Vísir - 17.02.1933, Blaðsíða 3
VISIR
og títt er, þegar góðir og mein-
lausir menn freistast til að ger-
ast lögbrjótar, og gamli maður-
inn fær ekkert nema mannorðs-
missi og refsingu fyrir viðvikið.
Eln nú er röðin komin að syni
hans. í slíkum þrautum lífsins
skal mennina reyná. Með frá-
bærri atorku tekst piltinum að
vinna fyrir fjölskyldu sinni og
afla sér virðingar og trausts
hvers manns.
Frásögnin er raunsæ, en yfir
henni svifur létt rómantík,
þokki æfintýranna. Meistara-
legust er lýsingin á örlögum
gamla mannsins, sem verður
fyrir hrammi laganna. Vegna
þess kafla sögunnar eins er
ávinningur að því að lesa þessa
bók. Hið mikla átthagaskáld er
enn megnugt að hrífa fjarlæga
lesendur.
S. Sk.
10 0 F 1. = 11421787, ==
II 0» 111
Yeðrið í morgtin.
Frost um land alt. 1 Reykjavik
— 4 stig, ísafirði — 8, Akureyri
— 6, SeyðisfirÖi — 5, Vestmanna-
eyjum — 4, Stykkishólmi — 7,
Blönduósi — 9, Hólum í Homa-
firði — 6, Grindavík — 7, Fær-
■eyjum — 2, Julianehaab — 2, Jan
Mayen o, Angmagsalik — 14,
Hjaltlandi o stig. (Skeyti vantar
frá Grímsey, Raufarhöfn og Tyne-
iwiouth). — Mestur hiti hér í gær
O stig, minstur — 4 stig. Sólskin í
gær 2,2 stundir. — Yfirlit: Lægð
við Suður-Grænland, á hreyfingu
siorðaustur eftir. — Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð-
sir, Vestfirðir: Stilt og bjart veð-
ur fram eftir deginum, en síðan
vaxandi suðaustan átt, hvass með
þíðviðri i nótt. Norðurland, norð-
austurland, Austfirðir: Minkandi
aorðan átt í dag, en gengur í suð-
austan átt í nótt. Víðast úrkomu-
laust. Suðausturland: Norðan gola
<0g bjartviðri í dag, en gengur í
suður og þyknar upp í nótt.
Jón Halldórsson
ríkisféhirðir hefir nú látið af
störfum sínum í þjónustu ríkisins
®g gerst skrifstofustjóri í Lands-
bankanum. Ungfrú Ásta Magnús-
dóttir gegnir störfum ríkisféhirðis,
uns öðruvísi verður ákveðið.
Sigurbjörn Guðmundsson,
Rauðará, er 52 ára í dag.
fijónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
«5na ungfrú Unnur Valdimarsdótt-
ir og Jón Jónsson, bæði til heimil-
■is að Varmadal.
Höfnin.
Bragi kom frá Englandi í morg-
'4tn. Olíuskipið British Pluch kom í
gær. Tveir frakkneskir botnvörp-
tmgar komu í gær. Suðurland kom
írá Borgarnesi í dag með norðan-
pg vestanpóst.
Að gefnu tilefni
hefir Visir verið beðinn að geta
jþess, að það hafi verið borið und-
kr dómsmálaráðuneytið, hvort leyfa
*kyldi ,,automat“-kassann' á Hótel
Borg, og hafi það eigi fundið
ástæðu til þess að banna hann.
CHeiðgosinn
verður leikinn í Grindavík annað
Irveld kl. 9. Er þetta bráðskemti-
legur leikur, er var sýndur hér í
Reykjavík og víðar við ágæta að-
aókn.
Bruggun.
Lögreglan handtók i gær-
kveldi Þorvald Ólafsson, Holts-
götu 18. Var gerð húsrannsókn
hjá honum og var hann að
vinna að áfengisbruggun, er
lögreglan kom. Dómur í máli
hans fellur bráðlega.
Aflasölur.
Arinbjörn hersir seldi 1250 kit í
Hull í gær fyrir 1100 stpd. Sur-
prise seldi i Grimsby i gær, 2700
körfur, fyrir 1212 stpd.
Alþýðubókasafnsnefnd.
í hana hafa verið kosnir: Guðm.
Ásbjörnsson, Jakob Möller og Ól-
afur Friðriksson.
Gengið í dag.
Sterlingspund........kr. 22.15
Dollar ................— 6.46%
100 ríkismörk .........— 153.63
— frakkn. fr.....— 25.38
— belgur ..........— 90.20
— svissn. fr.....— 124.85
— lírur ........ — 33.12
— pesetar .........— 53.33
— gyllini .........— 259.70
— tékkósl. kr....— 19.27
— sænskar kr.....— 117.55
— norskar kr.....— 113.51
— danskar kr.....— 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 57.70.
Hver ber ábyrgð?
Höf. greinar með þessu nafni,
sem Vísi var send i pósti ný-
lega, er beðinn að gefa sig fram
við ritstjóra blaðsins (sími
4600). Greinin er réttmæt að
öllu, en blaðið birtir hana ekki,
nema þvi að eins, að höf. segi
til nafns síns.
