Vísir - 13.07.1932, Síða 2

Vísir - 13.07.1932, Síða 2
V I S I R Frú Katrín Magnnsson ekkja Guðmundar lieitinsMagn- ússonar prófessors, andaðist í morgun að heimili sínu hér i bœ. — Þessarar merku og mik- ilhæfu konu verður nánara get- ið síðar. Símskeyti —o— Washington, 12. júlí. United Press. ~ FB. Aukin seðlaútgáfa í Bandaríkjum. Öldungadeild þjóðþingsins liefir samþykt frumvarp Borali öldmigadeildar-þingmanns, um aukna seðlaútgáfu. — Ráðgert er að auka seðlaútgáfuna um 1.000.000.000 dollara.Verða þeir látnir af hendi við „National“- bankana, gegn tryggingum i ríkisverðbréf um. New York, i júlí. United Press. - FB. Flugferðalög að næturlagi. Flugferðalög að næturlag'i aukast mjög mikið í Banda- rikjunum. Flestar hrað-póst- flugvélar Bandaríkjanna eru í póstferðum eigi síður að næt- urlagi en að degi til nti orðið. Farþegar eru nú eiimig fluttir að næturlagi eigi síður en að degi til, á öllum lielstu flugleið- unum. Póst, farþega og flutn- ingaflugvélar í Bandarikjun- uin flugu alls 17,158,191 mílu að degi til árið sem leið, en að næturlagi um 7,500,000 mílur. — Samskonar flugvéiar í Ev- rópulöndum (að Rússl. und- anteknu) flugu 23,000,000 mílna, en að eins 700,000 mílur að næturlagi. -— Mesta nætur- flugferðafélag í Bandarikjun- um, United Air Lines, liefir 13 flugvélar í förum, sem eir- göngu fljúga að næimlagi. Flugvéiar þessa félags flugu ár- ið sem leið 14,000,00(! milna, þar af 6,000,000 að næturlagi. Nevv York, i julí. United Press. FB. Kreppuárið 1931 voru 20,000 sjálfsinorð framin í Bandaríkj- unum, samkvæmt skýrslum, sem dr. Frederick Hoffman, hagfræðingur, safnaði fyrir timaritið ,Spectator‘ hér í borg. — Árið 1908 náðu sjálfsmorð hámarki í þessu landi, 21,5 á 100,000, 1915 20,8 á 100,000, en í fyrra 20,5 á 100,000. — Tíð- ust voru sjálfsmorð í rikinu Wisconsin árið sem leið, en í 180 ameriskum borgum jókst sjálfsmorðatalan úr 19,9 á 100,000, 1930 i 20,5 á 100,000, 1931. — Þó voru sjálfsmorð tiðari i Evrópulxirgum árið sem leið en í borgum Bandarikj- anna. (Vínarborg 58,0 á 1(K),00(' Hainborg 51,0, Moskwa 24,9 o. s. frv.). Dr. Hoffman telur sjálfs- inorðaaukninguna eiga rætur sínar að rekja til atvinnuleysis og annara erfiðleika af völdum kreppunnar. Buffalo, New York, í júlí. United Press. FB. Loftskipasmíð. Smíði fjögurra stórra loft- skipa til flugferða yfir Atlants- haf hefst bráðlega, samkvæmt tilkynningu frá Goodyear Zeppelin Co. Tvö þeirra verða smíðuð í Bandar, en hin í Þýskalandi. — G. 'Z. Co. smið- aði loftskipin Akron og Macon. Hvar er gnllið? —o-- Fyrirspurn til Tr. Þórhallssonar —o— I. Það gekk ekki lítið á fyrir svokölluðum framsóknarmönn- um hérna um árið, þegar enska ókjara-lánið var tekið, „lánið lians Einars“. Timinn hélt þvi fram, í alvöru að því er virtist, að lánskjörin væri liin bestu. Sannleikurinn væri sá, að „láns“-maðurinn Einai- Áma- son liefði snúið á Bretann í við- skiftunum. Mun Einari liafa þótt j>e'tta undarlegt fyrst í stað, því að liann vissi ekki lil þess, að hann liefði komið nálægt nokkurri lántöku, en þegar liann sá „Tímann“ lala um „lán Einars Árnasonar“ viku eftir ,viku, fór hann víst að trúa