Vísir - 23.11.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 23.11.1932, Blaðsíða 2
S í M I 15 14. V í S I R )) IHm™ & ÖLSE3NÍ Fengam með e. s. Dettifoss: ÞAKJÁRN Nr. 24 og’ 26. — Allar stærðir, 6’—10’. Símskeyti London 22. nóv. United Press. - FB. Bretlandsþing sett. Konungur setti þing i dag á hádegi, í viöurvistdrottningarinnar og prinsins af Wales. Ræddi kon- ungur m. a. um hina fyrirhuguðu alheims viöskiftamálaráöstefnu og afvopnunarráðstefnuna. sem hald- in er í Genf, og lét þá ósk í ljós, að mikill árangur mætti nást á há'ðum ráðstefnunum. Einnig. ræddi hann um, að sparnaðar væri gætt sem mest í ríkisbúskapnum, viðskifti efld, og landbúnaðurinn styrktur. Lýsti hann því yfir, að ríkisstjórnin ætlaði að koma áleið- is ráðstöfunum viðvíkjandi at- vinnuleysi og átvinnuleysistrygg- ingum, en sérstakar ráðstafanir þyrfti að gera til hjálpar þeim, sem enga atvinnu gæti fengið. London 22. nóv. United Press. - FB. . Gengi steriingspunds. Gengi sterlingspunds í hlutfalli við dollar komst i dag lægra en nokkru sinni á'ður á yfirstandandi ári eða i 3,255-2. Hækkaði þó aft- ur upp í 3.2654. Berlín 22. nóv. United Press. - FB. Hitler og Hindenburg. Hindinburg forseti hefir svar- að fyrirspurntim. Jieim, sem Hitler sendi honum skriflega,- mjög sátt- fúslega. Hinsvegar hefir United Press fregnað i kveld, áð Hitler muni hafna því að taka að sér að mynda þingræðislega stjórn, þar eð það sé ógerlegt fyrir Hitlers- sinna a'ð taka þátt i slíkri stjórn, eins og ástatt sé og með ])ví feng- ist ekki heppileg lausn á núverandi öngþveitisástandi. Hinsvegar mun Hitler áforma að hjóöast til að taka að sér myndun ríkisstjórnar, er Hindenburg forseti geti fallist á, þ. e. myndun ríkisstjórnar, sem fái svipuð völd og Papenstjórnin hafi nú. London, 23. nóv. United Press. - FB. Sleðaleiðangur Riiser-Larsens. Norski landkönnuðurinn Rii- ser Larsen er staddur í London og undirbýr sleðaleiðangur til suðurskautslandanna, ásamt tveim félögum sínum. Ætla þeir að hafa 80 hunda meðferðis. Gera ]x;ir ráð fyrir að vera komnir til Enderbjr-lands i fe- brúar eða. mars og fara þaðan í sleðum 3500 mílur enskar til Weddell Sea, þar af um 2000 mílur yfir áður ókunn svæði. Leiðangursmennirnir búast við að koma aftur snemma árs 1934. CJtan af landi —o— Siglufirði, 23. nóv. FB. Húsbruni. Eldur kom upp tim tvöleytið í nótt á trésmí'ðaverkstæði Guð- mundar Jóakimssonar, Grundar- götu 15. Líkur benda til að kveikn- að hafi í frá rafmagni. Húsið var járnklæddur timburskúr. Brami hann svo að rifa verður. Tré- smíðavélar. nýlegar. eyðilögðust, einnig nokkuð af smíðatólum og hálfsmíðuðum húsgögnum, því ekkert náðist út úr verkstæöinu. Slökkviliðinu tókst skjótlega að slökkva, logaði þó verkstæðið alt innan er það kom að. Hús og vél- ar var vátryggt fyrir 7000 kr. hjá Brunabótafélagi íslands, en smiða- tól og smíðisgripir rnunu hafa ver- ið óvátryggt. Norðan hríðaryeður. talsvert frost. Écskur botafðrpongor