Vísir - 13.08.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 13.08.1932, Blaðsíða 3
V I S I R Kristileg samkoma verður í dómkirkjunni annað kveld kl. Sy>. Ræðumenn verða: Síra Sigul’ður Þorsteinsson frá Bjarkey í Noregi og Jóhann Hannesson kristniboðsefni, frá Stafangri. Ungfrú Ásta Jósefs- dóttir syngur einsöng. Sömu menn tala i K.F.U.M. í Hafnar- t'irði kl. (i e. h. á morgun. Ljósberinn kemur ekki út i dag. Af æðardún voru flutt úl í júlimánuði s. 1. 72 kg., verð 2,600 kr., en á limabilinu jan.—júli 695 kg., verð kr. 14,110. Á sama tima í fyrra 403 kg., verð kr. 15,100. Skemtiförin á e.s. Esju. Til atlmgunar fyrir farþeg- ana óskar faramefndin þess get- ið, að Esja fari stjundvíslega kl. 8V4 i fyrramálið frá hafnar- bakkanum. Skipið blæs ekkert .áður en lagt er af stað. Einnig verður lagt stundvíslega af stað frá Saurbæ kl. 8 um kveldið til Reykjavíkur. — Lúðrasveitinni •stjórnar Páll Isólfsson. Magnús Lárusson óskar þess getið, að hann niuni svara Metúsalem húnað- armálasljóra Stefánssyni eftir næstu lielgi; vegna anna geti það eigi orðið fyr. Leiðrélting. Misprentast hafði í bæjarfrétt í gær, þar sem sagt var frá hve- nær vigsla íÞverárbrúarinnar setti fram að fara. Brúin verð- ur vigð sunnudaginn 21. þ. m., •en i blaðinu stóð sunnudaginn 28. þ. m. Útvarpið í dag. 10,00 Veðúrfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tónleikar. (Útvarps- tríóið). 20,00 Klukkusláttur. Grammóf óntónleikar: Gloeken, Symphonie, eft- ir Haydn. 20.30 Fréttir. Danslög til kl. 24. SYíYirðileg meðferS á föngnm. Amerisk blöð birta endrum n»g eins fregnir um svo svívirði- lega og ómannúðlega meðferð á föngum. að að eins er sam- bærilegl við ómannúðlegustu -og liroltalegustu pyndingai' á miðöldum. Þannig birta aiiier- ísk blöð nú fregnir um það, að horgarar í ríkinu Florida krefj- ist nú alment af ríkisstjóran- uni, að fangaverðir tveir þar í ríkinu, starfsmenn við ríkis- fangelsi, verði kærðir fyrir jnorð á 22ja ára gömlum fanga, Arthur Maillefort að nafni. Fangi þessi lét líf sitt í pynd- ingarkassa. — Pyndingarkassi þessi er ])annig útbúinn, að þeg- ar búið er að hlekkja fangann i kassann, á höndum og fótum, stendur að eins höfuðið upp úr, en ekkert loft leikur um lik- ama fangans, sem livorki getur hrevft legg né lið. Auk þess, að pilturinn var hlekkjaður á höndum og fótum, var járn- hlekk læst um háls lionum og var járnkcðju fest við hlekkinn, ■en liinn endi hennar við kassa- Íokið, og gat fanginn þvi ekki éinu sinni hreyft til höfuð sitt. Fangaverðirnir höfðu ætlað að hafa piltinn í kassanum eina nótt til þess að kúga liann til hlýðni, en liann var látinn, er að var komið um morguninn. Áður hafði hann verið settur allsnakinn í „pyndingartunnu'\ en siapp úr henni illa á sig kom- inn og lagði á flótta, nakinn, ör- væntandi og meiddur, út í mýr- lenda skógaspildu. Honuin var veitt eftirför og að einni nótt liðinni fanst liann, örmagna og allur l)lóðrisa, og í þessu ásig- komulagi var liann settur í py ndingarkassan n. Fangaverðir þeir, sem um er að ræða, Courson og Higginbot- ham, lialda því fram, að Maille- fort hafi oft. liaft i hótunum