Vísir - 13.12.1933, Blaðsíða 4

Vísir - 13.12.1933, Blaðsíða 4
VlSIR Befreiung von de Tiirken.“ SíSan skemti „Wiener-Original Schram- meltrio,“ þeir J. Felzmann, C. Billich og F. Cerny, hinir vinsælu austurrísku hljómlistamenn frá Hótel ísland. Því næst söng hr. J. Siemen gamanvisur og lék sjálf- ur undir á gítar. Var s'rSan dans stiginn til kl. 2. Aö lokum mælti Jóhann Þ. Jósefsson, lconsúll frá Vestmannaeyjum, nokkur snjöll árnaðarorö, en austurríska hljóm- sveitin lék „Marsch“ og -síöan þýska þjóösönginn. Fundurinn var allur hinn ánægjulegasti, skemt- endum og félaginu til mikils sóma. Fundinn sóttu um 100 manns. Hjálparbeiðni. Hér i bænum er stúlka, sem hef- ir veriö heilsulaus síöastliöin 4 ár og hefir því ekki getaö unniö fyrir sér, en faöir hennar er atvinnu- laus, og eru þvi ástæður hennar mjög erfiöar sem stendur. Ef ein- hverjir vildu íétta þessari bág- stöddu stúlku hjálparhönd, mun blaðiö fúslega veita viðtökum gjöfum til hennar og gefa nánari upplýsingar • þeim, er kynnu að óská. Næturlæknir er i nótt Bragi Ólafsson, Ljós- vallagötu 10. Sími 2274. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o.fl. 19r00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir, 19,20 Tilkynningar. Tónlefkar. 19,35 Tónlistarfræðsla. (Emil Thoroddsen). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi. Þættir úr nátt- úrufræði: Jöklamæling- ar. (Jón Eyþórsson). 21,00 Tónleikar: Fiðlusóló. (Þór. Guðmundsson). Grammófón. Grieg: Per Gynt Suites, nr. 1 og 2. Sálmur. Ivan Bunin. Ivan Bunin er fyrsti rúss- neski ritliöfundurinn, sem lilotið hefir bókmentaverðlaun Nobels. „Vafalaust eru Rússar lireyknir af því,“ segir í kunnu amerísku tímariti, „að rúss- neskum höfundi hefir hlotnast þessi heiður, enda þótt hann sé Hvít-Rússi og hafi verið í útlegð frá árinu 1927 (í Frakk- Iandi).“ Býr liann þar suður við Miðjarðarhaf ásamt fóstur- dóttur sinni, ungfrú Kozezova. Fyrir eigi svo löngu síðan átti Bunin við mjög mikinn skort að striða og hafði þá súðar- lierbergi i fátækrahverfi í París fyrir verustað. 1 sögum sinum lýsir Bunin bændastétt- inni, enda þótt hann sé sjálfur af horgaraættum kominn. Hann er fæddur 1870 i Voro- nezh. Hann er maður hár vexti og grannur og er nú gráhærð- ur orðinn. Hann hlaut Push- kin-verðlaunin svokölluðu fyr- ir ljóð sín, sem hann tók til að birta 1889. Það var mesti heið- ur slíkrar tegundar, sem hægt var að veita í Rússlandi á þeim dögum. Sömu verðlaun hlaut hann fjn-ir þýðingu sina á „Hiawatha“ Longfellow’s. Andsvax* til hr. Sig. Þorsteinssonar. Niöurl. Eg get ekki annað en lýst ánægju minni yfir niðurstööunni. Grein mín í Rauðskinnu er 16 bls. aö lengd, rituö í einskonar skýrslu- formi, þar sem eingöngu er sagt frá staöreyndum og hættan um að gera villur vofir yfir hverri setn- ingu. Nú nrun enginn efast um þaö, að Sigurður karlinn Þorsteinsson hefÖi ekki hlífzt viÖ að benda á fieiri villur, ef hann hefði getað, því að hann hefir þegar tínt til fleira en hami getur staöið við. Frásögn mín stendur því fyrir sjónum allra dómbærra manna jafnrétt eftir sem áöur og mun jafnan verða tekin sem fyllsta og bezta heimild um þessa atburði, enda get eg sagt það með góðri samvizku, að til hennar var vel vandað. Um vottorð þau, sem Sigurður hefir útvegað hjá félögum sínum get eg verið fáoröur. Eg geri fast- lega ráö fyrir, að sumir þeirra hafi alls ekki lesið frásögn mína í RauÖskinnu, er þeír gáfu vottorð- iu, en treyst á „referat“ Sigurðar af henni og þarf þá ekki að sök- um aö spyrja. En hvort sem þeir hafa lesið frásögn mína eða ekki, þá em slík „sannleiks“-vottorö, gefin eftir pöntun, aldrei talin fyrsta flokks heimild, og sízt þeg- ar eldri heimildir eru fyrir