Vísir - 17.03.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 17.03.1933, Blaðsíða 2
V l s l B M g Olsem Meildsölubirgðir: KAllTÖFLUR, íslenskar o g útlendar. — Laukur. Sími: Einn - tveir - jirír - fjdrir. imskeyt Washington, 17. mars. Umted Press. - FB. öldungadeild þjóðþingsins vill leyfa framleiðslu og sölu á bjór og léttum vínum. öldungadeild þjóðþingsins hefir samþykt frumvarpið um framleiðslu óg sölu á öli með þeirri breytingu, að vinanda- magnið er ákveðið 3,05% í stað 3,02%, og að einnig verður leyft að framleiða og selja létt vín. Fer nú frumvarpið aftur til fulltrúadeildarinnar vegna þess- ara breytinga. Berlín, 17. mars. United Press. - FB. Ríkisbankinn þýski. Lnther fer frá, en Schacht tekur við. Luther hefir sagt af sér störf- um sem aðalbankastjóri Rikis- bankans. Schacht tekur við störfum hans. — Talið er að Luther hafi farið frá vegna þess að hann er mótfallinn áformum stjórnarinnar um að verja tveimur miljörðum marka til atvinnubóta og vildi eigi fallast á, að Ríkisbankinn styddi þessi áform. Víst er, að Hitler ræddi hvað eftir annað við Luther um þessi áform ríkisstjórnarinnar. Genf, 16. mars. United Press. FB. Afvopnunarmálin. Ramsey MacDonald hefir lialdið ræðu á afvopnunarráð- stefnunni og gert grein fyrir afvopnunartillögum bresku rík- isstjórnarinnar, cn þær eru í höfuðatriðum þessar: Ákveðið verði, að næstu 5 ár verði dreg- ið úr vígbúnaði að vissu marki og jafnframt gerðar ráðstafanir til þess, að dregið verði frekara úr vígbúnaði, þegar þessu tíma- bili er lokið, en loks að alþjóða- eftirliti verði komið á með víg- búnaði þjóðanna o. s. frv. Á ráðstefnunni hefir komið fram nefndartillaga þess efnis, að frestað verði smíði allra stórra herskipa til ársins 1935 fyrst um sinn, takmörkuð verði framleiðsla lireyfanlegra fall- byssna, sem ætlaðar eru til notkunar i landhernaði, tak- mörkuð verði framleiðsla skrið- dreka (tanks), dregið verði úr herafla þjóðanna á meginland- inu um einn þriðja, baiinað verði að varpa sprengium úr loftskipum og flugvélum á borgir og loks, að eftirtöldum ríkjum verði leyft að hafá 500 flugvélar hverju: Bretlandi, Frakklandi, Bandarjkjunum, Japan, Italíu og Rússlandi. Akron, Ohio i mars. ■ United Press. - FB. Loftskipið „Macon“. í>. 10. þ. m. verður loftskipið' „Macon“, systurskin „Akron“, látið hefia revnsluferðir, en þvi naést fer löftskioið til Kaliforn- íu, og tekur þátt i sameiginjeg- um lierskipa, flugvéla og loft- skipaæfingum, er þar eiga fram að fara. — Loftskipið er nefnt eftir borginni Macon i Georgia- ríki. Hraði þess er 72.8 hnútar á klst. í loftskipinu eru fimm llugvélar, sem geta lagt upp í flugferðir frá loftskipinu og „lent“ á þvi á flugi. — ,.Ma- con“ er úlbúið með fjölda mörgum vélbyssum. Skipið hef- ir vanalcga 48 manna áhöfn, þar af 10 yfirforingjar, en í ófriði 77, auk 12 yfirforingja. „Macon“ er — eins og Akron — um það bil helmingi stærra en „Graf Zeppelin“, sem er 776 ensk fet á lengd. „Macon“ er 785 fet á lengd. Gasmagn Graf Zcþéplin er 3,700,000 kúbíkfet, en „Macon“ 6,500,000. — „Ma- con“ hefir átta mótora, en „Graf Zeppelin,‘ fimm. Frá Alþingi i gæ r. Efri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá. Frv. um útflutning hrossa var afgreitt til neðri deildar. Frv. um leiðsögu skipa var einnig umræðulaust afgreitt til neðri deildar. Frv. til tjósmæðralaga var, samkvæmt tillögu allsherjar- nefndar, samþykt óbreytt til 3. umr. Nokkrar umræður urðu þó um málið, og fóru þær helst í þá átt, að athugandi væri, hvort sýslusjóðum væri fært að greiða sinn hluta ljós- mæðralauna. Frv. um laun embættismanna (Kristneslæknir) var til 1. umr. og var því visað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Frv. um heimild til að veita lán úr Bjargráðasjóði (til kornforðakaupa), sem flutt var í neðri deild af þm. Skag- firðinga, var vísað til 2. umr. og nefndar, eftir að dóms- málaráðherra hafði mælt með því. Neðri deild. Þar voru 6 mál á dagskrá. 