Vísir - 10.07.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 10.07.1932, Blaðsíða 3
V 1 S I R li ©r Trésmidja og timburyerslun Hafnarfj arðar. Flygenring & Co. llefiF ávalt fyFÍFliggjancli allskonai* byggingaFefjai, svo sem: Timbup, jápn, pappa, saum, skrár og lamir, stmga og pappíF, gler og sement o. fi. o. fl. Einnig imrðir, glngga, elöliiis- og búrskápa og lista, allskonar. Alt unnið úr svenskri íxrvals furu, sem verið lieíir í þurki 1-2 ár. Ennfremur kiisgögn ýmiskonar, fyrirliggj andi og gerö eftir pöntun, úr öllum algengum viðartegundum. Yerðlag hvergi lægra. Timbur nýkomið trá Sviþjðð. Símar nr. 5, 65, 37. in húsgögn, hillur, kemhulár, aska, tínur o. fl., alt i íslensk- um stíl. Stefán Eiríksson var óefað einhver mesti tréskurðar- snilLingur — ef til vill sá mesti, sem ísland hefir átt. Munir Soffíu eru með sama snildar- bragðinu og var hjá föður hennar, enda lærði hún listina hjá honum. Jóhann Bjarnason, Húsavík, sýnir útskoma muni, rúmfjöl, bikar, lampa, öskjur o. fl. Eru mimimir vel gerðij'. Margrét TeitsdóLtir, Hóli í Hörðudal, sýnir „salonsofið“ dívanteppi, vel ofið, en Loftur Sigurðsson húsgögn, vönduð að frágangi og útlitsfögur. í sömu stofu sýnir loks Bygg- ingar- og landnámssjóður eftir- liking af luisi i sveit, glugga ai nýjustu gerð, sem revnslan hefir sýnt, að er vatns og súg- heldur, jxitt á hjörum sé, nokkr- ar teikningar af sveitabygging- um og torf, pressað og ópress- að. Til nánari skýringa er þetta tekið fram um eftirtaldar sýn- ingarvörur Byggingar- og land- náinssjóðs: Steinsteypumót, þannig gerð, að liægt er að stevpa i þeim mismunandi þykka steina, bæði hola og óhola. Mótin eni einkum hent- ug, vegna heimilisiðnar. Stein- ar steyptir i ofangreindu móti, gerðir fyrir tvöfaldan útvegg og má einnig nota þá i skilrúin (einfalda). Holið í útveggnum fyllist með mómold (svarðar- rúst). Átta ára reynsla liefir leitt í ljós, að hús með jiessari yeggjagerð eru ágætlega lilý, rakalaus og traust. — Veggina má styrkja með jámum. Fáein lítil sýnishom af torfi, pressuðu og ópressuðu. Svona torf hefir verið notað til skjóls innan i steinsteypuveggi og yfirleitt gefist vel, þótt það eigi jafngildi að gæðum tvöföldum veggjum með svarðamíst. Höfuðkostur tvöföldu veggjanna er, að gólf- in eru varin fyrir kulda og raka. ög' tvöfaldir veggir vel járn- bundnir, eru allra veggja traust- astir, þvi að samtengingin myndar stoð og jámin eru höfð í báðum veggjum. — Pressað torf mætti nota innan i útveggi til skjóls mcðan sú aðferð tíðk- ast og mætti sjálfsagt gera það að verslunarvöru sem þiljuefni. — Árið 1929 nam innflutningur — fyrir allskonar þiljuefni L4 milj. króna. — Stofa nr. 15 er „Akureyrar- stofan“. Verksmiðjan Iðja sýnir Jiar fægiduft, jurtapotta, liey- hrifur úr Alúminium og ein- angrunarsteininn „Vikril“. Baldur Ifelgason sýnir hopp- iskiði, Guðjón Bernliarðsson silfurbúnað á skautbúning og' upplilut, Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndir, Leikfangagerð Ak- urevrar leikföng og Jón Krist- jánsson, Akurevri, sild, með- höndlaða á ýmsan hátt. Fram- leiðsla Akureyringa, sem þama er sýnd, virðist yfirleitt vera vönduð og frágangurinn góður. Sérstök