Vísir - 21.12.1932, Blaðsíða 5

Vísir - 21.12.1932, Blaðsíða 5
VlSIR Mikil verfllækkun á Cigara- og Cigarettu Kössum, látúnsvörum, flagg- stöngum o. fl. — Tækifærisverð á Víravirkisstokka- belti. — Úrval af íslensku smíði til upphluta. — Úr, klukkur og m. II. hvergi ódýrara en hjá Jód Hermannsson, Hverfisgötu 32. Farid er að ganga á bökunarefnin. Næst eru það jóla-ávextirnir og annað sælgæti, öl, gosdrykkir, vindlar og jólaspilin frá 45 aurum og upp eftir. Kerti í miklu úrvali. Verslun B. Fr. Magnússon. Spítalastíg 2. Pétnr í Jðnsson kominn heim. Pétur Jónsson kom ásamt fjölskyldu sinni heím hingað með síðustu ferð „Dettifoss“ og hefir i hyggju að dvelja hér fram eftir næsta ári. Hingað til hefir liann að eins verið hér á ferð sem sumargestur og þá að jafnaði ekki dvalið lengi, en í þetta skifti lceinur hann rétt fyrir jólin og ef svo fer, sem ráð er fyrir gert, verður dvöl hans lengri nú en nokkurntima áður, frá því hann fór til Kaup- mannahafnar sem stúdent sum- arið 1906. Það er „langt síðan þetta var“, en Pétur lætur ekki árin á sjá, þó að þau séu nú orð- in 26, sem hann hefir að mestu dvalið erlendis, og liafi að haki sér erfiðan starfsferil með um 80 óperuhlutverkum, aragrúa leiksýninga og erfiðra ferða um þvera og endilanga Miðevrópu. í dag er liann 48 ár og hefir ekki haldið afmælisdaginn sinn heima síðan hann var 21. Eg brá mér til hans í morgun til að óska honum til hamingju og spyrja hann frétta, m. a. um það, hvernig lionum þætti að vera komin nhingað í svartasta skammdeginu. — Eg þarf ekki að lýsa því, að mér þykir vænt um að vera hérna, þó að Reykjavik sé nú orðin alt önnur, en hún var forðum. Rærinn er gerbreyttur siðan við „Suðurgötustrákarn- ir“ þáverandi bárum nafn með rentu og eg held ekki að það sé ofsögum af því sagt, að veturn- ir séu orðnir öðruvisi — rign- ingarsamari og mildari. Tjörn- in og skautarnir eru áreiðan- lega ekki eins mikið stórveldi i Reykjavík og áðui'. — En nú kynnist maður þessu betur í vetur og nú getur maður lilakk- að lil jólanna, eins og forðum. Því að enginn á jól til fulls nema á hernskustöðvunum. — Hvað er að frétta frá Þýskalandi ? — Þið þurfið ekki að spyrja frétta. Þið vitið eins vel um t. d. þýsk stjórnmál, um Hitler og von Papen eins og við sjálfir. En það er ef til vill það áþreif- anlega, sem blöðin segja minna frá: neyðina, atvinnuleysið, liúsnæðisleysið og — vonleysið hjá almenningi. Þið fréttið ef lil vill ekki um stúdentana, sem fá að sofa í bifreiðum á nótt- unni, vegna þess að þeir liafa ekki þak yfir höfuðið, sem vinan i námum í sumarleyfinu og verða svo eftir alt striðið að sjá fram á, að ættjörðin muni ekki geta notað sér kunnáttu þeirra, en áframhaldandi sult- ur taki við. Þetta er ein af ótelj- andi hrygðarmyndunum af Þýskalandi i dag. — En skemtanalífið? Fyrir nokkurum árum var það i al- mæli, að engin þjóð í Evrópu skemti sér eins mikið og Þjóð- verjar. — Það er liðið hjá. Meðan gengissveiflurnar voru sem mestar mátti segja, að fóllc