Vísir - 22.05.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 22.05.1933, Blaðsíða 2
V 1 S I R Höfum nú fengið aftur: Gaddavír»» 3SO mtr. rúllur. Sími — einn — tveir — Jrir - fjðrir. hafi verið á fundinum. — Að svo búuu þakkaði fundarstjóri mönnum fyrir að liafa gefið ræðumönnum gotl hljóð og sleit því næst fundi. Að fundinum loknum gekk Fánaliðið, sem skipað er vösk- um og góðum drengjum úr Verði og Heimdalli, lieim til formanns Sjálfstæðisflokksins, .Tóns Þorlákssonar alþm., Magnúsar Guðmundss., dóms- málaráðh. og Olafs Thors al- þm., en Ixíir eru allir i mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. — Hylti Fánaliðið þá Magnús Guðmundsson og Ólaf Tliors, er svöruðu með ræðum, en Jón Þorláksson var ekki heima, er Fánaliðið kom. <\ð svo búnu gekk það til Varðarhússins. Mun fundurinn vafalaust hafa mikil áhrif til þess að sameina sjálfstæðismenn til einhuga baráttu fvrir fullum sigri i kjördæmamálinu. og öðrum málum, sem flokkur- inn berst fyrir. BiEreiflastöO íslands. Hafoarstræti 21. Sími 1540. Stjdrnmálafundur landsmálafél. „Varðar" og Heimdallar“, félags ungra sjálfstæðismanna. Fjórvelda samþyktin. Bretland, Ítalía, Frakkland og I»ýskaland fall- ast á tillögur Mussolini um fjórvelda samþykt til varöveislu friðarins í álfunni. Stjórnmálafundur sá, sem landsmálafélagið „Vörður“ og „Heimdallur“, félag ungra sjálfstæðismanna, liöfðu boðað til, var haldinn í gær við Varð- arhúsið og hófst laust eftir kl. 4. Skömmu áður en fundurinn ? var settur geklc ein sveil úr Fánaliði þessara félaga frá Varðarhúsinu um bæinn og aftur á fundarstaðinn. Skipaði sveitin sér undir fána sínum fyrir framan Varðarhúsið. Mikill m^nnfjöldi var þar saman kominn og var gjallar- horni komið fyrir vfir svölum hússins, en þar voru ræðurn- ar fluttar. Formaður Varðar, Gumiar E. Benediktsson lögfr., setti fundinn og skýrði frá tildrög- um hans. Einnig gerði liann að umtalsefni stofnun Fána- liðs félaganna og bauð þá sveil úr liðinu, sem viðstödd var, velkomna. Hlutverk henn- ar kvað hann vera að halda uppi reglu á fundum félag- anna, bera merki Sjálfstæðis- flokksins hátt og liafa for- göngu í því, að fáni þjóðarinn- ar væri í heiðri haldinn. Að svo mæltu bað hann menn að iirópa ferfalt liúrra fyrir Fána- liðinu, og tók mannfjöldinn undir með dynjandi húrra- f hrópum. Til fundarstjóra kvaddi hann Árna Jónsson frá Múla fyrv. alþm. og til fundar- ritara Ludvig C. Mágnússón endurskoðara. Hófust þá ræðu- höldin og tók fyrstur til máls Sigurður Ivristjánsson ritstjóri. Ræddi hann um stjórnar- skrána og kjördæmamálið og baráttu sjálfstæðismanna í þessum málum. Einnig skýrði hann frá því, hvernig horfir um afgreiðslu þessara mála á þingi, og hvers virði það er, að liafa synjunarvald í efri deild. Drap ræðumaður á skattamálin í því sambandi. Þessu synjunarvaldi mætti ekki varpa frá sér, nema við- unandi lausn kjördæmamáls- ins fengist á þingi nú. Loks lýsti hann framkomu fram- sóknarmanna, tregðu þeirra og óheilindum, í þessu máli. Þeir vildi ekki veita þeim, sem við sjóinn búa, jöfn réttindi á móts við þá, sem í sveitum cru, en jafnframt hefði þeir ástundað að fara niðrandi orðum um menningu Reykvíkinga og róg- borið þú út um sveitir lands- ins um leið og þeir hefði verið skattpíndir úr hófi fram og meira cn aðrir landsbúar. Hvatti hanu menn til liarðrar baráttu, uns fullnaðarsigur væri unninn í kjördæmamálinu. Næstir tóku til máls Guðm. Benediktsson bæj argj aldkeri og Kristján Guðlaugsson lögfr. Sagðist þeim vel og skörulega og' var, að ræðum þeirra lokn- um, borin npp svo Idjóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á þing- menn Sjálfstæðisflokksins að fylgja fast fram kröfunni um jafnan kosningarrétt allra kjós- enda í landinu og' heitir þeim öruggum stuðningi til að leiða það mál til lykta með hverjum þeim löglegum og þinglegum meðulum, sem þingflokkurinn hefir vald á.