Vísir - 14.09.1932, Side 3
V 1 s 1 R
t ægj ur, i'ingui' og tær, með nögl-
unum dinglandi hálflausum.“
Rotnunarloftið frá likinu
smýgur upp um jarðveginn, eðá
skolast burt með jarðvatninu.
Holdið breytist að lokum í kol-
sýru og vatn, auk steinefna. Það
eru bakteríur og sveppar, sem
erii að verki við rotnun likam-
uns.
Þegar vígður er nýr grafreit-
ur, er stofnað til þessarar ó-
fögru spillingar á þeim fram-
liðnu. Það sýnist tilgangslitið að
haf'a skrautlegar og dýrar um-
búðir um svo hömudega kom-
inn líkama, og taka væntanlega
inargir undir ummæli fyrv.
lándlæknis, G. Björnsonar, um
þetta efni í „Skírni“ 1913:
,, . . .. ekki til nema ein sóma-
samleg, heiðarleg og viti borin
meðferð á andvana likamsleif-
nm látins ástvinar, og hún er
sú, að verja þær, verja líkið við-
bjóði ýldu og rolnunar, með þvi
að hrenna það, sem allra fljót-
asl cftir andlátið.“
Vafalítið fara á næstu árum
að verða einbeittari kröfur
hinna mörgu bæjarbúa, sem
ætlast til að bæjarstjórnin láti
reisa. bálstofu. Þegar líkið er
bálsett, má eyða því í lieitu,
tæru lofti á \x/o.—2 klst.
Menn trúa ekki lengur á fjálg-
legar vígsluræður um „friðarins
reit“, og að „leggja duft til
hiiistu hvíldar“. Því eftir nokk-
urt árabil er grafið á ný i sömu
gröfina, eða kirkjugarðinum
breytt i hyggingarlóð eða
skemligarð. Grafarhelgi er eng-
in, til langframa.
G. Cl.
Yeðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 8 stig, JsafirÖi
4, Akureyri 10, SeyÖisfirði 8, Vest-
inannaeýjnni 10, Stykkishólmi 9,
Blönduósi 10, Hólum i HornafirÖi
10, Grindavík 10, Færeyjum 12,
Julianehaah 4, Jan Mayen o. Hjalt-
landi 13. Tynemouth 16 stig.
{Skeyti vantar frá Raufarhöfn og
Angniagsalik). — Mestur hiti hér i
;gær 11 stig, minstur 7 stig. Úr-
koma 7.2 mm. -— Yfirlit: Djúp
lægð við Vesturland, á hreyfingu.
norður eftir. — Ilorfur: Súðvest-
urland, Faxaflói, BreiÖaf jörður:
Allhvass á suðvestan. Skúrir. Vest-
firÖir. NorÖ'urland : Allhvass aust-
an og rigning i dag, en gengur í
■súöur eða suðvestur meÖ skúrum í
nótt. Norðausturland, Austfirðir:
Allhvass suðaustan og rigning í
<lag, en gcngur í suðvestur og létt-
ir til í nótt. Suðausturland: All-
hvass suðvestan. Skúrir.
Atvinnubætur.
Á l'undi bæjarráðs 9. sept., var
rætt um atviiinubætur. Akveðið var,
að láta vinna í atvinnubótavinnu:
Reykjaveg, láta lagfæra Skúlagötu
og Barónsstíg, Utvarpsstöðvarveg,
Kleppsveg, Marargötu og Unnar-
•stíg.
Skólanefnd
hefir mælst til þess við bæjar-
Táðið, að það taki til rækilegrar i-
hugunar: a) Hvort ekki sé mögu-
legt að gera sundlaug Austurbæj-
arskólans nothæfa á þessu haustt.
b) Fnnfremur. hvort ekki sé fært
að koma i framkvæmd nú í liaust
fyrri ósk skólanefndar um að gera
litla leikfimissalinn i Austurbæjar-
skólanum nothæfan til leikfimi.
c) Sömuleiðis hvort ekki sé tiltæki-
legt að lcoma upp fyrir haustið leik-
skýli fyrir börn Miðbæjarskóláns á
efra leiksvæði skólans.
Atvinnuleysi og nám.
Á fundi bæjarráðs 9. sept., vakti
Guðrún Lárusdóttir fátækrafulltrúi
máls á þvi, hvort bærinn gæti eitt-
hvað til þess gert, að stuðla að
þvi, að atvinnulausir ungir menn
her í bænum gæti fengið aðstoð til
skólagöngu eða einhvers náms. Bæj-
arráðið ákvað að fela borgarstjóra,
Guðrúnu Lárusdóttur fátækrafull-
írúa og einum niánni úr atvinnu-
úthlutunarnefnd athugun ]>essa
máls, og að ræða málið við kenslu-
málaráðherra.
