Alþýðublaðið - 27.06.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1928, Blaðsíða 2
2 4 L ✓ V Ð U B L Á Ð l Ð alþýðubláðið! kemur út ú hvérjum virkum degi. j -■ '' '= .=-----: i Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við | Hverfisgötu 8 opin írA kl. 9 úrd. j til ki. 7 síðd. I Ssrifstofa á sama staö opin ki. j 9’/g — 101 $ árd. og kí. 8 —9 siöd l Himat: 988 (afgréiöslan) og 2394 > (skritstofan). J Verölag: Áskriftarverð kr. 1,50 á í mánuöi. Auglýsingarverðkr.0,15 | hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! i (í sama húsi, simi 1294). Hreppsnefsidarkosn- ingin á Eyrarbakka og Morgunblaðið. Það var gaman að „Morgun- blaðinu‘“ á íöstudaginn; það sleiktí skrítilega út um út af hreppsnefndarkosniingu, ' er fór f;ram á Eyrarbakka í síðustu viku. Pað hefir svo óvataa- lega mikið við þetta fátæka þorp við sjóinn austanfjalls, að það eyðir heilum dálki í hugleiðing- ar út af kosningunni. Nú eru Eyr- bekkingar alt í einu orðnir mjög síyngir og duglegir menn, en þeirra hefir, eins og kunnugt er, sjaldan verið minst í dálkum blaðsins, nema þegar það léði rúm fyrir sorpgrein um þá hér um árið og undirrituð var „Gam- all Eyrbekkingur“. En það er bezt að snúa sér að hrepp snefndaxkosningunini. Þó viða megi finna ör og opin sár eftir krumlutök íhaldsins á iandi hér, þá munu þau á fáum stöðum vera eins meinleg og ljót og á Eyrarbakka. Svo var um skeið ,að íhaldssinnaðir braskar- ar stjórnuðu þorpinu, Léku þeir sér að velfarnaðarmálum þorps- ins, eins og fífl að’ bjöllu, því þó ég sé ekki að dnótta að þéim ilsku eða ránshug, þá er óhætt ■ að segja það, að. ekki var stjórn- kænskunni til að dreifa hjá þeim. Þeir höfðu illa getað stjórnað þeim fyrirtækjum, er þeir höfðu sjálfir atvinnu við, og ekki var því að bírast við, að þeim tæk- ist að fara vel með málefni þorps- ins. En sú t ð er nú liðin; að eiins ber alþýðan, sem ekki flúði, enn þá byrðamar frá þeim árum og stynur sáran undir þeim. Nokkr- ir minnisvarðar blasa við sjónum, þar á meðal hinn frægi spítali, er reistur var og staöið hefir hálfgerður í 8—9 ár. Hann stend- ur við veginn, gluggalaus og grór, og glápir tómum augnatóftumum á vegfarendur — góöur minnis- varði yíir blint og stirðnað íhald. Þegar íhaldsvaldinu sleit á Eyr- arbakka, valdi alþýðan menn úr sínum eigin hópi t'l að fara með málefni þorp'sins. Þeir reyndu að bjarga hinu s.ökkvandi fleyi, en björgunin tóxst erfiðlega. Fóikið flúði úr þorpinu og ie'.taði sér lífsskiilyrða annars staðar. Skuld- irnar lágu á eins og mara og gerðu strit alþýðunnar fyrir dag- legu brauði sínu hálfu verra. Menn lögðu á sig þungar byrðar og reyndu að bera þær. Eyibekk- ingar eru menn starfsamir og nægjusamir, en byrðarnar frá í- halds-árunum, Guðmundar Eggerz tímabilinu, Guðmundar Guð- mundssonar öldinni, reyndust þyngri en nokkrar aðrar. Aðal-bjargræði Eyrbekkinga á undanfömum árum hefir verið sjáVaraflinn; þetta hefir nokkuð breyzt upp á síðkastið, og land- búnaður hefir farið í vöxt. — En par eru líka erfiðleikar, lóða- gjöld og slægjugjöld*) eru mjög há, og eiga einyrkjarnir erf'.tt með að greiða þau. Atvinna er líti.1 í þorpinu, og verða því þorpsbúar að leitu sér atvinnu annans staðar á sumrum. Helzta athvarfið hefir