“ Þá tölUðu þeir hver af öðr- um: Magnús Jónsson alþm., Öskar Clausen kaupm., Pétur Ilalldórsson alþm., .Tóhann Möller stud. jur., Sigurður Jónsson rafvirki, Jón Kjartans- son ritstjóri og Jakob Möller alþm. Sagðist þeim öllum vel og skörulega, og h'vöttu þeir alla góða íslcndinga til þess að leggja fram krafta sina til þess að fá réttlætismálið til lykta leitl og vinna að þvi, að lýðræðið væri í heiðri lialdið. í ræðu sinni mintist Jakob Möller á það, að upp á siðkast- ið liefði það verið borið út mjög kappsamlega, hæði liér i bænum' og úti um land, um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að þeir væri of kröfuharðir í kjördæmamálinu, og væri meðfram þess vegna gott, að boðað hefði verið til þessa fundar, svo að þingmenn flokksins gæti fengið fulla vitneskju um hver væri vilji kjósendanna. Sjájfstæðismcnn kvað hann liafa slegið skjald- borg um lýðræðið. Lauk hann máli sínu með því að biðja menn að hrópa ferfalt húrra fyrir lýðræðinu, og tók allur mannfjöldinn undir það vel og drengilega. Fundarstjóri bar loks upp tillögu þá, sem birt er hér að framan, og greiddu næstum allir, sem viðstaddir voru, til- lögunni atkvæði, en talið er, að hátt á þriðja þúsund manna Rómaborg', 22. niaí. • United Press. - FB. Tillögnr Mussolini um fjór- veldasáttmála til varöveislu friö- arins í álfunni hafa náS fram aö ganga. Þýskaland, Frakkland, ítalía og Bretland hafa fallist á tillögurnar. Fyrir hönd Frakk- lands félst Dejouvenal á tillögurn- ar í gærxig Göhring fyrir hönd Þýskalands. Mussolini heíir sent eintak af samningnum, en í honurn fallast veldin fjögur á aö vinna sameiginlega aö því næsta ára- tug, aö varöveita friðinn í álfunni, Bændor svívirtir í málgagni „bygðavaldsins“. „Tíniinn hefir löngum alið á rógi meðal bænda og ltaup- staðabúa. Þetta er svo kunnugt, að ekki þarf mörgum orðum að því að eyða. Loddarar framsóknar og þjóðnxðingar hafa flækst um landið þverl og endilangt og predikað fyrir bændum, að Reykvikingar væri að eyði- leggja sveitabúskapinn. Þeir tæki vinnuaflið úr sveitunum ]>yði hærra kaup, en bændur gæti borgað — langt of hátt kaup, því að vitanlega hefði verkalýðurinn ekkert með þctta liáa kaup að gera. Og alt væx-i þctta í þvi einu skyni gert, að koma bæiídunum á kné og leggja sveitabúskapinn í rxistir. Bændum væri því skylt að bata kaupstaðal>úa, einkum Reykvikinga. Þeir ætti að hata ! þennan „kaupstaðaskril“, sem loddaramir nefna svo, og gera lionum alt til bölvunar, sem þeir gæti. „Kaupstaðaskríllinn“ ætti ekki að hafa nokkur rétt- indi — ekki kosningarrétt, ekki rétt til þess að láta börn sín mentast i skólum ríkisins, nema gegn æmu gjaldi o. s. frv. Svona hefir hljóðið verið í aðalblaði framsóknar nú um mörg ár undanfarin. En nú er svo komið, að þetta þykir ekki nóg. Nú er bændum sagt; að ef 'þá vanti peninga, sé eina eða sjálfsagðasta leiðin sú, að fara til kaupstaðabúa og taka af þeim það fé, sem þeir kunni að hafa sparað saman. Reykvíkingum er neilað uin kosningairétt á við sveitafólk. En jieir eiga að opna pyngjur sínar og láta bændum í té síð- asta skildinginn. til höfuöborgar fjórveldanna, til undirskriftar. Síöari fregn: Stjórmnálamenn hér telja Mussolini eiga mikinn þátt i því, að samkomulag náðist en hann hefir undanfarinn hálfan mánuð gert alt, sem í hans valdi stóð, til þess að jafna misklíðina milli Frakkl. og Þýskalands. Hins