að fremja sjálfsmorð, en liafa lít- ið eða ekkert sér til málsbóta. Hefir verið aflað sönnunar- gagna fyrir því, hverja með- ferð fanginn hlaut i höndum þeirra. Borgarar þeir, sem liafa beitt sér fyrir því, að fanga- vörðunum verði hegnt, halda þvi og fram, að fangar í vega- vinnu, sæti hinni lirottalegustu meðferð af hálfu gæslumanna. Ef eigi takist að kúga fangana til hlýðni með þvi að húðstrýkja þá með svipum, sé oft gripið til þess ráðs, að berja þá með hörðuin kaðli, iárnnípubrotum eða öðru slíku, enda komi það oft fyrir, að gæslmnenn bein- brjóti fanga og meiði þá hrotta- lega á ýmsan hátt. Enn fremur sé föngum stundum liegnt með því að láta þá vera sólarhring í pvndingarkassanum fyrr- nefnda, og má geta nærri hvern- ig líðan vesalings fanganna muni vera, þegar ofan á alt annað hætist, að pyndingar- kassinn er Jiafður þar, sem er heitt af sólu og að þcir fá eigi annað til að nærast á en eina únzu (y o liluta af ensku pundi) af brauði og vatnssopa. Er og mælt, að allir fangar láti kúg- ast við þessa meðferð — ef þeir þá lifa liana af. Framan greind frásögn er höfð eftir Parisar-útgáfu Chi- cago Tribune. IðnsýoiDgin 1932. —o— lðnsýningunni er nú fyrir skömmu lokið. Það er alment álit, að sýningin liafi tekist vel og að hún hafi verið fjölbreytt- ari en hinar fjttí iðnsýningar, er hér hafa verið haldnar. Sérstaklega bar allmikið á þvi á sýningunni, áð fram- leiðsluaðferðir á ýmiskonar nevsluvörum, og önnur verk- smiðjuiðja liefði eflst og aukist að mun á síðustu árum. Er þetta gleðilegiu' vottur um verklegt framiak og framfarir þjóðar- innar. Og yfirleitt niá með sanni segja, að sýningin hafi verið öll- um þátttakendum hennar til sóma. — Þó virðist svo, sem framkvæmdaiTiefnd sýningar- innar liafi eigi lagt sérstaka á- herslu á það, að draga að sýn- ingunni hluti, smáa og stóra, frá sérhverri iðngrein, er auð- velt hefði verið áð ná til. Er þetla því undarlegra, sem margt af þvi sem á sýninguna skorti, er einmitt framleitt á sjálfum sýningarstáðnum, sem sé hér í Reykjavík, — og sumt af því kannske hvergi gert ann- arstaðar hér á landi. — í sýningarstofum nr. 9 og nr. 20 var sýnd lökkun á ýmsum munum, — prýðilega gerð. En manni verður á að spyrja, livort eigi liefði verið ástæða til að hafa þenna þátt sýningarinnar nokkuru fjölbreyttari, þar seni um jafn margbrotna iðngrein var að ræða og málaraiðnin er, — sýna t. d. vel gerðar eftir- íkingar (ofringu) af ýmsum trétegundum: eik, maliogni, motutré, birki, o. fl. Enn frem- ur likingar af granil og mis- munandi tegundum af mar- mara. Húsa- og lmsgagna- iskreytingu (decoration) hefði einnig mátt sýna. Þá má nefna skiltagerð: Glerskilli með gullnu letri (stafirnir lagðir með gullhlaði), glerskilti úr slipuðu gleri, og með greyptu letiá (etzning), og loks algeng skilti, með máluðu letri. — Skiltagerð öll er prýðilega af hendi leyst hjá íslenskum ‘mál- urum liér i bænum, og gefur ekkert eftir þvi besta af sams- konar vinnu annara þjóða. — Mig undrar, að ekki svo mikið sem eitt lítið sýnishorn úr þess- ari fögru og vandasömu iðn- grein, skyldi hirtast á sýning- unni. — Hin listræna hlið