íslenska „vika“
norræna félagsins i Stokkhólmi
hefst í dag (14. sept.). í kvöld held-
ur sænsk-íslenska félagið (Sam-
fundet Sverige-Island) þar mót-
tökuhátíð fyrir gesti félagsins,. og
verður henni útvarpað frá sænsku
útvarpsstöðvunum kl. 17,45, eftir
íslenskum tíma. Ríkisútvarpið mun
reyna að endurvarpa þaðan, ef fært
þykir vegna lofttruflana.
Ferðafélag- íslands
sækir um að fá að lialda sýn-
ingu í Sundhöllinni á allskonar
útbúnaði og áhöldum til ferða-
Iaga. Bæjarráð hefir samþykt
að verða við þessari beiðni.
Skólahald í Skildinganesi,
Á fundi bæjarráðs þ. 2. þ. m.
skýrði borgarstjóri frá því, að
á tveimur stöðum mundi fáan-
legt húsnæði i Skildinganesi
fvrir skólastofur. Bæjarráð fól
skólanefnd að festa leigu á þvi
húsliæði, er henni likaði best,
þó þannig, að leiga færi ekki
fram úr 150 kr. á mánuði.
Báejarstjórnarfundur
Verður haldinn á morgun^g hefst
kl. 5.
Skólanéfnd
’nefir lagt til. að skipaðir verði
fasti'r kennarar við barnaskólana
frá 1. okt. n. k. að telja: Guðrún
Sigurðardóttir, Páll Halldórsson,
Anna Bjarnadóttir, Hermann
Hjartarson, Böðvar Guðjónsson,
Þóra Tryggvadóttir, Sigurður
Runólfsson, Aðalsteinn Sigmunds-
son. jónas Jósteinsson, Böðvar Pét-
ursson. Skólanefnd leggur til. að
þessir verði settir kennarar við
harnaskólana frá 1. okt. n. k. til
eins árs: Aðalsteinn Hallsson,
Hólmfríður Jónsdóttir, Svanhildur
Jóhannsdóttir, Sigurvin Einarsson,
Unnur Jónsdóttir, Gísli Sigurðs-
son, Jakol) Sveinsson og Jóhannes.
úr Kötlum.
Höfnin.
lis. Suðurland kom frá Borgar-
nesi í morgun. Þýskur liotnvörp-
ungur kom i morgun áð leita sér
aðgerðar. Enskur botnvörpuligur
kom í morgun, til jiess rUÖ sækja
fiskilóðs.
Gullverð
isl. krónu er nú 58.58.
Skip Eimskipafélagsins.
Goðafoss fer í kveld til útlanda.
Gullfoss er í Kaupmannahöfn.
Dettiíoss kom til Hull í gær. Brú-
arfoss fór frá Leith í gær. Selfoss
var i Hrisey i morgun. Lagarföss
fer frá Kaupmannahöfn á morgun.
Sameinaða gufuskipafélagið
hefir nú gefið út framhaldsáætl-
un, sem nær yfir mánuðina októlier.
nóvember og desember. Ms. Dron-
ning Alexandrine heldur áfram
hraðferðum milli Kaupmannahafn-
ar og Reykjavikur, en G.s. Island
byrjar viðkomu i Leith um miðjan
októher, i stað Botniu. Norð'urlands-
ferðir halda áfram cins og áður.
nema síðustu ferð sina fer Drotn-
ingfn aðeins til Reykjavíkur.
við íslenskan búning fáið þið
best og ódýrast unnið úr
rothári.
Vei*sl. Goðafoss,
Laugaveg 5. Sími 436.
Hjúskapur.
Nýlega voru gefin saman í hjóna-
band af lögmanni frú Sveinbjörg
Sveinsdóttir og Björn Konráð Sig-
urbiörnsson. Heimili þeirra er í
Grjótagötu 14.
íþróttakepni Iv. R.
Fimtarþarutin fer fram á sunnu-
daginn kl. 10, á íþróttavellinum.
Til bágstöddu ekkjunnar,
afhent Visi: 10 kr. frá Ó. K.
Saumaklúbbur Templara
biður félagskonur sínar að
mæta í fundarsal Templara við
Bröttugötú næstkomandi fimtu-
dag (á morgun) kl. 4 síðdegis.
