Vísir - 28.03.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1933, Blaðsíða 2
\ 1 S I R Höfum fyrirliggjandi: w*| m Coats, 6-þættan w JLJLJLJLJLcB, Kerrs 4-þættan. Gæðin óviðjafnanleg — verðið lágt. Símskeyti Dagenham 27. mars. United Press. FB. Verkfallið í Dagenham. Sjö þús. vcrkamenn í Dag- enham-verksmiðjunum hafa nú gert verkfall. Söfnuðust þeir saman í nánd við verk- smiðjumar i dag og var búist við óeirðum. Voru 100 lög- regluþjónar kvaddir til starfa á verksmiðjusvæðinu. Dreifðu þeir mannfjöldanum, án þess að til óeirða kæmi. Varnar- garðar úr timbri voru því næst hlaðnir í verksmiðjuhliðin. Dagenham 28. mars. United PresSi - FB. Margir verkamenn sváfu i verksmiðjunum i nótt, að ráði verksmiðjustjórnarinnar. Neit- aði liún að veita fulltrúum verkalýðsfélaganna viðtal, en hauðst til að veita viðtal full- trúum úr hópi verkamanna sjálfra. Vinna hætti i gær- kveldi lijá Briggs Bodies Ltd., félagi, sem stendur í nánu sam- bandi við Fordfélagið. Genf 28. mars. United Press. - FB. Afvopnunarráðstefnunni frestað. Aðalnefnd afvopnunarráð- stefnunnar freslaði fundum sínum tit þ. 2ö. april, þá er Sir John Simon hafði lagt fram ályktun um, að tillögur Breta vrði lagðar til grundvallar um- ræðum þeim, sem fram færi eftir páska. 'Ýmsir fulitrúanna i nefndinni liafa lýst vd'ir því, að þeir áskilji sér rétt til þess að gera víðtækar breytingar- tillögur við ráðagerð Breta. Moskva í mars. United Press. - FB. Launalækkunarmál í Rússlandi Um þessar mundir er unnið að því að koma á launalækk- un í ýmsum greinum, einkan- lega þeirra, sem hæst liafa launin, svo sem verkfræðinga og annara sérfræðinga. Laun starfsmanna við ýmsar stofn- anir liafa verið lækkuð um 25—30%. Kemur þettá harl niður á mörgum, því að dýr- tíðin fer vaxandi í landinu. Til dæmis um verðlag liér i borg má geta þess, að kjöt kostar 20—25 rúblur kg., smjör 60— 70 rublur, mjólk 6 rúblur lítr- inn, egg 1,80 rúbla stk., kar- töflur 5 rúiilur kg. Má af því ráða hve dýrtíðin kemur hart niður á þeim, sem í borgum búa, að vikulaun nema eigi nema frá 30 og uj)]) i 125 rúbl- ur. Brauð og nokkrar vöruteg- undir aðrar fást þó með lágu verði, og i matstofunum i verk- smiðjunum fæst matur með tiltölulega lágu verði,en mark- aðsverð er sem að ofan segir. NÝ BÓK: f leikslok, smá- sagnasafn frá heimsstyrjaldar- árunum, eftir Axel Thorstein- son, 2. útg. mikið aukin, er komin lit i vanda'ðri útgáfu. Fæst hjá Öllum bóksölum. Frá Alþingi í g æ r. —o— Efri deild. Þar voru 8 mál á dagskrá og voru öll afgreidd, nema norsku samningarnir, sem unr- ræðum var írestað um til næsta dags, í því skyni, að út- varpa þeim. Frv. um mal ú heyi til sölu var skv. meðmælum landbún- aðarnefndar vísað til 3. umr. óbreyttu. Frv. um lánveitingar úr Bjargráðasjóði, var eftir nokkr- ar umræður einnig visað til 3. umr. óbreyttu. Frv. um byggiugarsamvinnu- fél. var visað til 2. umr. og nefndar. Frv. um sötu á Mið-Sáms- stöðum sömuleiðis. Frv. um verslunar- og sigl- ingasamninga, sem felur í sér ákvæði um það, hvaða við- skiftakjörum þær þjóðir, sem vér njótum ekki lrestu kjara samninga lijá, skuli njóta hjá oss. Flm., Jón Þorláksson, gerði grein fyrir efni og tilgangi