vegavinnan verið, en þar kom íhaldið enn til skja’- anna; enn rak alþýðan á Eyrar- bakka berar tærnar í íhaldshnuli- ungana. Kaup við vegavinnuna var svo lágt, að eigi var við unandi; engin tök voru fyrir verkamennina að liifa á þeim tekj- um, er af því striti runnu. Eng- in bót fékst á þessu meðan í- haldið sat að völdum í landinu. Verkamannafélagið „Báran“ i-eyndi af fremista megni að laga þefta, en tókst ekki fyrr en í vor, þó ekki að fullu. En þó fékst bót frá því, sem áður var. Það eiga Eyrbékkingar að þakka alþýðusamtökunum, en ekki í- haldsliðinu. Eins og áður er sagt, verða Eyrbekkingar að fara í burtu úr þorpinu á sumrin í atvinnule't. Eru þá að eins eftir í þorpinu konur, börn og gamalmenni, en þar að auki sitja líka heinra og bíða eítir sumarkaupi verkalýðs- ins þeir, er kalla sig íhaldsmenn: kaupmenn, búðarþjónar, prastur- inn og nokkrir fleirii. — Þetta’ er íhaldsliðið. Þetta er íhalds- flokkurinn, af 300—400 kjósend- um, um 80 manns, fylgispakir að- dáendur Jónis Þorlákssonar frá 1919. Allir hljóta að sjá, hvernig að- staða verkamanna er tll kosninga, þegiar kosið er að vorinu, og þeir eru allir í atvinnu. Enginn þeirra' getur neytt kosnrogarréttar síns. Þannig var það nú á Eyrarbakka. Verkamenn voru fjarverandi. 1- haldsmenn eru heima — og geta kosið. Þannig var það, er hinni rándýru rafstöð var lyft upp á herðar alþýðunnar. Ihaldið á um 80 atkvæði á Eyrarbakka. Það er gömul og ný reynisla. Þrátt fyr- ir ilia aðstöðu gekk alþyðan til kosninga á þriðjudaginn. Hún var ákveðin um, hvaða menn hún ösk- aði að stjórnuðu þorpinu. íhalds- menn söfnuðust og saman um ,á- kveðna menin.j Þeir töluðu fyrir kosningu manna, er voru Ktt þektir siem íhaldsmenn, og eru vel látnir yfirleitt fyrir dugnað *) Sbr, grein Einars Jónssonar hér í b aðin i fyrir skömmu. sinn og iðjusemi. Ég þekki þíá alla og efast ekki um, að þeir vilji bjarga þorpinu eftir sinni beztu getu, en þeir eru ekki jafn- aðarmenn og hafa því ekki tök á áð bjarga porptnu eins og mi stfjfida sakjfr Og eitt er víst, að þeir af þeim, sem eru sjómenn, mundu svara „MorgunbIaðmu“, ef það spyrði þá að þvi, hvort þeiir væru fylgjandi íhaldsstefnunni, að þeir vildu ekki gefa .skítugan ugga fyrir þá stefnu. — En íhaldið á Eb. vissi h.vað það gerði, er það sameinaðist um þessa menn. Hveris vegna barðist það ekki fyr- ir hinum útvöldu íhaldspostuium: Kriistni í Einarshöfn, Ottó klæð- síkera og séra Gísla? Já, hvers vegna? Vegna þess, að Jitur'Jóns Þoriákssonar og Jóhanns V. var of skýr á þeim. Það væri mikið verk að eltast við allar þær vitleysur og öll þau vindhögg, er komu fram í „Mg,bL“-greindn:ni. Þar segir, að Árnasingar séu alt af markglögg- ir. Getur vel verið að það sé satt, að minsta kosti þektu þeir það vel markið á Einari Arnórssyni og Valdimar í Ölveslrolti, að þeir kusu þá ek-ki inn á þing. Þar stendur einnig, að hreppsnefindar- ko.sningar eigi ekki að vera „póli- tíiskar'*. Ætli „Mgbl.“-ritstjórarn~ ir viti ekki að politiik þýðir stjórn- mál og öll þau mál, er snierta stjórn og rekstur ríkis, bæjar- eða. hreppis-félags eru stjórnmál? J „Mgbl.‘“ stendur og að einin af þeim, sem kosinn var, hafi kom- ið í stað Guðfinns heitiins Þór- arinssonar. Það er rangt; hann var kosinn í stað Jóns Einars- sonar, er sagði af sér. „Mgbl.