Áríðandi að allar mæti stúíid-
víslega.
Yfirlýsing.
Til þess að forðast misskiln-
ing, og að gefnu tilefni, vil eg
láta þess getið, vegna greinar,
sem birtist hér í hlaðinu 27. f.
m„ að eg liefi aldrei persónu-
lega framkvæmt endurskoðun
eða reikningagerð fyrir fyrir-
tæki lierra konsúls G. .1. John-
sen frá Vestmannaeyjum.
p. t. Vestmannaeyjum,
7. september 1932.'
Björn E. Árnason.
IJtvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir. •
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tónleikar. (Útvarps-
kvartettinn).
20,00 Klukkusláttur.
Grammóf ón tónleikar:
Abu Hassan-Ouverture,
eftir Haydn; Lied ohne
Worte, eftir Mendplsohn;
Lög úr óperum eftir Mo-
zart: Ah! No úr „Cosi
van tutte“, sungið af
Ritter Ciampi; Voi che
sapete úr „Brúðkaupi Fi-
garos“, sungið af Ritter
Ciampi; Venite incina-
occhiatevi og Non so
piu, úr „Brúðkaupi Fi-
garos“, sungin af Elisa-
beth Schumann.
20.30 Fréttir.
Músik. ■
Norskar loftskeytafregnir.
Osló, 13. sept. NRP. — FB.
M.b. „Anker“ frá Ellingsey,
einn af stærstu fiskibátum
Noregs, er talinn af. Engar
fregnir hafa borist af bátnum
seinasta hálfan mánuð. Loft-
skeytastöðin í Álasundi hefir
árangurslaust reynt að ná sam-
bandi við bátinn. — Á Fjordö
hefir rekið bát, sem er merkt-
ur Anker. Á bátnum var átta
manna áhöfn.
Norska Svalbarðaíélagið lief-
ir fengið ])á frcgp frá Long-
Year-bæ, að á sunnudaginn var
hafi sést fimm sauðnaut i
Maelerdalnum. Þrjú sauðnaut-
anna voru fullorðin, en tvö
kálfar. Sauðnaut voru flutt til
Svalbarða 1929. Hoel docent
segir, að þetta sé fyrsta tilraun-
in um flutning á sauðnautum
til annars lands, sem hepnast
hafi algerlega, þ. e. að dýrin
hafi þrifist vel og tímgast.
iUin sýningar.
--o---
Herra ritstjóri.
Gerið svo vel að ljá eftirfar-
andi linum rúm í heiðruðu hlaði
yðar.
Eg hefi oft undrað mig yfir
tómlæti Reykvikinga á öllu þvi
sem að listum lýtur og stund-
um haft löngun til að henda á
sýnilegar orsakir til þess og á
það, livernig úr má bæta.
En aðgerðaleysi þeirra sem
yfir þessum málum ættu að
vaka — en það eru blöðin og
listamennirnir sjálfir — má
telja móðgun við bæjarbúa og
þjóðina.
Margir af listamönnum vor-
um hafa þó hlotið þáviðurkénn-
ingu fyrir störf sín að þeir mega
vita að þeir geta liaft nokkur
áhrif á þjóðina og ýmsir þeirra
hafa þegar haft áhrif. Þeir hafa
sjálfir leýst ágæt verk af héndi
en flestir svikist undan að
koma þjóðinni í skilning um
listgildi þeirra verka sem starfs-
bræður þeirra hafa int af hendi.
Það er þó engu siður lilutverk
þeirra að gera liverjá listgrein
auðskildari öllum almenningi
heldur en að auka á dýpt eða
víðáttuna, sem þegar fer fyrir
ofan garð og neðan hjá fjöld-
anum.
Listame.nnirnir liafa einarigr-
að sig frá þjóðinni og hver frá
öðrúrii og starida nú eins og
vitar sem enginn nær til. Og af
þvi að þeir hafa ekki þurkað
móðuna af ljóskersglerjunum,
nær ljósmagn þeirra flestx-a til
afar fárra.
Um blöðin má svipað segja.