frv. Kvað liann alveg vanta fyrir- mæli um þessi efni, og hefði það komið sér sérstaklega illa, í sambandi við norsku samn- inggna, og mætti ekki lengur dragast að bæta úr því. — For- sætisráðlierra tók frumvarp- inu vel, en vildi þó heldur, að ákvæði þess yrði sett í heim- ildarformi, þannig að ríkis- stjórn gæti ráðið því í livert sinn, hvort þeim yrði beitt. Frv. var vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar, en jafn- framt lagt svo fyrir, að utan- rikismálanefnd fengi það til at- hugunar. Síðustu tvö málin voru þingsályktunartillögur, hvern- ig ræða skyldi, önnur um skipun milliþinganefndar til að gera till. um kaup hins op- inbera á jörðum, sem væri einkaeign, og hin um breyt- ingu á leyfisbréfi um sæsima- sambandið. — Voru ákveðnar 2 umræður um hvora tillögu. Neðri deild. Þar voru 7 mál á dagskrá. 2. mál, Frv. til laga um bann við því að bankar og aðrar lánsstofnanir greiði hærri vöxtu af innstæðufé, en Lancls- banki lslands ákveður, 2. umr. Framsögum. fjárhagsnefnd- ar, Bernli. Stefánsson, gerði grein fyrir áliti nefndarinnar, og lagði hún til, að frv. }rrði samþykt með mjög smávægi- legum breytingum. Miklar um- ræður urðu þó um málið. 1. þm. Skagf., Stgr. Steinþórsson, spurði forsætisráðherra (flm. frv.) livers vegna þetta ákvæði næði ekki til Söfnunarsjóðs íslands þar sem hann gæti ekki séð neina ástæðu gegn því að hann hlitti sömu reglum um þetta efni. — Forsætisráðherra kvað það vera vegna þess, að mikið af því fé, sem hann hefði til umráða, stæði þar svo langan tima eða jafnvel altaf, ÍOQOOOOOOOQOOÍXXXSOQOOOÖOOOÍKSÍÍOOQÍSÖOOÍJOOOÍJOLÍOOÍiCtSÖOOXXJt ð Spratt’s hænsnafóður, þekt um allan heim. Þórðnr Sveinsson & Co. Umboðsmenn fyrir Spratts Patent Ltd. í; j; ;; MOOOOOOOOOOOtXXXXXXXÍOOOOQCXXXXXXXXXXXiOOÍÍOQOOOOOOQOOOC að' sér hefði virst rétt að hafa hann undanskilinn þessum lögum. Umræður um málið stóðu fvrst frá kl. 1—2, þá var fundi frestað til kl. 5 vegna lokaðs fundar i sameinuðu þingi. Þegar fundur liófst á ný \ar umræðum haldið áfram og frv. að lokum samþykt með þeim breytingum, sem fjár- hagsnefnd lagði til, og málinu vísað til 3. umr. með 15 samlilj. atkvæðum. Þá var fundi frestað til kl. 9. 7. mál, Frv. til fjárlaga fyr- ir 19.Fi, framh. 1. umr. (eld- húsumræður). Þm. Seyðfirðinga, Haraldur Guðmundsson, tók fvrstur til máls og talaði á aðra klst. Var ræða lians að mestu leyti end- urtckning á þvi, sem hann sagði síðast þegar .þetta mál var til umræðu og að nokkuru levti viðurkenning á ósann- indum þeim, í garð dómsmála- ráðherra og stjórnarinnar i heild, sem hann ekki þá þegar tók fram „að mundu vera lýgi.“ Hann vildi þó lialda fast við vamæksluna á landhelgis- gæslunni við Vestfirði og kvaðst nú hafa fengið skevti þaðanmeð yfirlýsingu um að hann liefði ekki látið ofmælt um það síð- ast. Þá vék hann einnig að Is- landsbankamálinu, sakamál- unum og ríkislögreglunni, sem hann sagði að væri með öllu til orðin af völdum. bæjar- stjórnarinnar, og var ekki ann- að að lieyra, en að liann teldi framkomu kommúnista 9. nóv. mjög viðeigandi og þá einu réttu þegar svo stendur á, að fé er ekki fyrir hendi til þess að greiða þeim kaup það, sem þeir krefjast. Að lokum bar hann fram þá ósk, að sam- steypustjórnin ætti ekki eftir að lifa fleiri eldhúsdaga, en það er sem vitanlegt er aðal- áliugamál jafnaðarmanna þessa stundina, og bæði stjórn- arskrármálið og norsku samn- ingarnir aulcaatriði móts við það. Forsætisráðh. tók næstur til máls. Hann las nú upj) þing- málafundarsamþyktina úr V.