Vísir - 21.06.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1933, Blaðsíða 2
VlSlR 9 Hðfnm nú fyrirliggjandi: Hænsanet, með l1//’ og 2” möskvum. Unganet með 1” möskvum. lJetta eru tvímælalaust ])au bestu virnet sem íaanleg eru lil hænsagirðinga, Ennfremur höfum við mi: Girðingastaura úr járni. Gaddavír 350 mtr. rúllur. Girðinganet 68 cm., koma eftir nokkura daga, en er að eins iítið óselt. Sími — einn — treir — Jrír — fjórir. Símskeyti London, 20. júní. United Press. - FB. Gengi. Þegar viðskifti dagsins hófust var gengi dollars í hlutfalli við sterlingspund 4.17, en 4.16 þeg- ar viðskiftum lauk. í New York yar sterlingspund skrásett á 4.19. Vínarborg, 20. júní. United Press. - FB. Ókyrðin í Austurríki. Maður að nafni Herbert Mo- sel, tvítugur að aldri, liefir vcr- ið handtekinn. Er liann sagður vera aðalmaðurinn í sprengju- árásinni i Ivrems. Mosel þessi er rafvirki að stétt. Hefir hann skýrt lögreglunni svo frá, að liann hafi fengið sprengjurnar frá bróður sínum, Hans að nafni, sem er hermaður, og hafi liann sagt honum til um notk- un þeirra. Hans þessi og lauti- nant að nafni Branchner, hafa einnig verið liandtekhir. Hafa þessir þrir menn og tuttugu aðrir, er handteknir voru, ver- ið fluttir til Vínarborgar, vegna mikillar æsingar í Krems út af sprengj uárásinni og þcirri ráð- stöfun stjórnarinnar, að leysa upp félagsskap þjóðernisjafn- aðarmanna. (Krems er borg við samnefnt fljót, þar sem það rennur í Dóná. íbúatala 15 þús- und). Danzig, 21. júní. United Press. - FB. Frá Danzig. FríríkisþingiS hefir me'8 49 at- kvæöum gegn 17 kosiö þjóöernis- jafnaöarmanninn dr. Rauschning forseta þingsins. Átta þjóðemis- jafnaðarmönnum og tveimur ihaldsmönnum (kaþ.) liefir verið bætt í stjórnina. ’ London, 21. júní. United Press. - FB. Verður viðskiftaráðstefnunni frestað ? Almælt er, a8 lagt muni veröa til við MacDonald i dag, svo fremi að frekari tilraunir til þess að ná samkomulagi um gjaldeyris 'og gengismál beri ekki árangur, að ráöstefnunni veröi frestaö til bráðabirgöa. Gætir þess sérstak- lega, a8 Frakkar óttist afleiðing- amar af aö draga þessi mál á langinn. París i júní. United Press. - FB. Nýtt langflug. Frakkncsku flugmennirnir Rossi og Codos ætla að gera til- raun til þess að setja nýtt lang- flugsmel, sennilega í lok þessa mánaðar. Lögðu þeir af stað frá Le Havre álciðis til Bandaríkj- anna þ. 14. þ. m. sjólciðis, og var flugvél þeirra send með sarna skipi. Áform þeirra Rossi og Codos, sem báðir eru heims- kunnir flugmenn, er að leggja af stað annað Iivorl frá Detroit i Michigan eða frá New York og fljúga austur vfir Atlantshaf, en hvar þeir lenda er undir veð- urskilyrðum komið. Þeir hafa enga ákvörðun tekið um í hvaða landi þeir lenda, en gera sér vonir um að komast mjög langt, alla leið til Tyrklands, Sibiriu eða Kina. Heilindi. —o— Samvinnan milli jafnaðar- rnanna og Jónasar unt framboð virðist nú vera meiri, ef vel er að gætt, lieldur en gert var ráð fyrir liér í blaðinu á dögunum. Og hún verður því ógeðslegri sem hún er athuguð nánara. Jónas og jafnaðarmenn eru andstæðingar sjálfstæðismanna og allmjög sammála í stjórn- málum. Þess vegna er það i sjálfú sér ekki óeðlilegt, þó að ])eir reyni að sameina krafta sina til þess að fella frambjóð- endur sjálfstæðismanna. Öðru máli er að gegna þegar sam- vinnunni er bersýnilega beint gegn flokksmönnum Jónasar. Þá verður samvinnan ógcðsleg og báðum aðilum lil jafmnik- illar skammar. í tvímennings- kjördæmunum, Skagajarðar- sýslu og Rangárvallasýslu, hafa jafnaðarmenn að eins einn frambjóðanda i kjöri í hvoru kjördæminu." Af hálfu fram- sónkarflokksins eru tvéir menn í kjöri í hvoru. Þessi framboð jafnaðarmanna eru gersamlega tilgangslaus fyrir þeirra flokk. Þau eru ekki til þcss fallin að „halda til haga“ atkvæðum flokksins í þessum kjördæmum. Þau kunna að vísu að draga einhverja kjósendur þeirra á