Vísir - 03.02.1933, Page 2

Vísir - 03.02.1933, Page 2
VÍSIR ——a—u——wo—MWM—ittmnatr**** H®™ i©l MeiMsölubipgðip $ APPELSÍNUE, „Jaffa“. APPELSÍNUR, „Yalencia“. EPLI, „Delicious“. CÍTRÓNUR, stórar og góðar.. KARTÖFLUR, ísl. og útl. Síxni: eÍDn - íveir - þ ír - fjórir. Símskeyti Berlín, 2. febrúar. UmteJ Press. - FB. Ástandið í Þýskalandi. Lögreglan hefir gert hús- rannsókn í a'öalbækistöð komm- únista í Berlín og tekið húsið í sina umsjá til bráðabirgða. Hús- rannsóknir hefir lögreglan einnig látið fram fara á öllum deildarslöðvum kommúnista um gervalt Prússland. Mikið af skjöium liefir verið tekið iil rannsóknar. Rannsóknir liafa farið fram á fjölda veitinga- stöðum. Nítján menn hafa ver- ið handteknir. Belfast, 2. febrúar. United Press. - FB. Verkfallið í Ulster. Orustubúið herlið er komið til Dunkalk og er þar á verði við opinberar byggingar og á götunum víða. — Dunkalk er næsta slöð, þar sem járnbraut- árlestinni var lileypt af teinun- um. Hermenn eru nú hafðir til verndar þeim lestum, sem enn eru í gangi. McCamey, Texas, í jan. Umted Press. - FB. Olíulindir í Texas. Yates oliulindasvæðið i vest- urhluta Texas er mesta olíu- lindasvæði heims, miðað við stærð. Það eru ekki nema um sex ár frá því farið var að starf- rækja olíubrunnana þar, en þeg- ar liafa verið framleiddar þar 170 miljónir tunna. Verkfræð- ingar hyggja, að unt verði að ná þarna úr jörð 450 miljónum ! tunna og verði því haldið 1 áfram olíuvinslu þarna alt að því tuttugu ár til. — Fyrir 6 árum var þama búgarður Ira G. Yates, en rannsóknir leiddu í ljós, að þarna var oha i jörð. Yates hafði átt við mikla erfið- leika að stríða en varð fljótl vellauðugur maður, enda hafði reynslan kent honum margt, og hann lét ekki landið ganga úr greipum sér. Búgarður hans var 25,431 ekra lands og er nú álitinn $ 9,000,000 virði. Bú- garðurinn er nú eign hlutafé- lags, en Yrates og börn hans níu að tölu eru aðaleigendurnir og hafa meiri hluta atkvæða. ötan af landi Bíldudal, 3. febr. FB. Húsbmni. í fyrrinótt kviknaði í fisk- þurkunarhúsi Ágústs Sigurðs- sonar hér og var eldurinn magnaður, er að var komið. Brann húsið og áfast pakkhús til kaldra kola, en önnur hús tókst að verja. I pakklnisinu voru 600—700 skpd. af fiski o. fl. og bjargaðist ekkerl af þvi. —• Um upptök eldsins er ókunn- ugí. — Hermáiakröfur Þjoöverja. Richard D. McMillan frá fréttastofu United Press i París hefir skrifað grein, sem birst hefir i fjölda blaða, um hernað- ar- og afvopnunarmál Evrópu- þjóða, einkanlega að því er Fjóðverja snertir. I greininni kemst hann m. a. svo að orði: „Það hefir oft verið sagt, og á heimsstyraldarárunum klingdi það stöðugt í eyrum manna, að hernaðaramlinn væri ríkari með Þjóðverjum en nokkurri þjóð annari, og það kann að hafa verið nokkuð til í þessu, en mjög mun þetla iiafa verið orðum aukið, ef talað er um þjóðina i lieild, allar stéttir hennar. Nú er svo komið, sem kunnugt er, að Þjóðverjar krefjast hernaðarlegs jafni’éttis. Ráð hafði verið gert fyrir al- mennri afvopnun þjóðanna, en af lxenni varð ekki, nema Þjóð- verja. Loks þótti þeim nóg kom- ið og þeir báru fram ki’öfur sín- ar um jafnan rétt til að vígbú- ast sem aðrar þjóðir. Menn af öllurn