Vísir - 29.08.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1933, Blaðsíða 2
VlSIR ))MamaH OPAL, OPALCOL Slmi 1-2-3-4. kaldir litir eru fallegir og tærir, sem litir náttúrunnar. — Þola sólskin og þvott, án þess að upplitast. OPAL, OPALCOL litir eru einu litirnir, sem fullnægja al- gerlega kröfum fiskunnar og þeirra vandlátu. Kaupiö því OPAL og OPALCOL liti, ef þér viljiö vera viss um, að fá það besta. KXXSOQOQOQOOQOOGOQQOOQQOQOOQQOQOOOQOOOCQOOQOOOOQQQOWM Seffle iiítorar Kraftmiklir, gangvissir, sterkbygðir § | og olíusparir. Lágt verð og hag- Ikvæmir skilmálar. Aðalumboð: | Þórðup Sveinsson & Co. 1 Reykjavík. | KX)QOOOOOQQQOOQOQQOOOOOOQQOOOOOQOOOQOOQQOOOOOOOQOOOOO« Símskeyti —s— London, 28. ágúst. United Press. - FB. Síldveiði Breta, innflutningur á síld o. fl. Samkvæmt skýrslum land- búnaðar- og fiskimálaráðuneyt- isins fyrir 1932, hefir dregið svö mikið úr sildveiðum, að liið mesta áhyggjuefni er. Alls voru settar á land í Englandi og Wa- les árið sem leið 2.334.197 vættir (hundred wéight = 50.8 kg.), en til samanburðar má geta þess, að seinasta árið fyr- ir lieimsstyrjöldina voru settar á land 7.313.425 vættir. Skrá- settum sildveiðiskipum liefir mikið fækkað, en inn- og út- flutningur á síld liefir einnig minkað. Þannig hefir mikið dregið úr síldarinnflutningi þýskra skipa, að því er virðist að miklu leyti vegna gjaldeyris- erfiðleika. Árstekjur síldariðn- aðarins hafa minkað um 900.- 600 sterlingspund árið sem leið, miðað við 1931, og 3 milj. stpd. miðað við 1929. Vinarborg 29. ágúst. United Press. - FB. Austurríkismenn auka vígbúnað sinn. Vaugoin hermálaráðherra hefir lýst ,því yfir, að Austurríki muni setja á stofn varaherlið, með því að æfa árlega 20,000 manna. Stór- veldin hafa fallist á þetta. Washington 29. ágúst. United Press. - FB. Viðreisnin í Bandaríkjunum. Johnson yfirstjórnandi viðreisn- arframkvæmdanna, hefir tilkynt, að fullnaðarsamkomulag um viö- reisn kolaiðnaðarins verði tilbúiö innan þriggja daga. Hefir nú náðst samkomulag um öll deiluatriði milli kolanámueigenda og kola- námuverkamanna. Námueigendur hafa fallist á að viðurkenna fé- lög kolanámumanna. Hyde Park, N. Y. 29. ágúst. United Press. - FB. Roosevelt og M. Norman. Montagu Norman aðalbanka- stjóri Englands hefir heimsótt Franklin D. Roosevelt. Heimsókn- in var ekki gerð til þess að ræða viðskifta og fjármál. Einkaritari Roosevelts sagði, að heimsókninni lokinni, að þeir hefðu ekki minst á verðfestingu. Maniia, í ágúst. United Press. - FB. Flugferðaáform Pan-American- Airways. Pan-Anierican-Airways á- formar að koma á reglubundn- um flugferðum milli San Fran- cisko og Hong-Kong innan tveggja ára, með viðkomu í Manila og víðar. Félagið á- formar að nota risa-flugvél, sem nú er í smíðum, í flugferð- ir þessar. Flugvélin á að hafa 4 1000 ha. mótora og geta flutt 52 farþega. Bjargráí sösiallsmans og dðmnr reynslnnnar. Kommúnisminn í Rússlandi. Síðari ræðuna hélt hann 17. okt. sama ár. Hún var birt í „Isvestia," hinu opinbera