Vísir - 14.06.1933, Side 2
VISIR
U
Höfum fyrirliggjandi:
nn^yJI ££ Coats, 6-þættan.
JL A JJLJMcl Kerrs 4. þættan
Gæðin óviðjafnanleg — verðið lágt.
Botnmálning
fypii» járnskip. Besta tegund
fyrirliggjandi.
Þúrður Sveinsson & Co.
Jiana i lieilu lagi. Mega þá allir
Símskeyti
Madrid, 12. júní.
United Press. - FB.
Stjórnarmyndun á Spáni.
Prietó gat ekki myndað stjórn
og var þá Domingo spurður að
þvi, livort hann vildi talca það
að sér, en hann hafnaði boðinu.
Sneri forsetinn sér þá til Azana,
sem félst á að gera tilraun lil
stjórnarmyndunar. Kvaddi
hann alla fyrverandi ráðlierra á
fund, sem haldinn var i lier-
málaráðuneytinu á síðastliðnu
miðnætti. Býst Azana við að
hafa lokið stjórnarmyndun
sinni í dag.
Madrid Pi. júni.
United Press. - FB.
Opinberlega er tilkvnt, að
Azana liafi myndað stjórn.
Madrid, 13. júní.
United Press. - FB.
Opinberlega tilkynt, að Azana
sé forsætis- og hermálaráðherra
i nýju stjórninni. Delosrios ut
anríkismálaráðherra og Vinual-
ses fjármálaráðherra.
Havana, 12. júní.
United Press. - FB.
Frækilegt flug.
Opinberlega tilkynt, að spán-
versku flugmennirnir Collar og
Bardaran hafi flogið frá Sevilla
til Camaguey, en vegalengdin
milli þessara staða er 490(5 mil-
ur. Voru þeir 40 klst og 3 mín.
á leiðinni.
Havana, 12. júni.
United Press. - FB.
Þeir Collar og Bardaran voru
orðnir að kalla bensinlausir, er
þeir lentu við Camaguev á
Kúbu. Þegar þeir liafa fengið
nýjan bensinforða halda þeir
áfram ferð sinni til Havana taf-
arlaust, ef veður leyfir.
London, 12. júní.
United Press. - FB.
Viðskiftamálaráðstefnan sett.
George V. Bretakonungur
setur alþjóða viðskiftamálaráð-
stefnuna kl. 3 e. h. i dag. Mættir
eru 1(58 fulltrúar frá (5(5 löndum.
Ræðu Bretakonungs verður út-
varpað um heim allan. Að ræðu
hans lokinni ávarpar Ramsay
MacDonald ráðstefnuna.
«
London 12. júni.
United Press. - FB.
1 setningarræðu sinni ræddi
Georg Bretakonungur um
heimskreppuna og hve mikils
v'æri um það vert, að bæta úr
því ástandi, sem ríkjandi er i
heiminum. Hann bauð ])ví
næst fulltrúana velkomna og
kvað það vera í fyrsta skifti í
sögunni, að nokkur þjóðhöfð-
ingi setti ráðstefnu allra þjóða
lieims. Konungur kvaðst gera
sér fjdlilega ljóst hversu mik-
ið vandaverk ráðstefnan ætti
fyrir höndum, en alt benti á,
að þjóðirnar befði einlægan
og sannan áliuga fyrir því, að
samkomulag næðist og það
gæfi sér góðar vonir um, að af
starfi ráðstefnunnar leiddi, að
þjóðunum yrði aftur beint á
veg friðar og velgengni.
London, 13. júni.
United Press. - FB.
Fjármálafulltrúar Frakka,
Breta og Bandaríkjamanna liafa
til íhugunar í dag stofnun jöfn-
unarsjóðs, í þeim tilgangi ein
um að verðfesta sterlingspund
og dollar til bráðabirgða, til þess
að koma í veg fyrir óstöðugt
gengi. Jöfnunarsjóður þessi
verður að áliti sumra sérfræð-
inga notaður á skömmum tíma,
en að áliti annara á nokkrum
mánuðum.
