Vísir - 17.03.1933, Side 3

Vísir - 17.03.1933, Side 3
v í s f R að rekja ekki efni erindisinfe. Eg vil, að sem flestir heyri það af vörum skáldsins. Áheyrandi. Yeðrið í morgun. Frost um land alt. í Reykja- vík 3 stig, ísafirði 3, Akureyri 4, Seyðisfirði 3, Vestmanna- eyjum 3, Grímsey 6, Stykkis- hólmi 5, Blönduósi 5, Raufar- höfn 4, Hólum í Hornafirði 4, Grindavík 5, Julianehaab -—7, Færeyjum -f-2, Jan Mayen —7 ng Angmagsalik —10 st. Skeyti vantar frá Hjaltlandi og Tyne- mouth. Mestur hiti hér í gær — 0 stig, minstur — 5. Sólskin i gær 10,6 stundir. — Yfirlit: Djúp lægð um Bretlandseyjar, á hreyfingu austur eftír. Hæð yfir Grænlandi. - Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: Stinningskaldi á norðaustan. Bjartviðri. Vest- firðir, Norðurland, norðaust- urland, Austfirðir: Norðaust- ,an átt. Sumstaðar allhvass. Éljagangur. Suðausturland: Alllivass á norðaustan. Bjart- viðri. TFrú Guðríður Þórðardóttir, Fjölnisvegi 9, á 50 ára afmæli í dag. Sendiherrafregn. Bæjarstjómarkosningum í Dan- mörku er nú lokið, og hefir fylgi vinstrimanna hrakað, en annara flökka aukist. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á Ieið hingað til lands. Goðafoss er i Hamborg. Detlifoss var á ísafirði í niorg- an. Selfoss er i Hull. Lagarfoss var á Önundarfirði í morgun. Væntanlegur hingað á morgun. Brúarfoss fer í kveld vestur og norður. G.s. ísland fór frá Færeyjum áleiðis hingað kl. 3% í nótt. Af veiðum hafa koniið Gulltoppur með 63, Ólafur nie'5 60, Arinbjörn hersir með 76 og Geysir með 60 tn. lifrar. E.s. Suðurland kom frá Borgarnesi í dag. með norðan og vestanpóst. Þjófurinn sem sofnaði! í Alþýðublaðinu í gær er það vítt mjög, að í1 ræðu, sem síra Frið- rik Hallgrimsson flutti í útvarpið nýlega, hafi hann talað m. a. um „ljúgvotta á stjórnmálasviðinu". — „Hver er að tala um mig?“ sagði þjófurinn, sem sofnaði i kirkjunni. Aðalfundi Iðnaðannannaíélags Reykjavíkur var lokið i gærkvekli. Sú breyting var gerð á lögum félagsins, að 2 mönnum var, bætt við í stjórnina, svo að nú skipa hana 5 menn í stað 3 áður. Formaður, Ársæll Árna- son, og gjaldkeri, Ragnar, Þórar- insson, sátu kyrrir í stjórninni, en ritarinn, Guðm. Þorláksson, átti að ganga úr henni, en var endurkos- inn. Þeir Jón Halldórsson og Þorl. Gunnarsson voru kosnir sem með- stjórnendur. — Mörg mál, er srterta félagið og iðnaðarstéttina í heild, voru rædd á fundinum, og sum af miklu fjöri. Fundurinn stóð i tvö kveld, alls i nær 7 klukku- stundir, og var vel sóttur, enda fer áhtigi iðnaðarmanna fyrir málum stcttarinnar sívaxandi. Árshátíð Félags járniðnaðarmanna 1 verður haldin i Iðnó annað kveld og hefst kl. 8y2. Þar verð- ur sýnt leikrit, sungnar gaman- vísur, skemt með hljóðfæra- slætti og upplestri og dansi. Aðgm. verða seldir i Iðnó í dag og á morgun kl. 5—8 síðd. Dr. Max Keil flytur fyrirlestur um „Bild- ung und Volksbildung“ i kveld kl. 8 i Háskólanum. ÖUum heimill aðgangur. A kosínað Sigui*ðar. Alþýðublaðið í gær lætur svo um mælt, að menn hafi skemt sér „tvímælalaust best við til- vitnanir Guðm. (Friðjónsson- ar) í grein Sigurðar Einarsson- ar“. Eg var meðal áheyrenda á fyrirlestri G. F. og get um það borið, að þeir, sem „skemtu sér“ við nefndar tilvitnanir, gerðu það áreiðanlega á „kostn- að“ Sigurðar. Kunningjar S. E. voru móurlútir, meðan G. F. fór með „tilvitnanir“ þessar og var auðséð, að jxeim mundi liða • illa. Hitt er satt, að andstæðing- ar S. E. voru með nokkuru gleðibragði, er Guðmundur lét hann ,Jiafa orðið“. X. Farsóttir og manndauði í Reykjavík, vikuna 5.—11. mars (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 37 (53). Kvefsótt 9þ (145). Kvef- lungnabólga 2 (15). Blóðsótt 0 (1). Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 18 (10). Inflúensa 269 (142). Tak- sótt 3 (1). Hlaupabóla 0 (2). Þrimlasótt 2 (0). Munnangur 2 (1). Mannslát 9 (9). — Land- læknisskrifstofan. (FB). Nýja Bíó sýnir í síðasta sinn í kveld kvikmyndina „Hamingjusamir elskendur“, sem Georg Alex- ander og Magda Schneider leika aðalhlutverk í. Kvikmynd- in er sýnd við góða aðsókn, enda skemtileg. Y. Gamla Bíó sýnir kvikmyndina „Eigin- konan frá fjölleikahúsinu“. Er það amerísk talmynd, gerð samkvæmt skáldsögu eftir G. Morris. Aðalhlutverk eru vel 1 leikin af Ruth Chatterton og Clive Brook. X. í. R. f Æfingar falla niður í dag og á morgun, vegna veikinda kennarans. Guðspekifélagið. Fundur í Reykjavíkurstúk- unni i kveld kl. 8% á venjuleg- um stað. Ungfrú Hólmlriour Árnadóttir flytur erindi. Gestir velkomnir. Áheit á barnaheimilið Vorblómið (Happakrossinn): 10 kr. gamalt áheit frá S.i nýtyjP kr. og 8 kr. 4. febr., 10 kr. frá Sv. j. Með þökkum móttekið. Þ. S. Gengið i dag. Siorlingspund . .. .\ . kr. 22.15 Dollar .............. — 6.411/2 100' ríkismörk ........ — 153.65 — frakkri. fr. .... — 25.39 — belgur ........... — 90.09 — svissn. fr. ..... — 124.90 — lírur ............ — 33.23 — pesetar .......... — 54.83 — gvllini .......... — 259.86 —- tékkósl. kr.....— 19.28 -— sænskar kr. — 117.26 — norskar kr. .... -— 113.61 — dnnskar kr. .... —- 100.00 Gullverð, islenskrar krónu er nú 58.17. Til ferdaiaga og heimanotkunar: TÁMALIT bollapör, diskar, bikarar, hitaflöskur og fleira. Sportvöruhús Reykjavíkur. Bankastræti 11. Útvarpið. 10,00 Veðurfregnir. 10,12 Skólaútvarp. (Hallgrím- ur Jónsson). 12,15 Hádegisiitvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Veðurfregnir. — Lesin dagskrá næstu viku. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöldvaka. Tannavernd og biómyndir. Tannlæknar leggja mikla á- herslu á jiað, að fólk komi í tíma til aðgerða, áður en icnn- umar verða of eyðilagðar, ef von á að vera um, að varðveita jxær og halda jxeim alla æfi. — Á þessu byggist það, að tann- læknar hafa hrundið af stað í menningarlöndunum svo lcall- aðri skólatannlækninga-lxreyf- ingu. — Skólatannlækningar miða að því tvennu, að lækna og viðl alda tönnum i börnum og unglingum og fræða æsku- lýðinn um tannavernd og nauð- syn tann- og munnhirðingar. Nú tiðkast það mjög, að nota kvikmyndir í ýmsu fræðslu- starfi og virðist jiað hafa gef- ist vel. Þessi aðferð hefir einn- ig verið tekin til hjálpar í út- breiðslu þekkingar á nauðsyn- inni á hirðingu tannanna og tannlækningum. Tannlæknar viðs vegar um heim hafa gengist fyrir þvi, að fræðandi kvikmyndir um þessi efni hafa verið gerðar og sýnd- ar þar, sem hægt er að koma því við. Tannlæknafélagið hér hefir útvegað hingað að láni, hjá tannlæknafélaginu í Danmöil«Sfo tvær tannkvikmyndii-, aðallp*'% til þess, að sýna þær skólafólki, bæði hér i Reykjavík og á Ak- ureyri og í Vestmannaeyjum. Þessar kvikmyndir hefir Nýja Bió góðfúslega tekið áð sér að sýna bráðlega. Hér er ekki staður til að ræða það með ná- kvæmni, hvað af tannveikinni getur leitt fyrir hinn uppvax- andi lýð. En að eins má benda á það, að tannlæknar kvarta oft undan jxví, að fólk hirði of lít- ið um tennur sínar hér og kem- ur venjulega of seint til tann- læknis. Unglingar og æskumenn ættu að gera sér að reglu.að fara til eftirlits til lannlæknis sið minsta kosti tvisvar á ári. Fólk á ekki að bíða eftir kvölunum eða að tennurnar etist í sundur. í öðrum menningarlöndum er jxað talið jafn sjálfsagt, að hafa vel birtar tennur, eins og það er sjálfsagt að þvo sér. Þar er l’ka orðin almenn venja, að fólk lætur liafa reglubundið eftirlit með tönnum sínum. Alt á sama stad. Fjaðrir í flesta bíla. AUoy stál. U. S. L. rafgeymar, margar stærðir. Rafkerti. Kertaþræðir. Platínur. Coil. Condenser. Timken rúllulegur, og Kúlulegur í aUa bila. — BrettaUstar. Gúmmimottur á gangbretti og gólf. Verkfæri, margar teg- undir og ótal margt fleira. Bílaverslun. Bílaviðgerðir. Bílamálning. Hvergi betra. Egiii ViíhLjálmsson, Laugavegi 118. Sími: 1716, 1717, 1718. Sími eftir kl. 7: 1718. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 15. mars. NRP. - FB. Látinn er á Storð bóndinn Eysteinn Eskeland, 93 ára gam- all, faðir hins víðkurma skóla- stjóra, Lars Eskeland á Voss, Severins Eskelands rektors og Eysteins Eskeland skólastjóra. Flandin, fyrverandi fjármála- ráðh. í Frakklandi, er á ferða- lagi i Noregi, og er nú staddur i Osló. Hann hefir jn. a. skoð- að verksmiðjurnar í Odda. I gær flutti hann erindi í gamla hátíðarsalnum í háskólanum. Umræðuefni lians var fjárliags- og viðskiftamálaráðstefnan fyr- irhugaða. «> Osló, 16. mars. NRP. — FB. Bæjarstjómin í Osló ræddi í gær tillögu um að breyta til og láta einstaklinga starfrækja kvikmyndahúsin, í stað bæjar- félagsins, en tillagan var feld með 10 atkv. gegn 9. Eftirlitsskipið Mikael Sars hefir í nokkura daga leitað að fiskibát með fjórum mönnum á, sem ekki hefir til spurst í fjóra daga. Óttast menn, að báturinn hafi fainst á fiskimið- um f™> utan Vardö. Tidens tegn tilkynnir, að þýska rikisstjórnin hafi gefið til kynna, að hún óski þess ekki, að Olympisku leikarnir verði haldnir í Þýskalandi næst, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Er þvi talið líklegt, að leikamir fari fram í Rómaborg 1936. Verðhækkun mikil liefir átt sér stað á öli, vegna hækkandi , skatta og gjalda, og hefir af jiessu leitt, að öldrykkja hefir minkað 111 jög mikið og var ár- ið sem leið 14 litrar á ibúa Oslóborgar, en öldrykkjan hef- ir aldrei verið minni frá þvi ár- ið 1872. Árið 1921 var ölneyslan 33 lítrar á íbúa. ■ Gengi: London 19.54. Ham- borg 135,75. París 22,45. Am- : sterdam 230.00. New York 5.67. Stokkhólmur 103.50. Kliöfn 87.25. "Ah;... Barnafataverslunin, Laugaveg 23. Sími 2035. í gær tókunx við upp telpu- kjóla og drengjaföt. -- Athugið verð og gæði. xsísctiíícoísciocíícaöísocöíxsssoas SCCCSSCUCSXSCCSSCCCSSCCUSSCUCt'S Dömubindið CELTEX uppfyllir allar óskir yðar. Það er„ úr mjúku, dún- kendu efni, sem veitir hin bestu þægindi. Það upp- leysist í vatni. Má því eftir notkun kasta þvi í vatns- salerni. 6 stk. kosta að eins kr. 0,95. Dömubelti, er má nota við dömubindi. Sam- anpressuð dömubindi i fleiri stærðum. Frá Akureyri. Akureyri, 17. mars. FB. Es. Nova liggur hér enn og hefir engin uppskipun úr henni farið fram og engin lík- indi til að lausn fáist á deil- unni að svo stöddu, Kommún- istar halda stöðugt uppi lið- safnaði og hafa um 200 manna lið. — I gær bii'tu jxeir ávarp til vexkalýðsins og stendur jxar XXXXXSCCÍÍCOOSXÍCÍXÍOOÍXXÍOOÍX SOOOÍXIOOOOOOOÍÍOOOÍSOOQÍSOOOC í-KT^ Soj \ w.! < >• c cz; • Ctí < e K K c < z Þ. Ed •C 8 QD </] «3 o cö G .s 'cö s CÖ u <D Jto CÖ ÍH ’S G G G C0 G cö u 0) I B5 EJ bð — > < > E2 BS Q BS Eð ö < Z. H B I Gúmmístimplar eru búnir ti) í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. m. a„ að láti bæjarstjórnin ekki undan, verði að taka upp nýjar ki’öfur og herða barátt- una að mun og skora á allan hinn vinnandi lýð að fylkja sér undir eitt merki gegn bæjar- stjórninni. Samkomubanninu var aflétt i gær. Inflúensan komin svo víða um bæinn, að álitið var gagnslaust að halda uppi bann- inu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.