stéttum, stjórnmála- menn, yfirvöld, Nazistar, Stál- hjálmamenn, stúdentar, allar stéttir, allir floklxar líta svo á, að á meðán Frakkar vígbúist eflir megni sé það fyllilega rétt- mætt af Þjóðverjum að ki’efjast réttar til þess að vígbúast i varnar skyni. „Vér áttuin ekki sök á heims- styrjöídinni“, sagði ungur þýsk- ur stúdent við mig, „en jafnvel þótt það væri viðurkent, að Þýskaland hefði átt alla sök á þvi, að heimsstyrjöldin braust út, þá er ekkert réttlæti í að kenna æskulýð Þýskalands, sem nú er að vaxa upp, um þetta, né láía þessar syndir feðranna — cf menn vildi viðurkenna, að þær væri syndir þeirra einna — bitna á þeim, sem voru börn að aldri eða ófæddir, þegar heims- styrjöldin braust xit.“ Stjórnmálamennirnir, enda Adolf Hitler, neita því, að Þjóð- verjar hafi nokkurn áhuga fyr- ir þvi að vigbúast i árásar skyni. Þeir krefjast að eins jafnréttis í þesum málum á við aðrar þjóðir og segja sem svo, að verði jafnréttiskröfur þeirra viðurkendar skuli þeir taka þátt i samvinnu við aðrar þjóðir uni mikla afvopnun. „Við óskum ekki eftir annari styrjöld, en við óskum heldur ekki eftir þvi að sitja aðgerðarlausir, án þess að búast til varnar, á með- an nágrannaþjóðir okkar, Frakkar að vcstan, en Pólverj- ar að austan, vigbúast eflir megni, en enn austar eru Rúss- ar og frá þeim kann oss einnig að vera liætta búin.“ Þjóðverjar halda þvi enn- fremur fram, að þeir liafi skrif- að undir Versalafriðarsamning- ana í trausti þess, að allar þjóðir hefðist hancla um af- vopnun. í stað þess að afvopn- ast, segja Þjóðverjar, verja Evrópuþjóðirnar meira fé en nokkuru sinui til vígbúnaðar, landherja sinna og flota. Á ári hverju nema hernaðar- útgjöld þeirra, samkvæmt þýsk- um fullyrðingum (að eins helstu veldin tahn): Stóra Bretland (aðallega til flotans) ...... $555,521,000 Frakkland ........ $475,000,000 ítalía............ $237,245,000 Þjóðverjar halda því frarn, að öðrum þjóðum geti ekki staf- að nein hætta af Þýskalandi, þar sem Þjóðverjar eigi engan herskipaflota, sé bannað að hafa fallbyssur og skriðdreka o. s. frv. Því þá ekki að veita Þjóð- verjum sömu rétlindi og öðrum þjóðum og hefjast handa um afvopnunina? Þjóðverjar alment eru þeirr- ar skoðunar, að fjárhagsins vegna gæti Þjóðverjar ekki vig- búist í stórum stil, þótl þeir vildi, en Iiitl sjá allir, að þeir tímar koma, að Þjóðverjar geta vígbúist, og vafalaust gera þeir jiað, ef aðrar þjóðir halda áfram sömu stefuu og Frakkland og Pólverjar nú. Þjóðverjar líta svo á, að Versalafriðarsamningarnir liafi verið daggarður rekinn í brjóst hinnar þýsku þjóðar. — Þeir krefjast endurskoðunar Ver- salasamninganna. Um þær kröfur eru Þjóðverjar samein- aðir og sennilegt er að Bretar, með MacDonald í broddi fylk- ingar, muni stj'ðja þær. (UP. FB.). Síðasta Grænlaniisför ‘Alfred Wegeners. —o— VIII. Sumarstörf 1931. Eiiis og menn eflaust muna fór Jón Jónsson frá Laug afl- ur til Grænlands vorið 1931 og þá með 6 hesta, er liann hafði keypt hér og nota átli til flutn- inga, eins og sumarið áður. Með sama skipi kom próf. Kurt We- gener, bróðir hins látna leið- toga, og tók við stjórn leiðang- ursins. Komu þeir lil Kamaru- juk 6. júlí. Samtimis þeim komu þang- að 2 ungir Norðmenn, Arne Hövgaard og Martin