Vísir - 05.03.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 05.03.1933, Blaðsíða 2
V I S I H Holmblads spil, f,jölbreytt úrval. — Þessi spil eru viðurkend af öllum spilamönnum. Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir. | Skúli Skúlason { prófastur, Síra Skúli vigðist að Odda- prestakalli árið 1887, og kvænt- ist þá um vorið, 15. júní, Sig- riði Helgadóttur, lectors Háif- dánarsonar. Þar störfuðu þau hjónin i 31 ár, og var síra Skúli 5 síðustu árin einnig prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi. Það var bjart yfir þessum starfsárum i Odda. Þegar talið barst að prestsskap sira Skúla, heyrðist aldrei annað en lof- samleg ummæli, og töldu em- bættisbræður lians liann vera sóma stéttar sinnar og fyrir- mynd annara, bæði vegna vand- virkni og samviskusemi í öllum embættisrekstri, vegna mikilla hæfileika og frábærs dugnaðar, og þá ekki síst vegna dreng- skapar og göfugmannlegrar framkomu. En margir dáðust einnig að prestsfrúnni, er var manni sínum í öllu samhent og reyndist hinn mikilhæfasti samverkamaður í köllunarstarfi hans. — Þá var ekki siður bjart yfir heimilinu í Odda. Þar var höfðingsbragur á öllu, alt bar vott um dugnað og hagsýni, fagra heimilisháttu og ágæta heimilisstjórn. Svo kom mér að minsta kosti lífið þar fyrir sión- ir, þegar eg dvaldi þar sem gest- ur. Mér fanst þá mikið koma til staðarins, auðvitað bæði vegna fegurðar náttúrunnar og merkra söguminninga, en þó mest vegna allrar viðkynningar við prestshjónin og börnin þeirra sex. Og þá sömu sögu munu margir aðrir kunna að segja, og það eigi að eins inn- lendir menn, lieldur einnig margir útlendir, því að gest- kvæmt var í Odda og annáluð gestrisni þar. Eftir 31 árs dáðríkt starf i Odda varð síra Skúli heilsu sinnar vegna að láta af prests- skap og flutti þá hingað til Reykjavíkur. En ekki settist hann hér í helgan stein, enda átti hann alla æfi óvenjulegt vinnuþrek og mikla vinnugleði. Hafði hann skrifstofustörf i fjármálaráðuneytinu, en vann stundum prestsstörf, er vinir hans áttu í hlut, og hlynti með alúð og dugnaði að félagsmál- um prestastéttarinnar fram að liinu síðasta. Var hann eitt sinn formaður Prestafélags Islands og féhirðir þess öll síðuslu ár- in. Þar kyntist eg því best, hvemig það var að vinna með síra Skúla. Mér var það hrein unun að vinna með honum, eins og alt af var unun að vera með honum. Og fari eg að gera mér þess grein, hvað valdið hafi, verður mér fljótt ljóst, að tvent var sameinað í fari hans, sem mest olli þessum áhrifum. Ann- að var festan í allri framkomu Iians, en hitt var ljúfmenskan. Margir eiga annanbvorn þessara eiginleika, en vantar ef til vill hinn að miklu leyti. En hvort- tveggja var fagurlega sameinað hjá síra Skúla. Hann átli mikið af ástúð og þá ljúfmensku, er aldrei brást. En samfara þessari lyndiseinkunn var skapgerðar- , festan, er birtist í samvisku- semi og trúmensku við menn j og málefni, svo að treysta mátti því, að hverju þvi máli væri vel t box-gið, er síra Skúli tók að sér 1 að vinna fyrir. Þótt bjart væri yfir heimilinu i Odda, er það þó ekki svo að skilja, að þar bæri aldrei sorg- arskugga yfir, og einnig eftir að þau hjónin fluttust hingað til bæjarins. En altaf var þó bjart yfir síra Skúla, altaf sama ró- semin og stillingin og hógværa gleðin, sem bersýnilega átti upp- tök sín og grundvöll í staðfastri trúarsannfæringu og í öruggu guðstrausti. Það eru því bjartar og hlýjar minningar, sem síra Skúli lætur eftir sig. Eg á engar aðrar en bjartar minningar um hann, og eg er þess fullviss, að allir vinir hans muni taka undir það með mér. í huga vorum munum vér geyma mynd af honuin sem ‘ mikilhæfum og þróttmiklum mannkostamanni. Þó vitum vér, að bjartastar eru minning- arnar, sem kona hans og börn og nánasta venslafólk eiga um hann. — Vér mörgu vinimir hans kveðjum hann með þakk- látum huga, og með þeirri ósk, að Guð gefi kirkju lands vors og þjóð vorri sem flesta menn, er mættu likjast honum. Sigurður P. Sívertsen. \ London, 4. mars. United Press. - FB. Fjárhags- og viðskiftahorfur vestan hafs og austan. Bankarnir hafa ákveðið að slá á frest kaupum og sölum í erlendri mynt i dag.. New York, 4. mars. United Press. - FB. í New York hafa verið gefin út bráðabirgðalög, sem heimila að Ioka bönkunum í tvo daga, en i Illinois-riki hefir verið heimilað að loka bönkunum í þrjá daga. Frá AJþingÍ í gær. Efri deild. Þar voru tvö mál á dagskrá. 