stpandar. —o— Óðinn nær skipinu út. —o— Skeyli bárust hingað i gær þess efnis, að botnvörpungur liefði strandað í Dýrafirði ular- lega, en str’andstaðurinn ekki nánara tiltekinn, né um hvaða botnvörpung væri að ræða. Strandstaðurinn er talinn slæm- ur. Slysavarnafélagið gerði ráð- stafanir til þess, að vélbátur færi frá Þingeyri, en blindhríð var veslra i gær, og þvi óvíst talið, hve langt vélbátar frá Þingeyri kæmist, þótt þeir freistuðu að finna strandstað- inn. Loftskeytastöðinni tókst að ná sambandi við e nska botn- | vörpunga og varðskipið Óðinn, i sem lá á Patreksfirði. Lagði j liann af stað til Dýrafjarðar i gærkveldi, en bálar frá Þing- j eyri munu þá einnig hafa ver- 1 ið Iagðir af stað. Skipið mun | liafa strandað kl. 3.30 e. h. í gær eða mjög nálægt þeim tíma. | — í gærkveldi barst stjórnar- I ráðinu skeyli frá skipstjóran- ; um á Óðni, svo hljóðandi: — Höfum nú með radiomið- unum fundið botnvörpunginn, sem hefir strandað lijá Kópn- um. Mannslífum engin hætta búin með sömu vindstöðu. | (Kópur er fjall milli Tálkna- fjarðar og Arnarfjarðar). Má vafalaust þakka það því, að Óð- inn er búinn radiomiðunar- tækjum, að hann fann skipið i dimmviðri því, sem var i gær. — 1 morgun frétti Visir frá Slysavarnafélaginu, að í gær- kveldi liefði allir skijjsnxenn á botnvörpungnum verið komnir í Óðinn. Botnvörpungurinn heitir „Fiat“ og er frá Grimsbv. — Botnvörjxungurinn var ekki orðinn lekur i gærkveldi. Seinustu lregnir herma, að Óðinn hafi náð botnvörpungn- um út, en óvíst hvort bann fari með hann hingað eða til Isa- l'jarðar. Lögreglostjðrian og bæ,jarstjórnarfundurinn 9. nóvember. •—o— II. í fyrri lcafla þessarar grcinar, hefir verið skýrt frá þvi, hve mjög var ábótavant viðbúnaði af hálfu lögreglustjóra, fyrir bæjarstjórnarfundinn, og hve gei’samlega hann brást skyldu sinni í þvi efni, að sjá lögreglu- liðinu fyrir nægilegri aðstoð. Nú verður vikið að því, að at- buga frammistöðu hans eftir að „á liólminn var komið“. Það konx nú ekkert til kasta lögreglunnar á fundinum fyrir liádegið, fyrri en i fundarhlé- inu. En eins og áður er sagt, kom þá þegar i ljps, að einhver hluti áheyranda liafði í huga að beita bæjarstjórnina ofbeldi. Þó að úr ]xvi tækist að greiða friðsaxxilcga, þá í bili. var þó augljóst, að það mundi að eins verða stundarfrestur, og að litl- ar líkur væri til þess, að fund- inum nxundi ljúka svo, að ekki skærist í odda með lögreglunni og lýðnum. Þrátt fyrir það van- rækti lögreglustjórinn enn, að afla lögí’eglunni aðstoðar, og lét í fundarhléinu og i byrjun framhaldsfundarins fylla áheýrandasvæðið af þeim mönnum. sem frekastir voru í aðsókninni. Þess var nú ekki langt að biða, að spár manna um fram- hald fundarins rættusi. SWxmmu eftir að fundur var settur, komst alt i ujxpnám, svo að enginn kostur var þess að halda áfranx fundarstörfum, og varð að slíta fundi. Lögreglu- stjórinn gat engan hemil haft á áheyröndum. E11 það var svo að