Vísir - 19.06.1932, Blaðsíða 4

Vísir - 19.06.1932, Blaðsíða 4
V I S I R Til Þingv&lla d a g 1 e g a. Frá Bifreiöastö ð Steindórs. Landsins bestu bifpeidar. Bíllinn, sem þúsundir manna hafa beSið eftir. OPEL er lítill bíll, en þó nokkru stærri en þeir smábílar, sem hér þekkjast. Þetta er rétti bíllinn, bú- inn öllum kostum stærri bíla, sérlega fagur og vand- aður, ódýr í rekstri og auðveldur með að fara. OPEL vinnur vel, vélin gengur- titringslaust og bregður skjótt við. Hvílir i gúmmíklossum á fjórum stöðum. Stimplar úr léttum málmi. Blöndungurinn blandar bensín og loft ávalt í rétt- um hlutföllum, þó ökumaðurinn gleymi að stilla inn- sogið á verkfæraborðinu. Yegna þessa fer aldrei skökk bensínblöndun inn i vélina og getur ekki valdið skemdum. Bosch startari og kveilcja, sjálfstillandi raflcveikja. Þrjú gír áfram, eitt afturábak. Grind með sex þver- bitum. Heilfjaðrir að aftan og framan úr Chrome- Vanadium stáli, olíufyltir hristingshemlar. Fóthemlar á öllum hjólum, handhemill bak við gírkassann. Ben- sín-geymir að aftan, bensínpumpa liægra megin vélar- innar. Lugtir af nýjustu gerð, stefnuljós, sjálfvirkur rúðuþurkari, hraðamæhr, olíumælir, bensínmælir, raf- kveikja læst með lykli, fullkomið verkfærasett o. fl. Gúmmístærð 26x4.00, stáldiskahjól. Yinstrihand- arstýri. Hemlar og allir ganglimir innilolcað og vatns- og rykþétt. OPEL er til af sjö gerðum, þar á meðal einkar handhægir hilar til léttra flutninga. OPEL fæst einnig af stærri tegund, en er ódýrari en sambærilegir bilar. Aðalumboð fyrir ísland: JÓH. ÓLAFSSON & CO., Hverfisgötu 18, Reykjavík. Símar: 584 og 1984. Munið, að OPEL er bygður hjá General Motors, stærsta og langöflugasta bifreiðafélagi í heiminum. — Það er besta tryggingin. Gyða gljáir gólfin sin með Gljávaxinu góða og raular fyrir munni sér: Fjallkonan mín fríSa fljót ert þú að prýSa. Notið að eins Gljávaxið góða frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur Ölfusá, Eyrarbakki og Stokkseyri, ferðir alla daga. Til Hafnarfjarðar á hverjum klukkutíma. Bílar altaf til í prívat-ferðir. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Tapast hefir gylt belti 17. júní. Skilist á afgr. Vísis. (452 2 kaupalconur, vanar hey- vinnu, óskast á skemtilegt heimili í Vestur-Skaftafells- sýslu. — Uppl. á Sjafnargötu 1, milli kl. 3—6 e. h. (453 Stúlka óskast strax. — Uppl. Grettisgötu 54, uppi. (499 YINNA | EFNALAUGIN V. SCHRAM. Frakkastíg 16. Reykjavík. Sími: 2256. Útibú á Laugavegi, i liúsi Gunnars i Von. Kemisk fata- og skinnvöru- hreinsun. Alt nýtísku vélar og áhöld. Viðgerðir allskonar. Fljót afgreiðsla. Stórkostleg verðlækkun: Áður kr. 10,00, nú kr. 7,50. • Býður nokkur betur? Gamlir dömuliattar saumað- ir um mjög ódýrt, og gert við skinn. Ránargötu 13. (329 Stúlka óskast í vist á fáment heimili. Uppl. Bjarkargötu 10, kjallaranum. (485 Vanur heyskaparmaður ósk- ar eftir kaupavinnu. — Uppl. í síma 1114. (451 1. október óskast 2 stofur og eldliús með nútíma þægindum. Tilboð leggist á afgr. Visis fyrir 25. þ. m., merkt: „500“. (456 { KAUPSKAPUR Minnisblað II, 19. júní 1932- Hús og aðrar fasteignir jafnan til sölu, t. d.: 7. Tvö hús á sam- eiginlegri eignarlóð, steinhús við götu, timburhús i baklóð.. Gott verð, væg útborgun. Ein ibúð laus strax, 8. Járnvarið timburhús og viðbygt ■ stein- steypuhús á stórri girtri eignar- lóð. Sanngjarnt verð, miðað við vægan leigumála, útborgun i hóf stilt. 9. Nýtísku steinsteypu- hús, öll þægindi, rúmgóðar stof- ur, vel stórt svefnhús, gott bað- herbergi, eignarlóð, sanngjarnt verð, iithorgun kr. 10 þús. 10- Steinsteypuhús í Ilafnarfirði. 11. Hálft steinhús í vesturbæn- um, væg útborgun. 12. Jánrvar- ið timburhús í austurbænum.. Skifti á minna liúsi í bænurn eða utan við hann geta komiö- til greina. 13. Sólríkt tvilyft steinsteypuhús, öll þægindL Hentar vel tveimur. 14. Timb- urhús, járnvarið, þrjár íbúðir, flest þægindi. 