“ segir, að Eyrbekkingar hafi risið upp , sem einn maður‘“. Þetta er vanaleg , Morgunblaðs‘“- röksemd. Kjósendur á Eyrarbakka eru 3—400. Þar af fékk einn af þeim, sem „Mgbl.“ reynir að færa í íhaldslarfana og mest fylgi hafði, 78 atkvæði,. þ. e. a. s. að' eins um 20«/o af kjósendum þorpsbúa. Máske Magnús Guðm.- son hafi nú sezt rétt einu sinni við og skrifað eitt af sínum um-i ferðabréfum og sent austur ? Rit- stjóiarnir ávarpa Eyr'bekkinga á. dönsku. Það má vel vera, að Eyr- bekkingar skilji þá, því þeir hafa , þekt fleiri dönskumælandi íhalds- rnenn en ritstjórania. En Eyrbiekk- ingum er orðið blóðilia við alla þessa dönskuslettandi uppskafn- inga úr ihaldsiiðinu. Það væri heppilegast fyrir „Morgunblaðið" að vera ekki framvegis að klúðra saman greinum um Eyrbekkinga. Að minsta kosti ætti það að fá sér einhver hæfilegri ritpeð en rit- stjórarnir eru sjálfir. — Vonandi mundu Ottó klæðskeri og séra Gísli vera fúsir til að hjálpa upp á s-akirnar. V. S. V. r Worskéll fsaks Jénssonar. Margir ungir og áhuga.samir kennarar eru nú hér við bama- skólann. Sumir þeirra hafa kost- að sig utan og kynt sér skóla og annað það, er að uppfræð-slu lýtur. Einn af þessum áhugaimöninum ,er Isak Jónsson frá Seljamýri í Loðmundarfirði. Hamn hefir farið utan og kynt sér fræðsluaðferð- ir ýmiss konar — og hefir mikla löngun ti:l að láta þekkingu sína kom aað gagni löndum sínium. Nú um sex vikna skedð hefir isak haft skóla fyrir 6—9 ára- gömul börn. Hann hefir kent þeim inni lestur, skrift, reikning o .fl. og hagað kenslunni þannig, að hún.hefir orðið börnunumi til hin-s mesta yndis, auk þess, sem þau hafa numið mikið. Oti hefir hann kent þeim að þekkja jurtir, skordýr og fugla, hefir skýrt fyrir þeim lilnaöar- hætti þessara lifandi vera og reynt að vekja hjá þeim skilning á náttúrunni. Hann hefir kent þeim marigs konar skemtiléga og holla útileiki og farið með þeim skemtiferðir út á víðavang. I .skólanum voru milli 80 -90 börn, og hefir Isak skift þeim i þrjá flokka eftir þroska og kunn- áttu. Hefir hann kent hverjum flokki 2 tíma á dgg, en haft tvo flokka isaman, þá er hanin heíir farið út fyrir bæinn,. Ég kom suður í Kennaraskóla' til ísaks í fyrramorgun, hlýddi íyrst á kenslu hjá honum irini og hiorfði síðan á leiki úti í garðinum. Börnin ljómiuðu af gleði og áhuga, og hin bezta regla var á öilu. Lítill drengur, sem var að fara í, sveit, kvaddi kenn- arann, að mér viðstöddum. — Vertu blessaður og sæll, sagði drengurinin og það var hreint og beinit klökkvi í rórnn- um. Ég hefi hitt foreldra barna, sem eru í skóiamim. Og . þau hafa hafið mális á því að fyrra bragði, hve börnin séu ánægð og hve vel þeim fari fram að þekkingu og háttprýði. Ég veit líka, að kennarinn hefir mikið á sig lagt, gert alt sitt til, að börnunum yrði vistin sem- heilladrýgst og skemtilegust — og tekið mjög lágt skólagjald. Mér fanst því rétt, að honum væri 'Sýndur þakklætisvottur fyrir starf sitt. . Skólanum lauk í gær, og í dag fer Isak áleiðistil Svíþjóðar. Hann mun dvelja þar sumarlangt og kynna ,sér á ný skólamál. Guðin. Gísjason Hagalin. Togararnir. „Baxðmn“ líorn af veiðum í nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.