sjá, senx bæjarfulltrúar jafnaðarmanna væri belur við þessu búnir en lögreglustjórinn. Meðan Ixann gekk unx gólf, með hendur fyrir aftan bak. fóru þeir að leita samninga við bæj- ar f ullt r úa S j álf stæðisf lokksin s unx „friðsamlega“ lausn. nxáls- ins! Þessi „lausn“ álti auðvitað að véra sú, að bæjarstjórnin félli frá ákvörðun sinni frá síð- asta fundi! Þeir lögðu tillögu i þá átt fvrir forseta lxæjarstjórn- ar, með tilmælum um, að Ixann setti fund á ný og Jxessi tillaga yrðx síðan samþykt. Forseti lagði nú þá spurningu fyrii' lögregiustjóra, hvort lxann gæti ábyrgst bæjarfulltrú- unum það, að þeir kæmist út úr húsinu ómeiddir. — En lög- reglustjóri svaraði: „Nei! Það er ekkert annað fyrir ykkur að Hlífarstígvél (BOMSU-R). Fjölbreytt úrvaL — Verð kr. 3.00, 4.50, 6.50 o. s. frv. Yerjist kuldanum og sparið um leið peninga. (Ódýrara en skósólning). Hvannbergsbræður. S í M I 15 14. Ensk feol. Pólsk kol. Hnotkol. Enskt koks. Kolasálan. S. f. Skrifst. í Eimskipafél.húsinu nr. 20. gera en gð láta undan!“ Og til í áherslu barði hann með ki’ejxlri bægri liendi i lófa vinstri liand- ar! En eftir þetta kom það tvent i ljós, að jafnaðarmenniriiir voru þess ómáttugir, að friða ábeyx’endurna með miðlunartil- lögu sinni, og' að lögreglustjór- inn hinsvegar, þrátt fyrir stað- lxæfingu sína um það gagn- stæða, hafði að baki sér útveg til þess að koma bæöi bæjar- fulltrúum og lögi-egluliði út úr húsinu. án þess að til veru- legra meiðinga liefði þurft að koma. Þegar lögreglustjórinn nú þóttist sjá franx á það, að fundi yrði ekki haldið áfram, fór liann að undirbúa bi’ottförina úr lxúsinu. Hann gerði lögreglu- liðinu, sem var alt xiti i and- dyri fundarbússins, að baki ábeyranda, orð um að það skyldi alt fara þaðan út i bak- garð bússins og koma svo inn uin bakdyr inn á leiksviðið að ■ baki bæjarfulltrúxmum, með það fyi'ir augum, ef lil þyrfti að taka, að „ryðja“ salinn með áhlaupi þaðan, eins og síðar var gert. Nú var það augljóst að ef lög- regluliðið gat komist inn unx bakdyrnar upp á leiksviðið, 'þá gátu bæjarfulltrúai’nir alveg eiiis komist út unx þær í fylgd lögreglunnar og skilið álxeyr- endurna eftir inni í húsinu. Þennan útvég virðist lög- reglustjórinn þó ekki hafa séð, cn þegar einn bæjarfulllrúinn spurði bann um það, hvort ha’gt væri að komast út þá leið, þá Svaraði bann: „Jú, jú! Bless- aðir gerið þið ]xað“!! Nokkurir bæjarfulltrúar notuðu sér svo af þessu, komust viðstöðulaust út á götu norðanvert við húsið, og fóru siðan leiðar sinnar lög- regluverndarlaust, enda var ]xá allur múgurinn sunnanvert við húsið eða þá inni í fundarsaln- urn. Það er mi augljóst, að ef lög'- reglustjórinn hefði nokkurn skapaðan lilul hugsað fyrir ]xví, hvernig liann ætti að faraaðþvi, að koma bæjarfulltrúunum og lögreglunni vandræðalaust út úr liúsinu, þá hefði hann ekki þurft að svara foi'seta bæjarstjórnar á þá leið, að það væri ónxögu- legt og að fyrir liann væri „ekkert að gera