Vísir - 21.08.1932, Síða 3

Vísir - 21.08.1932, Síða 3
V I S I R Úr gðmlnm blOðum. Spurning gömlu konunnar. „Eg liefi aldrei lánað fol- ann,“ sagði Þórir á Felli við mig, „en eg ætla að trúa þér fyrir honum.“ Þórir horfði á mig um leið og það var alvara og traust i þreytulegum andlitssvipnum. Þórir þurfti svo sem ekki að krækja sér í aura á liestlánum. Hann var einn af gildustu bændum dalsins. Og hann var sómamaður í hvivetna. Við höfðum liaft skömm kynni hvor af öðrum. Eg kom að sunnan þá um vorið til að skoða mig um fyrir norðan. Eg var á átjánda ári og hafði ráðist í vegavinnu til þess að sú ósk gæti ræst. Ivafla úr vor- inu voru tjöldin okkar við tún- garðinn á Felli. Þá kyntist eg Þóri. Hann var þó einn þeirra manna, sem seinteknir eru, og aldrei voru viðræður okkar langar. Hann var aldrei marg- máll. En margt af því, sem hann lét um mælt, festist í liuganum. Og meðal annars orðin þau, sem eftir lionum eru höfð í upphafi þessa máls. Mér lék nú hálfpartinn grunur á, að eg nyti þarna föður míns, eins og oftar nyrðra, en eg man enn, að eg var dálitið upp með mér af því, að norð- lenski hóndinn skyldi sýna mér, Reykjavíkur-piltinum, svona mikið traust. Heill lióp- ur manna var sem sé að leggja af stað í þriggja daga skemti- ferð fram til fjalla. Og hesta- vinir eru sjálfsagt að jafnaði ófúsir að lána fimm vetra gæðingsefni óþektum kaup- staðarunglingi i slíkt ferða- lag, þegar flestir hafa tvo til reiðar. Og þetta var á þeim ár- um, er menn liöfðu gnægð ó- svikinna veiga i hnakktöskun- um. Nú hafði eg frétt seint um þessa fyrirhuguðu skemtiferð, og þegar mér var gefinn kost- ur á að taka þátt í förinni, lenti eg í hesthraki. Og það var ein- mitt kvöldið áður en leggja átti af stað, að eg var orðinn úrkula vonar um að fá sæmi- legan reiðskjóta, því að öðru vísi en vel ríðandi vildi eg ekki fara. En þá kom Þórir og hafði þau orð um, sem að framan greinir — og önnur ekki. Eg varð glaðari en frá verði sagt, og' kunni litt að þakka dreng- lyndi Þóris sem har, enda kaus hann sér ekki aðrar þakkir en að eg færi vel með folann, og það gerði eg. Litli Rauður Þóris á Felli átti ekki minstan þáttinn i hve minnisstæð þessi íerð varð mér. En henni skal eigi lýst að sinni. Væri það þó freistandi, að lýsa hinum glaða og reifa hóp og frjálsu ferða- lífi um norðlenskar bvgðir og úbj'gðir á þeim tíma árs þegar engin er nóttin. Eða kannske það sé eigingirni. Kannske eg' vilji geyma sjálfum mér minn- ingarnar um þessar stundir, einhverjar hestu stundir æf- ionar, til dæmis minninguna urn hvíldarstund i hlásóleygj- ábrekku í sólskini um liá- nótt — eða minninguna um eina hóndadótturina sem var aneð i förinni, — svarthærða, dökkeyga og tigulega, eins óg Spánarlands dóttir, þótt hernskuleikvöliurinn væri aorðlensk dalgrand — og ótal, ótal margar minningar aðrar. Ct á þá stigu skal eigi farið. 