því, að líklega hefði hann nú eitt- hvað verið við lántöku þessa riðinn. Og á þinginu i f\Tra var sagt, að hann hefði verið orð- inn sannfærður um, að hann hefði tekið lánið — liann og enginn annar! Því hefir oft verið lýst, liví- lik ókjör íslendingar urðu að sætta sig við, er lán þetla var tekið. Alt var veðbundið að kalla og svo hart að gengið, að lántakandinn getur elcki lireyft sig i fjármálum nema sam- þykki lánardrottins komi til. Hefir „Timinn“ oft fjargviðr- ast iit af enska láninu, sem tek- ið var i fjármálaráðherratið Magnúsar Guðmundssonar, og er þó vissulega lítið að þeirri lántöku að finna, samanborið við „lánið lians Einars“, þvi að það er lang-versta og óhagstæð- asta peningalán, sem íslenska rikið hefir tekið. Tiwggvi Þórhallsson lét blað sitt þrástagast á því, um ]iað leyti sem lánið var tekið, að hverjum einasta eyri þessa mikla Iáns yrði varið til eflingar landbúnaðinum. Lánið var um 12 miljónir króna og Tr. Þ. lét blað sitt staðliæfa hvað eftir annað, að landbúnaðurinn fengi hverja einustu krónu og hvem einasta eyri. Likaði bændum þetta vel og töluðu mikið um umhyggju stjórnar- innar fyrir málefnum landbún- aðarins. Tólf miljónir lcróna er mikið fé á okkar mælikvarða og bændur töldu sjálfsagt, að nú yrði hægt að fá fé að láni með góðum kjörum. Þeir Iiöfðu lesið það í „Timanum“ oftar en einu sinni, að „Búnaðarbank- inn“ hefði fengið þessar 12 miljónir öldungis óskertar, hverja krónu og hvern eyri. Hugðu þeir nú gott til um lán- tökur og voru hinir ánægðustu. En bráðlega fór að kvisast, að gullpoki stjórnarinnar hefði músétist og eiithvað sáldast niður á leiðinni upp í bankann. Þótti Einari þetta leiðinlegt, sem von var, því að hann er ráðvcndnin sjálf og vildi koma öllu til skila i „bændabankann“, enda biðu þar fyrir þrír banka- stjórar gersamlega peninga- lausir, en lánbeiðnirnar lágu um alt í hrönnum. En svo segja kunnugir, að þegar Einar rog- aðist upp götuna með pokann, liafi þeir Jónas og Tryggvi gengið á eftir honum og rjálað eitthvað við sitt pokaliornið livor. En er uppeftir kom, virt- ist pokinn gífurlega músétinn á báðum homum, en mikið af gullinu liorfið. Hafði Einari þótt undarlegt, að pokinn skyldi bila, þvi að jietta var þraut- reyndur og niðsterkur eldivið- arpoki að norðan. Var nú Hannes, liflæknir stjómarinn- ar, látinn skoða pokann, og kvað liann upp þann úrskurð, að lokinni mikilli og ákaflega vísindalegri rannsókn, að músa- nagið væri greinilegt. Kvað hann enga von, að nokkur eldi- viðarpoki þyldi slíkt nag og liefði stjórninni verið nær, að fara að sínum ráðuin og reiða gullið lieim í svinsbelg. Geklc nú Einar slóð sína niður í bæinn, en fann hvergi gullið, enda var ekki við þvi að búast. Ranglaði liann niðurlútur og liugsandi um götur bæjarins dag allan til kvelds en fann engan pening. En Jónas hnipti i Tryggva og mælti á þessa leið: „Ætli það sé nú ekki best, að við kennum lánið við Einar, úr ]ivi sem komið er.