Vísir - 05.03.1933, Blaðsíða 3
VISIH
Hinar einstöku gr. gefa til-
efni til eftirfarandi athuga-
semda:
Um 1. gr. Vísast til hinna al-
mennu athugasemda.
Um 2. gr. Hér er ekki áslæða
til að láta annars getið en þess,
að með því að vel getur liugs- ;
ast, að samkomulag verði um
það, að ríkislögreglan leysi af
hendi einhver störf, sem bæjar-
lögreglan ætti aö rétiu lagi aó
inna af hendi, t. d. tollverðir,
sem í réttu lagi eru ríkislög-
regla, gæti reglu við höfnina eða
hafi eftirlit með sóttvarnarlög-
gjöf, þá þarf ákvæði um skift-
ingu kostnaðarins, en gert er
ráð fyrir, að um þetta verði
samkomulag, sem báðum aðilj-
nm getur verið hagur að.
Um i>. gr. Pao ieioir af sjálfu
sér, að hlutverk rikislögregl-
unnar er að halda uppi lögum
og reglu í þjóðfélaginu. um
þetta er tæpast unt aó deila. Aft-
ur á móti hafa komið fram
raddir um þao, aó noKKur liæcta
væri á því, að ríkislögreglan
yrði notuð til að kúga verka-
menn í vinnudeilum. Á þessu
á þó ekki að vera meiri hætta
hér, en í öðrum löndum. En til
þess að fyrirbyggja slíkan ótta,
eru tekin upp ákvæði í gr. þessa,
sem sýna, að tilgangur lögregl-
unnar er all> ekia þessi, heidur
þvert á móti. Hitt er auðvitað,
að meðan kaupdeilur standa yf-
ir, geta lög verið brotin og friði
spilt, og i aó leiöir af sjálfu sér,
að þeir, sem vilja nota slík tæki-
færi til lögbrota, geta ekki og
mega ekki geta skotið sér und-
ir, að kaupdeila sé. Aðalatriðið
er, að kaupdeilur verða að
ganga sinn gang, en þær mega
ekki skapa þeim, sem vilja
hrjóta landslög, vemd til þess
að koma vilja sinum fram.
Um 4. gr. Rikislögreglumenn
eru starf inenn rikinns oy eiqa
kröfu á sömu vernd og embætt-
ismenn og sýslunarmenn. Auk
þess er rétt að tryggja þeim bæt-
ur fyrir slysum og skaða. Slík-
ar bætur verður ríkið að inna
af hendi, þegar ekki eru aðrir,
sem eru bótaskyldir, en um það
fer eftir almennum regtuni
Um 5. gr. Hér er um að ræða
almenna heimild, sem ekki gef-
ur tilefni til atliugasemda.
Um 6. gr. Þarfnast ekki skýr-
ánga.
Eftir atvikum þótti rétt að
birta þetta frumvarp ríkis-
stjórnarinnar í heild, svo og
greinargerð þá, sem fylgir því.
Reynslan er búin að sýna, að
þörf er aukinnar löggæslu í
landinu. Atburðirnir þ. 9. nóv.
f. á. tóku af allan vafa um, að
eigi yrði komist hjá því, að setja
á stofn varalögreglu eða rikis-
Eögreglu, til aðstoðar lögreglu-
liði hæjarins, ef til upþþots eða
æsinga kemur, sem það getur
ckki haft hemil á. En það varð
eigi eingöngu, að atburðirnir þ.