sýningar- innar átti eigi livað síst stoð sína í tréskurði, bókbandi (Skrautbandi á Guðbrands- biblíu o. fl.), ýmsum prentun- um og gull- og silfursmíði. — Að ógleymdum nokkrum högg- myndum Ásmundar Sveinsson- ar. Litið var um teikningar á sýningunni. Og ekkert sýnis- horn sá eg þar af skrautritun, hvorki á pergamenti né pappír; og ekki var þar heldur neitt að sjá af leturgrefti. — Annars voru það vist nokkuð margar — og það algengar iðn- greinir — sem sýning þessi slepti með öllu. Eg skal (án nokkurra fullyrðinga) leyfa mér að nefna t. d. klæðskeraiðn, (fatasaum), beykisiðn, úrsmíði og klukkusmíði, skósmíði og myníifaldaraiðn. — Voru nokk- urir munir úr þessum iðngrein- um (sem sýningarhlutir) á iðn- sýningunni? — Þess má að sjálfsögðu vænta, að næsta iðnsýning vor verði sem best úr garði gerð og eins fjölskrúðug og auðið er. — Kolskeggnr. Aths. Ritstj. Vísis liefir gefið mér kost á að sjá ofanritaða grein áður en liún birtist í blaðinu og vil eg því fyrir hönd sýnin gar- nefndarinnar leiðrétta mis- skilning, scm þar kemur fram og geta þess, að nefndin sendi l\dsvar bréflega áskorun til allra þcirra iðnaðarmanna og framleiðenda i liverri iðn seni hún vissi uhi, auk blaðagreina, með hvatningu um að taka þátt í sýningunni, svo að allur iðnað- ur vor kæmi þar fram á sjón- arsviðið, auk þess sem i einka- samtölum var leitast við að fá eitthvað með af þeim iðngrein- um, sem ekki varkomin tilkynn- ing um þátttöku frá og har það nokkurn árangur. Nefndinni verður því ekki með sanngirni kent um, að það sé hennar sök þó nokkurar iðngreinir liafi ekki komið fram á sýningunni. Hins vegar þótti nefndinni það leitt, eigi síður en greinarhöf., að ýmislegt vantaði á sýning- una, sem þar hefði átt að vera, en um sumt er nefndinni kunn- ugt, að þær ástæður voru fyrir hendi að viðkomendur annað- hvort ekki gálu gert sýningar- muni vegna fjárhagsörðugleika eða fyrir skort á liráefnum, sem ekki fékst erlendur gjaldevrir fyrir, þó ótrúlegt sé. Guðbjörn Guðmundsson. Forðist har ð Hfi s þj ániag ar. Forðist harðlifi, sem orsakar van- líðan og stundum alvarleg veikindi. Vegna þess hve fæðuteg. þær, er menn neyta nú á dögum, eru ofl nærinfearmiklar, er nauðsynlegt að neyta fæðu, sem hreinsar meltingar- íærin. Það verður eigi gert með auð- veldara og hægara móti en að neyta Kellogg’s All-Bran, sem læknar harðlífi með auðveldu, hægu móti, á eðlilegan hátt. Það inniheldur einnig B-fjörefni, sem hressir við meltingarfærin. Það er járnauðugt og styrkir hlóðið. Það er miklum mun hetra en lyf og pillur, er get- ur verið skaðlegt, og hættulegt get- ur verið að venja sig á. Tvær matskeiðar af All-Bran á dág xnunu valrðveita heilsui yðar. Notið það eins og það kemur fyrir éða með öðrum kornréttum. Engr- ar suðu þörf. Ef þér þjáist af melt- ingarkvillum, sem ekki fæst bót á með þvi að neyta Kellogg’s All- Bran, þá leitið læknisráða. Kel- logg’s All-Bran fæst i öllum ný- lenduvöruverslunum i rauðum og grænum pökkum. sem auðveldlegast vinn- ur bug á hægðaleysi. Anmasta stéttin. —o— Vegna þess að eg liefi liaft best kynni af einni stétt þjóð- félagsins, verður niér oftast hugsað