“ „Þú ræður, blessað- ur húsbóndi minn, eins og vant er,“ sagði Tryggvi, tók ofan slóra liattinn, kraup á kné og bauð herra sínum góðar nætur. II. Bændur eru lirekklausir menn að cðlisfari og ólýgnir. Þeim datt ekki í liug, að sjálf- ur fosætisráðherrann væri að láta blað sitt skrökva því, að gullið enska væri ætlað þeim og engum öðrum. Og þeim var ljóst, að margt gæti bændastétt- in lagfærl lijá sér heima fyrir með 12 miljónum króna. En bráðlega koma þar, að því er kunnugir fullyrða, að nokkur tregða færi að verða á því, að lánbeiðnum bænda væri sint í þeirra eigin banka. Þeir vissu þó ekki betur, samkvæmt frásögn „Timans", en að þarna væri 12 miljónir króiia, sem ætlaðar væri þeim einum. En gullið vildi ekki koma, þó að þeir sendi lánbeiðnir og öll „plöggin“ væri í lagi. Þeim var sagt að peningarnir væri ekki til, nema kannske eittlivað of- urlítið. — Og bændur urðu for- viða. Ilvernig stóð á þessu? Hvað var orðið af þessum 12 miljónum, sem stjómin kríaði út úr Bretanum handa íslensk- um bændum? — Lánið hafði . l>ó fengist og stjómarblaðið sagði, að landbúnaðurinn ætti að fá alla summuna, „hvern einasta eyri“. Og nú var sagt að peningarn- ir væri ekki til og hefði aldrei i bankann komið, nema kannske ein eða tvær miljónir, sem hægt væri að miðla landbúnaðinum. Sá, .scm þetta ritar, átti ný- lega tal við bónda austan úr sveitum. Hann var þá staddur liér i bænum i lántöku-erindum. Kvaðst liann hafa trúað því statt og stöðugt, að mikill hluti 12 miljóna lánsins, sem bænd- um var ætlað, væri óeyddur. Og nú ætlaði hann að fá smálán, til þess að létta sér róðurinn í kreppunni. Veðið var ágætt og áhættan engin fyrir bankann. Hann taldi því víst, að pening- arnir mundu fást „með orð- inu“. En það fór á aðra leið. Hon- um var skýrt frá, að bankinn hefði nú — því miður — ekkert liandbært fé, sem hann gæti lánað. Og því var bætt við, að engar líkur væri til, að hann gæti lánað honum þessa fjár- liæð í bráð. Veðið væri prýði- legt og ekkert að þvi að finna. — Alt í lagi frá bóndans hálfu. — En margir væri komnir á undan — heil hersing af mönn- um, sem líka liefði ágætis-veð, og bankinn hefði þann fasta sið, að afgreiða eftir röð. Þar væri aldrei tekið fram lijá. Bóndinn varð svo undrandi, að hann sagði að sér hefði orðið orðfall um liríð. Hann mintist í liuga sínurn þeirra 12 miljóna, isem „Tíminn“ sagði að bænd- um væri ætlaðar, og nú var ekki liægt að fá einar 12 liundruð krónur. Hann, þessi góði og gegni bóndi, gat ekki fengið einn tiu-þiisundasta liluta þess mikla fjár, sem stjórnin reiddi í garð og ætlaði bændunum einum, að því er hún lét blað sitt prédika. Sumir bændur eru þannig gerðir, að þeir kunna betur við, að fó glögg svör og greið við spurningum sínum. Og bóndi sá, er liér um ræðir, vildi ekki liverfa frá með öllu, fyrr en hann fengi ákveðin svör við því, livenær liann gæti fengið þessar krónur, sem hann hefði talið sér vísar af „bændalán- inu“. En svörin voru ekki sem greiðust. Honum skildist að vel gæti farið svo, að liann yrði að bíða árum saman, því að pen- ingarnir væri ekki í „liandr- aða“ en bunki mikill af lán- beiðnum fyrirliggjandi. En ein- hver stakk því að honum, að líklega væri réttara, að hann lili inn aftur einhverntíma fyrir 1940. Bankinn vildi auðvitað alt fyrir tiann gera eins og alla aðra, en galhnn væri sá, að þangað hefði