í menningarlandi eiga þau blöð
engan tilverurétt sem svikjast
um þá sjálfsögðu skyldu sína
að stuðla að menningarmálum
þjóðarinnar. Hvergi, þar sem
um það er liirt, hvort menning
þjóðarinnar vex eða minkar,
mun það eiga sér stað að hver
májverkasýningin sé haldin
eftir aðra, án þess að þeirra sé
að einliverju getið. En hér skeð-
ur þetta iðulega. Svipað má
segja um liljómleika og margt
fleira, sem þó eru nauðsynlegir
liðir i uppeldismálum þjóðar-
innar. Um leiklist er siður að
rita en minna um það lrirt,
hvort þeir sem það gera hafi
nokkur skilvrði til þess, t. d.
hafi nokkuð séð á erlendum
leiksviðum og þær kröfur sem
þar eru gerðar til leikenda og
leikstjórnar, eða kynt sér leik-
tjalda og ljósaúlbúnað, áhrif
fjarvíddar (Perspektivs) og
annað sem nauðsynlegt er til að
geta um málin ritað.
Um skáldskap og ýms ritverk
er oft skrifað, en eigi allsjaldan
þannig að það sem á er drepið
ýmist þarf engrar skýringar við
eða ætti ekki að nefna, en hitt,
sem nokkuru máli skiftir er
ekki nefnt. Þessu til sönnunar
mætti tilfæra mörg dæmi.
Þetta verður að breytast ef
ráða á bót á tómlæti almennings
i þessum málum.
Eg skal nú nefna nokkur
dæmi upp á ástandið á þessum
sviðum sem ríkir hér i augna-
blikinu.
a. Það er öllum kunnugl að
hljómlcika þýðir naumast að
halda, á þá vilja sárfáir hlýða
hversu góðir sem listamennirn-
ir eru. Staðgengill þeirrar list-
greinar er illa flutt negramenn-
ing á kaffihúsum vorum.......
h. Aðsóknin og tómlæti blað-
anna i sumar að upplestrum og
leiksýningmn frú Önnu og Paul
A morgun
liættip útsalan
í NINON.
Frjálst úr ad veljal
Afar failegir kjólar
án tillits til verðs
áður. Aðeins
25kr.
OPIÐ 2—7.
Besta fæði hæjarms
er 1 K. R.-húsinu.
Ódýrt.
Reumert sýndi glögt, hve þeirri
listgi-ein er gert liátt undir
liöfði, en þó tók út yfir er þau
urðu að liætta upplestri á með-
an verið var að koma sofandi
manni út úr áheyrendasalnum.
iÞað skeði að vísu ekki hér í
Reykjavík eri á landinu þó, og
munu slíkar móttökur vera
cinsdæmi.
Að fólk kann ekki að snúa
sér rétt er það gengur til sæta
sinna, eða aðra leikhússfði, þarf
erigan að undra, þegar leikdóm-
eridur benda ekki á slíkt sið-
leysi, þó í frammi sé liaft.
c. Gunnlaugur Blöndal mál-
ari, sem meðal annara þjóða er
ski]iað á bekk með færustu
listamönnum, liélt nýlega sýn-
ingu hér án þess að blöðin mint-
ust á liana og aðsóknin var frá-
munaléga léleg.
d. Um þessar mundir sýnir
sænsk kona, frú Greta Björns-
son, málverk sin hér.
Á 10 dögum liafa sýningar-"
gestir verið milli 60 og 70 sam-
tals, þar af 3 málarar en ann-
aðhvort einn eða enginn frá
blöðunum, enda liefir ekki ver-
ið urii' sýningu þessa ritað
nema í einu blaði „Morgunblað-
inu“. Þar ritar Emil Thorodd-
sen maklegt lof um sýninguna
og verður ekki um það deilt að
liann liefir aflað sér nægrar
þekkingar á þessu sviði.
Getum vér hundsað áhrif
sænskrar menningar svo að
vér getum þeirra að engu og
nennum ekki einu sinni að lita
á, Iivernig íslensk náttúra birt-
isl undir áhrifum hennar, á
sama tima og Svíar bjóða for-
sætisráðherra vorum og ýms-
uni mentáfrömuðum heim, til
að kynna þar íslenska menn-
ingu?
Eg vil enda þessar línur með
að skora á blöðin og á almenn-
ing að gera skyldu sína.
Eg vil skora á listakonuna
að liafa sýningu þessa opnri
nokkura daga enn þá. Og með-
al annara orða, hvað liður List-
vinafélaginu? Fer ekki að vera
timi til kominn að það vinni
fyrir því nafni er það hefir
valið sér og sjái um að bíóin,
grammófónamúsik og glans-
myndir í gyltum römrrium út-
rými ekki úr þessu landi öllu,
sem hefir æðra menningar-
gildi.
Reykjavik, 11. se])t.
G. A.
Ath. Höf. talar eins og sá,
sem vald hefir, og gædi verið
ástæða til að atliuga grein hans
lítilsháttar við tækifæri.
Ritstj.