nolaði peningana til skemtana í ríkum mæli í stað þess að safna þeim og það gerði þetta, vegna þess að það vissi ekki hvort nokkuð þyddi að safna peningum. Einmitl safneudurn- ir mistu á tímabili aleigu sína í gengishruninu og upp úr því varð fyrirlitningin fyrir pening- unum. Nú liafa Þjóðverjar liaft fastan gjaldeyri um tíma, — en nú eru peningarnir ekki til. Að eins fáir liafa efni til að fara i leikhús og fjöldinn allur ekki einu sinni á því að koma i kvik- myndahús. Leikhúsin hafa hrunið niður, einkum söng- leikahúsin, sem borgarsjórn- irnar og ríkið hefir styrkt. Þau hafa bæði mist styrkinn og að- sóknina og orðið að loka eða lialda opnu til málamynda með ódýrum söngkröftum, sem alls ekki hefði þótt bjóðandi fyrir fáum árum. Opinberir sjóðir eru á heljarþröminni vegna a tvin n ulesysisstyrk j anna og dýr, nýbygð leikhús standa auð, vegna þess að bæirnir geta ekki rekið þau og enginn trej'stist til að reka þau, jafnvel þó húsið fáist að láni ókeypis. — Hvenær ætlið þér að láta til yðar heyra hér? — Eg get ekki sagt um það með vissu. En eg var að liugsa um, ef tími vinst til undirbún- ings, að syngja liér upp úr jól- unum, ef til vill þriðja dag jóla. Eg veit það sem sagt ekki með vissu fyr en síðar í dag, svo að við skulum ekki tala meira um það núna. — Hvað eg syng? Ja, má það ekki bíða líka. Fólk liefir livort sem er ekki tíma til að hugsa um það núna í mestu jólaönnunum. Ajax. Miðvikudaginn, 21. des. 1032. Jólaföt með innkaupsverði. N. B. Þetta tækifæpi gefst aðeins til jóla. Skyrtur og margar fleiri hentogar jölagjafir fyrir hálft verð. Vigfús Guðbraudsson, kiædskeri. (Sami inngangur og í Vífil). Grænlanú enn. --O-- Núna rétt um þær muiidir, sem danskir og norskir lögfræð- ingar standa frammi fyrir al- þjóðadómstólnum í Ilaag og reyna til að sýna veröldmni fram á, livort Danir eða Norð- menn eigi tilkall til Græi lands, sitja danskir rithöfundar önn- um kafnir við að skrifa ferða- bækur um landið. Fjarri fer því, að allar þess- ar bækur sé ritaðar í pólitísk- um tilgangi. Sumar liafa á sér vísindalegt snið og er þeim ætl- að að færa út landfræðilega þekking manna norður á bóg- inn. Aðrar bækurnar eru nánast skemtihækur, ritaðar af mönn- um, sem ævintýraþrá hefir kall- að norður á auðnir jökul-lands- ins. Á slíkum ferðum skal manninn reyna, og oft kemur þá upp úr dúrnum, að ferða- langarnir búa yfir rithöfundar- hæfileikum, sem sennilega hefði aldrei komið í ljós, ef sjóndeild- arhringur þeirra liefði ekki vikkað né nýstárlegir atburðir horið fyrir augun. Vér íslend- ingar þurfum ekki annað en minnast alþýðumannsins, Jóns Indíafara, í þessu efni. Honum auðnaðist að sjá mörgum sinn- um meira en öðrum löndum lians á þeirri öld, og nú er ævi- saga lians orðin miklu meira en skemtirit, sem íslenska þjóðin les, til þess að brosa að málfari karlsins, bókin er hvorki meira né minna en frumliiemild um vissa atburði í sögu annara þjóða, og henni hefir hlotnast sá lieiður, að vera þýdd á önn- ur mál, löngu