vegar hafa ræður þeirra Roose- velts og Hitlers stuðlað mjög mik- iö að því, að samkomulag náðist. Af sumum er það tækifæri, sem ræðurnar gáfu til þess, að fá skjóta lausn á vandamálinu, talið hafa riðið baggamuninn. Reykvíkingar eiga að bera byrðar annara, en j>eir eiga ekki að liafa nein réttindi, að minsta kosti ekki nema af, mjög skornum skamti. Og jafnframt réttindaleysinu er ]>eim ætlað að þola liróp og’ nið j>css blóðsugu-lýðs, sem sog- ið hefir sig faslan á bændastétt landsms. Þeim er ætlað að standa j>egjandi og auðmjúkum undir skammalestri ómerki- legra loddara og kjaftakinda, meðan farið er í vasa j>eírra og síðasti peningurinn tckinn með valdi. Þetta er það hlutskifti, sem „Tíminn“, kommúnislablað sveitanna, ætlar Reykvíkingum. En blaðið gætir j>ess ekki, að ]>að svivirðir bændastétt lands- ins á hiiifi ódrengilegasta liátt, er j>að ætlar lieniii j>á litil- mensku ,að j>að sé tiem>ar vilji, að farið sé ránsliendi um eign- ir annai-a lienni til framdráttar. Hugarfar hænda cr að minsta kosti orðið ótrúlega breytt og spilt, ef svo er prédikað í þeirra nafni. Islenskir bændur liafa löng- um haft j>ann metnað, að vilja bjarga sér sjálfir. Þeir liafa ekki æðrast, þó að þungt væri fyrir fæti í bili, og aldrei látið sér detta í liug, að jieim væri ! rélt og skylt að fara í vasa annara og sækja jiangað allar nauðsynjar sínar. —- En nú segir „Tíminn“, að bændur eigi tiara að lieimta ]>að, að löggjaf- inn fari i vasa Reykvíkinga og annara kaupstaðabúa, j>eirra sem eitthvað kunna að liafa dregið saman mcð iðjusemi, sjálfsafneitun og sparsemi, og taki ]>aðan í þeirra nafni alt, sem j>á vanliagar um. Bændur j>urfi svo sem ekki að skamm- ast sín fj-rir j>ess tiáttar tiltekt- ir, ]>ví að í rauninni eigi þeir j>etta alt samaii. En „Tíminn“ segir það ósatt, að hændur sé jæssarar skoðun- Reyktar hvarvetna TEOFANI Cigarettur eru keyptar vegna gæðanna. ar. Það kann að vera, að cinn og einn afvegaleiddur sveita- bóndi taki undir þenna herferð- arsöng „Tímans“, en eg er viss um, að mikill meiri liluti bænda hefir andstygð á honum. „Tíminn“ svívirðir bændur, er hann gerir ]>eim upp hinar allra lítilmannlegustu og lægstu hvatir, og j>að má undarlegt lieita, ef þeir þola þessar sví- virðingar ár eftir ár. Stjómarskráin mælir svo fyr- ir, að eignarrétturinn skuli friðhelgur. „Timinn“ fullyrðir, að bændur lirefjist þess, að lög- gjafinn ráðist á eignir Reyk- víkinga og annara kaupstaða- búa, taki ]>ær með valdi og afliendi j>ær bændum og búa- liði. Eg er sannfærður um, að „Tíminn“ mælir i óþökk allra sæmilegra bænda, er hann full- yrðir ]>etta. Hitt er vitanlega rétt, að bændastéttin er nú yfirleitt illa á vegi stödd og þarfnast mikill- ar lijálpar. Verðhrun afurð- anna hefir orðið henni þimg- bært og miklu j>migbærara en j>urft hefði að vera. Ef landinu hefði verið stjórnað forsvaran- lega síðan 1927, hefði nú verið hægt að miðla bændum 10—15 mitjónum króna, án þess að taka krónuvirði að láni nokk- urs staðar að og án þess að þyngja skattabyrði þjóðarinnar um einn einasta eyri. En framsóknarstjórnin sá fyrir þvi, að alt væri gleypt og sleikt í botn, þegar verðfallið skall yfir og krei>jian lagðist á atvinnuvegina. Og liún gerði meira en að sleikja í hotn góðæristekjurnar. Hún tók stórkostlcg peninga- lán crlendis og gleypti þau lika. ög svo leyfa jiessir menn sér að tala um þjóðmál og fjármál — þessir menn, sem alt hafa lagt i riistir —- þessir menn, sem að réttu lagi mætti vera fegnir og þakklátir, ef j>eir fengi að hírast óáreittir í ystu myrkr- um gleymsku og þagnar. * ¥

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.