Vísir - 20.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Appelsínur, Epli, Laukur, Citronur. Koma með Brúarfossi. Símskeyti —o— Wasliington 18. júlí. United Press. - FP>. Frá Bandaríkjunum. Fulltrúadeild þjóðþingsins liefir lokið störfum að þessu sinni og kemur aftur saman þ. 1. des. næstk. Á seinasta þingfundinum fór fram loka- atkvæðagreiðsla um atvinnu- bótafrumvarp demokrata, en samkvæmt því ber að verja $ 2.122.000.000 til atvinnubóta og aðstoðar atvinnuleysingj- um. Ennfremur frumvarp, er heimilar aukningu seðlaútgáf- unnar um einn miljarð doll- ara. Voru bæði frv. samþykt. , Helsingfors 20. júli. United Press. - FB. Frá Finnlandi. Á mánudagskveld var fjór- um bifreiðum skyndilega ekið að liúsi því, sem Lahdensous landvarnarmálaráðherra á heima i, og liafin skothríð úr skammbyssum inn um glugg- ana. Var áform þeirra, sem í bifreiðinni voru, að taka ráð- herrann með valdi og hafa hann á brott með sér, en það áform þeirra mishepnaðist al- gerlega-, því að lögreglan hafði haft veður af þessu. Hafði hún öflugt varðlið á takteinum skamt frá húsi ráðherrans, og voru árásarmennirnir allir handteknir. Bukarest 20. júlí. United Press. - FB. Samsteypustjórn í Rúmeníu. Voiovoid forsætisráðherra hefir tilkynt, að þegar þingið komi saman, muni ríkisstjórn- in segja af sér, og verði þá mynduð samsteypustjórn af flokkum þeim, sem styðja rik- isstjórnina. Kvað liann þá stjórn mundu verða öflugri en fráfarandi stjórn. CJtan af landi. Gunnólfsvík í júlí. FB. Garðrækt. — Áhugi manna fyrir garðrækt ltefir aldrei verið meiri hér en nú. t vor kom fjöldi manna sér upp görðum og ebu allar horfur á, að spretta í þeim verði góð. Vegabætur. - Flokkur manna vinnur nú að vegabótum á Langanesi og njóta hreppsbú- ar vinnunnar. Kaupgjaldið er kr. 5.00 á dag og sjá menn sér sjálfir fyrir fæði. Kattuglur. — í vor hafa við og við sést tvær kattuglur á Langanesi, og ftdlyrða menn, að þær hafi drepið nokkur lömb. Nýlega var önnur uglan skotin. Sauðburður. —- Sauðburður gekk hér yfirleitt ágætlega. Enginn lambadauði og víða margt tvílembt. Á mörgum bæjum eru nú komnar girð- ingar, sem ærnar eru hafðar í, þangað til búið er að marka lömbin og þau fariu að stálp- ast. Er mikill hægðarauki að girðingum þessum og spara þær bændum mikla vinnu. Veðrátla. — Allan júnímán- uð var hér öndvegis tíð. Sól- skinsblíður, steikjandi hitar, og skúr kom varla úr lofti, þar til í lok mánaðarins. Þá gerði slæmt hret, sem stóð í tvo daga. Hvítnuðu þá öll fjöll og gránaði í rót alla Ieið ofan i sjó. —• Það, sem af er þess- um mánuði, hefir verið mjög umhleypingasamt, sífeldir stormar og úrkomur. — Gras- spretta er mjög góð, og muna menn vart, að tún Iiafi verið jafn vel sprottín svo snemma sumars. Nokkurir bændur byrjuðu að slá í síðustu víku júnímánaðar og flekkjuðu tún sig þá, en nú hefir orðíð nokk- urt hlé á slættinumi vegnra ©- þurkanna. Kreppan. —> Kreppan gerir hér vart við sig eins og ann- arsstaðar og er mikið um: Iiana rætt. Nýr fiskhrinpr. —o— Það hefir verið sagt frá þvír að stofnað hefir verið hér nýtt fisksölusamlag. Gera margir sér vonir um, að af því muni leiða hækkun á fiskverðinu á erlendum markaði, og væri þá vel, ef svo færi. Hinsvegar er það kunnugt, að töluverðar likur hafa verið taldar til þess, að fiskverðið mundi nú fara liækkandi á næstunni, af öðr- um ástæðum, svo að hæpið er að þakka þá hækkun, sem verða kann, þessarii siuulags- stofnun. Það liggur nú nærri, að tal- að hafi verið um stofnun þessa samlags eins