Á viðskiftamálaráðstefnunni
liefir Daladier fyrir Frakklands
hönd komið fram með ýmsar
ákveðnar tillögur, m. a. að sam-
þyktir verði gerðar viðvikjandi
takmörkun framleiðslunnar,
framkvæmdir af hálfu hins op-
inbera til þess að ráða bót á
atvinnuleysi og að cngar höml-
ur verði lagðar á gullflutninga
landa milli. — Jung fulltrúi
ítala, lýsti þvi yfir sem skoðun
sinni, að það vandamálið, sem
bráðast þyrfti að leysa, væri
milliríkjaskuldir og mundi
lausn þess máls tryggja friðinn
og leiða til lausnar á öðrum
'vandamálum. — Smuts Iiers-
höfðingi, fulltrúi Suður-Afríku,
lýsti því yfir sem sinni skoðun,
að á Lausanne-ráðstefnunni
hefði með réttu verið lögð á-
hersla á, hver ábvrgð. félli
Bandaríkjunum í skaul, að því
er úrlausn vandamálanna snerti,
en þau hefði lengi hikað við að
taka þátt i samvinnu við aðrar
þjóðir um lausn þeirra. — Ishi
greifi, fulltrúi Japana, kvaðst
gera sér vonir um, að lækkun
tollmúranna næði fram að
ganga, einnig samkomulag um
að hækka enga tolla ákveðið
tímabil.
London, 14. júní.
Frést liefir, að Þýskaland
ínuni nú fallast á að undanskilja
Dawes- og Young-lánin lúnum
fyrirhúgaða fjkuldagreiðslu-
fresti. Verður rætt um ])etla
frekara við Lundúnaráðstefnu-
fulltrúa þeirra þjóða, sem eru
lánvcilendur Þjóðverja.
Khabarovsk, 13. júní.
United Press. - FB.
Hnattflugið.
Mattern er lagður af stað bcð-
an áleiðis lii Nome i Alaska.
Moskva, 14. júní.
United Press. - FB.
Fregnir hafa borist um það
lúngað, að Mattern hafi snúið
aflur lil Ivhabarovsk, eftir að
liafa ílogið niu klst. í þoku og
rigningu.
Siðari fregn: Matlern lenti í
KHabarovsk kl. 4 f. b. í morgun
(GMT). Var hann koniinn alla
leið til Sbantarskv-eyju, en fyr-
ir vestan Sakhalin Ienti haim i
svartaþoku um tíma. Mikil is-
ing seltisl á vélina. Lending
þótti honum hvarvetna ótrygg
á þessum slóðum og sneri ])ví
aftur til Khabarovsk.
Utan af landi.
Akureyri, 13. júní. FB.
Guðbrandur ísberg vcrður i
kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokks-
ins á Akurevri við kosningarn-
ar 16. júli, Stefán Jóli. Stefáns-
son af háll'u Alþýðuflokksins,
Einar Olgeirsson af hálfu lcom-
múnistaflokksins, en Fram-
sóknarflokkurinn mun engan
bafa í kjöri bér.
Mykjan
og málgagn „bygðavaldsins“.
—o—
„Tíminn“ var að l'ræða les-
endur sína á þvi fyrir skömmu,
að „Vísir“ befði lialdið því fram,
i það mund sem „islenska vik-
an“ hófst í vor, að bændur væri
svo latir, að þeir nenti ekki að
bera mykju á túnin sin, heldur
léti hana safnast fyrir i stóra
haug'a heima við fjósin. Vitan-
lega liefir Vísir aldrei sagl þetta
og aldrei komið til lnigar, að
væna bændur um leti eða ó-
mensku.
Daginn sem „islenska vikan“
liófst (30. april þ. á.) birtist
grein hér í blaðinu með fyrir-
sögninni „Meðal annara orða“.
— Þar er að þvi vikið, að bænd-
ur hafi verið gintir til þess, að
ausa stórfé í kaup á úllendum
áburði, en jafnframt hafi verið
gert sem minst úr notagildi liins
innlenda áburðar.