9. nóv. f. á. sannfærði allan al-
menning um nauðsyn varalög-
reglu, þeir sannfærðu valdhaf-
ana um skyldur þeirra til þess
að halda uppi lögum og öryggi
i landinu, enda hefir varalög-
regla verið til taks frá því í
haust, er hinir eftirminnilegu
atburðir aerðust, er æstur lýður
misþyrmdi hroðalega lögreglu
bæjarins, eftir að hafa gert
mishepnaða tilraun til þess að
kúcra bæjarfulltrúana. Frum-
varp það, sem hér um ræðir, er
sönnun þess, að ríkisstjórnin
viðurkennir þörfina á, að hér
sé ávalt til vara- eða rikislög-
reala, ef bæjarlögreglan getur
ekki haldið æsinga- og uppreist-
armönnum í skefjum. Eins og
frv. ber með sér, er i ráði að
leggja eigi nema í sem allra
minst útgjöld, til þessara mála,
en vitanlega verður ríkisstjórn-
inni að heimilast, að verja eins
miklu fé og nauðsyn krefur, til
þess að halda uppi lögum og
örvggi, enda er þetta beinlínis
tekið fram í lögunum. Kostnað-
urinn af rikislögreglunni verð-
ur því ekki ýkja mikill, nema
þegar æsinga- og öfgamenn
vaða uppi, og gera þarf sérstak-
ar ráðstafanir til verndar frið-
inum.
í frv. eru ákvæði um það,
að ríkislögregluna megi ekki
nota í kaupdeilum (löglegum),
en vitanlega mun það ákvæði
lítils virði í augum allra þeirra
manna ,sem stofna til ólöglegra
kaupdeilna, en allur almenning-
ur veit vel, að ákvæðið um, að
nota rikislögregluna ekki í
kaupdeilum, er sett í frumv. í
þeim eina tilgangi, að það megi
koma fram, svo ótvirætt sé i
lögunum, að þeim er ekki beint
gegn neinni einni stétt manna
í þjóðfélaginu eða fleirum, held-
ur sett með bagsmuni allrar
þjóðarinnar fyrir augum.
Loks er þess að geta, að frv.
opnar leið til þess, að nota rik-
islögregluna við störf á verk-
sviði bæjarfélagsins. Mundi þá
nokkur hluti kostnaðarins af
starfi ríkislögreglumanna greið-
ast úr bæjarsjóði. I þessu sam-
bandi mætti skjóta því fram, að
vafalaust er aukins lögreglu-
eftirlits hörf hér við höfnina, á
! meðan hún er eigi afgirt, eins
i og í ráði mun að gera síðar,
og mætti ef til vill nota rikis-
lögregluna að einhverju leyti til
aðstoðar við slik eftirlitsstörf.
Þörf á rikislögreglu hefir gert
vart við sig hér oftar en þ. 9.
nóv. f. á. og þessi þörf hefir
orðið þvi augliósari, sem lengra
befi'r liðið. Nú er svo komið, að
jafnvel bændur landsins eru vf-
jrleitt samþvkkir stofnun ríkis-
lögreglu og vilja þeir þó.
láta spara sem mest, nú sem
oftar, en sjá, að til aukinnar
lögíTæelu verður að verja fé eft-
ir þörfum. Þeir, sem enn eru
mótfallnir rikislögreglunni, eru
bvltingamennirnir í þjóðfélag-
inu.
100 F 3 = 114368 =
Dánarfregn.
1 janúarmánuði andaðist i
Seattle, Bandarikjum, frú Jen-
ny Þóra Frazier (fædd Jóns-
dóttir), liðlega þrítug, eftir
langvarandi dvöl á sjúkrahúsi.
Hún var fædd í Reykjavík og
fór um tvítugsaldur vestur um
haf. (FB.).
riskafli
er nú sagður góður, þar sem til
spyrst, en gæftir slæmar.
Leikhúsið.
í dag sýnir Leikfélag Reykjavík-
ur tvö skemtileg leikrit og bœði í
síðasta sinn: Kl. 3 „Æfintýri á
gönguför" og kl. 8 „Karlinn í
kassanum". — Þess þarf naumast
að geta, að bæSi hafa leikrit þessi
notiS mjög mikilla vinsælda meSal
almennings hér og annarsstaSar, þar
sem þau hafa veriS sýnd. — AS-
göngumiSar hafa veriS lækkaSir í
verSi, og fást þeir í ISnó í dag eft-
ir kl. I, aS báSum sýningunum.