Mehren, er ætluðu sér að fara frá Kamaru- jukfirði yfir i Franz Jósefsfjörð á austurströndinni. „Það varð þeim til mikillar hjálpar, að geta notað okkar leiðir og burð- armenn, sem nú voru orðnir þaulvanir, til þess að komast upp á jökul. Það tók þá ekki nema viku að koma öllu upp og inn fyrir sprungusvæðið i út- jaðri jökulsins. Þeir höfðu lítið af vísindalegum áhöldum og töfðust því litið við vísindaleg störf, enda komust þeir Ieiðar sinnar á nærri ótrúlega stutt- um tíma. Eftir hálfan þirðja mánuð frá þvi, að' þeir lögðu af stað frá Kaupmannahöfn, voru þeir komnir heim til Nor- egs aftur.“ Nú var mikið starf fyrir liöndum, þvi margt af því, sem gert var sumarið áður og um veturinn, var ekki nema undir- búningur jiess, sem gera átti að sumrinu. Kurt Wegener hélt til í vetrarhúsinu og stjórnaði það- an öllum störf um, að mestu með loftskeytum. Á mótorsleðunum voru stuttbylgjutæki og gátu þeir staðið í stöðugu sambandi við vesturstöðina. Má skjóta þvi inn hér, að Grænlendingarnir voru mjög undrandi yfir þess- um töfrurn. Þegar heyrnartólið var sett við eyru þeirra og þeim var sagt, að þetta kvak, eða þessir stuttu eða löngu liljóð- deplar, væru orð, er loftskeyta- maðurinn í Góðhöfn væri að senda þangað, var auðséð á kímnisbrosinu á andlili þeirra, að þeim þótti það ærið tor- tryggilegt. „Þá ættuð þið líka að skilja hvað lundarnir eru að segja hver við annan í fugla- bjarginu hérna framfrá“, sagði eitt sinn gamall veiðimaður. — Fyrir sumarstörfin inni á jöklinum þurfti mikið að flytja upp á jökulbrún, sérstaklega af hundafóðri. Ekki mátti standa á neinu. Sem dæmi um starf leiðangursmanna á jöklinum, má geta þess, að þegar von Gro- nau flaug yfir jökulinn 15. ág„ á leið sinni héðan til Ameríku, voru ekki færri en 5 deildir, hver með svo og svo marga hundasleða, að starfi á leiðinni frá Jökulmiðju að vesturbrún. Nú varð Jón að annast flutn- ingana, að mestu einn, alla leið frá sjó og upp að vetrarlnisinu. Guðmundur var að starfi inni á jöklinum; hann og Lissey fóru siðastir manna frá Jökulmiðju. „Það var ekki lítið starf, sem Jón inti af hendi, að fara jafn- vel daglega með hestalestina alla ieið upp að vetrarhúsi. •— Lækjarfarvegirnir í jöklinum urðu of t afleitur farartálmi, sér- staklega þegar frostin byrjuðu; þá urðu hestarnir oft að vaða krapann upp í kvið. Jön og hest- arnir urðu okkur að ómetan- legu gagni, einnig þetta sumar. iÞeim er það að þakka, að jökul- ferðirnar komust allar af stað og hægt var að fylgja öllum áætlunum og að aldrei þurfti að fara eftirfcrðir með viðbótar- forða. Þá komu þeir ekki síð- ur að notum við að flvtja nið- ur af jöklinum það, sem lieim átti að fara, að starfinu loknu. Manni duldust ekki bjarndýrs- kraftar Jóns af vexti hans, enda þurfti hann þeirra með, þar sem hann var ofíast einsamall, bæði við að láta' upp og taka ofan af 6 hestum. En hjaría- gæði hans voru ekki minni en kraftarnir; hestana umgekst hann eins og vini sína, og við hvolpana var hann, eins og þeir væru börn hans.