í nel’ndri Vísisgrein er því
m. a. lialdið fram, að þjóð-
inni sé nauðsvnlegt, að búa sem
allra mest að sínu. „Þrátt fyrir
þau augljósu sannindi“ stendur
i greininni, „hefir stefna hinna
„leiðandi manna“ — liér er átt
við Tíma-loddarana — „yfirleitt
verið sú síðustu áratugina, að
venja fólkið af ])ví, að búa að
sinu.“
Því næst er á það bent, að
nú sé þannig komið, fyrir for-
töhir og gyllingar þessara
raanna, að margir bændur sé
orðnir fráhverfir því, að nola
liúsdýra-áburð á túnin sín. —
„Þeim þykir ekki spretta nógu
vel undan honum. Þeir ættu þó
að vita, að hvert einasta tún á
íslandi, sem nokkur sómi liefir
verið sýndur, hefir sprottið og
spretlur ])rýðilega undan inn-
lendum áburði. Þetta sannar
þúsund ára reynsla. Hitt er ann-
að mál, að mörg tún hafa
sprottið illa, svo langt aftur í
tímann sem munað verður. Og
hver er. orsökin ? Hún er lang-
oftast eða æfinlega sú, að túnin
hafa ekki fengið nægilegan á-
burð. Það er eftirtektarvert og
hlýtur að vekja alhygli aðgæt-
inna manna, að viðast hvar, þar
sem túnin s])relta lakast undan
innlendum áburði, cr mest af
ónotuðum myrkjuhaugum, hest-
húshaugum og öskuhaugum,'
sem safnast hafa saman og vax-
ið ár frá ári.“
Þessi eru orð blaðsins og
munu ekki verða hrakin með
rökum. Þetta er staðreynd, sem
allir þekkja, þeir er kunnugir
eru í sveitum landsins. - Og
„Vísir“ fær ekki séð, að bænd-
um sé borin á brýn leti eða ó-
menska, þó að satt og rétt sé
slcýrt frá einhverjum þætti í at-
luifnalífi þeirra.
Bændur hafa verið gintir til
]>ess, að kaupa útlendan áburð
i miklu meira mæli en nauðsyn
krafði. Trúin á ágæti liins út-
lenda áburðar befir farið út í
öfgar og orðið að bjátrú. Vænt-
anlega verður þess nú ekki langt
að biða, að góðir mcnn komi
vitinu fyrir bændur og kenni
þcim þau sannindi, að þeim sé
ekki bráðnauðsynlegl, að rýja
sig inn að skyrlunni lil þess, að
koma úl úr landinu stórfé ár-
lega, fyrir varning, sem engin
nauðsyn beimtar, að fluttur sé
til landsins, nema þá í mjög
litlum mæli. Það kann að vex*a
liaganlegt, að nota útlendan á-
l)urð til ])ess, að bera hann á
nýræktarbletti, en hitt cr ekk-
ert annað en vitleysa og óþörf
eyðsla, að ausa honum á gömul
og vel gróin tún. Þau spretta
ágætlega undan innlendum á-
burði og hafa gert alla tíð.
Þvi ber ekki að neita, að vel
sprettur undan útlendum áburði.
— Um það alriði segir svo í
nefndri Vísis-grein: — „Grasið
þýtur upp undan honum i ár,
en næsta vor er jörðin jafn
dauð og ónýt , eins og aldrei
hefði verið á lxana borið. — Þar
verður ckki „ilmur úr grasi" að
sumri, sem útlendum áburði er
ausið á jörðina í vor, nema leik-
urinn sé endurtekinn með mikl-
um kostnaði. Þar myndasl eng-
ar fyrningar. Tilbúinn áburður
er augnabliks grasgjafi, rándýr
og cf til vill ekki alls kostar
liættulaus.
Stórfé, sjálfsagt svo miljón-
um króna skiftir, liefir farið út
lir landinu fyrir útlendan á-
burð. Þeim peningum hefði ver-
ið betur varið lil einhvers ann-
ars.“
„Vísir“ telur liklegt, að sæmi-
lega vitiborið fólk eigi bágt með
að átta sig' á því, að mcð þess-
um tilvitnuðu orðum sé verið
að ráðast á bændastéttina fyrir
leti og ómeusku.
Og enn segir svo í Vísi 30.
apríl: „Hann (þ. e. útlendi á-
burðurinn) er óhæfilega dýr og
svikidl að því leyti, að hann
bætir ekki jarðveginn til frarn-
búðar. Hann er vasaþjófur, sem
þjóðin ætti að losna við sem
allra fyrst.
Væri ekki nær, að reyna að
finna einhver innlend áburðar-
efni, ef þjóðin kemst ekki af
með búsdýra-áburðinn?
Mundi ekki auðgert, að vinna
mikinn og góðan áburð úr ým-
isum sjávarföngum? Og mundi
það ekki verða öllu noladrýgra
í bráð og lengd?“
Kannske það sé í þessum orð-
um, sem „Tímanum" finst, að
leynast muni einliver leti-brigsl
i garð bændastéttarinnar?
Spyr sá, sem ekki veit.