Þórarinn Jónsson, tónskáld.
Þýski fiðluleikarinn Mark
Wollner lék tónverk eftir Þór-
arinn Jónsson tónskáld, sem
dvelur í Berhn við nám og tón-
lagasmíði, á liljómleikum í
New York s. 1. haust. Luku
amerísk blöð, t. d. „Musical
Americá* lofsorði á verk Þór-
arins. Hefir hann, sem kunnugt
er, átt við rnikla érfiðleika að
striða á listabraut sinni, en
hæfileikar hans hinsvegar taldir
alveg vafalausir. -
Dr. phil. Björg C. .Þorláksson
flytur erindi í Nýja Bíó kl. 3
í dag, um sálrœna samúð. — Dr.
Björg er frábær gáfukona og ágæt-
ur fyrirlesari. Munu margir vilja
hlýða á erindi hennar.
iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiim
Dðmn- I
gúmmikápnr |
f iöldi tegunda, nýkomnar i gg
stóru og fiölbreyttu úrvali. 5
Smekklegir litir.
Falleg snið. S
GETSIR.I
!!glIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIfiIlliailll!llllllllllllllll8BISEIEI8IEIIIIIIIIBIIHI8111lilll
Um Franz Schubert
flytur Helgi Hallgrímsson erindi
í Gamla Bíó í dag. Þeir, sem tón-
ment unna, ættu að fjölmenna á
fyrirlesturinn. Kennurum og nem-
endum tónlistarskólans er boðið á
fyrirlesturinn.
Gefum 2fl"i, afslátt í vikn.
Að eins fyrirliggjandi nýjar úrvalsvörur. Notið tækifær-
ið til þess að fá yður fallegan skerm eða lampa fyrir lítið verð.
Á veiðar
fóru í gær Hilmir og Baldur.
Höfnin.
Skermabúðin
Laugaveg 15.
Enskap húfur,
stórt og fallegt úrval nýkomið.
Oeysir.
Spænski botnvörpungurinn Eu-
skalerria kom inn í gær með brotna
vindu. — Frakkneskur botnvörp-
ungur kom einnig inn með brotna
vindu. Nokkrir vélbátar frá Sand-
gerði komu hingað í gær, allir með
góðan afla.
Næturlæknir
er í nótt Halldór Stefánsson.
Sumargjöf.
Til eflingar bamavinfél. Sumar-
gjöf hafa nokkrar konur komið upp
saumaklúltb, sem kemur saman kl.
4 á mánudögum í Austurbæjarskól-
anum, til þess að sauma smábarna-
föt. Þær óska þess eindregið, að
einhverjar konur verði til þe§s, að
koma þangað og styrkja þetta á-
gæta fyrirtæki. 5".
Heilagt ár — 1933
nefnist erindi, er síra Sigurður
Einarsson flytur í K. R.-húsinu í
dag kl. 4 e. m. Munu erindi S. E.