/
Skip Eimskipafélagsins.
Dettifoss fer héðan i kveld
kl. 10 áleiðis til Hull og Ham-
borgar. Gullfoss fór frá Kaup-
mannahöfn i morgun. Goðafoss
er væntanlegur hingað á sunnu-
dagsmorgun. Lagarfoss kom til
Kaupmannahafnar i gærmorg-
un. Selfoss var væntanlegur til
Anlwerpen í dag.
Iþróttafélag Reykjavíkur
heldur dansleik í Oddfellow-
höllinni næstk. laugardag. Tala
aðgöngumiða mun vera mjög
takmörkuð og ættu menn því
að tryggja sér þá í tíma.
Erindi
ætlar Jochum M. Eggertsson að
flytja í Varðarhúsinu n.k. sunnu-
dag kl. 2 e. h. Ermdið nefnir hann
Útvarpsefni neitað! — Af hverju?
— Sjá nánara í augl.
Dr. Max Keil
flytur fyrirlestur í háskólanum í
kveld kl. 8 um „Flieger und Flug-
zeuge“. Öllum heimill aðgangur.
K. R.
Þau börn í K. R., er stundað
hafa æfingar í vetur, geta vitjað
aðgöngumiða að leiksýningu á
laugardaginn kl. 4—6 e. h. í K. R.-
húsið.
Otvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir.
18.30 Fyrirlestur Búnaðarfé-
lags tslands.
19,05 Þingfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
Lesin dagskrá næstu
viku.
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Kvöldvaka.
Barnaskemtun
Á r m a n n s verður í Iðnó sunnu-
daginn 19. febr. kl. 2 e. h.
SKEMTISKRÁ:
Drengjaglíman
(Sigurjónsskjöldurinn).
Upplestur;: (Halld. Grímss. 13 ára).
Fimleikasýning telpna.
Hljómleikar
(samspil, Fiðla og Píanó).
Friðfinnur Guðjónsson skemtir.
Karlakór syngur.
Fimleikasýning drengja.
Dans. — Hljómsveit A. Lorange.
Aðgöngumiðar fyrir börn kosta
75 aura, og fyrir fullorðna kr. 1,25,
og fást þeir í Iðnó á laugardag frá
kl. 4—7 e. h. og sunnudag frá kl.
10—12 árd.
Stjóm Ármanns.
SendisYeinadeiId Me'kírs
heldur skemtikveld á
Café Svanur
við Barónsstíg, annað kveld kl. 9. Fjölbreytt skemti-
skrá. — ökeypis fyrir dömur.
Sendisveinar, fjölmennið.
Skemtinef ndin.
Appollo-
dansklúbburinn
tieiíiup dansleik
í Iðnó á morgun (laugardaginn 18. þ. m.).
Aðgöngumiðar í Iðnó í dag frá kl. 5—8. —
Hin viðurkenda bæjarins besta hljómsveii
spilar (Lorange). -
Stjórnin.
Það er nú orðið nokkuð langt
siðan, er Þingvallasöfnuður
sendi stjórninni beiðni um það,
að prestakallið yrði auglýst
laust til umsóknar og síðan
veitt. En ekki hefir neitt heyrst
frá stjóminni enn þá í þessu
máli, svo að mér sé kunnugt.
Stjórninni er alveg óhætt að
trúa þvi, að Þingvallasöfnuður
óskar þess eindrégið, að prest-
ur verði settur á staðinn. Veit
eg með vissu, að margir Þing-
vellingar báru það traust til
núverandi stjórnar, að hún
mundi verða við óskum þeirra
og leyfa þeim að hafa prest á
Þingvallastað, eins og verið hef-
ir frá ómunatíð og alt þar til,
er Jónas Jónsson flæmdi prest-
inn í burtu og setti leiðan kom-
múnista i stað lians. Hefir J. J.
liklega ætlast til, að kommún-
istinn sæi um sálarheill fólks-
ins og „kristnaði“ það á sinn
hátt. En söfnuðinum hefir ekki
getist að kommúnista Jónasar,
fremur en öðrum, og ekki haft
mikið saman við hann að sælda.
Eg, sem þessar línur rita, er
kunnugur Þingvellingum frá
fornu fari, og veit, að það verð-
ur geymt en ekki gleymt, ef
stjórnin neitar þeim um, að fá
prest á staðinn. Eg veit að sönnu
lítið um ungdóminn í sveitinni,
en roskna og ráðsetta fólkið
óskar eindregið eftir presti. —
Eg kyntist fyrrum nokkurum
Þingvallaprestum og vissi, að
þeir voru vinsælir og í metum
liafðir af söfnuðinum. — Og
enn mundi svo fara, ef þangað
kæmi prestur.
Nú eru tveir guðfræðingar i
ríkisstjórninni og finst mér ó-
hugsandi, að þeir geti verið á
móti þvi, að Þingvellingar fái
að hafa prest mitt á meðal sín,
eins og verið hefir. Sérstaklega
finst mér alveg fráleitt, að síra
Þorsteinn Briem setji sig upp
á móti slíku. Hann hefir verið
þjónandi prestur í sveit, og veit
vafalaust manna best, að sveila-
fólkið vill ekki vera prestlaust.
