Vísir - 11.02.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 11.02.1934, Blaðsíða 2
MUNIfi 8PRENGIDAGINN! HaUannlrnar fáið pér fijá OKknr. Sími 1-2-3-4 Höfum fengið afar fullkomna vél til að grafa nöfn á sjálfblekunga og skrúfblýanta. Besta tryggingin fyrir því, að þér fáið sjálfblekung yðar eða blýant aftur ef hann týnist, er að hann sé merktur. — Kostar að eins kr. 1.50 að grafa fult nafn á sjálfblekung eða blýant. Fyrir hvorttveggja kr. 2.50. í Hafnarfirði tekur Versl. Þorv. Bjarnasonar á móti. INGÓLFSHVOLI = SiMI 27f4> Bylting yfirvofandi Madrid 10. febr. United Press. — FB. Mjög víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir byltingartil- raun, sem rikisstjómin telur yfirvofandi. Vopnuð lögregla er á verði við allar opinberar byggingar og lierlið hefir fengið skipanir um að vera til taks. Leitað er á öllum, sem á ferli eru, og lög- á Spáni reglan telur grunsamlega. Ráðherrafundur stendur nú yfir. í viðtali við United Press, rétt áður en Lerroux fór á fundinn, lét liann svo um mælt, að stjórnin teldi nauð- synlegt^að verg við öllu búin og' að rætt yrði á fundinum tun livað gera skyldi frekara cn þegar væri búið að ákvcða. Strangar kröfur. í dagblaðsnefnu Jónasar jóns- sonar hefir a'S undanförnu verið vikið talsvert að erlendum fjár- svikamálum, sem stjórnmálamenn hafi verið við riðnir. Munu greinar þessar rumiar undan rifjum J. J. og mun mörgum finnast, að þess- um stjórnmálamanni farist lítt a'ð vanda um viö þá, sem óráðvand- lega hafa farið með fé ahnennings, En blaö þessa manns lætur sem gera eigi strangar kröfur til jæirra, sem opinberum störfum gegni, þeir megi engan blett fá á skjöld sinn, og sannist t. d. á menn í ráð- herrastöðum, að j>eír hafi haft mök við menn, sem verða uppvísir að fjársvikum, beri þeim tafarlaust a5 láta af embættum sínum. — Allir vandaðir og góðir borgarar, í hvaða landi sem er, vilja að sjálf- sögðu að gerðar séu strangar kröf- ur til embættismanna ríkisins og gera sér þá vitanlega ljóst, &ð strangastar kröfur verður að gera til þeirra manna, sem gegna á- byrgðarmestum störfum fyrir þjóðfélagið, þ. e. til ráðherranna, því að J>að þarf ekki að fara t neinar grafgötur um það, að ef spilling er á „hæstu stöðum“ sýkir hún frá sér og aíleiðingin verður ahnenn stjómmálspilling, sem gegnsýkir alt jíjóðlifið. Nú er það svo, að þann thna er Jónas Jónsson frá Hriflu var við völd, var hér á landi ein mesta fjármálaspilling og ofsóknaröld, Þá fóru æðstu tnenn þjóðarinnar óráðvandlega með fé' ríkisins, þ. e. ahnemtings. Fé var eytt án fjár- lagaheimildar í hina og aðra vit- Icysu og j>ar fram eftir götunum. Þá var ekki verið að ræða um „strangar kröfttr“ til valdhafanna, því að til sjálfs sín og sinna mamia hefir J. J. aldrei gert strangár kröfur. Það var ekki fyrr en rikis- gjaldþrot vofði yfir, að augu sumra ; samherja J. J. opnuðust fyrir J>ví, i að gera þyrfti „strangar kröfur“ j til þeirra, sem nteð völdin fara um heiðarlega meðferð ríkisfjár o. s. frv. En J>á sáu þeir einnig, að eina ráðið til J>ess að koma i veg fyrir algert hrun í landinu, var að koma l>eim manni úr valdasessi, sem nú er að blaðra um „strang- ar kröfur.“ — í kosningunum i vor mun það koma í ljós, að J>jóðin gerir svo strangar kröfur til frambjóðenda, að mettn eins og J. J og hans nót- ar — sem aldrei hafa gert strang'- ar kröfur til sjálfra sín, — en æpa J>eim mun hærra um strangar kröfur til annara, munu biða hinn herfilegasta ósigur. í kosningun- um í júni verður feldur pólitískur dauðadómur yfir Jónasi Jónssyni og rauðliðum hans. Réttur kvenna tll embætta. Osló í gær. F.