eftir að höfund- urinn er dáinn og grafinn. Nýlega er komin út myndar- leg ferðabók um Norðaustur- Grænland, eftir ungan Græn- landsfara, Elmar Drastrup áð nafni. Nefnir höfundur bókina: Blandt danske og norske Fangstmænd i Nordöst-Grön- land. Á 132 stórum blaðsíðum segir þessi ungi, djarfi verka- maður lesendunum frá þvi, sem hann ratar í, svo að sjálfgert er að hrífast með. Um þessa bók hefir Græn- landsfarinn Lauge Kocli sagt, að liún væri lofgerð um hina fögru, stórfenglegu náttúru heimskautslandsins, en samtíin- is væri bókin ágæt og sönn lýs- ing á tilveru fáeinna véiði- manna og vísindamanna, sem dveljast í smáhópum á auðn Austur-Grænlands, milli Scores- bysunds og Danmerkurhafnar. Bókin er prýdd fjölda ágætra mynda, sem slcýra staðhætti betur en nokkur lýsing. En sú er trúa mín, að síðar meir verði þessi bók Drastrups talin merki- leg lieimild mn lífið á Græn- landi. En fyrir þá sök er frá- sögnin skemtileg, að alstaðar andar af lienni karlmenskublæ, livort sem ferðalangarnir eru að berjast við hætturnar á Dauðs- mannsfirði eða meinlaust tó- bakslej'si, sem lilýtur þó að Gólfmottur og Gangadreglar — stórt og f jölbreytt úrval. 99 €6 Gasið. Menn mega búast viö að gaslaust veröi í dag og þangö til í fyrramálið. Gasstðð Reykjaviknr. Til mlnnis. Lúðurikling og íslenskt smjör selur SIG. Þ. JÓNSSON. Laugavegi 62. — Sími: 3858. vera annað en gaman í öllum kuldanum og tilbreytingaleys- inu þarna norður frá. S. Sk. ötan af landi. —o-— Gunnólfsvík, 7. des. FB. , Að kveldi liins 22. f. m. skall hér á norðan stórliríð, sú fyrsla á vetrinum, og hélst i nær þrjú dægur. Fannkoman var mikil og afskaplegt rok. Daginn fyrir veðrið stóð loftvog mjög illa og veðurspáin liafði frá því kveld- inu áður stöðugt varað menn við vondu veðri. En þrátt' fyrir þctta var þó fé víða óvíst. Fenti og allmargt fé á ýmsum bæj- um í veðrinu og urðu víða smá- fjárskáðar. Þó hvergi nærri svo miklir, sem við mátli búasl, efl- ir slíkt aftakaveður. — Alt að þéssum tima liafa menn verið að smáfinna féð, er fent liafði, ýmist dautt eða lifandi. Annað óveður skall hér á þ. 2. þ. m. Það var norðaustan rok með bleytu-stórhríð. í þessu veðri urðu liér afar miklar simabilanir. Fjöldi staura brotn aði og línur siiínuðu niður á löngum svaðum. Að undau- förnn hefir slöðugt vevið unnið að þvi að gera vU> hilanirnar, en samt eru næstu símastöðvar ekki komnar í samband enn. Flestir hafa nú orðið að taka lömb og hesta í hús og sumir hafa nú þegar tekið ær á gjöf. Til heimiliS' notkunar: Fægilögur. Burstavörur. Þvottasnúrur. Gólfklútar. Góífkústar. Möblebón. Góífbón. Sandpappír. Smergelléreft. Gólflakk. Málning, löguð, allirj litir. Broncetinktur. Lökk, mislit. Málningarpenslar. Eldhúshnífar. Lampaglös. Eldhúslampar. Saumur allskonar. Kapok (púðastopp). Herðatfé. Ódýrast í , Gey$ir“. SIRIUS SÚKKULAÐI og kakaóduft er tekið fram yfir annað, af öllum, sem reynt hafa. VlSlS KAFFIÐ gerir alla glafia

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.