'l'A eru þær minningar, sem a«enn vilja einir eiga, til þeir stigir, sem menn vilja einir ganga. Að eins lítils atviks, nokkurra orða, sem ekki hafa gleymst, — skal minst. Við riðum að garði eins bæj- arins i ónefndum dal. Um nafnið skiftir engu. En hað- stofa var þar í fornum stíl. Okkur var öllum veitt þar af mikilli rausn. Er góð stund var liðin fóru menn að tinast út og' húasl til brottferðar. Einlivem veginn atvikaðist svo, að eg, bóndadóttirin fagra og Vestur- Islendingur nokkur, sem var með í förinni, dokuðum við i haðstofu. Maður þessi var bor- inn og barnfæddur á þessum slóðum, en liafði verið tvo eða þrjá áratugi vestra. Og liann var margs spurður á bæjunum og man eg fæst af því. En í þetta skifti var liann spurður spurningar, sem mér hefir aldrei úr minni liðið. Þarna í baðstofunni sat gömul kona á rekkju sinni. Hún virtist sjón- döpur orðin og' þreytuleg nokkuð. Hárið var silfurgrátt og fagurt, andlitið sviphreint og' svo mikil göfgi i svipnum, að eg liefi aldrei meiri séð, þvi hvar getur meiri göfgi að líta en i svip góðrar og lífsreyndrar konu? Eg man ekki hverju Vestur-íslendingurinn, sem var lieldur liávaðamaður, og að þessu sinni hreyfur af víni, isvaraði spumingu gömlu kon- unnar, en spurningin varðveitt- ist því betur: „Vaxa nú fíflar og sóleygjar í Ameríku, Þorsteinn minn?“ Spurningin sjálf og hvernig spurt var greip mig. Og eg man eftir því, að mér varð lit- ið á bóndadótturina, sem eg sjálfsagt hefði ort um, ef eg liefði hæfileika á við miðlungs bragsnillinga Spánarlands. Og' eg lield, að við höfum bæði hugsað um það sama á þessari stund, eða svo fanst mér þá, að það væri óendanlega fagr- ar hugsanir bundnar við spurn- inguna. En hve fagrar varð mér fyrst ljóst löngu seinna. Þvi það var ekki eingöngu það, að gamla, göfuga konan, sem sat þarna á rekkju sinni, væri að hugsa um alla þá, sem lmn hafði liorft á eftir götuna frá garði, alla þá sem flutt höfðu á „hnöttinn hinum inegin“, livernig þeim hafði vegnað, ættingjunum og vinunum, og hvort þeir hefði enn sama augnayndi og hún í sveitaein- verunni, blessuð blómin, vor- hoðana, sem fagrar bernsku- minningar eru við bundnar, heldur var það i rauninni ann- að og meira, sem um var spurt, þótt óbeint væri. Höfðu æsku- minningarnar, sem sál manns nærist á alt lífið lieima i sveit- inni, sífelt endurnýjast með nýju vori, nýjum blómum, nýj- um fíflum og sóleygjum — lif- að í sálum þeiiTa, sem hehnan fóru? Hafði máttur þeirra minninga fylgt þeim gegnum lifið? Voru „fiflar og sóleyjar“ í Ameríku? Eða höfðu menn glatað sálum sínum i landi efnishyggjunnar? — Eg hefi stundum reynt að svara spurn- ingu gömlu konunnar. Og eg hýst ekki við, að eg svari henni nokkuru sinni til fulls, frekara en Þorsteinn vesturfari. En eg veit þó svo mikið, að það eru til fiflar og sóleygjar i Vestur- hehni, þótt þeir sprytti ekki þar sem min spor lágu þar i löndum. Slikar guðs gersemar vaxa sjálfsagt um víða veröld eða aðrar fegri. En það er kanuske bara „sóleyg i varji- anum heima“, sem brosir við þreyttum augum islenska veg- farandans í vesturvegi. Og það hafa víst verið skyldar hugs- anir, sem knúðu fram ljóðlin- urnar um sóleygjuna lieima og þær, sem lágu til grundvallar fyrir spurningu gömlu kon- unnar. Og megi þær dafna, blessað- ar sóleygjarnar i varpanum — og fíflarnir með — og gleðja