- Isafj.sýslu, sem lýsti ánægju sinni vfir landhelgisgæslunni samkv. yfirlýsingum þriggja fulltrúa úr liverjum lireppi sem fundinn sátu. Hann kvað það erfitt að fylgja vilja H. G. þar sem Iiann liefði átalið stjórnina fyrir að kostnaður við dómgæsluna hefði farið fram úr fjárlögum og lika fyrir það, að öll varðskipin hefðu ekki verið höfð úti i senn, og væri þvi svip- að ósamræmi eins og þegar hann ávítaði stjórnina fyrir að framlengja tolla, en hefði þó sjálfur oft og tiðum hjálpað til þess. Dómsmálaráðherra kvaðst liafa lirakið ræðu H. G. síðast, og þar sem þessi væri að mestu endurtekning á hcnni og ílest þegar tekið aftur, væri ekki mörgu að svara. Hann fór þó nokkuð inn á íslandsbanka- málið og hrakti þá eins og síð- ast öll ummæli H. G. i því efni, og svo fór, eins og H. G. sjálf- ur gat sér til áður en hann lauk máli sínu, að ekki „stóð steinn yfir steini“ af neinu þvi sem hann hafði sagt. Atvinnumálaráðlierra (Þor- steinn Brieni) svaraði einnig þeim hluta ræðunnar sem snerti hann. Umræður stóðu til kl. 1, og var þá fundi slitið og atkvæða- grciðslu frestað. Hitler og kommúnist ar Heimsblöðunum verður, sem vænta mátti, mjög tiðrætt um ástandið í Þýskalandi. Nazist- ar (Nationalsoeialistar eða þj óðernisj af naðarmenn) haf a náð þar völdum i sínar hend- ur. Foringi þeirra, Hitler,, er orðinn kanslari i landinu, og hefir fengið, að heita má, ein- ræðis-váld, um næstu fjögur ár. Hinn stjórnarflokkurinn, Nationalistar eða þjóðernis- sinnar, hafa langtum minna fvlgi mcð þjóðinni, og það eru allar líkur til, að Nazistar geti farið og muni fara sinu fram, livað sem andstæðingar þeiiTa segja og livað sem Nationalist- ar segja, eins og nú horfir. Nazistar hafa lýst því yfir, að þeirrra höfuðverk sé að liefja Þýskaland til vegs og gengis á ný, en framtið þjóðarinnar sé undir því komin, að kommún- isminn verði barinn niður harðri hendi. Og þeir liafa ekki dregið á langinn að liefja bar- áttuna til þess að bæla niður þá stefnu. Sú barátta liófst íyr- ir nokkuru, og stendur enn yfir. Og henni verður haldið áfram, á meðan Nazistar verða við völd, eða þangað til þeir ná þessu marki sinu. Frétta- ritari Manchester Guardian tel- ur, að það liafi markað tima- mót í sögu Þýskalands eftir styrjöldina, er Hitler komst til valda. Og hann bendir á, að það séu Nazistar ,sem öllu ráði og alt knýi fram, þrátt fvrir það, hve margir ráðherrar séu úr flokki Nationalistá, og von Papen sé einhversstaðar að tjaldabaki, og það sé varla minst á hann'. Hinsvegar telur fréttaritarinn Göhring hafa verið höfuðleiðtoga Nazista fvrstu vikurnar af stjórnar- tímabili þeirra, frekara en Hit- ler. Göhring hafa lagt á snjöll ráð og haft hepnina með sér. Áform lians hafi liepnast fram- ar öllum vonum. Þeim hafi tekist að ná á sitt vald vTir- stjórn lögreglunnar í öllum ríkjum landsins, einnig í