ástæða þykir til að geta um álúminíumhrífur verksm. Iðja. Er skaft hrífanna, haus og tindar alt úr alúminíum, sem er léttur og sterkur málmur. Hrífurnar eru gerðar úr sér- stakri alúminiumblöndu, sem húin er til í Ameríku. Svein- björu Jónsson liefir látið smíða hrífur þessar, fyrir livatning frú Steinunnar Frímannsdóttur. Iirifumar kosta að óögn um 10 kr. eða meira en helmingi meira en tréluáfur, en endingin verður vafalaust mikil. Þessi tilraun er athyglisverð, en reynsla hænda mun skera úr um hvort hrifur úr þessu efni reynast betri en tréhrífurnar og verða ódýrari, jiegar tillit er tekið til alls. Framh. Kennaraskólanemendurnir frá Jonstrup og' forstöðumað- ur skólans, dr. Arne Möllei', komu aftur til bæjarins á föstu- dagskveld úr 5 daga ferðalagi ur Árness- og Rangárvallasýsl- ur og Borgarfjörð. Ivomu jieir að Hliðarenda, gengu á Heklu, komu við á Laugarvatni, Þing- völlurn, Reykholti, Hvanneyri og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Námssveinarnir fara héðan með „Lyra“ á fimtudag. Á mánu- dagskveld kl. 8V2 koma kennar- ar þeir, sem staddir eru hér í hænum, saman á Hótel Skjald- hreið, til þess að kynnast dönsku stéttarbræðrunum og ræða um dönsk og íslensk skólamál. Að lokum verður sameiginleg kaffidrykkja. Þýskt skemtiferðaskip, „Sierra Cordoba", er væntanlegt snemma í fyrramálið. Farþegar eru um 200 talsins. K. Iv. Thomsen kaupm. annast móttökur þeirra. FerÖamennirnir fara austur á Þing- völl og austur að Grýtu, til Hafn- arfjarðar og inn í þvottalaugar. — Hornaflokkur skipsins leikur að likinduin nokkur lög fyrir bæjarbúa á Austurvelli, seinni hluta dags. Es. Goðafoss kom í gærkvöldi kl. um 10 frá útlöndum. Sjúkravist. Elliheimilið Grund auglýsir bér í blaðinu í dag, að það geti nú og framvegis tekið til dvalar sjúklinga, sem eru ekki haldnir næmum eða smitandi sjúkdómum. Meðgjöfin er 4 kr. um sólarhringinn. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Karlinn í kassanum" í Reykholti í dag. Áður hefir leik- urinn verið sýndur •— utan Reykja- víkur — í Grindavík, Keflavík. Hafnarfirði og á Akranesi. Aðsókn hefir hvervetna verið hin besta og fólk skemt sér ágætlega. Iínattspyrnumóti íslands lauk í fyrra kveld með kapp- leik Iv. R. og Yals og varð jafn- tefli, 2:2. Hafa úrslit íslands- mótsins þvi orðið þau, að K. R. har sigur úr býtum, með 7 stig'- um. Valur fékk 5 stig og Fram 4 stig', Knattspyrnufél. Akur- eyrar og Víkingur 0 stig. For- seti í. S. I. afhenti sigurvegur- unum íslandsbikarinn með skörulégri ræðu, og' rakti í stuttu máli sögu íslandsmóts- ins, sem nú hefir verið háð í 20 ár. — Þann 2. júli 1912 var kept ! um bikarinn í fyrsta skifti. Iv. R. héfir unnið íslandsbikarinn 8. sinnum, Fram 7 sinnum, s Víkingur 2 sinnum og Valur 1 sinni en 3var sinnum liefir ekki verið kept (1913, 1914, og ; 1923). Áliorfendur að^þessum úrslitaleik íslandsmótsins voru margir, enda veður ágætt. Kn. „Víkingar“ í Vestmannaeyjum. Eins og áður hefir verið skýrt frá í blaðinu fór 2. aldursflokk- ur Víkings til Vestinannaeyja með „Dettifoss“ 6. júlí. Fj'rsti knattspyrnukappleikiu' þeirra við Evjaskeggja var i fyrradag og lauk svo að Vikingar unnu með 3:1. Leikurinn var mjög skemtilegur, og veður gott. Vikingarnir koma heim aftur með „Lyru“. Rn. 49 ára* er í dag Sigurlína Ragnhild- ur Rjarnadóttir, Bankastræti 2. Ráðgjafarnefndarmennirnir dönsku lögðu af stað frá Kaupmannahöfn í gær. Þeir verða hér i Reykjavik til 23. þ. m. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Almenn sam- koma í kveld ld. 8. Áheit á Strandarkirkju, aflient Vísi: Kr. 1,50 (gamalt og nýtt) frá „háöldruðum“. Gjafir til fátælcu ekkjunnar afhent- ar Vísi: 5 kr. frá X, 5 kr. frá gömlum hjónum. Tafhlaop. —O— ■Þegar eg' fvrir fáum vikum fitjaði upp á að liafa tafhlaup við siðustu kappreiðar, urðu ýmsir til að letja þá tilraun og sumir fóru um það liáðulegum orðum. Eg liirti ekki um það, en byrjáði á að láta æfa þá fáu hesta, sem þá voru fáanlegir, en svo illa tókst til, að tveir af fyrstu hestunum heltust úr þeim lióp, annar tapaðist en liinn dalt og varð fyrir smá meiðslum. En hestur kom í liests slað, og annar sá liestur hlaut fyrstu verðlaun (Stökk- ull). Sörli, sá sem önnur verð- laun hlaut, kom fvrst á æfingu föstudaginn fvrir kappreiðarn- ar, en laugardaginn fvrir j»ær hljóp liann yfir meter háa girð- ingu með Höskuld Eyjólfsson, og má það teljast vel hlaupið þar sem Höskuldur mun vera nær 100 kg. á þyngd. Báðum fvr nefndum hestum reið Dan- íel Ólafsson á kappreiðunum og æfði Stökkul Sami D. Ó. vann á siðustu kappreiðum fimm verðlaun og er það meira en nokkur knapi liefir áður gert. Photomaton 6 myndir 2 kr. Tilbúnar eftir 7 mínútur. Templarasundi 3. Opið 1 til 7 alla daga. Ný tegmid af ljósmyndapappír kominn. Myndimar skýrari og betri en nokkru sinni áður. Daniel er óhræddur og hefir gott lag á, að láta hesta gera sitt itrasta án þess þó, að misbjóða. þeim, t. d. notar hann aldrei svipu né kippir óvægilega í tauma. Sumir af þeim hestum, sem riðið var yfir girðingarnar, stukku léttilega yfir lægri girð- inguna, en vantaði æfingu til þess, að lyfta sér léttilega yfir þá hærri. Eftir að kappreiðunum var lokið, fengu tveir röskir menn af Kjalarnesi leyfi til að lileypa á girðingamar, þeir töldu ríst að þeirra hestar, sem báðir voru viljugir og fljótir, mundu ekki verða eftirbátar verðlaunaliestanna, en þær von- ir sviku, þvi hvomgur liestur- inn komst yfir liærri girðing- una, og annar datt ofan á eig- andann, og hepni að maður og hestur sluppu þaðan óskaddað- ir. Hinsvegar ber eg engar brigður á, að liefðu þessir tveii' hestar fengið nokkurar sefing- ar, þá hefðu þeir Jiotið léttilega yfir girðingamar. Eg get þess ama hér til að sýna ahnenningi, að við hvers- konar í}»róttir sem iðka á em æfingar bráðnauðsynlegar engu síður lijá hestum en mönnum. Þótt svo tækist til við þessi fyrstu taflaup hér á landi, að að eins tveir hestar lilypi yfir grindurnar léttilega, þá hafa þau fært mér og' öðrum, sem á þau liorfðu, heim sann- ínn um, að liestamir okkar eru inargþættum kostum búnir, og bíða eftir að vér með Hpurð og góðri meðferð gefmn þeim tækifæri til að leggja fram alt það besta sem i þeim býr. Verði ]»að gert, þá þori eg að lullyrða, að verð þeirra má tvö- falda og }>eir verða eftirsóttir bæði utan lands og innan. , Ilan. Daníelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.