jafnan fjölsótt, því að hann er
skörulegur ræðumaður. Húsrúm er
þarna nokkuð takmarkað, og viss-
ast að tryggja sér aðgöngumiða í
Areiðanlegup
madui*
óskar eftir atvinnu, bifreiða-
akstri (meira próf), innheimtu
eða við skriftir. Góð meðmælL
A. v. á.
Um glaukomblindu
(leiðbeiningar fyrir almenn-
ing) heitir bæklingur einn, sem
Helgi augnlæknir Skúlason á
Akureyri hefir tekið saman og
gefið út. Hefir hann leitast við,
að haga framsetningu efnisins
þannig, „að hver meðalgreindur
leikmaður, með barnaskóla-
þekkingu á mannlegum líkama,
geti haft þess full not“. — Hér
á landi er mjög mikið um glau-
komblindu, að því er læknir nn
segir. — „Island er að tiltölu
við fólksfjölda eitt af verstu
glaukombælunum í víðri ver-
öld, að minsta kosti af'menn-
ingarlöndunum. í Norðurálfu
komast engin hinna landanna í
hálfkvisti við það í þessu tilliti,
en næst mun ganga Noregur og
Færeyjar.“ — Hér á landi er
einn maður blindur af hverjum
296 íbúum og er það miklu
meira en dæmi þekkiast til í ná-
lægum löndum. — 1 Noregi er
einn maður blindur af hverjum
990, í Danmörku einn af 2222,
Englandi af 1370 o. s. frv.,
að því er höf telur. — „Af fólki
innan við sextugt, eru að eins 23
blindir hér á landi og mun það
vera minna að tiltölu, en nokk-
ursstaðar annarsstaðar i álf-
unni. En af sextugu fólki og þar
yfir, er hér einn karlmaður
blindur af hverjum 23 og ein
kona af hverjum 54.“ — AI-
menningur ætti að kaupa kver-
ið og kynna sér efni þess, því
að þar eru ýmsar ráðleggingar
um meðferð augnanna og
verndun sjónarinnar.
tíma. K. B.
Bethanía.
Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 8ýí.
Mikill söngur og hljóðíærasláttur.
Stud. theol. Valgeir Skagfjörð tal-
ar. Allir velkomnir. — Smámeyja-
deildin hefir fund kl. 3)4 e. h. All-
ar smámeyjar velkomnar.
Sjómannastofan.
Samkoma í Varðarhúsinu í dag
kl. 6. Stud. theol. Þorsteinn Jóns-
son talar. Allir velkomnir.
Barnaguðsþjónusta
á Elliheimilinu kl. i)4 í dag. öll
börn velkomin.
Hið íslenska kvenfélag
heldur aðalfund sinn annað kveld
kl. 8 i K. R.-húsinu, uppi.
Tilmæli.
Maður utan af landi, sem
lcom snögga ferð hingað suður
á land í vetur, til fundar við
ættingja sína, varð fvrir þvi
óhappi, að leggjast veikur hér
og varð að fara á spitala; liefir
hann verið þar síðan snemma i
janúar, en er nú á batavegi og
býst við að geta komist heim
til sin seint í þessum mánuði,
ef ástæður Ieyfðu. En sökum
þess, að það er mikill munur
á þvi að vera hér á Suðurlandi
á vertíðinni, við atvinnu, eða
liggja veikur, þá er þvi nú
þannig háttað með mann þenn-
an, að hann vantar fyrir far-
gialdinu, og ef vera kvnni ern-
hverju smávegis, til að gleðja
bömin með, þegar heim kemur.
Viljum við því góðfúslega biðja
góða menn að hlaupa undir
bagga með manni þessuni og
rétta honum hjálparhönd í von
um að gefendunum launist síðar
af þeim, er launar fyrir smæl-
ingjana. Dagblaðið Vísir hefir
lofað að taka á móti því, sem
góðir menn kynnu að vilja láta
af hendi rakna, og koma þvi til
skila.
Kunningjar.
Útvarpið.
10.40 Veðurfregnir.
11,00 Messa í dómkirkjunni.
(Síra Bjarni Jónsson).
13,20 Fyrirlestur Búnaðarféi.
Islands.
15.30 Miðdegisútvarp. Erindi:
Um sendibréf (Pétur G.
Guðmundsson).
Tónleikar.
18,45 Barnatími: (Gunnar
Magnússon).
19.30 Veðurfregnir.
19.40 Grammófónsöngur.
Puccini: Lög úr óp.
„A'ida“. La fatal pietra.
O, terra! Addio (Johanna
Gadski & Caruso). 2.
finale (Kvartet & kór).
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Erindi. (Guðmundur
Friðjónsson).
21,00 Grammófóntónleikar.
Beethoven: Symphonia
nr. 7.
Þ Danslög til kl. 24.