Vísir - 29.08.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1933, Blaðsíða 3
HISIA Rozsi Ceglédi. Karoly Szénássy. V í s i r kemur ekki út á morgun — Tegna skemtifarar starfsfólks- ins. — 'Veðrið í morgun: Hiti i Réykjavík 12 stig, ísafirði 10, Akureyri 9, Seyðisfirði n, Vestmannaeyjum 10, Grimsey 9, .Stykkishólmi 10, Blönduósi 8, Raufarhöfn 8, Hólum í Iiornafirði 12, Grindavik 11. Færeyjum 13. Julianehaab 10, Angmagsalik 8, Hjaltlandi 12 stig. Mestur hiti hér i gær 15 stig, minstur 8. Úrkorna .3,1 mm. Sólskin 2,7 st. Yfirlit: j ‘Grunn lægð yfir austanverðu ís- landi á hægri hreyfingu austur eft- : ár. Horfur: Suðvesturland: Breyti- leg átt og hægviðri. Sumstaðar smáskúrir. Faxaflói: Norðan gola. Bjartviðri. Breiðafjörður, Vest- firðir: Hæg norðan eða norðaust- anátt. Víðast úrkomulaust. Norð- urland, norðausturland, Austfirð- ir: Norðan og norðaustan gola. .Dálitil rigning. Suðausturland: Hægviðri. Sumstaðar skúrir í dag. Innbrotin. Á laugardagskveld náði lögregl- an i mann sem hafði brotist inn í búð, sem er í kjallara hússins á Laugavegi 70. Maður þessi hefir aneðgengið að vera valdur að inil- brotum þeim, sem nýlega voru gerð í Matarversl. Tómasar Jóns- sonar og hjá Kerff. Einnig játaði liann að hafa gert tilraunir til þess :að brjótast inn í versl. Bristol og afgr. Nýju efnalaugarinnar. Bruggun. Löggæslumenn liéðan föru •suður í Flekknvík á Vatnsleysu- strönd í fyrrinótt, en grunur lék á, að þar væri bruggað á- fengi. Fundu löggæslumennirn- ir jarðhús undir garða í fjár- húsi þar og í þvi bruggunar- tæki og 800 lítrar af bruggi í „gerjun. Bóndinn í Flekkuvík kveðst liafa lánað manni úr Reykjavík fjárbúsið og neitar því, að bann eigi bruggunar- tæki eða liafi starfað að brugg- vin. Lögreglan liefir nú málið til rannsóknar. 76 ára er í dag Magnús Magnússon, íyr bóndi i Miövogi, nú til heirnil- ás á Skólavörðustíg 26. Skip Eimskipafélagsins. Brúarfoss kom hingað frá út- löndum kl. 1 í nótt. Gullíoss er i Kaupamannahöfn. Goðafoss fer annað kveld áleiöis til Hull og Hamborgar. Dettifoss fór frá Hull í dag áleiðis hingað. Lagarfoss fór frá SiglufiiiSi i morgun áleiðis til Haganesvíkur. Selfoss er á leið frá Aberdeen til Hamborgar. Brúarfoss kom hingað frá útlöndum laust fyrir miðnætti í nótt. Far- þegar voru mjög margir, m. a. þessir: Jón Þorláksson, borgar- stjóri, Ragnar E. Kvaran, kona hans og börn, Jón Benediktsson, tannlæknir, kona bans og börn, frú Guðrún Indriðadóttir, ung- frú Ivatla Pálsdóttir, ungfrú Anna Sigurðardóttir, Ásgeir Guðmundsson cand. jur, og frú, Þ. Þ. Þorsteinsson, skáld frá Vesturlieimi, Sveinn Ing- varsson, forstjóri, Árni Þor- valdsson, kennari og frú, frú Sumarliðason frá Vesturheimi, Fossberg kaupm., Kristinn J. Markússon kaupm., nokkurir * útlendingar, 22 skálar o. fi. E.s. Hekla kom kl. 4 í gær til Fáskrúðs- fjarðar. Höfuðdagur er í dag. Gengið í dag. Sterlingspund .... kr. 22.15 Dollar ................— 4,87 100 ríkismörk þýsk , — 162,24 — frankar, frakkn . —- 27,19 — belgur ........... — 96,56 — frankar, svissn . — 133,89 — lírur .........-— 36,69 — pesetar ..........— 9,84 — mörk, finsk .... — 57,95 — gyllini ...........— 279,10 — tékkósl. kr....— 20,67 — sænskar kr....— 114,41 —norskar kr......-— 111,49 —danskar kr..........