1. Frv. til 1. um breyt. á 1. um bann gegn dragnótaveiðum í landhelgi, 3. umr. Var tekið út af dágskrá. ' Þá var tekið fyrir. 3. Frv. til I. um breyt. á 1. um byggingarsamvinnufélög, frh. 2. umr. — Frumvarpið var eft- ir litlar umræður samþykt, að undantekirini 4. gr. þess, sem var feld með 11 : 11 atkv., og var því síðan visað til 3. umr. með 20 shlj. atkv. Næst var tekið fyrir: 2. Frv. til 1. um bann við því, að bankar eða aðrar lánsstofn- anir greiði hærri vöxtu af inn- stæðufé en Landsbanki íslands ákveður, 1. umr. Forsætisráðh. mælti með frv og var því um- ræðulaust að kalla vÞað til 2. umr. og fjárhagsnefndar, með 19 shlj. atkv. 4. Frv. til I. u<m viðauka við sigiingalög, 1. umræða. Flm. (Héðinn V.) lagði til, að mál- inu yrði vísað til 2. umr. og var það gert með 17 shlj. atkv., og til sjávarútvegsnefndar með 17 shlj. atkv. 5. Frv. til 1. um hafnargerð í Húsavík. (Flm. Ing. Bj.). Flutningsmaður mælti með frv. og sýndi fram á, hversu nauðsynlegt væri, að gera hafn- arbætur í Húsavík, þar sem útgerð væri þar allmikil og skipakomur tíðar, cn höfnin svo slæm, að ekki væri hægt að afgreiða skip þar, nema í allra bestu veðrum. Málinu var um- ræðulaust að öðru leyti vísað til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar. 6. Frv. til 1. um aðflutnings- gjald af fiski og síld, 1. umr. (Flm. Guðbr. ísb.). — Flm. fylgdi frv. úr lilaði og var því svo vísað til 2. umr. og sjávar- útvegsnefndar. 1. gr. frv. er á þessa leið: Af öllum fiski, nýjum og söltuðum, og allri síld, nýrri, freðinni eða kældri og saltaðri, sem veidd er af erlendum skip- um og sett á land á íslandi, eða flutt til landsins á millilanda- skipum, skal greiða aðflutn- inasgjald í ríkissjóð, sem liér segir: Af fiski, nýjum og söltuðum, 3 kr. af 100 kg. Af nýsíld til bræðslu 2 kr. af 150 kg. Af ný- síld til söltunar 3 kr. af 100 kg. Af beitusíld, freðinni eða kældri 10 kr. af 100 kg. Af salt- síld í tunnum 5 kr. af tunnu. Greinargerð. Eins og fiskiveiðalöggjöfin nú er skilin og framkvæmd, geta erlend fiskiskip selt afla sinn hér á landi, þó að nokk- urar hömlur séu á það lagð- ar. En þar sem það er afar takmarkað síldarmagn, sem markaðurinn þolir árlega, og Is- lendingar hinsvegar hafa nægan skma~*ál til að afla allrar þeirr- ar síldar, sem seljanleg er héð- an, og þó meira væri, er sala erlendu veiðiskipanna þeim til mikils tjóns. Enn þá verra er þó hitt, að þar sem það verður aldrei fyrirfram vitað, hve mikið erlend skip kunna að selja í land af síld, er eigi unt fyrir íslenska útgerðarmenn að hafa samtök um söltunina, þannig að örugt sé, að eigi verði saltað of mikið fyrir markað- inn. Er af þessu nauðsynlegt að leggja nokkurar frekari hömlur á en gert hefir verið, að veiði er- lendra skipa verði sett hér á land. Er í þessu frumvarpi þó eigi lengra gengið en aðrar þjóðir gera gagnvart oss, til dæmis Englendingar, að því er innflutning nýs fiskjar snertir. Utan af landi. Isafirði, 16. mars. — FB. Druknun. Maður druknaði í lendingu í Hn fsdal i fyrradag. Var hann að koma úr vélbát á höfninni einn á báti. Hvolfdi bátnum í lendingu. Maðurinn náðist, en varð eigi l'fgaður. Hann hét Gísli Vilhiálmsson, úr Ólafs- firði, kvæntur. Góður afli þegar á sjó géfur, en að undanförnu liefir verið gæftalítið. 9* Nopwtlk æ bifreidagúmmí, 32x6, fyrirliggjandi. Þórður Sveinsson & Co. Anton Cermak. Fyrir eigi löngu síðan var Chicago talin eitthvert mesta glæpabæli • jarðar. Skipulags- bundnir bófaflokkar liöfðu borgarbúa á valdi sínu og kúguðu þá, kaupsýslumenn og jafnvel verkalýðsfélög, til und- irgefni. Menn urðu að greiða bófunum stórfé fyrir „vernd“, en bófaflokkarnir áttu í inn- byrðis erjum og börðust oft og einatt, á stundum með vélbyss- um, á götum borgarinnar. Milli bófanna annars vegar og borgarstjórnarinnar, lögregl- unnar og dómstólanna hins vegar var oft betra samkomu- lag en ætla mætti. Bófaáhrif- anna gætti á „hærri stöðum“ og samviskulausir stjórnmála- menn og embættismenn rök- uðu saman stórfé. Höfuðjarl hinna spiltu stjórnmála- og