augað og friða liugann, er lialla tekur undir fæti. Leiðin til hlómanna i varpanum er leiðin heim, leiðin frá heimin- um til sjálfs sin, leiðin til liins liðna. Og kannske er það þeim að þakka, að þegar menn hafa týnt sjálfum sér, geta menn fundið sig sjálfa á ný. A. Jarðabætor 1931 —o--- í síðasta hefti búnaðarblaðs- ins Frey er birt grein með skýrslu um jarðabætur árið sem leið. Þykir ástæða til þess að skýra nánara frá jarðabót- um þeim, sem unnar voru í landinu i fyrra, og verður hér stuðst við þær upplýsingar, sem birtar eru í Frey. Skýrsla sú, sem birt er i Frey, er samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, „og eru þar taldar allar jarða- bætur, sem ríkissjóðsstyrkur hefir verið veittur til“, en „auk þess er unnið allmikið af jarða- bótum, sem einskis styrks hafa notið“. Það verður ekki um það deilt, að jarðræktarlögin hafa komið að miklu gagni, þvi að frá því er þau gengu í gildi, ár- ið 1923, liafa jarðabæturnar aukist mjög ört. Rikisstyrkur- inn hefir þá og liækkað jafn- framt, eða úr 133.000 krónum 1924 upp i 631.953 kr. í fyrra, eða 1924—1931 samtals kr. 2.663.604.00. Á það er drepið í greininni i Frey, að „óhætt muni að fullyrða, að engu fé, sem rík- ið hefir varið til umhóta í land- inu á síðari árum, liafi verið betur varið en þessu. Þessi litli stvrkur, kr. 0.50—1.50 á dags- verk, hefir hvatt menn til fram- kvæmda og ræktunar, jafnt i sveitum, sem við bæi og þorp. Árið 1923 störfuðu 1997 menn að jarðabótum á öllu landinu, en síðasll. ár um 5000. Styrkur- inn er bygður á þeirri grund- vallarreglu, að allir beri jafnt úr býtum í lilutfalli við það, sem þeir framkvæma. Þó hefir siðustu árin verið settur liá- marksstvrkur fyrir þá, sem inest framkvæma. Þessi grund- vallarregla gerir það að verk- um, að allir njóta styrks i hlut- falli við framkvæmdir sinar“. 1 þessu sambandi er þó á- stæða til að taka fram, að þeir menn, sem hafa á það bent, að ekki sé mest um það vert, að flatarmál liins nýræktaðalands verði sem nvest, heldur liitt, að nýræktarlendurnar séu sem best ræktaðar, hafa rök að mæla. Mun hafa tals- vert borið á því, að styrkurinn hefir haft þau áhrif, að menn hafa þanið sig með nýræktina út um mýrar og móa, án þess að hugsa um það, að það er meira um það vert, að rækta minni bletti og rækta þá vel, heldur en að rækta stóra bletti og rækta þá illa. Em mörg dæmi þess, að menn liafa tekið svo stór flæmi undir, að þeir hafa elcki haft tök á að setja NYJA EFMmm Grc//VA4*?/? &{//////?/?SSQA/ REIVKUAI/Í K /L/Tun/ L / run/ /<stm/sk rn~r/=\ o<s SK//VA/U ÖRC/ - H RT/A/L L/A/ Sími 1263. P. O. Box 92. / Varnoline-hreinsun. Alt nýtisku vélar og áhöld. Allar nýtísku aðferðir. Verksmiðja: Baldursgötu 20. Afgreiðsla Týsgötu 3 (hominu Týsgötu og Lokastíg). Sent gegn póstkröfu út um alt land. Sendum. ----------- Biðjið um verðlista.