málgagni rússnesku stjórnarinnar. í janúar 1929 birtist hún i enskri þýðingu, í The Soci- alist Review, málgagni enska verkamannaflokksins. Ræðan hefst á því, að Lenin minnist á þá miklu stefnubreyt- ingu, sem átt hafði sér stað, þar sem nokkur öfl hins fjármagnaða skipulags hefðu verið leyst úr læð- ingi. ,,Vér héldum,“ segir hann, „að bændur mundu láta kornið af höndum, eins og krafist var. .. Eg held því ekki fram, að það hafi verið skynsamlegt af oss, að búast við því. En vér gerðum það. Þaö er því miður staðreynd. Því miður segi eg, af því að reynsl- an — meira að segja stutt reynsl 1 — sýndi oss, að oss hefði skjátl- ast í þessum efnum. .. Vegna Jjess höfum vér beðið alvarlegan ósigur á hinu efnahagslega sviði. .. Það er enginn vafi á því, -að \ér höfum beðið ósigur, mikinn ósigur. . . Það, að vér reyndum að koma kommúnismanum á, olli því, að vorið 1921 biðum vér ósig- ur á hinu efnahagslega sviði, miklu alvarlegri en þá, sem vér biðum fyrir Kolchak, Denikin eða Pils- udski.* Á þessu tímabili var efna- hagsstefnan ekki í samræmi viö þær hreyfingar, sem áttu sér stað meðal fjöldans, og hún var ekki fær um að auka framleiðsluna. Kverskonar aukning var óhugs- andi í þorpunum, vegna þeirra krafna. sem ríkið gerði á hendur bændum, Og hún var óhugsandi í bæjunum, vegna þess, að komm- únistisku skipulagi hafði verið komið þar á. Það er þessi stefna, sem olli kreppunni vorið 1921, bæði hinni efnahagslegu og póli- tísku. . . Hin nýja stefna er að nokkru leyti endurreisn kapítalismans. Enn þá verður ekki um það sagt, að hve miklu leyti það verður. Sérleyfi til handa erlendum kapi- talistum og tryggingar til handa einstökum kapitalistum er hvorki * Hershöfðingjar, sem réðust með heri inn í Rússland. meira né minna en endurrexsn kapitalismans, og hin nýja efna- hagsstefna vor stendur í órjúfan- legu sambandi við þetta. Bændur fá frelsi til þess að versla með þann hluta framleiðsl- unnar, sem eftir verður, þegar þeir hafa greitt skattana. Mestur hluti þjóðarinnar eru bændur. Og landbúnaðurinn er lang stærsti þáttur efnahagsstarfseminnar. Þess vegna er annað óhugsandi en að kapitalisminn blómgist á grundvelli frjálsrar verslunar. Aðalvandinn er að endurlífga hagnaðarhvöt einstaklingsins. — Hver maður, sem vinnur ákveö- iö verk, verður að finna það, að það snerti hann sjálfan hvort vel gengur eða illa. Höfum vér stuðl- að að því? Nei, þar hefir oss skjátlast. . . Öll efnahagsstarfsem- in verður að vera bygð á hagnað- arvon einstaklingsins. . . Haldið fundi ef þér viljið, en stjórnið án minsta hiks. Stjórnið með meiri festu en kapatalistarnir nokkuru tíma hafa gert, annars sigrist þér aldrei á þeirn. Það verður að stjórna með meiri hörku en áður. Þegar hermenn rauða hersins höfðu þjarkað á fundum svo mán- uðum skijxti, var hlýðnisskyldan gerð jafn ströng og hún hafði ver- ið á keisaratímunum. Hegningar voru teknar upp, þar á meðal dauðahegning, sem ekki þektist á dögum keisarastjórnarinnar.