hendi, sem liggja nær viðburðunum. Þetta vil eg biðja Sigurð að at- huga, ef hann kynni að fara enn af stað til að fá sér vottorð um sannleiksást 0g drengilegar hvat- ir. Þá reynir Sigurður að • gera talsvert veður út úr því, aS eg hafi ekki sýnt honum frásögn mína áöur en hún var prentuð. Nennti eg ekki að anza þessu í fyrri grein minni, en af því að hann kemur með þetta aftur sem einhverja fáheyrða vanrækslu af mér, þá er bezt aö rifja upp fyrir honum, hvaö okkur fór á milli. Þegar eg var að semja grein inína hitti eg Sigurð nokkumm sinnum á götu og minntist á þetta við hami, spurði hann og ýmis- legs, sem mér þótt vafi leika á, og leysti hann úr því eftir getu. Bauð eg honum svo að lesa grein- ina yfir áður en hún yröi prentuð. Lá greinin svo í allt sumar hjá mér tilbúin, að ekki kom Sigurður. Þeg- ar vinur minn, síra Jón Thoraren- sen, var að undirbúa Rauðskinnu, lét eg hann heyra þessa frásögn og bað hann mig að láta sig fá hana í bókina og varð það úr. Var hún svo prentuð án þess að Sigurður hefði sýnt þann áhuga íyrir grein- inni að þiggja boð mitt og fá að lesa hana. Þetta er nú sannleikur- inn í þessu og skil eg sízt í Sig- urði að vera að bera þetta á borð, þar sem honum stóð til boða að lesa greinina heima hjá mér i allt sumar. Má segja, að flest sé á eina bókina Iært í skrifum hans. Enginn mun þakka Sigurði Þor- steinssyni fyrir það að gera þetta mál að deiluefni með þéirn hætti, sem hann hefir gert. Tilefnið, þ. e. villurnar i frásögn minni, eru svo litlar, ef nokkurar -cru, að engu verulegu máli skiptir. í stað þess að byrja með langri og illkvittnis- legri grein um mig og verk mitt, átti hann, ef honum fannst þörf á, að gera sínar leiðréttingar i stuttu máli og á kurteislegan hátt og halda sér eingöngu að efninu — það var ekki Símon, sem fór seinastur upp úr skipinu, heldur eg, en það var ekki von, að Guðni Jónsson vissi það, því að við komum okkur sam- an um að segja þannig (þ. e. rangt) frá o. s. frv. Þetta hefði áreiðan- Píanó tii sólu sarna sem nýtt. HljóðfæraMsið, Bankastræti 7. Nýjar bæknr. Fr. Friðriksson: STARFSÁRIN (framhald Undirbúningsár- anna), ágæt jólabók. Verð kr. 7.50 heft, kr. 10.00 í bandi. Þorsteinn Gíslason: ÖNNUR LJÓÐMÆLI (ekki áður prentað í eldri ljóðasöfnum). Verð kr. 4.40, kr. 5.50 bund- in. — Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal: ÝMISLEGT (bók- mentafyrirlestur, leikrit, ferðasaga). Þetta er annað bindi af eftirlátnum og áður óprentuðum ritum Gröndals (hið fyrsta var Bréf hans, er út kom 1931). Verð kr. 4.00 heft. BÓKAVERSLUN ÞORSTEINS GÍSLASONAR, Þingholtsstræti 17, Rvik. lega mælzt betur fyrir, engin deila upp komið og allir mátt vel við una. Hirði eg nú eigi að eltast við fleiri rangfærslur, útúrsnúninga og staðleysur Sigurðar Þorsteinssonar út af frásögn minni í Rauðskinnu. Hún hefir staðizt vel hina illúðlegu árás Sigurðar og mun geymast lengur og vera lesin en öll skrif hans um þetta mál. Kveð eg svo hálfdrættinginn af skipi Þorkels Þorkelssonar i allri vinsemd og bróðerni. 29. nóv. 1933. Guðni Jónsson. Ath. Umræðum um þetta mál er nú lokið hér í blaðinu. Höfund- arnir hafa gerst óþægilega lang- orðir og mundi hvorugur sann- færa annan, þó að áfram væri haldið. Virðast og báðir mega vel við una, að deilan falli niður. Ritstj. N orskar loftskeytafregnir. Osló, 11. des. NRP.