1. Fiw. Jónasar um hámarks- laun. — Flutningsmaður gcrði grein fyrir frumvarpinu, og var það einkennilegt, að sú greinar- gerð var að sumu leyti beinlín- is í ósamræmi við liina prent- uðu greinargerð, sem frumv. fylgir. Að lokum las hann upp ályktanir frá fjölmörgum jiing- málafundum, sem flestar fóru i þá átt, að krefjast lækkunar á launum embættismanna, vegna erfiðleika ríkissjóósins. Virtist flm. líta svo á, sem í þessum ályktunum fælist öflug- ur stuðningur við frumvarpið, sem er þess efnis, að taka með skatti til ríkissjóðs þann liluta skattskyldrar launaupphæðar, sem er fram yfir 8000 kij. En við þetta er það að athuga, að varla mun nokkur embættis- maður landsins hafa svo há laun, og viðurkendi flutnings- maður það sjálfur. Virtist flutn- ingsmaður skilja lítið í þessu fóstri sinu, og alls ekkert í greinargerðinni. Jakob Möller leiddi rök að því, að frumvarpið mundi að litlu eða engu leyti ná tilgangi sínum, en kvað það þó svo grautarlega samið, að ómögu- legt væri að áætla nokkuð með vissu um það, hverju skattur- inn samkvæmt því mundi nema. — Jón Baldvinsson tiáði sig hlyntan þvi, að jafnaðar væri tekjur manna, en vildi láta sveitarfélögin njóta skattsins. Að lokum var frv. visað til 2. umræðu með 9 atkv. gegn 1, og virtist það vera gert aðal- lega af brjóstgæðum og óþarfa kurteisi. 2. Frv. um heimild til að á- bvrí'iast rekstrarlán fyrir Út- vegsbankann. — -Meiri hluti fjárhagsnefndar flytur frum- varp þetta og hafði Ingvar Pálmason framsögu. Kvað hann ábyrgðarheimild þá, sem gefin hefði verið á síðasta þingi, hafa orðið bankanum aö góðu liði og viðskiftamönnum hans, og væri.bví rcíí að veita hana á ný. — Jónas Jónsson kvaðst h.ifa verið mótfallinn slíkri heimild á siðasta bingi, og því hefði liann ekki viljað taka þátl-í flutningi frumvarpsins. Siðan gekk hann af fundi og var frv. visað til 2. umr. með 12 samhlj. atkv. Neðri deild. Þar voru fjögur mál á dag- skrá. 1. Frv. til I. um breyt. á l. um ullarmat. — Framsögum. landbúnaðarnefndar, þingm. V.-Skaft. (L. H.) fór nokkrum orðum uni frumv. og lagði til, að það yrði samþykt eins og það nú lægi fyrir. — Þingm. Borgf. (P. O.) sagði, að ullar- matið myndi ekki verða betur af hendi leyst undir stjórn eins yfirmatsmanhs, heldur en fjögurra, og kostnaðurinn ekki minni, þar eð ferðakostnaður eins manns myndi verða mik- ill, ef hann ætti að fara á alla þá staði, sem staða hans krefð- ist. Hann lagði einnig til, að bætt yrði inn I frv. ákvæði um það, að yfirullarmatsm. flytti fræðandi fyrirlestra um ullar- mat og annað þvi viðvíkjandi i útvarpið. Atvinnumálaráðh. (Þorst. Br.) sagði, að ráðuneytinu hefði ekki þótt ástæða til þess, Útsalan í verzlun Ben. S. Þórarinssonar er framlengd um 2 daga. Magabelti og margar aðrar vörur seldar með hálf- virði. AUar vörur með afslætti, nema ullarband. Nýtísku fataefni mikið úrval nýkomið. G. Bjaroason & Fjeldsted. >ooííotsottossíiíso;ioosiii55ao!>aöO! Jiiri Útgerðarmenn, skipstjórar. Við bjóðum yður prisma-sjón- auka, stækkun: 10x32 fyrir kr. 125. Sportvöruhús Reykjavíkur. SOOOOiSOOOiSOOOiSOOOiSOOOiSOOOi að setja þetta í frv., þar sem vel mætti setja það i erindis- bréf yfirmatsmannsins,og kvað liann það hafa verið ætlun ráðuneytisins frá upphafi. Frv. var siðan samþykt og vísað til 3. umr. með 17 sam- lilj. atkv. 2. mál á dagskrá var frv. til l. um samþyldir um mat á heyi lil sölu (flutningsm. þingm. Skagf.). Tilgangur frv. er að tryggja mönnum, sem kaupa hey frá ýmsum stöðum, án þess að hafa tækifæri til þess, að líta á það sjálfir, að seljandi geti ekki misnotað aðstöðu sína á þann hátt, að aflienda verri vöru en um var talað. 