— 100,00 Kveðjusamsæti fyrir E. C. Bolt, verður í Guð- spekifélagshúsinu, i kveld (29. ágúst) kl. 9. Allir nemendur sum- arskólans og Guðspekifélagar, velkomnir. Carnegie-verðlaun fyrir björgun, 800 kr. og minnis- pening úr lironze, hefir Sverrir Sigurðsson stúdent á Sauðár- króki íengið Knattspyrnumót III. fl. A morgun kl. 2 keppa Fram og Víkingur. Ctvarpið. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar: Píanósóló. (Emil Thoroddsen). 20.30 Upplestur. (Jón Evþórs- son). , 21,00 Fréttir. 21.30 Granunófónsöngur. V í S IS KAFFIÐ gerir alla glaða. Erlendar fréttir. Peking, í ágúst. United Press. - FB. Flytja þýskir háskólakennarar til Kína? Eins og kunugt er, hefir fjöldi þýskra háskólakennara, einkanlega af Gyðingaættum, orðið að flýja land, frá þvi er Þjóðernisjafnaðarmenn komust til valda. Einnig er það kunnugt, að mestur hluti þessara menta- manna á örðugt uppdráttar og allar líkur til, að fæstir þeirra geti fengið störf við þeirra hæfi. Mentamálaráðherrann kín- verski hefir nýlega farið fram á, að veitt verði fé til þess að lála 30 kinverska stúdenta stunda liáskólanám í Bandaríkjunum árlega og er áætlaður kostnaður við þetta $ 1,200,000 í silfri. Nú hefir komið fram uppástunga hér um að hætta við þetta áform, en nota féð heldur til þess að flytja þýska liáskóla- kennara inn í landið og launa þeim sómasamlega. Þannig gæti langtum fleiri kínverskir stúdentar notið kenslu liæfra, erlendra háslcólakennara. Því er haldið fram í tímaritinu Tu Li Ping Lun, að Kínverjar verði nú að leggja álierslu á að koma sér upp nýtísku háskólum og nota nú tækifærið og tryggja sér starfskrafta liinna ág'ætu menta- og vísindamanna, sem útlægir liafa verið gerðir frá Þýskalandi. -— Hvað aðhafst verður út af tillögu þeirri sem fram liefir komið, er enn óvist, en henni liefir verið veitt mikil eftirtekt og er mikið rædd. Berlín, i ágúst. United Press. - FB. Frá Þýskalandi. Samkvæmt ákvörðunum innanríkisráðherrans, Wilhelms Fricks, verður kenslu í sögu Þýskalands framvegis hagað öðruvísi en verið hefir frá því heimsstvrjöldinni lauk. Lögð verður áhersla á, að fræða skólanemendur um „þjóðhetj- ur“ Þýskalands og' vekja að- dáun þeirra á þeim og vfirleitt verður sögukenslunni hagað þannig, að þjóðerniskend nem- endaiina eflist og að þeir verði fyrir þeim áhrifum, að þeir styrkist í trúnni á núverandi valdhafa. Meiri rækt en áður á að leggja við sögu Þjóðverja á fornum tímum og Miðaldasög- una og seinast en ekki síst nú- tímasöguna. Sögukensluna á að auka mikið í öllum skólum landsins. Vðrubíll í góðu lagi til sölu fyrir lítið verð. — A. v. á. Delicions epii ljúffeng og góð. Yersl. Vísir. Bílferðir til Borgarfjarðar. Frá Reykjavík alla fimtu- daga, en til Reykjavíkur alla miðvikudaga. Viðkomustaðir: Hreðavatn, Arnbjargarlækur, Norðtunga, Reykholt o. fl. Ódýr fargjöld. Upplýsingar og afgreiðsla 1 Reykjavík lijá Ferðaskrifstofn íslants Ingólfshvoli. Sími 2939. Sagan af Kaiaf prinsi og keisaradótturinni kínversku. Framli. „Þú fífldjarfi, ungi maður, þekkir þú mín ströngu fyrir- mæli og hin liörmulegu afdrif allra þeirra, sem liingað til liafa gerst biðlar dóltur minnar?“ „Já, þú mikli keisari!“, ans- aði Kalaf, „eg veit vel í livaða háska eg stofna mér, eg var meira að segja sjónarvottur að aftöku kóngssonarins frá Sam- arkand.