kjörstað, en þeir kjósendur eru þá um Iéið hvattir til að kjósa frambjóðanda annars flokks, auk síns. En það er auðfundin skýring á þessu. I háðum þessum kjördðemum cr svo ástatt, að í kjöri eru„ af hálfu framsóknarflokksins, sinn maðurinn úr hvoru flolcks- brotinu, stjórnar-brotinu og Jónasar-bro tinu. .1 ónasarmenn- irnir eru þeir Steingrímur Steinþórsson í Skagafjarðar- sýslu og síra Sveinbjörn Högnason í Rangárvallasýslu. í báðum kjördæmunum stendur svo á, að nokkurar líkur eru taldar til þess, að kosningu hljóti sinn maðurinn úr hvor- um flokki ,sjálfstæðis og fram- sóknar. í Rangárvallasýslu þarf að vísu tæplega að gera ráð fyrir sliku. En það er þó augljóst, að framboð jafnaðar- manna, í báðum kjördæmun- um, henta vel til þess, að „Jón- asar-liðið“ geti hlvnt að Jónas- armönnunum, sem í kjöri eru, umfram frambjóðendur stjórn- arflokksbrotsins, með þvi í Skagafirði að kjósa. Steíngrim og jafnaðarmanninn og i Rang- árvallasýslu síra Sveinbjörn og jafnaðarmanninn. — Jónas fekk því ekki ráðið, þrátt fyrir það livernig „miðstjóm“ flokksins var skipuð í vetur, að skift vrði um frambjóðendur i kjördæmunum. En nxeð aðstoð jafnaðarmanna getur hann stungið rýtingi i bak þeim frambjóðendum flokksins, sem hann vill feiga. Auðvitað hefði jafnaðar- mönnum verið það innan liand- ar, að hafa tvo frambjóðendur t. d. í Skagafjarðarsýslu. Og það var í raun og veru ekki ó- veruleg ástæða til ])ess fyrir þá einmitt nú, vegna þess, að kommúnistar hafa þar tvo menn i kjöri, og þeir eiga þann- ig á hættu að rugla reitum sín- um saman við kommúnista með því að liafa engan eða að cins einn frambjóðanda al' sinni hálfu. En jafnaðarmenn eru ekki með þessum framboðum að vinna fyrir sinn flokk i þess- um tveimur kjördæmum. Með framboðunum í Rangárvalla- sýslu og Skagafirði eru þeir að þjóna Jónasi, ög þá líklega um leið að borga fyrir stuðning hans í Reykjavik og Norður- Isafjarðarsýslu. En hvort lilutverkið er nú auvirðilegra i þessari „sam- vinnu“, Jónasar eða jafnaðar- manna? — Jónas selur virð- ingu flokks sins i Reykjavik, með því að fella niður framboð i bænum, og spillir um leið framtíðarmöguleikum flokks- ins þar, er gerist síðan pólitisk- ur stigamaður gagnvart flokks- mönnum sínum í öðrum kjör- dæmum. — Jafnaðarmenn láta hinsvegar nola sig til áðstoðar við níðingsverkin og lána Jón- asi rýtinginn. Það þaj’f auðvitað ekki að taka það fram, að þessi fram- boð jafnaðarmanna, í Skaga- firði og Rangárvallasýslu, skifta engu máli fyrir sjálfstæðis- menn. Þeim er eingöngu beint gcgn þeim Brynleifi Tobíassyni og Páli Zophoníassyni, sem eru frambjóðendur framsóknar- flokksins í þessum kjördæm- um, ásamt þeim Steingrlmi Steinþórssyni og síra Svein- birni Högnasyni. LnndúDaráðstefaan og afstaða Frakka. —o— Daladier, forsætisráðh. Frakk- lands, svaraöi 9. júní fyrirspurn- uni, sem fram voru bornar ;i þingi, um aístöSu stjófnarinnar til deilumála þeirra, sem vi8- skiftamálaráðstefnan hefir til meö- íerðar, og var svar hans á þá leiö, a‘8 fulltrúar Frakklands mundu leitast viö að stuöla a'S því, a'8 varanlegur og góöur árangur næö- íst á ráöstefnunni. Flann kvaö enn- fremur stjómina reiöubúna til ,þess aö koma af staÖ stórfeldum framkvæmdum í atvinnubótaskyni. 1 ööru lagi kvaö hann stjórnina reiöubúna til þess aö taka þátt í aiþjóöasamkomulagi um 40 vinnu-_ stunda viku, til þess aö draga úr atvinnuleysi. og í þriöja lagi, aö hún væri algerlega samþykk því. aö komiö væri á alþjóöaskipulagi um framleiöslu og viöskifti, eink- Mótor- sláttuvél handhæg og auðveld í notkun fyrir einn mann, en slær á við s e x. Til sýnis og sölu hér á staðnum. Lágt verð. Þúrðnr Sveinsson & Go. anlega aö því er landbúnaöaraf- uröir snertir. Hinsvegar sagði hann, að Frakkar gæti ekki fall- ist á neitt alþjóöasamkomulag í viðskiftamálum, nema þaö hefö- ist fram, aö gengi sterlingspunds og dollars væri