-FB. Nefnd sú, sem skipuð var af rikisstjórninni, til þess að at- huga ýms mál verslunar- og stjórnmálalegs eðlis, liefir m. a. lagt til, að þegar verslunar- pólitiska kreppuráðið, sem nú starfar, hættir störfum, verði skipað nýtt ráð, sem hafi utan- ríkisverslunarmál með höndum og eigi sæti í þvi fulltrúar skipa- útgerðarinnar, sjómanna, land- búnaðarins, útflutningsverslun- unarinnar og iðnaðarins. Oslo 12. des. NRP. FB. Stjórn pappírsverksmiðj- anna við Drammenselven, Mo- dum, hefir tilkynt, að starf- rækslu verksmiðjanna verði hætt um stundarsakir, vegna markaðserfiðleika, frá 23. þ. m. að ttílja. Siðastl. sunnudag hvolfdi liát á BuröoySundi og drukknuðu fimm menn, sem í bátnum voru. Málarinn Edward Munch, sem varð sjötugur i (iag, hefir verið sæmdur stórkrossi Olafs- orðunnar. OpiMerið nm jdiin. Kaupið hringana hjá mér. Jöiii SigfflundssoQ gullsmiður. Laugavegi 8. Til miDDis: Á jólaborðið: Lúðuriklingur og rjómabús- smjör. — SignrSur Þ. Jénsson, Laugaveg 62. Sími 3858. Kohler'Orgsi hafa selst hér í tugatali og þykja hvarvetna skara fram úr að hljóðfegnrð og öllum frágangi. Eitt stórt orgel af þessari teg- und selst nu með miklum af- slætti, gegn staðgreiðslu. ElfaPy Laugaveg 19. Sími 2673. Tebord Verð 38 kr. og 46 kr. XSOöCíÍOOÍÍtXiOCfíJOCCíKiOCíiOöíÍÍ VISIS KAFFIÐ gerir alla glaða. XIOÍÍOÍ XÍOtX iGOCX ;c« tx ÍOGÍX XX1G4 HÚSNÆÐI Stórt herbergi til leigu. Amt- mannsstíg 2. Uppl. kl. 8—9 í kveld. (265 2—3 herbergi óskast tii leigu. Uppl. i sima 2839, kl. 6—9 í dag. (263 Til leigu 2 herbergi og eldliús (kjallaraíbúð). Bergstaðastræti 33. (258 Regnhlíf í óskilum hjá Sigr. Zoega & Co. (262 I LEIGA Bilskúr til leigu. Uppl. Þing- holtsstr. 26, eflir kl. 8 e. h. (250 p KENSLA | Fiðlu- og mandólínkensla. Sigurður Briem. Laufásvegi 6. Sími 3993. (996 | TAPAÐ-FUNDIÐ^| Kvenmannsúr tapaðisl s.l. laugardagskveld í Iðnó. Finn- andi vinsamlega beðinn að skila þvi á afgr. Visis. (259 KAUPSKAPUR Til sölu: Notuð stálföt, ágæl fyrir öskuilát og línustampa. — Sími 3598. (255 Með sérstöku tækifærisverði eru til sölu: Betristofumublur. Hringbraut 186. (248 Fallegur ruggustóll, 25 kr. og klæðaskápur 55 kr. til sölu Óð- insgötu 13, uppi. (247 Kommóða til sölu og yfir- írakki. Sími: 4143. (246 IDívanar, dýnur og allskonar stoppuS húsgögn. — Vandað efni. Vönduð vinna. — Vatns- stíg 3. — Húsgagnaverslun Reykjavikur. Bragðbestu eggin fáið þér í Bemhöftsbakarii, Bergstaða- stíg 14 og Nönnugötu 7, enda eru þau frá hænsnabúi V. Ó. Bernhöft. (4 Kúluspil er besta jólagjöfin, 3 stærðir. Fæst á Laufásveg 27. Sími 2148. (209 Til sölu stofuborð, rúmstæði,. bekkur og bókahilla með tæki- færisverði. — Heima kl. 7 að kveldi. Bergstaðastræti 59. (268 Silkilampaskermar til sölu. Uppl. Garðastræti 19, neðstu hæð. (266 Til sölu í góðu standi, borð og 4 stólar. Lindargötu 1 (Sani- tas). (264 Gott hestahey til sölu. Uppl. hjá Guðjóni Jónssyni, Hverfis- götu 50. (261 Mahogniborð, sporöskjulagað, á einum fæti, í góðu ástandi, viljum við kaupa strax. Hús- gagnaverslun Erlings Jónsson- ar. Simi 4166. (260 Klæðaskápar 50 kr. og rúm- stæði (eins manns) 25 kr., til sölu á Framnesveg 6B. (257 Píanó og orgel til sölu með tækifærisverði. Pálmar Isólfs- son, simi 4926. (256 Píanó, sem nýtt, til sölu með tækifærisverði. A. v. á. (272 P VINNA Veírarmaður óskast upp í Borgarfjörð. Uppl. gefur Jón Bjarnason, Austurstræti 14. (254 Sníð og máta allan dömu- og barnafatnað mjög ódýrt. — Á sama stað er silkikjóll á telpu, 12—13 ára, til sölu. Verð 7 kr. Laugavegi 161, uppi. (253 Dömuhöttum breytt eftir nýj- ustu tísku. Einnig breytt um lit. Laufásvegi 10. (251 Barnavagnar af öllum gerð- um teknir til viðgerðar á Lauf- ásvegi 4. Sími: 3492. (249 Maður óskast til hirða 2—3 hesta. — Uppl. Hafnarstræli 8, uppi. (270 Stúlka óskast i hálfs dags vist 2—3 mánuði. Laufey Vil- Iijálmsdóttir, Suðurgötu 22. (269 Kona, góð í matartilbúningi og húsverkum, óskar eftir ráðs- konustöðu á fámennu heimili. — Tilhoð óskast, merkt: „Gott fólk“. (267 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.