Ú. Dómsmálanefnd norska Stór- þingsins hefir lagt fram nýj- ar tillögur um embættisrétt kvenna i Noregi. Samkvæmt þeim eiga konur að öðlast rétt til þess að verða „sendiherrar“ og „ríkisráð“ o. fl. Einnig er komið fram þingmannafrum- varp um það, að konur skuli lika hafa rétt liJ prestsem- bætta. Gúmmi- stí gvél MIKIÐ ÚRVAL. Karlmannastígvél með gTtutm botnum seljast meðan birgðir end- ast á að eins kr. 8.00. Stefán Gnonarsson Austurstræti 12. TRAWLGARN, besta tegund, 3 og 4 þætt, fyrirliggjandi í heildsölu. Verðið mikið lækkað. Veiðarfæraverslanin Qeysir. Ráginntn vRað hem aftnr. Svar til Aðalsteins Sigmundssonar frá S. Á- Gíslasyni. —o— Niðurl. Barnavemdarráðið. Eins og vænta ínátti voru Kommúnistar gramir yfir því, að eg skyldí vera skipaður formaður barnaverndarráðsins, þetta sama sumar. Enda bættist það við, að Signrður Einarsson, fyrrum prest- ur í Flatey sótti fast, að sögn, að lá það starf, og vita kunnugir að hann er mikill vinur „radikala“- flokksins meðal kentiaranna. Annars býst eg við að ríkis- stjórnin hafi litið svo á, að við síra Ásmmtdur Gu'Ömundsson há-. skólakennari, sem mest höfðum unnið að santning frumvarps barna- verndarlaganna, ættum helst báðir að véra í þessu „ráði,“ meðan barnaverndarnefndir væru að iæra að beita lögunum, Og þar sem full- víst var, að prestafélagið mundi kjósa síra Ásmund G.uðmundsson til þessa starfs, hafi ráðherra talið rétt að fela tnér forntenskuna. Þegar Aðalsteinn er að fárast yfir því, að uppeldisíræðingur eða læknir skyldi ekki skipaður í það sæti, scm eg hlaut, 'sýnir það ekki annað eu ókunnugleika hans á hlutverki barnaverndarráðsins og fávísku háns um hvernig svipuð „ráð“ eru skipuð meðal annara þjóða. Honum hefði verið nær að spyrja, —ef hann vissi hvaö hantl er að tala um: Því var ekki skip- aður lögfræðingur í „ráðið“? — Þéirri spurningu má að vísu svara svo: „Það eru litíaf líkur til í fá- menni voru, að barnayerndarráð - inu berist svo mörg mál til úr- skurðar, að þeir, sem mest uitnu : að u.ndirbúningi laganna, séu ekki færir um að afgréiða þau, ]>ar sem ]>eir hafa greiðan aðgang aö á- gætri lögfræðílegri aSstoð, hvc nær sem þess er óskað.“ Auk þess veít* eg ekki til að nokkur íslenskur harnakemtari né læknir sé jafn kunnugur og eg ef barnaverndarlögum, frant- kvæmdarstjórn þeirra og" ýmis- konar barnahæhtm nágrannaþjóða vorra. Skora eg. á Aöalstein aö nefna þann mann, ef hann þekkir hann, eða stinga þessum vaðli í vasa sinn að öðrunt kosti. Barnaverndarráðið hefir starfað unt hálft annað ár, og hefi eg ekki orðið annars var en samvinna hafi verið ]>ar hin besta, og þá einn- ig ntilli mín og fulltrúa kennara- sambandsins i „ráðinu.“ Eg er svo skapi farinn, að þegar eg sé að einhver vill vinna vel að góðu mál- efni, þá get eg vel unnið með honum að því málefni, enda þótt skoðanir séu svo skiftar um ýms önnur mál, að þar sé samvinna óhugsandi. — Þess vegna var það meðal annars, að mér íéi! illa áð jafnaðarmannaleiðtogarnir hér i bæ skyldu ekki endurkjósa Kat- rínu Thoroddsen læknt i barna- verndarnefnd Reykjavikur. Hún hafði unnið þar með ósérhltfni og áhuga alveg prýðilega, og ntér fanst það óhæf þröngsýni að víkja henni frá því starfi fyrir þá „sökf< eina, að hún hafði mælt með öðr- um lista cn jafnaðarmannalista við stðustu bæjarstjórnarkosningar. — En þá sanngirni mína býst eg við að hr. A. S. sé ofvaxið að skilja. Ennfrentur hefi eg ekkl orðið þess var, að mótmæli stjómar kennarasambandsins og stéttarfé- lags barnakennara í Reykjavík* * Mér er svo tjáð, að þá hafi 22 verið á fundi af um 70 kennur- um, sem í því félagi vortt, — og hafi greitt atkvæði á móti sam- þyktinni. 