embættismanna var Thomp- son borgarstjóri, oftast kallað- ur Big BiII. Undir verndar- hendi hans jókst spillingin i Cliicago stöðugt. Loks kom svo, að heiðvirðir og góðir borgarar sameinuðust um rétt- an mann til þess að hnekkja veldi Big Bills og málaliðs lians. Þessi maður var Anton Cermak, af fátæku fólki í Bæ- heimi kominn, og fæddur þar í landi, en hafði brotið sér veg til efna og álits vestra, en þangað fluttist hann með fjöl- skyldu sinni á unga aldri. Cer- mak setti sér það markmið, að vera búinn að hreinsa svo til í Chicago, að í vor yrði það al- ment viðurkent, að Cliicago væri i öllu fyrirmyndar borg. En í vor verður sýning mikil haldin í Chicago og flykkist þangað þá mikill fjöldi manna úr öllum löndum lieims. Cer- mak auðnaðist ekki að vinna fullnaðarsigur í baráttu sinni. Hann varð fyrir skoti, sem ætl- að var Franklin Roosevelt, nú forseta Bandarikjanna, og varð sárið Cermak að bana, þá er hann alllanga lirið hafði barisl djarflega við dauðann. En liann var búinn að vinna marga og glæsilega sigra í bar- áttu sinni á skömmu tíma. Á- standið í Chieago hafði breyst svo mjög til batnaðar, að það var talið mun betra en í nokk- urri annari borg, sem sam- bærileg er stærðar vegna. Saga Bandaríkjanna mun ávalt geyma nafn Cermaks fyrir það, að hann af tilviljun lét líf sitt fyrir mann, sem var í þann veginn að takast á hendur virðingarmesla og ábyrgðar- mesta starfið í landinu, en meðal allra Bandaríkjamanna og annara þjóða, verður nafn hans enn frekará í heiðri haft fyrir það, að hánn var merk- isberi þeirrar fylkingar með þjóðunum, sem vinnur að þvi, að uppræta alvarlegustu mein- semdina í lífi þeirra, stjórn- málaápilliriguna, sém leiðir af sér spillingu á nærri ölluna sviðum, og sem livergi verður upprætt, hvorki í Bandarikj- unuin eða á íslandi, nema fyr- ir störf manna, sem vinna ó- trauðlega og djarflega í sama anda og innflytjendadrengur- inn frá Bæheimi, er gat sér þann orðstír, sem að framan getur. „Nesjamenska og stigameaska*: Guðm. skáld Friðjónsson flutti erindi í Nýja Bíó (12. þ- m.), er hann nefndi „nesja- mensku og stigamensku“. Tilefnið var það, að síra Sig- urður Einarsson hafði ráðist á G. F. í grein, sem birt var í einu af ritum kommúnista. Rit- gerð S. E. var ekki óliolega saman tekin, en uppistaða og ívaf öfgar og vitleysa, svo sem vænta mátti. Hugðu sumir, að S. E. ræki erindi Tíma-komm- únista, því að þeir hafa lagt mikið liatnr á Guðm. skáld Friðjónsson árum saman, því að hann hefir ekki viliað h'ta við skoðanarush þeirra. Hafði Tím- inn gert sér vonir um, að G F. mundi slást í fylgd með öfga- mönnunum, en er það brast, tók hann sig til og „dæmdi“ af Guðmundi alla skáldgáfu, en hafði skömmu áður borið á hann mikið og verðugt lof fyr- ir glæsileik í lióði. — En svo „misti hann gáfuna“ á einni nóttu, er fullreynt þótti. að liann yrði ekki flekaður til fylg- is við skoðanir Tíma-kommún- ista. — ■ Það er af erindi G. F. að segja, því er áður var nefnt, að það var hið merkilegasta að efni til og margþætt. — M. a. tætti ræðumaður í sundur blekkingavef S. E., svo að þar var ekki heil brú eftir. Hitnaði Sigurði mjög, þar sem liami sat undir lestrinum, en að siðustu gerðist hann svo varistiUnr, ai hann óð upp á ræðupallinn og kvaðst ekki mundu taka þess- ari meðferð með þögn og þolin- mæði. Mér liefir skilist, að G. F. liafi ekki getað lokið við flutn- ing erindis síns, sakir þess, að tíminn var of naumur. Guðm. hafði leigt fundarsalinn ákveð- inn tima og hann er svo vand- aður maður og sanngjarn, að hann kaus heldur að fella nið- ur nokkurn hluta erindis sins, en að nota húsið í óleyfi. — En slcora vil eg á hann, að flvtia erindi sitt öðru sinni og hafa þá ráð á rrægum tima, svo að áheyrendur fái notið erindisins í heilu lagi. Það er íhugunar- vert á marga lurid og prýðilega samið og á vissulega erindi til miklu fleiri manna, en á það hlýddu i Nýia Bió. Eg geri það af ásettu ráði,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.