksmiðja Reykja- vílcur sýnir ýmiskonar fram- leiðslu, einnig í skólagarðinum, svo sem sýnishorn af stein- steypugirðingum, jurtaker úr steypu (til notkunar i görðum), pípur, valta, flísar til að lcggja á götur í görðum og á gólf, ein- angrunarplötur úr íslenskum vikur, Terrazzoplötur o. fl., Alt það, sem pípuverksmiðjan sýn- ir, er vert mikillar athygli, og er því sérstaklega beint til þeirra, sem láta reisa sér liús eða koma sér upp steinsteypu- girðingum o. s. frv. Einangrun- arplötur þær úr íslenskum vik- ur, sem verksmiðjan sýnir, liafa reynst vel, og verða vafalaust mikið notaðar í framtíðinni. Hefir nú verið drepið á það helsta, sem getur að líta í skóla- garðinum, og liggur þá næst fyrir að fara inn i leikfimissal- inn og líta í kringum sig þar. Framh. --------------- ------- Tiíkynning frá félagi úlvarpsnotanda. 15. júní. — FB. Á fundi félags útvarpsnot- anda binn 9. júni 1932 var sam- þykt að gera þessar kröfur: 1. Að útvarpsstjórnin geri víðtækar ráðstafanir til þess að útbreiða úívarpið. Meðal ann- ars með því að selja viðtæki með auðveklum greiðsluskil- málum, og stuðli ennfremur að þvi, að menn geti smíðað við- tæki sin sjálfir. 2. Að viðtækjavcrslunin út- vegi ávalt fullkomnustu og ódýrustu viðtækin, sem völ er á á heimsmarkaðinum, en bindi ekki viðskifti sín við örfáar norðurálfuverksmiðjur eins og nú er gert, og selji þau ekki bærra verði en þarf til að stand- ast verslunarkostnaðinn. 3. Að viðtækjaverslunin hafi næga sérfróða menn í þjónustu sinni við innkaup og sölu tækj- anna. 4. Félagið áhtur nauðsvnlegt að rekstrarskýrsla yfir allan rekstur útvarpsins sé birt al- menningi ársfjórðungslga. 5. Félag útvarj)snotanda tel- ur æskilegt að lögum og reglu- gerð um útvarpið verði breytt þannig, að Félag útvarjisnot- anda fái fullan ihlutunarrétt um fjármálastjórn útvarpsins, ásamt meiri liluttöku en það hefir nú að lögum um skipun útvarpsráðs. 6. Sjái útvarpsstjórnin sér ekki fært að taka til greina kröfurnar undir tölulið 1., 2. og 3., þá álítur Félag útvarpsnot- anda nauðsynlegt að breyta til um sölufyrirkomulag. Ennfremur var samþykl svo- hljóðandi tillaga: „Fundurinn ályktar að lýsa því yfir við útvarpsráðið, að hann telur dagskrá útvarpsins, eins og hún hefir verið upp á síðkastið, svo fáskrúðuga, að ekki sé við unandi, og óskar að bót verði ráðin á þessu svo fljótt sem föng eru á.“ í dag á vel við að bæjarbú- ar minnist Landspítalans, því sannarlega er það að þakka því starfi, sem unnið befir ver- ið þennan dag undanfarin ár, að Landspítalinn er nú kom- inn upp og tekinn til starfa. Þrátt fvrir að svo er, liafa kon- ur enn ekki- slej)t hendi af þessu óskabarni sinu. Og þótt i ár sé ekki starfað jafn mikið fyrir þá stofnun og á undan- förnum árum, þá er þó öllum bæjarbúum gefinn kostur á að leggja skcrf í Landspítalasjóð- inn með því að kauj)a merki hans, sem seld verða í dag. Góðir bæjarbúar, minnist þess, að enn ’er óbætt úr mörg- um nauðsynjum spítalans. Þér hafið jafnan sýnt starfsemi kvenna fyrir Landspítalann ör- læti og stuðning, gerið svo enn. Eflið Landspítalasjóðinn í dag. Kaupið níerki Landspítalasjóðs íslands. „Skipun skólanefnda^ (Svar til Hafliða M. Sæmundssonar). —o— II. Þá kemur önnur lilið máls- ins. Það er um íhlutunarrétt skólanefnda í vali á kennurum. Þessum ihlutunarrétti vilja þeir, sem standa á bak' við til- löguna,* ná í sínar hendur, með því, að fá vald til að skipa í skólanefnd, en það vald liefir bæjarstjórnin nú í hverjum bæ. Þarna er nú fiskurinn falinn undir steininum. Það munu flestir véra sam- mála um það, að foreldrarnir eða borgararnir i liverju