engar 12 miljónir komið, því væri nú skollans ver og miður. Þegar hér var komið kvaðst bóndi liafa spurt ýmsa fjár- málamenn, livað orðið mundi um bænda-gullið — þcssar 12 miljónir, sem teknar hefði ver- ið að láni lianda bændum lands- ins. — En það vissi enginn. Hinsvegar var lionum sagt, að Tryggvi Þórhallsson mundi nú taka við stjórn bændabankans innan skamms, og mætti vel vera, að hann gæti leyst gátuna og visað á gullið. Hægðist bónda heldur við þetta, því að hann hefir mætur á Tryggva. Síðar trúði bóndi mér fyrir þvi, að helst væri liann nú þeirr- ar skoðunar, að Tryggvi mundi luma á gullinu, liklega æði- mikilli summu. Hann væri „glúrinn“ maðurinn sá, og svo rnundi hann ætla að skamta bændunum sjálfur, þegar Iiann væri kominn í ríki sitt þar í bankanum. Og þá sæi nú karl- arnir, að fleiri gæti skamtað rausnarlega en Jónas. Eg tók þessu fjarri og sagði sem satt er, að skoðun mín væri sú, að stjómin mundi búin að sóa öllum þessum mörgu milj- ónum, sem bændum hefði verið gefin fyrirheit um, að til þeirra iskyldi renna. Eyðslu-græðgi stjórnarinnar liefði verið líkust því, sem hún teldi líf sitt liggja við, að öllu væri komið í lóg á svipstundu. — Taldi eg fram nokkurar lielstu stórsyndirnar og liroðalegustu dæmin um æð- isgengið fjárbruðl fyrverandi ráðherra, og tók þá bóndi allur að digna og lieykjast. Kvaðst hann ekkert vita nema það, sem í „Tíamnum“ stæði, og þar kvæði jafnan við þann tón, að alt væri í stakasta lagi. Væri nú líklega ekki úr vegi, að liann færi að líta i önnur blöð en „Tímann“ og fylgjast ofurlítið með því, sem væri að gerast. Að lokum mæltist hann til þess, að eg beindi þeirri spurn- ingu til Tryggva Þórliallssonar, hvar „bænda-gullið“ mundi nú ávaxtað. — Landbúnaðinum liefði verið heitið 12 miljónum króna. Fjárliæðin hefði verið tekin að láni í Bretlandi, en bændum landsins, þeim mönn- um, sem fyrirheitið var gefið, mundi að mestu ókunnugt, livar hún væri niður komin. P- Sjúmannafélagið og h.f. Rveldúlfnr. —o-- Fundur var haldinn í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur i fyrrakveld, og var þar rætt um tilboð þau, sem hf. Kveldúlfur hafði gert sjómönnum um ráðningarkjör yfir sildveiði- tímann. Sjómenn höfnuðu báðum tilhoðum lif. Kveldúlfs, þ. e. tilboði um 150 kr. mán- ^aðarkaup og 3 aura premíu, og tilboði um endurgjalds- lausa leigu á skipunum síld- veiðatímabilið og að hf. Kveld- úlfur keypti af þeim sildina fvrir 3 kr. málið. Miklar umræður urðu á íundinum. Tillaga kom fram um það á fundinum, að félagið léti sig engu skifta ráðningarkjör á Kveld ú I f s-bo t n vörj) ugu m yf- ir sildveiðatímabilið. Tillagan fékk litinn byr meðal fundar- manna. Tillögur komu fram um að bjóða lif. Kveldúlfi, að farið yrði fyrir 8 aura aflaverðlaun og fæði, og önnur um 6 aura aflaverðlaun og fæði, en livor- ug tillagan fékk byr. Samþykt náði tillaga um að bjóða félaginu, að farið yrði fyrir sama kaup og áður, en aflaverðlaun væri lækkuð í 3 aura. Ennfremur var samþvkt að Allar verslunarbækur og viösk:iftaeyðublö5 strikuð eftir ósk hvers eins, fást í Félagsprentsmiðj unni

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.