“ „Hvílíkt æði og vitleysa,“ mælti keisarinn, „varla er einn kóngssonurinn búinn að láta líf sitt, fjrrr en annar kemur jafnharðan til þess að fara sömu förina. Menn skyldu halda, að þeim væri einhver sérstök ánægja í að fórna sér í dauðann. Hvílik blindni! Láttu þér segjast kóngsson. Og gleymdu því ekki, að þú átt ekki nema eitt líf til að glata. Þú vekur mér í brjósti meiri meðaumkun en allir þeir, sem til þessa hafa komið hingað til að leita bana og feigðar, já, eg finn til þín blýjan hug í brjósti mér, og því segi eg: Far þú heim sem fljótast í ríki föður þins og gerðu honum ekki þá sorg, að láta honum berast þær fregnir að fá aldrei framar að sjá aftur einkasoninn sinn.“ — „Voldugi konungur,“ svaraði Ivalaf. „Það er lieldur en ekki hróslegt fyrir mig að heyra það a.f þínum eigin munni, að þér getist ekki illa að mér. Hygg eg það vera lieillavænlegan fyrir- boða; liver veit nema himna faðirinn liafi komist við af ó- liamingju þeirri, sem fegurð dóttur þinnar liefir af stað komið, og vilji nú nota mig fyr ir verkfæri til að gefa þér aftur týndan frið og rósemd æfi þinn- ar. Ertu þá svo handviss um það, að eg geti ekki leyst úr spurningum þeim, sem dóttir þin mun leggja fyrir mig? Af hverju veistu það, að eg muni deyja? Þó öðrum liafi ekki tek- ist að liitta á úrlausn spurning- anna, er þar fyrir sagt, að mér mistakist hún? Hvað sem öðru líður, hátt tignaði keisari, þá skal ekki ótti fyrir dauðanum knýja mig til að gefa frá mér þá ljómandi vegsemd, að verða þinn tengdasonur.“ Keisarinn lét nú ekki af að aftra honum með innvirðuleg- ustu fortölum; hann gerði lion- um kost á að vera við liirð sína og ganga þar næstur að virð- ingu, ef hann að eins hætti við sitt fífldirfskulega uppátæki og veitti sér þann fögnuð, að bjarga þó einum einasta frá þvi að verða banafórn dóttur sinnar. En er Ivalaf hélt fast við áform sitt og lét engan bilbug á sér finna, þá sagði keisarinn að lokum: „Hrapaðu þá í glötunina fyrst þér verður með engu móti aftr- að. En áður ætla eg samt að auðsýna þér sömu viðtöku sæmdir og eg er vanur að láta í té við þá liina konungasonu, sem bingað koma.“ Konungur benti nú æðsta hirðembættismanni sínum og lét liann vísa Kalaf á heila röð af skrautlegum lierbergjum til íveru og fjölda sveina til þjón- ustu. Sama dag gekk æðsti ráð- gjafinn fyrir Kalaf í lotningar skyni ásamt öllum embættis- mönnum ríkisins og sagði hon- um um leið, að hann yrði að vera við því búinn að svara næsta morgun spurningum þeim, sem keisaradóttirin mundi fyrir liann leggja. Framh. XJppboð. Húsið nr. 22 við Vitastíg, verður selt við opinbert uppboð, er fram fer þar á staðnum fimtudaginn 31. þessa mánaðar kl. 5 síðd. Greiðsla fari fram viÖ hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík, 23. ágúst 1933. Björn ÞörSarson. Heíðroðu hnsmæðnr Þið, sem ekki hafið þegar reynt eftirtaldar vörur: Kirsuberjasaft, Fægilög, Soyur, Matarlit frá Nýju Efnagerðinni, Rvik, biðjið kaupsýslumann yðar um þær til reynslu, yður mun ekki iðra þess. F. Skúlason forstjóri. Freyjug'ötu 26. IJppbod. Opinbert uppboð verður haldið við lýsisbræðslustöð H.f. Hrogn og Lýsi í Skild- inganesi, föstudaginn 1. sept. þ. á. kl. 2 síðd. og verð- ur þar selt til burtflutnings, húsið og önnur mannvirki, sem á Ióðinni eru, lýsis- bræðslukör og önnur áhöld. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík, 23. ágúst 1933. Bjðrn Þörðarson. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið fimtudaginn 31. þ. m. og hefst það við Arnar- hvál klukkan 2 síðdegis. Verða þar seldar bifreið- arnar R. E. 402, 479 og 787. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík, 23. ágúst 1933. Bjðrn Þörðarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.