veröfest, Frakkar geti yfirlcitt ekki aðhylst þá stefnu. að fella peninga í verði, né heldur. að hömlur scu lagðar á gullflutninga. Um verölagsmálin kvaöst hann vera sammála þeim skoðunum, sem oröið heföi ráö- andi meö Bandaríkjamönnum, að vinna verði aö hækkun verðlags- ins, en þá skoöun, sem komiö heföi fram hjá suraum hagfræö- ingum í Frakklandi, aö eigi væri vert aö vinna aö hækkandi verð- lagi afuröa, kvað hann stjórnina ekki geta aðhvlst. Hinsvegar lét hann í ljós þá skoöun, að hann lieföi litla trú á því, að reyna aö hækka verðlagið óeölilega meö allskonar ráöstöfunum eða vinna að því með því að fella peninga i veröi. Stefna Frakka er þvi, að veröhækkunin veröi að koma sem eðlileg afleiðing af bættri al- þjóðasamvinnu, nýju framleiöslu- skipulagi, styttri vinnutíma og meö því að uppræta viðskiftaríg þjóöa milli. Grasvöxtup er nú sagður svo xnikill viöa um iand, að menn þylyjast varla mum betri spretluhoxfur á þessum tíma. Gildir þelta jafnt um tún og úíhaga. Tiðin liefir verið einmuna góð og vorio hrakviðralaust. Norður i Húnavatnssýslu segja bændur, að þcir muni ekki eftir slíku vori sem þessu. Síðastliðinn föstudag brá til norðanáttar og gerði slæmt liret um kveldið. Hélst það næslu nóll og laugardag allan til kvelds, en á sunnudag var veðr- inu tekið að slota. Sögðu Iiún- vetningar, að þetta væri „fyrsta hretið á vorinu“ og þótti mynd- ai’lega úti látið. Á föstudag og laugardag var dimmviðri mikið fyrir norðan land, stormur nístingskaldur og úrkoma. Sást lítt til fjalla, en þar sem í þau sásL, var hvítt niður undir bygð. — Á Holta- vörðuheiði hafði snjóað til muna og voru dílar af nýjuin snjó meðfram veginum eftir há- degi á laugardag. Hafði þar auðsjáanlega verið alhvítt um morguninn. Vegabótamenn, sem voru að verki þarna uppi á lieiðinni, gátu með naumindum haldið á sér liita við vinnuna og kept- ust þeir þó við sem mest þeir máttu. Fátt sauðfjár var runnið til heiðar, en þó voru nokkurar lambíer komnar suður undir sæluhús. Voru þær rólegár þar JOÍSOtSOOÖtSOOGtÍOOOtSaíÍtÍÍÍOOOOí soootsoootstscotioootsoootioooot GarðkOnnnr margar stæi’ðir «g ÍS Garðslðngur fást hjá ÍS H. BIERING. Laugavegi 3. Sími: 4550. S ÍWVW JW%IW» /V stsootsootststsootsootsfsootststsotsot í heiðardrögunum á föstudags- kveldið, en á laugardag munu flestar hafa leitað norður af og heim til sín. Voru sumar auð- sjáanlega á hraðri ferð. Tvær ær fallegai’, sýnilega mjög vel fóðraðar, báðar tvilembar, fóru svo liratt, að því var líkast, sem hundur væri á hælum þeirra. Óviða eða jafnvel hvergi norð- an heiðar mun hafa verið búið að rýja fé, ])egar hretið skall yfir, en sumt var gengið úr reifinu að meira eða minna leyti. Fallegt var engið í Þinginu yfir að líta’ — iðjagrænt og' auðsjáanlega talsverl sprottið nú þegar. Þar verður graslagð- ur i sumar, þegar fullsprottiö er, ef að líkmn lætur. Bændur töldu ekki liættu á þvi, að hret- ið mundi kippa til muna úr grasvexti, ef það stæði ekki þvi lcngur. Grasið væri orðið svo mikið, að lítil hætta væri á aft- urkipp úr þessu. Húnvetningar liafa löngum verið taldir hestamenn og mörg- mn bóndanum hefir þótt vænt um reiðhestinn sinn eða reið- Iiestana. Sá, sem línur þessar ritar, vissi til þess, að einn bóndinn var svo liugulsamur við reiðhestana sína, að hann lét þá í hús á föstudagskveldið. Það var fallega gerl og sýnir hugsunarsemi liins nærgætna liestamanns. Hvergi var sláttur byrjaður nprðan Holtavörðuheiðar, að því er séð varð frá þjóðvegin- um. En í Borgarfirði voru menn á stöku stað farnir að bera ljá í gras. Munu þeir hafa byrjað á laugardaginn (17. júní). Er það gamall og' góður siður víða um land, að „bera niður“ á laugardegi. — Mun það óvenju- snemt eða jafnvel eins dæmi, að slátlur byrji um miðjan júnímánuð. — Á einum stað var búið að slá væna skák i túninu og hii’ða töðuna i garð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.