Vísir - 15.09.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1932, Blaðsíða 2
Nýkomid: Fiórsykur. Hveiti „Cream of Manitoba“. | Gisli ísleifsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann fæddisi 24. apríl 1868, varð stúdent 1888, og kandídat í lögfræði 1895, og tók bæði þau próf með fyrstu einkunn. Hann var málfræslumaður fyrst um sinn, og var skipaður sýslumað- ur i Húnavatnssýslu 1897. Hann sótti um og fékk lausn án eftir- launa frá sýsluinannscmbættinu 1913. Hann var i stjórnarráðinu eftir það, varð fulltrúi i fjár- málaráðuneytinu, og skrifstofu- stjóri i oklóber 1920 og í j>eii’ri stöðu var hann þangað lil hann andaðist 9. sept. 1932. Arið 1900 gekk Gisli ísleifs- son að eiga jungfrú Lúcindu Möllcr, dóttur Jóhanns Möllers kaupmanns á Blönduósi. Þau eignuðust fimm börn, tvo sonu og þrjár dætur; annan soninn og dæturnar þrjár mistu þau hjónin, öll nokkuð upp komin. Hvernig sem lífið lék þau hjónin, þá var frú Lúcinda ávalt með þetta bjarta bros á andlitinu. Hún var fædd til þess að brciða sólskin yfir heimilislifið. Hana misti Gísli 1927. Gísli Isleifsson var mjög góð- ur lagamaður, hann var verk- maður mikill, og kunni vel til allra þeirra mála að leggja, sein komú fyrir i fjármálaráðuneyt- inu. Hlutdrægni var ekki til í honum, og velvild eða óvild réði engu hjá honum. Þegar hann átti að úrskurða í máli, þá spurði hann sjálfan sig aldrei að öðru, en „livað eru lög“ i jiessu efni. Hann var maður, sem hver málsaðili sem var gat reitt sig á og gerði það eitt sem rétt var. Einu sinni man eg eftir misskilningi hjá honum. Það var eftir að eg var farinn úr stjórnarráðinu; hann hafði þessa meinloku frá yfir- boðara sínum, og leiðrétti hana undir eins og honum var sýnt í hverju hún lá. Engan mann hefi eg þekt, j sem bar mótgang, sorg og sjúk- dóm betur en hann. Hann misti þrjár dætur sínar, allar á ferm- ingaraldri, á hálfu öðru ári. Við samverkainenn lians vissuni, að ekki lá vel á honum, en á honum var því nær ekkert að sjá. Hið eina sem eg lieyrði hann miklast litið eitt af, var af gáfum einnar þessara Jiriggja systra. Hún hét Karítas, og vakti ákaflega mikla eftirtekt hjá þeim, sem þektu hana, bæði fyrir gáfur og friðleik. Árið 1921 misti liann annan son sinn, ísleif að nafni, og 1927 dó frú Lúciiida frá honum og einasta barninu sem eftir var. Alt bar liann það með sjálfum sér. Þeir sem þektu liann vissu það, að hann liafði orðið fyrir miklum sökn- uði, en hann bar hann ekki utan á sér. Maður verður að bera lífið eins og karlmenni þó að bvrðin sé ]>ung oft og tíð- um. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. 1921 var gerður holskurður á lionum, til að ná burtu sulli úr hfrinni. Hann var þá í raun og' veru sjúklingur i tvö ár, en gekk oftast að vinnu eins og ekkert væri. Síðar varð að gera annan holskurð á honum, en liann komst á fætur aftur og gekk að verki svo fljótt, sem liann gat. Ekkert var á honum að finna, cn liann var eklci sami dugnaðarmaðurinn .eins og áð-’ ur, en höfuð og hugur voru óbreytt, þó vinnuþolið liefði minkað. Hann var liarður með afbrigðum, og sagði einhvern- tima við nánasta ættingja: „Við, sem erum komin af minni ætt, við brotnum ekki.