til hennar, og dylst mér þá ekki, að liún er i sannleika aiunust allra stétta, og varla gæti nokkúr kona valið sér verri atvinnu. Þessi stétt eða at- vinna, seni eg á við, er það að selja mörinum fæði. Ekki er það þó vegna þess, að mér finn- ist leiðinlegt að stiuida slíka vinnu, heldur liitt að þurfa að treysta loforðum sumra þeirra nianna, er við verslum við. Flestar okkar munu ekki vera betur stæðar en svo, að við verðuni að fara til kaupmanna og fá lán hjá þeim, treystandi því, að viðskiftamenn okkar standi í skilum; en þvi miður vill oft verða misbrestur á því, og einn góðan véðurdag eru svo þessir skuldunautar okkar liorfnir út i veður og vind og engin leið til þess að liafa liend- ur í hári þeirra. Það.hefir kom- ið fyrir, að svo hefir gengið með mann, sem átti foreldra I hér i borginni og var j góðri stöðu. Var nú ekki reynandi að fara til foreldranna og reyna að fá þau til að skerast í leikinn og fá manninn með góðu til þess að greiða skuld sína? En þegar þangað kom, fengust þau svör ein, að það væri rangt að láta þá safna svona mikilli skuld, heldur ætti að reka þá burl eftir viku tíma. Nú, eftir að hafa reynt þessa leið, liggur beinast við að leita til lögfræðings, en ]iá tekur ekki betra við. Þá kemur ]>að í ljós að cngin lög heimila að ldekkja á þessum svikurum. Matsölukonur eru með öllu réttlausar, og eiga þess engan kost, að fá neina málaréttingu, þó svona sé með þær farið. Bréfsefaakassar margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 3,25. — Ágæt- ir til tækifærisgjafa. Bréfsefni og umslög i mörgum litum, bæði ein- stök og í blokkum og möppum. Ljósmynda-albúm (amatör-albúm), margar tegundir og ljósmynda- horn til að festa myndim- ar í þau. ISIMtniliM Austurstræti 1, sími 26. Amatðrar. Látið okkur framkalla, kopiera og stækka filmur yðar. Öll vinna framkvæmd með nýjum áhöldum frá K O D A Iv, af útlærðum mvndasmið. Kodak filmur fyrir 8 myndir, fást í Amatördeild Langavegs Apoteks. Amatðrar. Filmur, sem komið er með fyrir hádegi, verða tilbúnar samdægurs. Vönduð og góð vinna. f Kodaks, Bankastræti 4. Hans Petersen. Nú finst mér að þar sem við erum svo margar hér i bænum, sem höfum gert okkur þetta að atvinnu, ]>á ættum við að mynda með okkur öflugan fé- lagsskap; gæti svo farið, að slik- ur félagsskapur yrði okkur liinn mesti styrkur til þess að skapa okkur betri aðstöðu og skilyrðí við þennan atvinnurekstur- Auk þess er eg þess fullviss, að matsölukonur, engu síður en annað fólk, hefði bæði gagn og gaman af að kynnast og spjalla um áliugamál sín. Mætti margt imi þetta segja, ])ó liér verði staðar numið að sinni. Eg vil að eins bera þetta máP undir stéttarsystur minar og biðja jiaT' að atliuga, hvort þeim finnist nú ekki, að góð samtök gætu hjálpað okkur til muna við atvinnurekstur okk- ar. Hvað snertir húsnæði til fundarhalda, þá ættum við að geta haft fundi hver lijá annari til skiftis, eftir samkomulagi, svo það þyrfti engin útgjöld að hafa i för með sér. Enda eg svo þetta greinar- korn, og vona að Iieyra fleiri raddir máli þessu til stuðnings. Matsölukona.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.