sveit- ar- og bæjarfélagi eigi að liafa ihlutunarrétt um það, hverjir kenna börnum þeirra og búa þau undir lifið. Það væri líka ranglæti, ef svo væri ekki. Þá hefðu borgararnir þau ein rétt- indi um fræðslu barna sinna, að leggja fram peninga til þess, án þess að mega neinu ráða um, hverjir með það fé færu eða hvernig því væri varið. Slikt væri ekkert réttlæti, heldur aft- urför frá þvi sem nú er. Eins og nú er ástatt, hafa borgararn- ir þennan íhlútunarrétt i raun og veru. Þeir velja bæjarfulltrú- ana og fela þeim meðferð bæj- armálanna, og eitt af verkum bæjarfulltrúanna er svo að velja skólanefnd, svo að bæjar- stjórn er að eins milliliður eða kjörmenn, sem svo framkvæma val skólanefndar. Skólanefnd- in gerir svo tillögur um veit- ingu kennaraembættanna. Eftir að hafa athugað þetta, þá verður það hert, að tillagan * Eg á hér við alla, sem töl- uðu fvrir henni i vetur. (Höf.). er árás á þennan óbeina íhlut- unarrétt foreldranna um val á kennurum. Foreldrarnir ráða þó sannarlega ekki of miklu um val á kennurum, eins og nú er. Ef til vill væri heppilegast, ef hægt væri að koma þyi við, að foreldrar kysu kennarana, svipað og prestar eru nú kosn- ir, og ekki verður annað sagt, en að það væri meira lýðræði. Greinarhöf. segir, að það sé „mjög liætt við, að skólanefndir misbeiti valdi sínu“ í vali á kennurum. Ekki skal eg dæma um, hve sú hælta er mikil, en liitt er trúlegt, að skólanefnd gæti alveg eins, og ekld síður, misbeitt valdi sínu, þó að t. d. greinarliöf. og þeir, sem á bak við þetta mál standa, hefðu skijiað alla eða flesta skóla- nefndarmennina; og jafnvel þó þeir sætu sjálfir í henni, þá álít eg, að með því væri ekki loku skotið fyrir hlutdrægni gagn- vart einstökum kennurum og i kennaravali. Einu virðist grein- arhöf. liafa gleymt, er snertir veitingu á kennarastörfum, og það er það, að eg veit ekki bet- ur en að skólanefnd liér i bæ liafi oftast farið mikið eftir til- lögum skólastjóra i vali á kenn- urum. Eg gæti vel trúað, að skólastjóri Austurbæjarskólans hefði getað fengið skólanefnd tií að mæla með Jóhanni Sveinssyni, sem liöf. reynir að gera hér að píslarvotti, ef skóla- stjóranum hefði verið mjög liugleikið að fó liann, en eg liefi engar fregnir af, að hann hafi lagt sig í framkróka til að fá Jóliann. Það er alveg rangt hjá liöfundi, þar sem hann seg- ir, að úrskurðarvaldið, um val á kennurum sé í höndum fræðslumálastjóra. Fræðslu- málastjóri hefir að eins tilíögu- rétt um skipun kennara. I þessu sambandi segir liöf. svo, að fræðslumálastjóri hafi „kórón- að skömmina“ með samþykki sínu á tillögum skólanefndar um kennarával. Mig furðar á því, ef þessi kennari veit ekki, að veitingarvaldið á þessum störfum er í liöndum kenslu- málaráðherra, en ekki fræðslu- málastjóra. Af þvi eg álit liöf. vel færan í starfi sínu, þá trúi eg ekki öðru, en að hann viti þetta eins og hver annar. En ef hann veit það, þá fer hann hér með vísvitandi blekkingar. Væri það aftur þannig, að liöf. væri ókunnugur um sv.ona alkunn atriði i skólamálum landsins, ])á Iýsir ])að svo mikilli fáfræði, að liann ætti þá að gera sem minst af því, að skrifa i blöð um þessar eða aðrar byltingar og „gerbreytingar“ á skólamála- sviðinu. Þá gefur nú liöf. okkur stéttarsystkinum sínum talsvert stóra rúsínu, þar sem hann seg- ir,að kennarar geti ekki látið sér í „léttu rúmi liggja,að liðlétting- um sé smeygt inn í stétt þeirra.“ Hvaða „liðléttinga“ á hann hér við? Eg skora á höf. að nafn- greina nokkura af þeim opin- berlega, ef hann getur, því ann- ars á öll stéttin óskilið mál, og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.