Vísir - 21.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R ))KteTHm&ÖLSEM Nýjar kartöflur. Koma með Dettifossi. Hindenburg forseti gefur út einræðisboðskap um ráðstafanir til að varðveita frið- inn í landinu. Ráðstafanirnar hafa þegar haft þau áhrif, að öfgaflokkarnir hafa kyrt um sig. I morgun er símað, að kyrð sé á komin um gervalt Þýska- land. Berlín 20. júlí. United Press. - FE. Hindenburg forseli liefir gef- íð út einræðisboðskap um að hernaðarlög skuli gilda í Berlín og Brandenburg héraði. Berlín, 20. júlí. United Press. - FB. í boðskap Hindenburgs for- seta eru feld úr gildi um stund- arsakir ýms ákvæði stjórnar- skrárinnar um rétlindi manna. í boðskap forsetans er lögð líf- látsliegning við landráðastarf- semi, ikveikjum í opinberum byggingum og sömuleiðis er lögð líflátsliegning við því, ef menn gerast forgöngumenn í því að stofna til óeirða, sem beint er gegn ríkinu. Berlín 21. júlí: Yfirleitt er alt með kyrrum kjörum í morgun um gervalt landið. — Er talið, að hin hörðu ákvæði um hegn- ingu fyrir brot á einræðisregl- um Hindenburgs, hafi þcgar haft þau áhrif, að kyrð hefir komist á i landinu, a. m, k. um stundarsakir, en eigi verður neinu um það spáð, hvort sú kyrð helst. ímskeyti Washington 20. júlí. United Press. - FB. Úrskurður í deilumáli. Árin 1917 og 1918 voru tvö sænsk skip, Gustav Adolf og Pacific, kyrsett i Bandaríkjun- um. Ivröfðust Svíar $ 3,012,173 i skaðabætur. Varð það að sam- komulagi, að svissneSkur pró- fessor, Eugene Borel, úrskurð- aði hvort taka skyld kröfuna til greina eða ekki. Hefir bann nú úrskurðað, að ekki beri að taka kröfu Svía til greina. Rómaborg 20. júlí. United Press. - FB. Frá Italíu. Mussolini iiefir endurskipu- lagt ráðuneyti sitt. Ilefir liann sjálfur telcið að sér embætti Grandi utanríkismálaráðharra, isem hefir Ijeðist lausnar. De Francisci prófessor tekur við embætti Rocco dómsmálaráð- herra og Guido Jung tekur við embætti Mosconi fjármálaráð- herra. Lnndnnahásköli. London í júlí. FB. Fyrir iiðlega öld siðan átti Lundúnaborg engan liáskóla. Það var skáldið Tliomas Camp- bell, sem benti á hve mikil nauðsvn það væri stórborg, að hafa sinn eigin háskóla, og hann átti mikinn þátt í því, að almennur áhugi vaknaði fyrir háskólastofnun í Lundúnaborg. Hann átti þvi hvað mestan þátt í stofnun Lundúnaháskóla (London University). Og þessi stofnun dafnaði vel og er nú talin einhver merkasta menta- stofnun í heimi og er ein af stærstu mentastofnunum heims. Til þessa hefir háskólinn slarfað í mörgum deildum, og hcfir oft verið talsverð vega- lengd milli þeirra húsa, sem deildirnar hafa haft aðsetur sitt í. Hefir mönnum lengi verið Ijóst, að mikil þörf væri á að koma því til leiðar, að öllum byggingum báskólans væri komið fjrrir á»tiltölulega htlu svæði, til þess að koma á nán- ara sambandi og samvinnu milli allra greina háskólans og milli liáskólanemandanna, en þeir eru nú 11.452 talsins, en voru að eins 4.950 árið 1913. Þessu varð þó eigi komið í framkvæmd af tveimur orsök- um. Háskólinn átti ekki kost á hentugum stað. Hin orsökin var fjárskorlur. Nú hafa menn unnið bug á báðum þessum erfiðleikum. Háskólinn á nú kost á hentugum stað til þess að reisa nýjar háskólabyggingar, í Bloomsbury, tiltölulega skamt frá miðhluta Lundúnaborgar. Og nægilegt fé er nú fyrir hendi. Aðalbyggingin verður mikið hús og fagurt, en aðrar bvggingar \erða reislar hring- inn í kring um aðalbygginguna. Áætlað er, að kosfnaðurinn við að reisa nýju liáskólabygging- arnar verði alls um þrjár mil- jónir sterlingspunda. Og tak- markið verðm* altaf það sama og verið hefir: Að greiða fyrir mönnum af öllum stéttum, körlum og konum, sem sækjast eftir æðri mentun. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar). Oddnr Gfslason, bæjarfógeti á ísafirði og sýslu- maður i ísafjarðarsýslu, and- aðist í gær í sjúkrahúsi ísa- fjarðar. Hann fékk snert af heila- blæðingu fyrir skömmu og hef- ir legið rúmfastur síðan. Slakað á kröfnnum. Það er alkunna, að þeir, sem með völdin fara í Rússlandi, eru altaf að slaka til á kröfun- um, sem kommúnistar gerðu í upphafi, eftir þvi sem iðnaðar- og vélamenningin cykst þar í landi, og reynslan flytur komm- únistunum þann boðskap, að ýmsar kenningar kommúnista séu óframkvæmanlegar, enda er þá ekki hikað við að hverfa frá þeim og fylgja sömu að- ferðum og venjum og tíðkast i auðvaldsríkjunum. Þannig hafa kommúnista-leiðtogarnir rúss- nesku þegar rekið sig á, að það getur ekki blessast, að allir menn fái sömu laun, heldur hafa þeir sannfærst um það, sem alda gömul reynsla auð- valdsríkjanna svo kölluðu hef- ir sannað, að menn eiga að fá laun sín í réttu hlutfalli við þá vinnu, sem þeir láta í té. Su stefna, að allir u])pskeri jafnt, slóðinn jafnt og dugnaðannað- urinn, er lirein og bein land eýðustefna, sem hvergi getur átt neitt fylgi til lengdar, nema meðal landevðanna, skrílsins, sem gengur æpandi og syngj- andi um götur og torg, en forð- ast eftir getu að vinna nokkurt ærlegt handtak. Rússar voru kúgaðir, eins og allir vita, á keisaraveldisdögun- um, á ýmsan hátt. Þeir höfðu þá. ekki frekara en nú umráð yfir eigum sínum. Litið dæmi skal nefnt. Yfirvöldin i Rúss- landi og yfirforingjar í hernum o. s. frv. gátu heimtað hesta af bændum eftir þörfum, til þarfa hersins, til notkunar handa starfsmönnum ríkisins, o. s. frvr. Bóndinn gat ekkert gert til að aftra þessu. Þegar kommúnist- ar brutust til valda urðu bænd- ur ekki betur settir í þessu efni, heldur ver. Hestarnir þeirra voru nú teknir til kornflutn- inga, alveg eins og kornið var tekið af bændum nauðugum, og hestarnir voru teknir til notkunar við vegagerðir o. s. frv. — En þeir, sem nú stjórna Rússlandi, hafa breytt um stefnu. Stjórnin hefir gefið út boðskap um það, að heslaeig- endur skuli hafa full umráð vf- ir hestum sínum, þeim skuli að eins skylt að lána liestana, þeg- ar brýnasta nauðsyn krefji og eingöngu samkvæm t boði istjórnarinnar, og alt gegn sann- gjarnri þóknun, en til þessa fengu þeir enga þóknim. Þetta er viðurkenning á eignarrétti og' umráðarétti bænda yfir eign- um þeirra. — Ýmsar líkur benda til, að smám sam- an sveigist á sömu braut i Lótlð Félagsprentsmidj una prenta fyrir yður. Sigli (Seglmærke) búin til eftir ósk hvers eins. Rússlandi og í auðvaldsríkjun- um: Dugnaður einstakhngs verði ráðandi um það livað hann ber úr býtum fyrir erfiði sitt og að hann fái full umráð yfir því, sem honum áskotnast, svo sem tiðlcast í öðrum lönd- um. — Sannast hér sem fyrri, að það er hægt að láta allskon- ar hugmvndir líta vil út á pappirnum og gylla þær í aug- um fólksins, en seinna verða menn að lilusta á rödd rejmsl- unnar og menn blýða boðskap hennar, af þvi einstaklingnum og ríkinu er mestur liagur i þvi, þegar til lengdar lætur. Einn ennl —o— Veitingamðurinn í Baldurs- liaga hefir eftir 38 daga bið fengið rúm í Mbl. 10. þ. m. fvr- ir gremjugrein út af lögreglu- samþykt Mosfellsbrepps. Vegna þess að hann er granni minn og góðkunningi virði eg grein bans þess, að svara henni fám orð- um (ef eg fæ rúm hjá Vísi; býst ekkl við að þýði neitt að senda Mbl. svarið, úr því grein Þ. J., sem þó er í þess anda, beið svo lengi byrjar). Nauðsynjarlaust er að fara vegleysu til að fá leyfi landráð- anda í Mosfsv. til hvers sem er, því þar er einn eða fleiri vegir að liverju bygðu bóli; bilfært að ílestum. Annars mundi verða hlutverk dómara að ákveða um það, hvort nauðsyn hafi krafið, ef kært er um landtraðk utan vega. — Sími er á 14 bæjum í sveitinni (3.