“ Eg verð enn að nefna dr. Ge- orgi, þann er fyrstur settist að inni á Jökulmiðju, og þá ein- samall. Þegar fyxstu leiðangr- arnir komu þangað inn eftir á einmánuði og það kom i ljós, að þeir Wegener og Rasmus hefðu farist, var ákveðið, að dr. Sorge, samstarfsmaður lians um veturinn, stæði fyrir leit- inni, og varð þá Georgi aftur einsamall þar. Þá varð liann að bæta við sig þvi starfi, er dr. Sorge hafði haft með höndum, eftir því sem lionum entist þol til. Þetta gefur manni hugm^md um það, að þessum manni hafi ekki verið fisjað saman. I hinni seinni einveru hans fer þó aS bera á þvi, að þctta sé fullmik- ið fyrir hann. Taugarnar fara að verða viðkvæmar. T. d. veld- ur honum óróa — raunar ekki að ástæðulausu — að í jökHn- um verður öðru hverju vart við nokkurs konar jarðskjálfta; jökulhnn er að síga eða efstu lögin að þéttast og verður þá vart við titring í „jarðhúsinu“. Fellur það þá ekki saman, þeg- ar minst varir? Það er grafið niður í hjarn (þ. ,,Firn“), því að jökullinn er ekki orðinn að ís fyr en nokkuð miklu dýpra. Hann hefir orðið órólegan svefn vegna þessa. Er lengra kemur fram á sumarið, koma lelagar hans til lians öðru hverju. Þegar hann á heimleiðinni er kominn nokkuð vestur á jökul og’ sér fjallatindana á vestur- ströndinni, eru 400 dagar liðn- ir siðan liann sá land! Um frostið á jöklinum má geta þess, að það komst rnest niður í 65 stig á Celsius. Það var 21. mars — á jafndægri á vori. — Tvo gesti hans verð eg aS nefna. Þegar ein sleðalestin var lögð af stað þaðan, tók lianu eftir því, að einn hundurinn liafði orðið eftir. Hann reynir að reka hann á eftir lestinni, en tekst það ekki.. Honum er ekki um þennan félaga, því að græn- lensku liundarnir eru áleitnir; hann þorir ekki að ldeypa hon- um „inn“, því hann óttast, að hann skemmi eitthvað fyrir sér. Þegar betur er að gætt, er þctta hvolpafull tík, og gýtur hún í einni stórhriðinni. Hvolpana verður hann að drejia. „En undraverð er nægjusemi græn- lensku liundanna; hálfan þriðja mánuð var eg þarna einn, og allan þann tíma nærðist hún varla á öðru en saurindum okk- ar frá vetrinum, og þreifst vel!“ „Hinn 4. okt. fengum við óvænta heimsókn (há var Sorge þar líka). Þegar út er komið, sjáum við, að refur er að klifra upn úr matarkassa okkar; hann snuðrar um alt, meðal annars i pokum, sem livalskjöt hafði verið geymt í. Svo dásamlega fallegt dýr, snjóhvítt og liið yndislegasta! Hvað tæfa er létt á sér! Yið tökum myndir af henni, kvikmyndir á 10 metra færi. Þetta litla dýr hefir skroppið þennan 400 km. vegar- spotta liingað til okkar! Líklega hefir það farið eflir sleðabraut- inni og nærsí á úrkasti frá mönnum og hundum.“ Tæfa var þarna hálfa þriðjn viku; þeir gáfu lienni hvalskjöt og varð hún svo spök, að oft var ekki nema faðmsbreidd að henni. En svo hvarf hún með öllu. — Þar sem eg hefi getið Græn- lendinga í greinum þessum, hef- ir það oftast verið eitthváð kímniskent. En þeirra er þó oft getið beinlinis með aðdáun. Og í bókarlok segir síðasti höfund- urinn, að það væri rangt, að skiljast svo við þessa sögu, að Grímudansleiknr glímufélagsins Ármann verður haldinn í Iðnó laugardaginn 11. febrúar kl. 9 siðdegis. Hlómsveit Aage Lorange spiiar (6 menn). Aðgöngumiðar fást í Efnalaug Reykjavíkur, Verslun Vað- nes og Tóbaksversl. London. Besti og fjörugasti grímudansleikur ársins. Stjórn giimufélagsins Ármann.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.