------------Sækjum. Stórkostleg verðlækkun. Altaf samkepnisfærir. Móttökustaður í vesturbænum hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. — Sími 1256. Afgreiðsla í Hafnarfirði hjá Gunnari Sigurjónssyni, c/o Aðalstöðin. Sími: 32. Tll Hrammstanga Blönduóss og Sauðárkróks fer bifreið kl. 10 á mánudagsinorg- un næstk. — Nokkur sæti laus. Bifreiðastöðin Hringarlnn. Skólabrú 2. Sími 1232. Heima 1767. í þau nándar nærri nógan á- burð. Ber að sjálfsögðu að setja strangar reglur um það, að all- ar styrktar jarðabætur verði að vera vel gerðar, og tr>rgging fyrir því, að nægilegt áburðar- magn sé fvrir liendi, til þess að nýræktarlendur verði ekki fljótlega aftur að óræktarlandi. Tekið skal fram, að það, sem hér er sagt að framan, um þetta atriði, er ekki liaft eftir Freys-greininni. Félög þau, sem unnu að jarðabótum, eru 216 á öllu landinu. I Árnessýslu og Suður- Múlasýslu eru 16 félög í hvorri sýslu, en í ísaf jarðarsýslu, Húnavatnssýslu, Skagafj arðar- sýslu eru 15 í hverri o. s. frv., en fæst í Vestmannacyjasýslu eða 1 félag. Jarðabótamenn eru alls á öllu landinu 4638, og flestir i Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslu, 427 í hvorri, Ár- nessýslu 413 o. s. frv., og fæstir i Vestmannaeyjasýslu eða 43. Önnur tafla er Iiirt í grein- inni, um jarðabætur á þjóð- og kirkjujörðum á öllu landinu, mældar árið 1931 og ætlaðar til landskuldargreiðslu. „Eru það 11.758 dagsverk, sem unnin liafa verið i þessu skyni, og reiknast það kr.35.274.00. Dags- verkatala þessi má heita alveg sú sama og árið áður (var þá 11.789)“. Samkvæmt töflunni er tala býla, sem jarðabætur voru unn- ar á til landskuldargreiðslu( 240, flest í Suður-Múlasýslu, 37, en 36 í Árnessýslu, og fæst í Dalasýslu eða eitt býli. Unn- in dagsverk voru flest i Árnes- sýslu (þ. e. á þjóð- og kirkju- jörðum) eða 1940, en 1680 i Suður-Þingeyjarsýslu, og fæst i Dalasýslu, eða 12 dagsverk. Styrkurinn reiknast kr. 35.274 samtals, sem fvrr segir. Er Ár- nessýslu þar liæst á blaði, 5820 kr„ þá Suður-Þingevjarsýsla 5040 kr. (23 býli) o. s. frv. Telur Freyr liklegt, að leigu- liðar á þjóð- og' kirkjujörðum muni alment nota sér þessi greiðslukjör á landsskuld, „og að þessi dagsverkatala muni lítið hreytast fyrst um sinn, á meðaðn jarðræktarlögin eru ó- breytt i gildi“. x. Hinir viðurkendu tónar Bosch- flautunnar, bæði fyrir báta og vagna, aðvara milt en greini- lega. — Flautan frá Bosch, sem annað, endist mjög veL • BOSCH Bræðnrnlr Ormsson, Reykjavik. Sími: 867. Reynið matinn í K.R.-húsinn. Seljum einnig einstakar máltíðir. Heidrudu húsmæður Biðjið kaupmann yðar eða kaupfélag ávalt um: Vanillu ] Citron I búðingsduft Cacao | frá Rom H.f. Efnagerd Reykj avíkur. Hitt og þetta. —o— Frakkar og Belgíumenn liafa gert með sér nýjan við- skiftasamning og var hann und- irritaður af fulltrúum beggja þjóðanna þ. 18. júlí s.l. Sam- kvæmt samningmn verða Belgíumenn aðnjótandi sér- stakra vildarkjara mn innflutn- ing á kopar, stáli, járni og kol- um o. fl. Búist er við, að Sviss- lendingar, Spánverjar og ítaiir muni bráðlega gera viðskifta- samninga við Frakka, meS gagnkvæma lækkun innflutn- ingstolla fvrir augum. I Berlínarborg eru 8000 götur, sem eru sam- tals um 1800 milur enskar a lengd eða álíka og vegalengdin milli Rómaborgar og Stohk- liólms.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.