“ Hér er svo greinilega að orði komist, að engum fær dulist að hið komrnúnistíska skipulag var ger- samlega fallið um sjálft sig. Og ac orsök falls ]xess var sú, f.ð skipulagið var bygt á vitlausum kenningum. Margir þeirra, sem gerst hafa verjendur kommúnismans neita því og henda á aðrar ástæður. En það er tilgangslaust með öllu. Len- in hefir lýst orsökunum. Og hann hefir áreiðanlega þekt þær betur en þeir. Skiplagið hafði ekki þær afleiö- ingar í för með sér, senx til hafði verið ætlast. Þær urðu alt aðrar. Þær urðu slikar, að ómögulegt var að halcla áfram sömu stefnu. í stað efnahagslegi'ar velmegunar leiddi það af sér efnahagslega eyðilegg- iugu, af því að það var reist á vitlausum kenningum og vanþekk- ingu á efnahagslegum lögmálurn. Kommúnisminn — hinn full- komni sósialismi, sem komið var á með byltingu og ofbeldi, féll um koll af greiudum ástæðum. Sameignarmenn kalla rússnesku byltinguna öreigabyltingu eða verkamannabyltingu. Þess vegnaer nauðsynlegt að athuga það nokk- uru nánar, hvernig aðstaða verka- manna var á þessum árum. Þegar verkamenn fengu ítök í stjóríx verksmiðjanna, kom brátt i ljós, að þeir kærðu sig ekki um að reka þær i anda kommúnism- ans. Þeir vildu stjórna þeim í auda þeirrar greinar sósialismans, sem nefndur er syhdikalismi. En sam- kvæmt honum eiga verkamenn hverrar verksmiðju að hafa ö!l raunveruleg völd verksmiðjunnár. Stjórnarherrarnir vildu það ekki. Þess vegna bjuggu þeir svo urn hnútana, að öll völd lentu í höndum kommúnista. Kommún- istaflokkur Rússlauds er mjög íá- mennur. Það stafar af því að til- tölulega fáir menn fá að ganga í hann. Það getur því hæglega far- ið svo, að enginn verkamaður cin- hverrar verksmiðju sé í flokknum. En þó eiga kommúnistarnir að ráða' þar öllu, auðvitað undir eft- irliti og eftir fyrirskipunum æöri stjórnarvalda. Verkamennirnir voru sviftir öllu frelsi. Þeir ur'ðu að fara þangað, sem þeim var skipað, og gera það, sem þeim var skipað. Og að sjálf- sögðu urðu þeir að hlýða i blindni. Við þetta bættist svo, að þeir liöfðu ekkert frelsi, þegar umvöru- kaup var að ræða. Þeir fengu sinn ákveðna matar- eða vöruskamfc. Og þeir urðu að sætta sig við hann, hvort þeim líkaði betur eða ver. Fi'elsi verkamanna í „vei'ka- mannarikinu“ var þá í stuttu máli þannig: Þeir urðu að fara þangað, sem þeim var skipað að fara. Þeir urðu að vinna það, sem þeim var skipað að vinna. Þeir urðu að horða það, sem þeim var skipað að borða. Ekkert var frjálst. í engu voru þeir betur settir en þrælar liðinna tíma. Ofan á þetta bætist svo, að ]>eir urðu stundum að vera „skamt- lausir,“ af því aö ekkert var til í skamtinn. Ujxpreisnirnaf. sem urðu í Petro- gi-ad vegna brauðskorts, sanna það fullkomlega. Frh. Flótíameim frá Þýskalandi í þúsundatali hafa á undanförn- um mánuðum sest að í Alsace- Lorrainc (EIsass-Lothringen) að því er hermt er í Parísarút- gáfu Chicago Tribune i yfir- standandi mánuði. Koma flóltamannanna hefir orsakað ýmsa erfiðleika í sumum borg- um, og þótt einkennilegt kunni