-liverjum). Miðhluti greinar Þ. J. er átak- anleg' lýsing á því, hvert „ónæði og ófögnuð" hann hafi liðið, síðan samþ. kom í gildi, af uppi- vöðsluseggjum, er liann nefnir „ómenni“, „mannræfla“ o. þvíl. —- Það er skiljanlegt, að fyr- verandi næturviðskiftamönnum lians hafi brugðið illa, fyrst í stað, meðan samþ. var ókunn. En það lagasl vonandi er þeir venjast af næturkomum þar. Fyrir gistihús er engin þörf á þeim stað, og því hætt við, að næturviðskiftin hafi þar helst vcrið við menn af þeirri tegund og háttum, sem Þ. J. er hér að lýsa; en eðlilega Iieijjr báttsem- in fremur verið umborin, með- an næturslarkið var leyfilegt. Nú er tækifærið að kenna samþ. um, eins og áfengisvinum hætt- ir til að kenna bannlögunum um flesta ósiði og lagabrot. —- Til þess vcrður ekki ætlast, að löggæslumenn séu við böndina hvenær sem er á hverjum bæ í sveit. Og nú kvað þeim vera sagt upp staríi, sem helst hefir verið liðs að leita lijá fyrir þá, sem óspektarmenn liafa ónáð- að hér í nánd við kaupstaðina. Heimafólk verður að reyna til að ná í einkenni á sökudólgum, og*sannanir fyrir seld þeirra, og síðan kæra þá. Þá talar Þ. J. um skaðabóta- kröfu og sveitarhjálp sér til handa — vegna lögreglusamþ., sem gerir honum fært að ná rétti sinum á óspektarmönnun- um, er valda honum skaða. lálcki var samþ. um að kenna i ársbyrjun 1928, en þá sagði hann sig til sveitar, eftir fjögra ára dvöl hér, vegna Veikinda á sér og sínuni. 10. gr. samþ. liefir Þ. J. al- gert misskilið (og líkl. fleiri). Eftir maílok 1932 eru ógeltir hundar réítlausir í sveitinni. Þteir, sem eiga ógelta hunda eft- ir þann tíma, eiga á hættu, að ~Py _^OA. •fzúx. WZA. CrþaLC^i nxLL <• tcc. 4 • 1eor*ni Teofani þeim verði lógað, ef þeir fara á flæking, og geta ekki kært um það, en skyldaðir til að gelda þá fyrir þann tíma eru memr ekki. Loks segist Þ. .1. „ekki geta samþykt lokunartíma“ þann, er lögreglusamþ. ákveður, „meðan hér rétt við túnfótinn eru stað- ir, sem levfist eða líðsl að liafa veitingar marga nótt“. Nú er enginn annar löglegur veitinga- staður við sama veg og Baldurs- hagi i Mosfhr., og enginn nær en Botnar í Seltjarnarnesbr. Hvað á Þorfinnur Jónsson við með þessum orðum ? Sé um ólögleg- ar veitingar að ræða, er hann veit um, ber honunx að kæra um það til sýslumanns, en ekki að dylgja um slíkt í blöðum. Lögreglusamþ. Mosflir. er birt i Stjórnartíð., en blöðin hafa ekki fengist til að birta hana. (Grein í Mbl. í dag út af sama efni er svo milcið rugl og fjarstæður, að eklci er svara- verð). Grafarb., 14. júli 1932. B. B. Iðnsýningm. —o--- Framh. Prentsmiðjan Aeta liefir prentunarsýnishorn í stofir nr. 21, einnig bókbandssýnishorn. Acta leysir af liendi bóka og blaðaprentun. Er það alkunna. að prentsmiðja þessi leggur á- lierslu á vandað vinnu, enda eru t. d. margar bækur, sem i henni liafa verið prentaðar, prýðilega vandaðar að frágangi. Á bók- bandsstofu prentsmiðjunnar er aðallega unnið að J)vi að búa til vélunnið band (maskinuband), bókaheftingu o. s. frv. Forstöðumaður prentsmiðj- unnar er Guðbjöm Guðrnunds- son, áhuga og dugnaðarmaður og sanngjarn i viðskiftum. í prentsmiðju Ágiists Sigurðs- scmar er aðallega unnið að alls- konar smáprentun. Hefir prenl- smiðja Ágfists baft ærið að starfa við að prenta bréfhausa, reikninga, heimsóknaspjöld o. m. m. fl. Er vinnan vel af hendi leyst. Prentsmiðjustjórinn er gamall og góðkunniu- Reykvík- ingur og allcunna er að hann er maður góður viðskiftis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.