15. Lítið steinliús á stórri eignarlóð o. m. fl. Fast- eignir teknar í umboðssölu. -— Gerið svo vel að spyrjast fyrir og gleymið aldrei að það besta og viðráðanlegasta selst fyrst- — Þeir, sem vilja fela mér sölu húsa til afhendingar í haust, eiga ekki að draga lengi úr þessu að gera mér aðvart. —- Skrifstofa mín er í Aðalstræti 9 B (steinhúsið). Viðtalstími kL 11—12 og 5—7 og á öðrum tím- um eftir samkomulagi. Símar: 1180 og 518 (heima). Helgí Sveinsson. (455 Sultuverksmiðja Magnúsar Guðmundssonar, Bergþórugötu 29 kaupir sultuglös, 1 og 2 pd. (425 1—2 herbergi sem liggja veí við sem vinnustofa eða verslun, óskast. Tilboð, merkt: „Vinnu- stofa“, sendist Vísi fyrir 28, þ. m. (455 Mjólkurbúð óskast til leigu. Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Mjólk“. (454 n flLKTNMING Ungur maður óskar eftir cfn- uðu kvonfangi. Tilboð sendist blaðinu fyrir 22. þ. m. með mynd ásamt tilgreindum aldri og eignum, merkt: „Ungur“. (450 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. Klumbufótur. „Nú jæja — hvar er hann?“ spurði eg. „Þetla er nú gott og blessað, ungi maður,“ sagði Gyðingurinn. „Þér komið til mín utan úr busk- anum og segist heita Meyer. Þér leggið fyrir mig allskonar spurningar, spurningar sem dýrt getur verið að svara, fyrir mann i minni stöðu. Þetta eru mikilsverðar spumingar. Þeir menn, sem annast upplýsingastarfsemi á eigin ábyrgð — eins og eg geri, verða líka að hafa eitthvað til að lifa á. Við þurfum mat og drykk, eins og aðrir menn, og nú er mikil óáran — það vila allir. Eg ætla að leggja fyrir yður spurningu, ef mér leyfist það. — Meyer? Hver er Meyer ? Hér á landi lieitir annar hver mað- ur Meyer!“ Eg brosti að þessari langloku. „Þessi Eichenholz, sem við mintumst á,“ sagði eg .... ■ „gerum ráð fyrir að hann væri bróðir minn.“ „Það væri honum vafalaust í hag,“ svaraði Kore, og drap titlinga. „Hann gerði mér orð að fara hingað og réði mér til þess, að spyrjast hér fyrir um hvar hann væri. Það er svo að sjá, sem þér hafið gaman af gátum, hr. Kore .... Eg ætla að láta yður heyra gátu, sem eg hefi í fórum mínum.“ Eg las fyrir hann orðsendinguna frá Francis, en slepti tveim línunum fyrstu. Gyðingurinn litli ljómaði allur af ánægju. „Já — þetta er sniðugt!“ hrópaði hann. „Hann deyr ekki ráðalaus — hann hr. Eichenholz! Það þarf töluverða hugkvæmni til þess, að koma þessu svona fyrir. Það er snjallræði! Ágætt!“ „Eg felst á það, að menn, sem annast upplýsinga- starfsemi, þurfi mat og drykk og er þess albúinn, að borga þær upplýsingar, sem þér látið mér í-té.“ Eg dró seðlaveski mitt upp úr brjóstvasanum. „Það mál er einfalt og mjög ljóst“, svaraði Kore. „Gjaldið er ákveðið. Það er fimm hundruð mörk. Viðskiftavinur minn tók svo til orða, þegar við ræddumst við siðast: „Ivore,‘ sagði hann, „ef ein- liver skyldi koma og spyrjast fyrir um mig, þá skulu þér gefa honum „orðið“ og mun hann greiða yður fimm hundruð mörk.“ „Orðið?“ spurði eg. „Já, orðið,“ svaraði hann. „Orðið — skiljið þér .. “ „Eg verð að greiða ])að í hollenskri mynt,“ svar- aði eg. „Gerið svo vel að reikna, hversu mikið það er i gyllinum .... svq borga eg það!“ Hann páraði upphæðina á blað hjá sér og reiknaði út gyllinin og eg greiddi gjaldið. Því næst mælti hann: „Boonekamp“. „Boonekamp?“ át eg eftir og var víst afar sauð- kindarlegur á svipinn. „Já — það er orðið,“ sagði Gyðingurinn litli og hló dátt að því, hversu ruglaður eg var og utan við mig. „Og sé yður nokkur fróun í því, þá get eg vel kannast við, að eg botna ekki frekara í því, en þér eða hver annar.“ „En .... Boonekamp,“ mælti eg enn á ný. „Hvað er það eiginlega? Hver fjárinn getur það verið? Er það nafn á manni, eða er það einhver staður? Það virðist vera hollenskt orð. En hafi ])ér engan grun um, livað það er í raun og veru? .... Útskýrið það .... eg er fús á að greiða meira fé.“ „Verið getur ... . “ hóf Gyðingurinn máls. „Nú hvað þá —. Verið getur — hvað?“ spurði eg óþolinmóður. „iÞað er hugsanlegt .... Ekki alveg óhugsandi . . “ „Geli þér ekki komið þessu út úr yður, maður!“ hrópaði eg. „I guðs bænum — segið það, sem yður býr í brjósti.“ „Vera má, að eg geti gert yður sama greiða og eg gerði lionum bróður yðar. Og gæti það þá orðið til þess, að upplýsa .... “ „Hvers konar greiða gerðuð þér bróður mínum ?“ spurði eg hvatlega. „Mér er það alveg duhð.“ „Eigið þér ekki við neina erfiðleika að striða —?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.