og eitthvert nýtt og áður alveg óþekt fyrir- brigði. Einkunv virðist „Al- þýðublaðið“ líta svo á, að hér sé um að ræða alveg nýja leið í fisksölumálinu, og fagnar blaðið því mjög, að með þessu sé í raun og veru tekin upp einkasala á saltfiski, alveg eins og þeir jafnaðarmennirn- ir hafi ráðið til að gera, eða að minsta kosti svo að segja alveg eins! — Þessi fagnaðar- óður „AIþýðublaðsins“ er nú fyrir þá sök dálítið hjákátleg- ur, að ekki eru nema nokkur- ir dagar síðan það birti skýrslu um töp íslandsbanka, og m. a. var að kjamsa yfir töpum fiskhringsins gamla, þess sem kendur var við Copeland og frægur varð. En stofnun þessa nýja fisksölusamlags er nú ekkert annað en endurtekning á þeirri tilraun, sem gerð var nveð stofnun þessa gamla „fisklirings“, sem að minsta kosti „Alþýðublaðið“ hefir aldrei haft í hávegum. Það er nú vonandi, að betur takist til í þetta sinn. Og það er áreiðanlegá ástæða til þess að gera sér slíkar vonir, því að íslenskir fiskkaupmenn hafa aflað sér mikillar þekk- iugar og reynslu, síðan gamli fiskhringurinn leið undir lok. — En því fer mjög fjarri, að fiskverslun íslendinga sé með þessu algerlega trygð, svo að unv enga áhættu gcti framar verið að ræða. Það eru fleiri þjóðir sem selja fisk, og þó að þær láti nú liklega um sam- vinnu í fiskversluninni, þá er því varlega treystandi, að sú samvinna geti ekki hilað, jafn- vel þegar verst gegnir. Og þó að vel kunni að ganga fyrst í stað, þá þarf ef til vill ekki nema litið atvik til ajð snúa öllu öfugt. Og vel má minna á það, að fyrst í stað fór alt vel hjá gamla fiskhringnum. I þessu sambandi má líka minna á reynsluna af síldar- einkasölunni, þó að vissulega sé nú lánlegar til fisksölusam- lagsins stofnað, þar sem því er i upphafi trygð forstaða hinna reyndustu og í alla staði hæf- ustu manna, sem völ er á, auk þess sem það er stofnað með frjálsum samtökuin, og þar með betur trygt, að það nái tilgangi sínum. Norskar loftskeytafregnir. Osló 19. júlí NRP. — FB. Norska rikisstjórnin hefir í'alið sendiherra Noregs í Haag að leggja fyrir alþjóðadóm- stólinm h.in nýju deiluatriði viðvikjandi Grænlandi. Hefir sendSherranum verið falið að fara fram á, að það verði við- urkent, að það hafi verið lög- mætt að setja svæði það, sem Norðmeun Iiafa helgað sér i Suðaustur-Grænlandi, undir norsk yfirráð. Ennfremur hef- ir norska stjórnin farið fram á það, að alþjóðadómstóllinn áminm Danmerkurstjórn um að forðast liverskonar vald- beitingu gágnvart norskum ríkisborgurum á landlielgun- arsvæðinu. Þessi krafa er fram komin vegna hinna liarðorðu ummæla, sem birst hafa i dönskum blöðum, og lröfð eru eftir leiðtoga liægrimanna, Chr. Möller, og formanni D. G. (Danske Gröndlandsutvalg), Púrschel. — Það er einnig tek- ið fram í tilkynningu norsku stjórnarinnar til dómstólsins, að ríkisstjórnin hafi í ár, eins og í fyrra, falið þeim, sem skipaðir hafa verið fulltrúar norsks ríkisvalds i Grænlandi, að sýna dönskum ríkisborgur- um á landhelgunarsvæðunum, fylstu nærgætni og tilhliðrun- arsemi. Loks er því lýst yfir, að fallist Danir á, að tilkynna dómstólnum, að þeir ætli ekki að beita valdi, þá falli þar með niður kröfur Noregs um að dómstóllinn geri þá varúð- arráðstöfun, sem að framan er minst á (þ. e. hlutast til um, að Danir beiti ekki valdi). Alþjóðadómstóllinn er nú að störfum, og má þvi vera, að úrskurður falli nú i vik- unni viðvikjandi þeim kröfum Noregsstjórnar, sem hér hefir verið sagt frá. Fjárhagsáætlun Oslóborgar var samþykt í gær á bæjar- stjómarfundi. Fulltrúar verka- lýðsins í bæjarstjórninni l0N3OOOOQQOOQO(XXX)CX»QQQQQ(XXXXSOCXXXXXX)QQQ0OO0QOCX)OOQO( Framtfðar sláttuvélin á íslandi. Notar 4—5 lítra af bensini allan daginn. Vinnur á við 8 menn að slættiL Frekari upplýsíngar gefa PórSur Sueinsson § Cb. Reykjawiik. KXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX Vil kaupa 2 velútlítandi búðarvigtíir. Uppl. í sima 1225. kli 6—8 í kveld. HlðlkurM Flðamaima Týsgötu 1. — Sími 1287. 