að virðast, hefir hún smnstaðar leitl lil skorts á verkafólki. Ligg- nr þannig í þessu, að sumir flóttamannanna, einkanlega Gyðingar, hafa fjárráð talsverð, og liafa komið á fót atvinnu- rekstri, verksmiðjum o. s. frv., og borgað betur en þeir at- vinnurekendur sem fyrir voru og náð verkafólkinu frá þéim. Þetta hefir þannig orsakað nýja, harðvítuga samkepni, og gömlu atvirinurekendurnir ekki getað fengið æft verkafólk í stað þess, sem flóttamennirnir liafa náð frá þeim. Hafa verslunarráðin í ýmsum borgum, t. d. í Metz, Strassbourg og Colmar, sent frakknesku ríkisstjórninni mót- mæli út af þessu. Er þess kraf- ist, að ríkisstjórnin komi í veg fyrir, að fleiri flóttamenn setjist að í þessum borgum og í öðru lagi, að komið verði i veg fyrir, að þeir sem komnir eru, spilli atvinnu horgaranna sem fyrir voru. Verslunarráðið í Metz hefir stungið upp á því, að frakk- neska rikisstjórnin skjóli þess- um málum þvi næsl til þjóða- bandalagsins. Það sé þess lilut- verk, að koma þessum flótta- mönnum fyrir, þar sem þörf sé fyrir þá. Verði ekkert að liafst, muni mikill liluti flóttamann- anna setjast að í Alsace- Lorra- ine og þeim héruðum, sem næst eru Þýskalandi vegna þess, að flótlamemiirnir vilja ógjarnan fara langt úr landi. I hér- uðum Fi’akklands og Belgíu við landamæi’in hafi þeir full not af þýskri tungu, auk þess sem landslag og ýms skilyrði séu í mörgu lík því, sem er í héruðunum austan Rínar. — í áskorun verslunarráðsins í Col- mar segir: „Vér viljum ógjarn- an koma liörkulega fram við þá, sem verða að flýja land, vegna ofsókna mannúðar- snauðra kúgara, en hinsvegar verðum vér einnig að talca til- lit tii liagsmuna samhorgara vorra.“ — Verslunarráðið í Strassbourg krefst þess, að Frakkland segi upp samningi þeim frá 1927, er gerður var við Þjóðverja, en í honum er Þjóðverjum þeim, sem setjast að i Frakklandi lieitið vissum liluniiindum. -- -----xoMSSira—----—-- OFviðrið. —o— Holti undir Eyjafj. 29. ág'. FB. Veður á aðfaranótt sumiudags var afar mikið hér eystra en tjón af völdum þess varð ekki mikið á mannvirkjum. Heyfok ekki mjög' mikið, ]>ar eð úrkoman á undan vei'sta storminum var afar mikil og gegndreypti heyin. Hjá Dimon fuku flestöll tjölcl veg'agerðai'- manna og víðar, þar sem tjald- búðir ern, að þvrer hing'að hefir írést. — Sæmilegur þurkur tíðast undanfarinri hálfan mánuð. Vík í Mýrdal, 29. ág. FB. Ofviðrið á aðfaranótt sunnu- dags náði aö eins austur að -Mýr- dalssandi. Austan sandsins var að vísu vont veður, en engin aftök. í Mýrdal varð ekkert stórtjón af völduni veðursins, en nokkurar á húsum og heyfok. Ölfusárbru 29. ágúst. FB. Nokkurn hluta þaksins af Tryggvaskála tók af í ofviðrinu, en hlöðunni miklu hér fyrir aust- an varð með naumindum bjargað meö því að bera fai'g á hana. — Skemdirnar, sem urðu á Syðri-Brú í Grímsnesi, voru þær, að þak tók at heyhlöðu, sem ekki er fullgerð. Heyið fauk ekki. í Ásgarði og Mýrarkoti fuku þök. af hlöðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.