Vísir - 03.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 03.07.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Saltkjöt! Ódýrustu matarkaupin eru spaðsaltað kjöt frá okkur. — Nokkrar tunnur óseldar. ímskeyti London 2. júli. United Press. - FB. Látinn konungur. Manúel, fyrverandi konung- ur í Portúgal, lést í dag að heimili sínu i Twickenham. Hverjir stöðva? I „Alþýðublaðinu" er slegið mjög á þann streng, að at- vinnurekendur ætli að „stöðva“ framleiðsluna, stöðva/ atvinnu- rekstúrinn og stofna til algers atvinnuleysis fyrir verkalýð- inn. Það er hrópað liátt um það, að rikisstjórnin megi ekki „stöðva“ síldarbræðsluna á Siglufirði o. s. frv. — En liverj- ir eru það nú i raun og veru, sein gera sig líklcgasta til þess nú að stöðva allan atvinnu- rekstur i landinu? Það. er kunnugt, að bæði stjórn síldarbræðsluverksmiðj u ríkisins á Siglufirði og h.f. „Kveldúlfur“ liafa leitað samn- inga við verkamenn og sjó- menn, um kaupgjald við síld- veiðar og síldarbræðslu i sum- ar, kaupgjald, sem er svo hátt, að litlar likur eru til þess, að reksturinn beri sig, jafnvel þó að engir vextir séu reiknaðir, engin fyrning og vfirleitt eng- inn kostnaður, sem ekki leiðir beint af þvi, að starfrækslu er haldið uppi. Það er engin von um riokkurn ágóða. — En fyr- ir aðgerðir hinna „sjálfkjörnu“ forsprakka verkalýðsins, er eins líklegt, að ekkert verði úr samningum og að þessi at- vinnurekstur stöðvist. — En hver er það þá, sem stöðvar hann? Eru það atvinnurekend- urnir eða verkamennirnir, eða „forsprakkar“ þeirra? — Það virðist að minsta kosti vera tvent til um það, livorum aðil- anum sé rétt að gefa sök á stöðvuninni. „Þeir, sem liafa tekið gróð- anrt í góðu árunum, eiga að bera hallann í vfcidu árun- um,“ segja „forsprakkarnir“. — En hvar er þessi „gróði“ góðu áranna? Hafa menn ekki yfirleitt heyrt miklu meira talað um töpin? Eða af liverju stafa töp bankanna, seni svo mjög liefir verið talað um? Stafa þau ekki að langmestu Ieyti af því, að gróði góðu ár- anna liefir ekki hrokkið fyrir töpum vondu áranna? — Hvernig skyldi það vera um t. d. samvinnuútgerðina á ísa- firði? Þar er ekþert eftir af gróða góðu áranna, en miklar skuldir komnar i staðinn, og ríkissjóður hefir jafnvel orðið að hlaupa undir baggann. — Hjá síldarbræðslu ríkisins er ekki um nokkum gróða frá góðærum að ræða, á þeim rekstri hefir bara orðið tap. Og það er enn gert ráð fyrir tapi á þeim rekstri, þó að verkalaunin verði lækkuð svo sem verksmiðjustjórnin liefir farið fram á. Um það er ekki deilt. Það er að eins deilt um það, hve mikið megi tapast á rekstrinum. — Verkamönnum verksmiðjunnar liefir verið boðið lífvænlegt lcaup, meðan verksmiðjan starfar, en „for- sprakkarnir“ halda þvi frain, að fyrir þann tíma, 2—3 mán- uði, verða verkamennimir að fá svo hátt kaup, að þeir geti lifað af því alt árið. Það er með öðrum orðum ekki að eins gerð krafa um að vinnan sé greidd, lieldur er krafist fulls framfærslueyris fvrir verka- mennina, livort sem vinnan er meiri eða minni. En með þeim hætti verður enginn atvinnu- rekstur rekinn í landinu til langframa. Atvinnureksturinn verður að bera sig, að_ öðrum kosti hlýtur liann að stöðvast, fyr eða seinna. Og stöðvuninni valda þá að sjálfsögðu þeir, sem gera liærri kauplcröfur en atvinnureksturinn getur stað- ist. Það eru þannig „forsprakk- ar“ verkalýðsins sem eru í þann veginn að stöðva allan at- vinnurekstur í landinu og leiða algert atvinnuleysi og nevð vf- ir verkalýðinn. Og á hverju á verkalýðurinn að lifa, jiegar svo er komið? Ilver ráð sjá „forsprakkarnir“ fyrir því? — Þeir krefjast þess, að vei’ka- lýðurinn fái atvinnutækin í sínar liendur. En er honum þá betur borgið? Hver er revnsl- an af samvinnuútgerðinni á ísafirði? Auðvitað stenst at- vinnureksturinn ekki liærra kaupgjald með þeim liætti. Hins vegar