“ ísleifur assessor Einarsson var langafi lians í föðurætt, og móðir hans var sömuleiðis af mesta liörku fóllci komin. Grímur Thomsen, sem Gísli Isleifsson dáðist a<), og það að vonum, var ömmu- bróðir lians. Gísli ísleifsson var riddari af Fálkaorðunni, og riddarí Dannebrog. Indr. Einarsson. Símskeytl Amsterdam, 23. sept. United Press. - FB. Frá Hollandi. Hafnarverkfallið er til lykta leitt á þeim grundvelli, að nú- verandi launakjör haldast ó- breytt til 31. mars að ári, en þangað til verður revnt að finna ráð til fullnaðarlausnar á deil- unni. Rómaborg, 14. sept. United Press. - FB. Atvinnuleysi í Ítalíu. Tala atvinnuleysingja í land- j inu var í lok ágústmánaðar 945,972 eða 14,681 fleiri en i júlílok. Enn nm Hntchinson. —o— í tilkynningu frá sendiiierra Dana segir svo: „Fólkinu, sem í flugvélinni var, hefir liðið illa í skerjagarð- inum lrjá Ikersuak, enda hafði það ckki klæðnað við liæfi norð- urfara. iÞjáðist það af kulda. Hutchinson var illa lii reika sjálfur og kvaðst liafa neyðst til að lenda á sjónum, vegna stór- hríðar. Samkvæmt seinustu fregnum fer HutchinsQii og samferðafólk lians á ensku fiskiskipi beint til Aberdeen frá Grænlandi. Veðrið í morgun. Hiti i Reylcjavík 8 slig, ísa- firði 4, Akurevri 5, Seyðisfirði 9, Vestmannaeyjum 8, Stykkis- hólmi 5, Blönduósi 5, Raufar- höfn 3, Grihdavík 10, Færeyj- um 11, Julianehaab 5, Jan Mayen 4, Hjaltlandi 14, Tyne- moutli 16 stig. (Skeyti vantar frá Angmagsalik). Mestur liiti hér í gær 11 stig, minslur 7 stig. Úrkoma 2,0 nnn. Yfirlit: All- djúp og víðáttumikil lægð fyrir norðaustan land. Lægðarrenna suðvestur yfir Island. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Vest- an. átt og skúrir fram eftir deg- inum, en léttir til með norðan átt með kveldinu. Breiðafjörð- ur: Norðaustan kaldi. Úrkomu- laust. Vestfirðir, Norðurland: Norðaustan og norðan kaldi. Þykt lofl og dálífil rigning. Norðausturland, Austfirðir: Stinningskaldi á norðaustan. Dálílil rigning. Suðausturland: Vestan og síðar norðan átt. Léttir til. Sextugsafmæli. Frú Cathinka Sigfússon er 60 ára í dag. Bruggun. Lögreglan tók höndum á laugardag mann að nafni Sigur- geir Sigfússon. llafði hann lieimabrugg í fóruni sinum. Maðurinn kvaðst hafa verið í kaupavinnu á Þjótanda og bruggað ]>ar. Var Magnúsi Torfasyni, sýslumanni, gert að- vart, og fór hann að Þjótanda og leitaði að bruggi og brugg- unaráhöldum. Varð sú leit árangurslaus með öllu. Sigur- jón var dæmdur í 1000 kr. sekt, fyrir áfengisbruggun. „Víkingaskipið“. Samkvæmt símskeyti er hing- að barst i morgun frá Folgerö skipstjóra, kom „Roald Amund- sen“ til Bergen í gær, eftir erf- iða l'erð. ísfisksala. Geir seldi ísfiskafla í Grims- by í gær fyrir 1611 sterlings- pund. Hávarður Ísíirðingur kom liingað í gær til þéss að taka is. Er botnvörpungurinn i þann veginu að fara á ísfisk- veiðar. M.s. Dronning Alexandrine fer frá Siglufirði kl. 2 i dag. Væntanleg annað kveld. Tónlistarskólinn tckur lil staida eins og að undanförnu í byrjun okt. Auk þeirra námsgreina, sem kendar voru síðastliðinn vetur verður kent á ýms blástursliljóðfæri. Nánari upplýsingar um skólann i síma 1063. „Súlan“ var send til Þýskalands á Goðafossi í gærkveldi. „Veiði- bjallan“ verður ekki send út, því að eigi mun svara kostnaði að gera við hana. Höfnin. Fis. Suðurland fór til Breiða- fjarðar i morgun. . Tryggvi gamli fer á veiðar í kveld. — Ölíuskip kom til Skerjafjarðar í morgun. Gullverð isl. kr. er nú 58,60. E.s. Súðin fór frá Þórshöfn í morgun. Heimsins besta liveiti er MillenuLÍum Fæst hvarvetna. « Lögreglan. hafði íyrir skömmu upp á tveim- ur piltum, sem hafa brotist inn í nolckur hús hér i bænum í sumar og stoliÖ víða. Hefir lögreglunni tekist að ná nokkru af þýfinu. Elclri pilturinn, sem er 17 ára að aldri, var i gæsluvarðhaldi á meðan málið var rannsakao. Bráðlega verður kveðinn upp dómur í málinu, og verður piltunum að sjálfsögðu kom- ið burt úr bænum. Es. Goöafoss fór héðan í gærkveldi áleiðis til útlanda. Meðal farþega voru: Guðjón Samúelsson húsameistari og frú, Gisli Jónsson vélfr., Val- gerður Tómasdóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason o. fl. Farþegar voru alls 23, þar af allmargir útlendingar. Skipið var hlaðið íslenskum vörum (síld. síld- armjöli, lýsi, ísfiski, saltfiski o. fl.). Bárujárn. Svo nefnist ný bók eftir Sig. B. Gröndal. Birtir liöfundurinn þar nokkurar smásögur, er liann hefir samið siðustu árin. Mun hann eiga í fórum sínum allmikið safn af stuttum sög- um og liefir liann vahð' þessar 9 úr til birtingar: „Kreptir hnef- ar“, „Sokkabandið", „Brot', „Fauskar“, „Morgunn á baf- inu“, „Síðasta mótið“, „Spila- kvöldið“, „Fóin af átján“ og „Rauðar varir“. — Sigurður meistari Skúlason hefir búið liandritið undir prentun. Sög- urnar cru liðlega sagðar. - Efíir Sig. B. Gröndal liefir áð- ur komið út ljóðakver („Glett- ur“ 1929). Upplýsingaskrifstofa stúdenta tekur að sér að útvega mönn- um stúdenta til kenslu, gegn greiðslu kenslugjalds í læði og húsnæði. Menn snúi sér iil skrif- stofu háskólans kl. 1—3 dag- lega. x. Skrásetning nýrra háskólaborgara fer fram daglega í háskólanum kl. 1—3. Stúdentar sýni prófvott- orð við skrásetninguna. Álieit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 15 kr. frá aust- firskum hjónum. Hjálpræðisherinn. Majór Hal. Becketl, lieldur fyrirlestur um Kina í kveld kl. 8V2. Aðgangur kostar 50 aura, Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Almenn sam- koma í kveld kl. 8. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tónleikar. (Útvarpstrió- ið). 20,00 Klukkusláttur. Grammóf ón tónleikar: Fiðlu-sóló: Syrpa af norskuín lögum, leikin af Arne Arnesen; Et Sæterbesók, eftir Ole Bull, leikið af Jim Jo- hannesen; Norslcur dans nr. 2, eftir Johan Hal- vorscn og Solvejgs Sang, eftir Grieg, leikin af Leif Halvorsen. Kór- söngur: Guldlícrgs aka- demiske kór syngur: Skjenkarsveinen, eftir Monrad Joliansen og Sol- nedgang, eftir Conradi; Ilandelsstandens Sang- l'orening syngur: Tone- væld, eftir Reissiger og Min dejligste Tanke, eft- ir Grieg; Erling Krogh Kvartettinn syngur; Dobbeltportræt, eftir Flalvorsen og Paa Van- dring, efíir Riccius. 20,30 Fréttir. Músik. Fing Mollison’s. London i sept. FB. Flugferðir um Norður-At- lantsliaf, frá Vesturálfu til Ev- rópulanda, hafa á seinni árum verið svo tiðar að sumarlagi, að segja má, að þær liafi verið all- algengar. En leiðin yfir Norður- Atlantshaf til Vesturálfu er álit- in stórum liættumeiri heldur en leiðin austur yfir hafið. Og flug- leiðina vestur yfir Norður-At- lantshaf hafa fáir flugmenn freistað að fara. Og til skamms tíma hafði engum flugmanni tekist að fljúga vestur um Norð- ur-Atlantsliaf einn sins liðs. Þegar Mr. Allan Mollison, ungur breskur flugmaður, flaug einn síns liðs frá írlandi til Vest- urálfu, í fyrra mánuði, jók liann eigi lítið á frægð sína, þvi að hann varð þannig fyrstur maiiha til þess að fljúga einn leið þá, sem að framan getur. Fún áður liafði Mollison selt met i ílugi frá Ástralíu til Englands og frá Englandi til Cape Town í Suður-Afríku. Mollison lagði af stað frá Ir- landi þann 19. ágúst og lenti í Ncw Brunswick, Bandaríkjun- um. I vél hans var aflminni mótor en nokkurri annari vél, sem flogið tiefir verið yfir At- lantshaf, og tiann flaug' á skcmri tíiria milli Evrópu og Vesturálfu en nokkru sinni hef- ir verið gert áður, þegar vestur er flogið. Þegar Mollison lenti i New Brunswick, 2600 enskum milum frá brottfararstað sínum, liafði hann verið á flugi i lið- lega 30 klst. Upphaflega tiafði liann gert sér vonir um að lenda i New York, en liann lirakti af leið í sunnanstormi, en vélin reyndist í öllu hið besta og hann tiafði nægilegt eldsnevti til fl&ui/cia&fánaðm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.