Það er altaf leiðinlegra að hafa
aðkomupresta, jafnvel þó að
þeir sé ágætir og það eru þeir
báðir, Mosfellsprestarnir, sem
nú þjóna Þingvallabrauði. —
Mér er sagt, að kirkjumálin
heyri undir Magnús Guðmunds-
son dómsmálaráðherra. Mér
þykir ólíklegt, að sá góði mað-
ur vilji ekki unna Þingvelling-
um þess, að fá prest á staðinn.
Og þá ætti þetta að geta orðið
með góðu samþykki allra ráð-
herranna.
Vænti eg þess, að stjórnin
DELICIOUS EPLL
JAFFA APPELSlNUR,
CITRÓNUR
bestar i Liverpool.
Altaf nýtt grænmeti.
TÁMALIT óbrothættu vörur:
Bollar, Bikarar,
Diskar, Staup, o. fL
TÁMALIT er henlugt tilferða-
laga, til heimilisnotkunar fyrir
börn, fyrir skólabörn o. m. fl.
auglýsi brauðið innan skamms,
svo að hinir gömlu sveitungar i
mínir geti fengið sinn eigin
prest í vor, ekki siðar en í far-
dögum.
Gamall Þingvellingur.
Sportvöruhús Reykjaríkur.
Bankastr. 11.
Nýkomið:
Hveiti á kr. 14.50 pokinn.
— Norskar kartöflur á kr.
8.00 pokinn. —
Hjörtur Hjartarson,
Bræðraborgarstíg 1.
Sími 4256.
UUarpsfréttir.
Berlín i morgun. F.Ú.
Samþyktir þær, sem Litla
bandalagið nýlega hefir gert í
Genf, hafa vakið allmikinn ó-
hug á Póllandi. En Litla
bandalagið er samband, sem
Tékkóslóvakia, Júgóslavía og
Rúmenía gerðu með sér 1920—
1921 að undirlagi Frakklands
til höfuðs Ungverjalandi, og
skuldbundu þau sig til þess að
koma á Dónár-sambandi, sem
í fyrstu ætti að vera fjárhags-
legt og viðskiftalegt samband
þeirra ríkja, sem risið höfðu
upp á rústum keisaradæmisins
austurrísk-ungverska, en síðan
ættu þau að renna inn í Júgó-
slavíu og Rúmeniu, alt með
það fyrir augum, að hinir
fornu austurrísk-ungversku
ríkishlutar skriði ekki saman
aftur. Stjórnarblaðið pólska
illskast nokkuð út af hinum
nýju samþyktum handalags-
ins og kveður Júgóslaviu vera
í sambandinu af hræðslu við
Ítalíu, Rúmeníu af hræðslu
við innanlandsvandræði, en
Tékkóslóvakíu af því að henni
sé umhugað um aö D' ár-
sambandið komist á. Segir
blaðið, að það sé að visu gert
ráð fyrir því í ákvæðumbanda-
lagsins, að önnur ríki geti kom-
ist i það, en það muni ekki
vera nema á pappírnum, enda
sé þess ekki sérstaklega getið
að Pólland eigi kost á þvi, en
það eigi þó svipaðra hagsmuna
að gæta, eins og hin þrjú rík-
in. Loks kveðst blaðið vona,
að ekki stafi nein ný vandræði
af þessum nýju samþyktum.
Vatnsglös,
vínglös, asíettur, ávaxtaskálar,
kökudiskar og boilapör, marg-
ar tegundir. Borðhnífar, gaffl-
ar og hverskonar búsáhöld hest
og ódýrust í búsáhaldaverslun
Voggur,
Laugaveg 64.
traustsyfirlýsingu til stjórnar-
innar, vegna ráðstafana henn-
ar í atvinnuleysismálunum.
Tillaga þessi kom til atkvæða
i gær, og féll hún, og var mik-
ili meiri hluti atkvæða á móti
henni.
Á sovjetþingi, sem haldið
hefir verið í Moskva, hefir ver-
ið samþykt að bægja öllum
þeim mönnum, sem andvígir
eru sovjetskipulaginu, frá þátt-
töku i landbúnaðinum rúss-
neska.
FjármálatiIIögur Daladiers
voru samþyktar i öldungaráð-
inu franska í gær. Frakkneski
hermálaráðherrann hefir far-
ið fram á fjárveitingu til bygg-
ingar á tveim brynvörðum
beitiskipum, er séu hvort um
sig 26 þúsund smálestir að
stærð. Er annað þeirra þegar
komið á s' ikkana í flotahöfn-
inni Brest, en báðum er ætlað
að koma i staðinn fyrir 4 göm-
ul beitiskip, er hvert eru 6
þúsund smálestir að stærð.
Jafnast hin nýju skip á við 4
þýsk beitiskip af hinum svo-
nefnda Deutschlandflokki.
Verkamannaflokkurinn breski
hafði á þingi borið fram van-