er fyrirsjáanlegt, að ef atvinnureksturinn stöðv- ast, þá leiðir af þvi almenna nevð í landinu, sem enginn veit livernig við verður lijálpað. Iðnsýningin. Frh. Næst er j>á fyrir hendi að geta um h.f. Isaga, sem einnig hefir sýningu i herbergi nr. 8. Hefir tiðindamaður jblaðsins fengið eftirfarandi upplýsingar l'rá fé- laginu: „Hlutafél. Isaga var stofnsett 30. ágúst 1919. Tilgangur þess var að framleiða Acetylengas eða svonefnt Dissousgas nieð aðferð liins fræga sænska No- belsverðlaunainanns, dr. Dalén. Gastegund þessi er unnin úr kalciumkarbid, sem leysist upp í vatni og verður að gasi, sem síðan er þrj'st inn í stálhylki, en þau innihalda acetonfylta asbest og viðarkolssteypu, sem drekkur í sig gasið og gefur það frá sér aftur, þegar opnað er frá hylkinu. Acetonlögurinn hefir þann eiginleika að gufa upp með gasinu. Á þennan liátt tókst dr. Dalén að fvrir- byggja sprengingarhættu þá, sem þjöppun þessarar gasteg- undar liafði í för með sér. Súrefnið er að mestu unnið úr loftinu. Þvi er þi*ýst saman með 200 kg. þunga, og við 170 gráða kulda verður loftið fljót- andi, og skilur þá súrefnið sig frá öðrum lofttegundum, er þvi síðan dælt inn i stálhylki með 150 kg. þrýstingi. Hylki þessi eru að jafnaði þrýstireynd með 225 kg. vatnsþrýsting. Feiti má ekki koma i súrvinsluvelarnar því að það veldur sprengingu. Súrvinslustöð ísaga-félagsins var sett upp árið 1926. Dissousgasið er m. a. notað til lýsingar á vitum landsins, í bátum og viðar. Á Alþingis- liátíðinni var það notað i öll- um veitingastöðunum til eldun- ar á Þingvöllum, en mest er það notað við logsuðu og log- skurð, á járn, stál og aðra málma. Er það þá blandað súr- efni, og gerist það í sérstökum þar til gerðum logsuðu- og skurðartækjum, svonefndum brennurum, og er loginn, sem myndast af acetylengasi qg súr- gasi 4000 gráða lieitur. Öll bíla- og vélaaðgerðai*- verkstæði hafa nú þess konar tæki, og eru þau einnig sýnd á sýningunni, þó þau eigi séu smíðuð hér.“ Einmitt vegna þess, að þetta gas (liáþrýstigas) er framleitt hér á laiuli, er vélsmiðjum gert auðveldara að framkvæma stórar viðgerðir á skipum o. þ. u. 1., sem áður þurfti að fram- kvæma erlendis. Væri ga^ þetta ekki framleitt liér, mundu vélsmiðjurnar o. fl. standa ver að vígi en ella, vegna þess hve gas er mikið notað við hverskonar viðgerð- ir nú á tímum. Það var því mikil þörf á stofnun h.f. ísaga, sem á mik- inn þátt í þeim framförum, sem orðið hafa í þeim grein- um, sem uin hefir verið rætt í grein þessari síðuslu dagana. Framh. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 2. júlí. NRP-FB. Allmörg fiskiskip eru þegar farin af stað frá Haugasundi til síldveiða við ísland. Samkvæmt fregnum i Haugesunds Dagblad ætla sænskir kaupendur síldar, sem veidd er við Island, ekki að taka við neinni síld, sem veidd er fyrir 25. júlí. Fjórsigluð skonnorta, finsk, „Melbourne“, sökk undan Fas- net vita á írlandi, eftir árekst- ur við tankskip nokkurt. Ellefu menn af skipshöfn „Melbourne“ fórust, þeirra á meðal skipstjór- inn. „Melboume“ var eitt lrinna miklu seglskipa, sem var i korn- flutningum milli Ástraliu og Englands. Síldarolíuverksmiðjumar i Harstad bmnnu í gær til kaldra kola. Sænska lierskipið Fylgia kom í dag til Osló með sænska prins- inn Bertil. Gengi í dag: London 20,25. Hamborg 133.50. Paris 22.40. New York 5.68. Stokkhólmur 104.00. Kaupmannahöfn 110.50. 