Bay- ern, þar sem imugustur gegn Nazistum er þó hvað mestur. Fréttaritarinn fer engum lofs- orðum um aðferðirnar, cn á- rangri liafi þ.eir náð. Félagar þeirra, Nationalistar, liafi ekki annað gert en að glápa undr- andi á athafnir þeirra. Tak- mark Nazista er, að ná öllu valdi, i svcitar-, bæjarmálum og ríkismálum, í sínar liend- ur, og nú, er lögregluvaldið er í þeirra höndum, er næsta skrefið að ná stjórnmálavald- inu líka. Nazistar gera sér ljóst, segir fréttaritarinn, að stjórnarbylt- ing þeirra hafi hepnast „of auð- veldlega", og þeir vita vel, hve ínikillar mótspyrnu þeir geta vænst frá andstæðingum sin- um. Að öðrum kosti væri ekki hægt að skýra það, hvers vegna þeir ofsæki þá svo mjög. Þeir vita, að stjórnarbylting þeirra nær ekki tilgangi sinum til fullnustu, þótt þeir fái lög- regluvaldið i hendur og dragi Nazistafánann við liún á opin- berum byggingum. Nú, segir í fregnum til M. G. frá Þýskalandi, er ekki hægt að ætla, að það sé að vilja ríkisstjórnarinnar, hvernig á- rásarlið Nazista liefir liegðað sér víða. Arásarliðið bafi vafa- lausl unnið hermdarverk upp á eigin spýtur, og þess sjáist jafnvel merki, að rikisstjómin óttist, að hún geti ekki liaft hemil á þessu liði^ínu. En þótt ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á morðum og árásum liðsins, geti það ekki verið miklum efa undirorpið, að krókurinn liafi beygst í þessa átt, vegna fyrir- skipaua rikisstjórnarinnar. Húsrannsóknirnar hjá jafn- aðarmönnum, eigi síður en kommúnistum, er i samræmi við yfirlýsing Frick’s ráðherra i Frankfurt, að uppræta verði socíalismann ekki siður en kommúnismann. Gera verður ráð fyrir, að Frick hafi eklci notað orðið að „uppræta“ í bókstaflegri merkingu, þótt á- rásarliðið liafi á stundum mis- skilið slík ummæli. Hinsvegar sé þeirri aðferð mjög beitt, að telja meðlimum verkalýðsfé- laga trú um, að þeim sé bent- ast að ganga i Nazistaflokkinh. Einkanlega hafi verið mikið að jiessu gert á stærstu vinnu- stöðvunum í og i nánd við Ber- lín. Fréttarltarinn kvaðst liafa lieyrt, að allmörgum hafi „snú- ist hugur“, en getur þess til, að óttinn við að liafa ekki i sig og á, hafi ráðið miklu. Þ. 10. mars var símað frá Þýskalandi, að mikið bæri á andúð gegn Gyðingum, en svo hafi virst, sem lögreglunni i Berlín liafi verið skipað að koma i veg fyrir árásir á hend- ur þeim. Útgáfa „Berliner Ta- geblatt“ var bönnuð í 2—3 daga, eu blaðið hafði fundið að framkomu stjórnarinnar í Bayern og hvatt liana til þess að koma í veg fyrir liryðjuverk í landinu. — í ræðu sinni í Frankfurt, sagði Frick innan- ríkisráðlierra, að það yrði að uppræta kommúnismann. Kom- múnistar væru föðurlandssvik- arar, leigðir fyrir erlent fé. Jafnframt liótaði liann þvi. að kommúnistum væri eigi leyfð þingseta. „Það verður að kenna þessum mönnum að vinna nytsemdarverk, og þeir skulu fá tækifæri til að læra, a þeim stöðum, er mönnum verð- ur safnað saman til vinnu. Þeg- ar þeir hafa gersl góðir borg- arar, skulum við taka þeim fegins hendi. En kommúnist- arnir eru ekki eini flokkurinn. sem verður að liverfa úr land- inu: Socialistamir verða að liverfa með þeini, því að soci-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.