1. flokks mjólkurafurðir. Skjót afgreiðsla. Alt sent heim. greiddu atkvæði á móti fjár- hagsáætluninni. Rasmus Rasmussen leikhús- stjóri er látinn, sjötugur. að> aldri. Gengi i Osló í dag: Londom 20.10, Hamborg L55.00, Paris 22.35, New York 5.67, Stokk- hólmur 103.50, Kaupmannat- höfn 109.25. Fáninn og Jijöðin. --O-- Það verður sennilega ekkii unn það deilt, að þótt þjóð vor sé niörgum og góðum kostunr búr in, þá er það mjög fjarxi þvi„ að þjóðcrnislcend hennar sé eins. öflug og æskilegt værii Á þeim tímum, sem>. nú; eru„ ríður oss enn meir á. því en nokkru sinni áður, að> efla ]>jóð- ernískend vora, ást vora á land- inu og virðinguna fyrir fána vorum. Þess gælir mjög; á siiði- ari timuni, að ólioll,. erlend á- lirif grípa menn æ fástari tök- um. Vér getum sjálfum oss um kent. IÞví að vér leggj irat eigi nándar nærri nóga rækt við að kynnast sögu vorrar eigjn þjóð- ar og vér sýnum islenskri tungu of litla ræktarsenii. Hinsvegar leggjum vér óþarflega inikla á- herslu á nám erlendra mála, vér flytjum inn feiknin öll af lélegum erlendum ritum og bókum, en metum góðar, ís- lenskar bókmentir of litils. Hér eru gefnar út góðar bækur, en þeim er litill gaimiur gefinn, en gly mskra t tamenn i n gi n hefir bráðlega teygl anga sína inn i fjarlægustu afdalakot. Kvik- myndamenningin hefir líka liaft hér mikil áhrif og livað sem um þau má segja, þá er ekkert þjóðlegt við þau áhrif, ekkert, sem kennir þjóðinni að skilja betur sjálfa sig, og litið, sem henni er andleg uppbygg- ing i. Samfara straummn kvik- mvnda og glymskrattamenn- ingarinnar koma aðrir straum- 7 manna bill ávalt til leigu í lengri og skemmri ferðir. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 824. „Goðafoss“ i fér í kvöld kl. 10, til Hull og ; Hamborgar (um Vestmanna- eyjar). í „Brúarfoss" > t’ér á í’östudagskvekt 22. júlí til í Vestf járða og Breiðaf jarðar. ! Fer 29. júlí til Leith og Kaup- mannahafnar, um Vestmanna- eyjar. ar, slefnur og ismar og hvað það nú alt heitir, og skrilræðis- imenningin rússneska rekur lestína og liinn rauði fáni rúss- neskra byltingamauna blaktir yfir islenskri jörð. Ilve lengi skal svo áfram halda? Hve lengi ætla þeir að biða, sem enn kunna að meta það, sem gott er og islenskt, áður en þeir liefja baráttu fyr- ir þvi, að vor eigin, Jijóðlega menning fái aftur yfirhöndina? Vér þurfum að liefjast handa og ræsa burl þann sora er- lendra álirifa, sem nú getur áð lita við hverl fólmál íslenskra manna. Sú barátta verður löng og erfið, því að vér höfum vanrækt skyldur vorar. En ef vér vöknum nógu margir til umhugsunar um hvað í húfi er mun sá tími aftur upp renna, að engir islenskir menn fylki sér undir erlendum byltinga- fána, heldur hylli hinn óflekk- aða og' fagra fána vorn. Vér verðum að fjarlægja liin illu, erlendu áhrif úr hugiun vorum, læra a'ð meta vora eigin sögu, land vort og þjóð, og fylkja oss undir þann fána, sem bend- ir oss á að rækja skyldur vorar við þjóð vora og föðurland. Gamall íslendingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.