annað en að láta undan“ En jafnvel eftir að 5 bæjar- fiilltrúarnir ei'U farnir út hak- dvramegin, virðist lögi-eglu- stjórinn ekki ennþá sjá þennan útveg fyrir sig, lögregluliðið og þá bæjarfulltrúa, sem eflir voru i salnum. Hann kýs að minsta kosti heldur, að láta „ryðja“ salinn, þó að augljóst væri, að af þvi mundu hljótast alvai’lcg- ar meiðingar. Síðan skijxar liann lögregluliðinu að vaða í gegn- iun múginn, þar scm hann var þéttastur og gefur þannig of- beldismönnunum færi á því, að ráðast að lögregluþjónunum einum og einum og lemja þá til óbóta. Það virðist nú ekki auðvelt að hugsa sér lieimskulegri að- farir. Og það virðist ekki sann- gjai'nt, að krefjast frekari sann- ana af nokkurum manni fyrir því, að hann sé óhæfur til að gegna starfi sinu, lxeldur en lög- reglustjórinn í Reykjavík lagði fram sjálfur miðvikudaginn 9. nóvember. !) Ræjarfréttir n O<22>o8 Veðrið í morgun: Hiti i Reykjavík 3 stig, Isa- firði 5, Akureyri —5, Vest- mannaeyjum 4, Stykkiskólnii -— 4. Blönduósi -f- 5, Grindavík — 4. Julianehaalx -t- 7, Jan Mayea -f- i, Angiiiagsalik -f- 8, Hjalt- landi 4 stig. (Skeyti vantar frá Færeyjum, Raufarhöfn, Hólum í HornafirSi og Tynemouth). Mest- ur hiti hér í gær 2 stig, minstur -f- 4. Yfirlit: Djújx lægtx inilli ís- lands og Noregs á hreyfingu aust- ur eftir. Horfúr: SuSvesturland, Faxaflói : Allhvass nor'San í dag, én tægir í nótt. Bjartvi'Sri. BreiSa- fjörSur, VestfirSir: NorSana kaldi. Snjóél norSan til í dag, en léttir annars ti). NorSurtand; Hvass noröan og snjókoma í dag, e» batnandi veSur í nótt. NorSaustur- land, Austfiröir: Hvass norðan. Snjókoma. SuSausturland: Hvass norSan. BjartviSri. Viðskiftasendinefndin lók séi' fari á Gullfossi héð- an í morgiin. — Nefndin, sem á að ræða viðskiftamálin við bresku stjórnina, er skijxuð þeim Richard Thors fram- kvæmdarstjóra og Jóni Árna- syni forstjóra, en þeim til að- stoðar verða þeir Sveinn Björnsson sendiherra og Magn- ús Sigurðsson bankastjöri. Leiksýning. iFrú Soffía GuSlaugsdóttir efn- ir til leiksýningar í Iönó anna'S- kveld. Viöfangsefniö er ekki val- iö af verri endanum. Þaö er „Brúðuheimilið“ eftir Henrik Ib- sen. — Leikrit þetta er frægt um víöa veröld og var mjög um þaö deilt, er ]xaö kom út fyrst, eins og mörg ömiur skáldverk hints mikla höfundar. „Brúðuheiniiliö" er mikiö listaverk frá höfundarins hendi og vandasamt í nxeöferö á leiksviöi. Hlutverkin eru öll nierkileg, eins og venja er til í leikritum Ibsens, og krefjast ]xess, að vel sé með þau farið. — Frú Soffía leikur aðalhlutverkið, en auk hennar hafa þarna hlutverk með höndum: Ingibjörg Back- mann, Nína Jónsdóttir, Gestur í’álsson, Hjörleifur HjörleifssoHx (ig Þorsteinn Stephensen. 75 ára varö síöastliðinn sunnudag Einar Gíslason. frá Skúmsstöðum, Eyr- arbakka, sem nú dvelur á Elli- heimilinu. Sölusamband íslenskra fiskfrainleiðenda. í fjarveru ]xeirra Maghúsar Sigurös-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.