ííí*
Þá er annað atriði ])essa máls.
„Thninn“ segir, að „Visir“ liafi
fullyrt, að bændur sé orðnir svo
matvandir, að „ske])imrnar sé
skornar niður, það sé hætt að
liirða blóðið, það þyki ckki nógu
finn og góður matur“ o. s. frv.
„Vísir“ nefndi eitt dæmi þcss,
að honuin væri kunnugt um, að
stórgripir væri „skornir niður“
í sveitum. Ilvergi var að ])vi vik-
ið, að þetta mundi alment, og
skal það enn látið liggja milli
hluta. En frásögn blaðsins var
sönn og réll i alla staði og sann-
anleg hvenær sem er. Ilún er
svo stutt, að réll þykir að prenla
sjá, hversu Tíminn lxefir hegð-
að sér i viðskiftunum við sann-
leikann að þessu sinni:
„Sá, sem þetta ritar, var
staddur á sveitabæ kveld eitt í
fyrrasumar. Vildi þá svo til, að
bóndi ællaði að lóga nauti tvæ-
vetru ])á um kveldið. Var tuddi
farinn að gerast úfinn i skapi
og eykinn og ])ótti bónda ekki
rétt að biða þess, að hann yrði
einhverjum að slysi.
Boli var skotinn að húsabaki,
en því næst skorinn á liáls. Foss-
aði blóðið niður í völlinn og var
ekki lúrt. Eg spurði hverju slíkt
sætti, því að í ungdæmLmínu
var ekki siður, að skera gripi
niður, sem kallað er. Þetta var
á miðjum slætti og munu slát-
urföng frá haustinu áður hafa
verið ]>rotin eða á þrotum. —
Bóndi svaraði, að ekki væri til
neins að hirða blóðið, þvi að
fólkið vildi elcki borða blóðmör.
Mér þótti þetta furðulegt og
ótrúlegt. — Hvernig mátti það
vera, að fólk væri orðið svo
matvant, að það liti ekki við
nýjum blóðmör? Blóðmör er
saðsamur matur og góður og
nýnæmi að fá hann heitati á
miðjum slætti. En bóndi sagði,
að hann yrði ekki etinn. Fólk-
ið „fúlsaði“ við honum, eins og
lxann orðaði það.
Þetta er eitthvert öfug-
streymi. Slátur hcl'ir verið tal-
inn góður matur og þjóðin hef-
ir neytt þess frá upphafi vega
sinna, að þvi er líklegt má
þykja. — En nú er svo komið-
— mitt í allri kreppunni og
vandræðunum — að skera verð-
ur niður stórgripi i sveitum,
sakir þess að fólkið vill ekki
eta blóðmörinn. Það vill held-
ur útlenda fisksnúða, sætsúpu
og annað þess háttar glundur.
\4ðsvegar um land mun fé
„skorið niður“ á hverju hausti
i sláturhúsunx, svo að mörgum
þúsundum skiftir. Kaupstaða-
búar vilja ekki kaupa slátrin
þvi verði, sem á þau er sett, og
og bændur hirða ekki um að
flytja þau heim til sín (enda
mun slíkur flutningur oft vand-
kvæðum bundinn). Með þessuni
hætti fer mikil matbjörg til
spillis, en útlent dól er keypt i
staðinn og mun hagurinn af
því ráðlagi ærið vafasannir.
Þjóðin á að búa sem mest að
sínu og „íslensku vikunni“ er
ætlað að glæða skilning manna
í þeim efnuiii. Meðan góðum,
innlendum matvælum er fleygt
í sjóinn og soi’pið, er áreiðan-
lega öfugt stelnt og nokkur á-
stæða til að ætla, að lítili hug-
ur fylgi máli hjá þeim, sem
hæst pi’édika um sparnað og
nýtni og a'ð þjóðin eigi að húa
sem mest að sinu.“
Þá er alt talið, það er „Visir“
hefir sagl urn matvendni bænd-
anna, og má hver mela sem
honum sýnist. Hann hefir var-
að við liinum óliæfilega dýru
og nauðsynjalausu áburðar-
kaupum frá öðrum löndum, og
bvatl þjóðina til þess, að búa
sem mest að sínu, jafnt í matar-
æði sem öðru.
Þetta hefir málgagni „bygða-
valdsins“ mislikað. — Því næg-
ir ekki, að kaffæra bændurna í
sameignar-keitunni rússnesku