2C. jan. í fyrra gegn skipön minni t bamavemdárráðið hafi valdib nokkurri samvinnutregðu milli „t áðsins" og kennara þeirra, sem 'eru í barnaverndarnefndum fjær og nær, — svo „radikali flokkur- inn“ má rægja „betur,“ ef honum -á að takast.að spilla þeirri sam- vinmt. Rúsínan x endaxium a það að vera hjá hr. A. S., aS eg „misnoti aðstöðu mína sem trúnaöarmaöur til framd’ráttar pólitískum öfgaflokki,“ — en það er ekkert ahnað cn helber ósann- indi, ofsjónir vondrar samvisku hans sjálfs. Eg hefi ]>eg:ar sent Morgunblað- imt grein þar sem gerð er gretn fyrir þeim flugufót þess máls, sem verður að úlfalda í augum hr. A. S. og get því veriö fáoröur um ]>að efni hér. Nefni aðeins, að „gögtrin,“ sem Aðalsteinn er að tala um, að eg liafi viljað sjá, voru kynfærateikningar drcngjabekks, sem hann kendi i fyrra vetur, og' lagðar voru svo fram til sýnis við prófsýningu í fyrravor, svo þar var ekki um -nein einkatriál að ræða. — Þá er þaS hrein og bein ósvífni að ásaka tnig fyrir „tilhæfulaus- ar óhróöurssögur” uni Austurbæj- arskólann. Jafnskjótt og eg heyrði þá sögu, setn hann mun eiga við, tjáði cg fulltrúa kennara í barna- verndarráðimt frá henni og beuti honitm á, að eiga um það tal við viðstaddatt sögumann minn. — En það má vera að A, S. skilji ekki þessháttar hreinskilni. Árásargreinar í Þórshamri eru mér algerlega óviðkomandi bæSi fyr og síðar. Þá sjáldan eg hefi fettgið að vita um að þær vo imdirbúningi, hefi eg farið fram á, að ýmislegt væri þar strikað út.cnda þótt þvi hafi ekki verið sint — nema stundum. . . Hitt er alt annað mál, aö tnér er jafn illa við kommúnisma nú eins og mér var árið 1932, og mun hlífðarlaust ráðast gegn honum, hvo'rt sem eg hitti hann hjá barna- kennurum eða öðrum. S. Á. Gíslason. Stórtuíðar í Bandaríkjununv. í fregn frá New York er sagt, að miidir kuldar og stórhriðar gangi nú víða i Bandarikjun- um, og hefir allmargl fólk orð- ið úti, eða beðið á annan hátt hana af völdum kuldans. Uti fyrir ströndum hefir sést liafís á nokkuruin stöðum, þar sem hann kemur annars venjulega ekki. F.IJ. Ístandí i Frakklandi. Kalundl>org i gær. F.Ú. í París urðu enn nokkurar óeirðir í gærkveldi, og i þeim óeirðum særðust allmargir lög- reglumenn, þar á meðal 4 lifs- hættulega, og einnig er talið að mjög margir kommúnistar muni liafa særst. Samningar þeir, sem fram hafa farið til þess að reyna að afstýra allslierjarverkfalli þvi, sem boðað hefir verið eftir helgina, hafa ekki tekist. Verk- fallið mun því seniiilega skella vfir á mánudaginn, .og er talið, að s\ o að scgja allir póst- og símamenn taki þátt i því, og einnig nær undantekningar- laust allir starfsmenn neðan- jarðari>rautauna. Bann það, sem á þriðjudag- imi var lagt við flugi einka- flugvéla í Frakklandi, vegna óeirðanna, sem þá voru, hefir nú verið upphafið. Doumergue hefir ekki tekist að ná samkomulagi við jafn- aðarmenn, og halda þeir á- fram andstöðu sinni við stjóm- ina. Flest Parísarblöðin taka tvixvni nýju stjóni vel. Eitt þeirra kenvst þó svo að orði í dag, að þótt ýmsir reyndir og heiðarlegir stjómmálamenn eigi sæti í hinu nýja ráðuneyti, hafi cinnig valist i það nokk- urir pólitískir braskarar og miðlungsmenn, og verði þvi ekki enn spáð neinu um það með sanniudum, hvernig stjórnin muni reynast, og þurfi þvi enu að biða átekta, en stjóniin sé hráðahirgðastjóm, og einskonar neyðarúrræði. Sáttasenvjari reynir að miðla málum. Kalundborg i gær. F.Ú. Danski sáttasemjarinn í vinnudeilmn hefir i dag átt fund með fulltrúum verka- manna og vinnuveitenda í Kaupmannahöfn, en samning- ar hafa engir tekist enn. í ráði er að halda almennan fund til sáttuumleitana i næstu viku. %* *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.