1. þm. Skagf. (Steingr. Steinþ.) fylgdi frv. þessu úr hlaði. Hann kvað þetta mjög nauðsynlegt, þar eð ágreiningur yrði oft eftir á, milli kaupanda og seljanda, því að óprúttnir . seljendur segðu vöruna oft betri en hún reyndist, þegar hún væri kom- in í hendur kaupandans. Hann sagði, að þetta ætti að vera heimildarlög fyrir sýslunefnd- ir, til þess að þær gætu ákveð- ið heymat í sýslum eða sýslu- hlutum, þar sem þeim sýndist þess þörf. Frv. er flutt eftir till. frá Búnalðarfél. Skagfirðinga, en þeir selja mikið hey, bæði til Siglufjarðar og víðar. Málinu var vísað til 2. umr. og landbúnaðarn. með 18 shlj. atkv. 3. mál á dagskrá var frv. til l. um breyt. á l. um búfjárræld. Þingm. Akureyrar gerði stutta grein fyrir efni frv., og var þvi síðan umræðulaust að öðru leyti visað til 2. umr. 4. mál á dagskrá var titl. til þál. um útborgun á launum embættismanna (flm. Magnús Jónsson). — Tilgangur frv. er að gera umbættismönnum út um land hægara fyrir að ná til sín launum sínum, með því að láta pósthúsin greiða þau út á réttum gjalddögum. Flutningsm. gerði stutta grein fyrir efni till., og lagði til, að henni yrði visað til 2. umr. Fjármálaráðh. fór því næst um till. nokkrum orðum, og kvaðst vera sammála flutnings- manni um að nauðsynlegt væri, að bæta úr göllum þeim, sem hingað til hefðu verið á fyrir- komulagi launagreiðslunnar. Málinu var síðan vísað til fjárhagsnefndar, en umr. frest- að. JLögregla ríkisins. Stjórn landsins hefir nú lagt fyrir Alþingi „frumvarp tn iaga um lögreglu ríkisins“. Greinir frumvarpsins eru sex og eru þær svo liljóðandi: 1. gr. í Reykjavík skal vera ríkislögregla, og má skipa alt að 10 fasta starfsmenn i þeim tilgangi og aðstoðarmenn eftir þvi sem óhjákvæmilegt þykir. 2. gr. Kostnaður af lögreglu þeirri, sem um gelur i 1. gr., greiðist úr ríkissjóði. Ráðherra getur þó samið við bæjarstjórn- ina i Reykjavík, ao noRKur hluti kostnaðarins greiðist úr bæjarsjóði, ef ríkisiogiegian tekur að sér störf, sem telja verður að séu á verksviði bæj- arfélagsins. 3. gr. Tilgangur ríkislögregl- unnar er ao aostoóa lögreglulið bæjarins við að halda uppi lög- um og friði, eftir nánari regl- um, sem ráðherra getur sett. Rikislögregluna má ckki noia til kúgunar vinnukaupenda eða vinnuseljenda í löglegum Kaup- deilum, heldur að eins til að halda uppi lögunl og trioi og vernda eignir fyrir óréttmætum órásum. 4. gr. Rikislögreglan og þeir, 1 sem kvaddir eru lögreglunni til aðstoðar, eru sýslunarmenn rik- ; isins. Iiún og þeir, sem aðstoða liana, eiga rétt til bóta fyrir skaða og meiðsli, er þeir verða fyrir vegna starfsins, eftir al- mennum reglum laga. 5. gr. Ríkisstjórnmni er heim- ilt að greiða úr ríkissjóði óhjá- kvæmilegan kostnað, sem leið- ir af því að halda uppi regiu og öryggi í landinu. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo hljóðandi greinargerð fylgir frumvarpinu: Hverju riki er skylt að lialda uppi því skipulagi, sem það hef- ir sett sér. Lögregluliði ríkja, bæja og sveitarfélaga er falið þetta starf. Hér á landi liefir ríkið ekki sjálft tekið annan j verulegan þátt í þessu, en að skipa og launa lögreglustjóra, sem stjórna því lögregiiuioi, sem bæjarfélögin leggja til. En þetta fyrirkomulag er ekki ör- ugt, enda munu öll meninngar- ríki önnur en ísland hafa ríkis- lögreglu til þess að inna þetta skyldustarf af hendi. Að sjálfsögðu leggur þetta nokkrar fjárhagslegar byroar á her ar r kinu, en um það tjáir ekki að fást, því að reynslan sýn- ir,að þar sem margt fólk safnast j saman og stórir bæir mjmdast, þarf öflugri lögreglu en vænta má, að bæjarfélögin areiðí a>l- an kostnað af. Þess ber þó að geta, að núverandi stjórn liugs- ar sér að leggja ekki rn°ira í kostnað í þessu efni en hún sér sér minst fært, enda ekki likur til, að Alþingi mundi láta ann- að óátalið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.