99 Millennium(( er heimsins besta hveiti enda er það dýrasta hveiti sem til landsins flyst. Fæst hvarvetna í smápokum. æ Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda hluttekningu við frá- fall og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Guðrúnar Pálsdóttur. Jakobina Helgadóttir. Sigríður Helgadóttir. Sigurður Þórðarson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðáýnda liluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, Jens Þorsteinssonar. Kristín Jónsdóttir. Það tilkynnist hér með, að Ingibjörg Jónsdóttir andaðist í dag á Landspitalanum. — Jarðarförin verður ákveðin siðar. Reykjavík, 2. júh 1932. Guðrún Þórðardóttir. ~ Eggert Kristjánsson. Móðir okkar og tengdamóðir, Jórunn Júliana Ingimund- ardóttir, andaðist í gær, 2. júlí. « I'yrir hönd okkar og annara aðstandenda. Hverfisgötu 41. Margrét Þorláksdóttir. Guðmundur Jónsson. Bæjarfréttir Ríkisstjómin. Samkvæmt tillögu forsætis- ráðlierra liefir konungur Islands þann 23. f. m. fallist á að skift- ing starfa milli dóins- og kirkju- málaráðherrans annars vegar og' atvinnu- og samgöngumála- ráðherrans liins vegar, verði nokkur önnur en ákveðið er í konungsúrskurði 29. desbr. ’24, meðan þeir eru ráðherrar báð- ir, liæsjtaréttarmálaflutnings- maður Magnús Guðmundsson og prófastur síra Þorsteinn Briem. Samkvæmt þessu er svo ákveðið, að af þeim málum, sem heyra undir atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið, falli und- ir dómsmálaráðherra Magnús Guðmundsson: Samgöngumál, nema vegamál, sjávarútvegs- mál, iðnaðarmál, sveitastjórnar- mál, fátækramál, almenn styrkt- arstarfsemi, sjóðir, sem ræðir um i III. kafla nefnds konungs- úrskurðar, byggingarfélög, mælitækja- og vogarinál, en á liinn bóginn af þeim málum, sem samkvæmt konungsúr- skurðinum lieyra undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið, falli undir atvinnuinálaráðíierra síra Þorstein Briem: Kirkjumál, þar undir kirkjujarðir, kirkjujarða- sjóður, prestssetur og alt annað, sem að kirkjunfiálum lýtur, kenslumál, þar undir allir skól- ar landsins, æðri og lægri. Eimreiðin. April-júní-hefti 1932 ,er komið lit fyrir skörnihu. Efni'ð er m. a. þetta: „Við þjóðveginn", eftir rit- stjórann. Er þar einkum rætt um nýju stjórnina og viðtökur þaer, sem hún hefir þlotið. Brynjólfur Stefánsson vátryggingafræöingur ritar um „Þjóðarbúskap og tölur.“ Segir haíin þar m. a„ a8 gera megi ráð fyrir, a'ö skuldir landsmanna viö erlenda lánardrottna hafi num- ið 80 miljónum króna um siöustu áramót, og þykir þaö aö vonum óefnilegur búskapur. Árin 1929 og 1930 (þau voru bæði mikil velti- ár) hafa skuldirnar aukist um 25 milj. kr., en þau ár sóaöi stjórnin fé á báðar hendur og hegöaöi sér aö öllu ósæmilega, jafnt i fjármál- um sem ööru. — Dr: Guöm. Finn- bogason ritar um „Séræfing og samæfing", en Richard Beck próf. um „Lárviöarskáldiö John Mase- field.“ Er sú ritgerji myndum prýdd, löng og fróöleg. — Jakob Jóh. Smári á þarna grein, er hana nefnir „Skýjaborgir“, en Svan- hildur Þorsteinsdóttir smásögu (Kolfinna). Benjamín Kristjánsson ritar um trúna á manninn, en „Herdís“ og Guörn. Böövarsson birta stökur og kvæöi. — Árni jakobsson (Þingeyingur) skrifar. ídliyglisveröaog þarflega grein um „Skáldskap og ástir“. Ræðst haim þ>ar djarflega gegn þeim skriffinn- um vor á meðal, sem kosiö hafa sér þaö hlutskifti, aö hringa sig í auðmýkt og aðdáun aö fótum „klámskáldanna", þ. e þeirra vesalinga, sem hyggja aö klám og óþverri í bókmentum sé hin besta verslunarvara. Lofa þeir ,,skáld“ þessi mjög og vegsama, en við og við reka þeir upp rokur miklar um það, að klánriö sé „nöfugt“. — „Þegar eg varö myrkfælinn“ heitir smágrein eftir Odd Oddsson, — Þá er framhald sögunnar „Kreutzer-sónatan“ eftir Leo Tol- stoj og loks „Raddir" og „Rit- sjá.“ Dóms og kirkjumálaráðuneytið hefir þ. 28. f. m. sett Ólaf Einarsson lækni til þess að fyrst uiii sinn að þjóna liéraðslæknis- embættinu í Grimsneshéraði. Ferðafélag íslands hefir i hyggju að stofna 4ii skemtiferðar vestur á Snæfells- nes laugardaginn 9. þ. m., með Selfossi. Komið verður til baka á sunnudagskveld. Um fyrir- komulag ferðarinnar verður auglýst bráðlega, ef úr henni verður. G.s. Botnia fór héðan í gærkvaldi. —.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.